Tíminn - 29.09.1976, Side 6

Tíminn - 29.09.1976, Side 6
6 TÍMINN Miövikudagur 29. september 1976 Mjóa brúin, meö hoiunni, en þar verður aö vanda sig. Ómar vann glæsilega í góðaksturskeppni Bindindisféiags ökumanna HV-Reykjavík. — Þaö er ekki nokkur vafi á þvi, að hann Ómar ber höfuö og herðar yfir aöra keppendur, enda sigraöi hann i þetta sinn meö einstökum glæsi- brag, sagöi Siguröur Jónmunds- son, hjá Bindindisfélagi öku- manna, I viötali viö Timann I gær. Bindindisfélag ökumanna gekkst nú um helgina fyrir góö- aksturskeppni í Kópavogi og Reykjavik, en þaö var einmitt i þessari keppni sem ómar (Ómar Ragnarsson, fréttamaöur sjón- varps, aö sjálfsögöu) vann þenn- an glæsilega sigur. Sá háttur var haföur á, aö I staö beinnar einkunnagjafar fengu þátttak- endur mlnusa, ef þeim tókst ekki að leysa þrautirnar fullkomlega. Ómar kom úr „rauninni” með aö- eins átján minusa, en næsti maö- ur, sem var Magnús Helgason, fékk sextlu og þrjá minusa. — Þeir ómar og Magnús hafa yfirleitt eldað grátt silfur i keppn- um þessum, sagöi Sigurður enn- fremur, og hafa þeir skipzt á um aö sigra. Nú var ómar hins vegar alveg i sérflokki. Ómar tók þátt i keppninni á Fiat 126, en Magnús var á Mazda 121. Þriöji varð Friðrik Friðriksson, á Honda Civic, en hann fékk sex- tiu og sjö mínusa. Þess má geta að sá sem neöstur var.hlauttvöhundruöfimmtiu og einn minus. Þrautir þær sem bifreiðastjór- arnir þurftu aö leysa voru marg- vfslegar, en þær miöa allar aö þvi aö kanna hve gott vald þeir hafa á bifreiðunum, hve vel þeir þekkja þær og hver viðbragðsflýtir þeirra er. Meöal annars voru þeir látnir aka yfir þrönga „brú”, aka á plönkum, bakka i hálfhring, leggja i stæöi og fara úr stæði, stöðva bifreið sina meö framhjól- in viö planka og fleira. Tvær þrautanna voru ofurlítiö sérstakar. önnur var með þvi móti að á einurr staö var lagt stórum sendiferöabil og þegar keppendur komu akandi þar, að, gekk stúlka meö barnakerru út á götuna, framundan sendiferða- bilnum. Sagöi Siguröur aö þar heföi komiö i ljós viðbragösflýtir ökumanna, enda hefðu sumir stöðvaðá stundinni, aörir þurft til þess lengri tima og einn var næst- um búinn að aka yfir kerruna. Hin þrautin var sú, að kepp- endur áttu aö skoöa bifreiö eina og fengu I forgjöf þá vitneskju að henni væri ábótavant að þrennu leyti. Siðan áttu þeir aö finna þau þrjú atriði. Flestir, eða allir munu hafa séö að annað bremsuljós bifreiöar- innar var ekki i lagi, nokkrir tóku einnig eftir þvi aö baksýnisspegil hennar vantaði, en aöeins einn þeirra tók eftir þvi aö bifreiöin bar ekki sama skráningarnúmer að framan og aftan. Bindindisfélag ökumanna hefur nú á prjónunum aö halda keppnir af þessu tagi viðar um landiö, meöalannars á Akureyri, Isafirði og Akranesi. Þá er einnig ætlunin að efna til slikrar keppni á Grundarfirði, i samvinnu við klúbbinn Oruggur akstur. Fyrst er auövitaö aö fá þær leið- beiningar, sem hægt er aö komast yfir... Svo er hér sigurvegarinn, ásamt aðstoðarmanni. Nú er hægt aö brosa sætt, enda góöur sigur I höfn. Fleiri voru meö en ómar og hér er einn þeirra aö keyra um keilur, sem er eins konar svig. „He, he... þessi var góöur. Þaö er baksýnisspegillinn og bremsu- ljósiö og...” en Ómar klikkaði” á númerunum, eins og flestir hinna. „Engar Múhameðs Ali yfirlýsingar"... r ...segir Omar Ragnarsson, sem telur Magnús enn hættulegan HV-Reykjavik. — Ég ætla ekki að hafa uppi neinar Múham- eðs-Ali fullyröingar I þessu sambandi. Ég vann núna, en hann hefur unnið sumir keppn- anna, enda er það yfirleitt svo að annar hvor okkar er á hælun- um á hinum, sagði Ómar Ragnarsson i gær, þegar blaða- maður Timans bar fyrir hann þá spurningu hvort hann teldi sig nú endanlega hafa skotið Magnúsi Helgasyni ref fyrir rass. Eins og fram kemur I fréttinni af góöaksturskeppninni á sunnudag, hafa þeir ómar og Magnús löngum eldað grátt silfur i keppnum af þessu tagi, en i þetta sinn var sigur ómars sérlega glæsilegur, eða „sann- færandi” eins og iþróttafrétta- ritarar myndu segja. Or þvi Ómar ekki fékkst til aö gefa stórkarla-yfirlýsingu að þessu leyti til, var hann beðinn um aö gefa ökumönnum góð ráð, enda bendir hæfni hans I keppnum til þess aö hann búi yfir þeim góðum. — Ég hef nú ekki, fremur en aörir, komizt skakkafallalaust i gegnum umferðina þessi tutt- ugu ár eða svo, sagöi Ómar. Hitt er svo annað mál að bæöi um- ferðin sjálf, svo og þessar góð- aksturskeppnir, hafa sannfært mig um að mesti slysavaldurinn i umferðinni er einfaldlega hugsunarleysi og kæruleysi. Ég vil þvi ráðleggja öku- mönnum að nota höfuöin á sér til akstursins, þegar þeir eru að aka, en ekki hugsa um eitthvað allt annað og óskylt, eða vera kjaftandi við farþega og þar fram eftir götunum. Ég er sann- færður um að of hraður akstur og allt það, er smáatriði hjá hugsunarleysinu. Enn einn fer hér um planka, meö bæöi fram- og afturhjól á réttum staö og fær plús fyrir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.