Tíminn - 29.09.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.09.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miövikudagur 29. september 1976 Að gefnu tilefni Svar frá Halldóri E. Sigurðssyni 1 Dagblaöinu þann 21. sept. s.l. birtist grein eftir Halldór Halldórsson, þar sem fjallað er um kaup min á ibúðarhúsi i Garðabæ haustiö 1973, og m.a. vitnað til ummæla I forystu- grein Visis frá 15. sept. s.l. og sagt frá frásögn Morgunblaðs- ins 22. mai 1974 af þessum húsa- kaupum. Til viðbótar hefur svo Þjóðviljinn talið sér nauðsyn- legt að láta ekki sinn hlut eftir liggja og birtir i forystugrein s.l. laugardag hatramma árás á mig vegna margnefndra húsa- kaupa. 011 þessi skrif viröast byggð á upphaflegu greininni i Morgunblaðinu 22. mai 1974. t tilefni af þessu vil ég taka fram, að ég svaraöi grein Morg- unblaösins i Morgunblaðinu sjálfu 25. mai 1974 og gerði þar grein fyrir öllum málavöxtum varðandi ibúðarhúsakaupin og leyndi þar engu um, enda engu að leyna. Þessi svargrein virðist af ein- hverjum óskiljanlegum ástæð- um hafa farið framhjá þeim aðilum, sem nú hafa sýnt þessu máli svo mikinn áhuga að birta um það blaðagreinar, og skulu þvi hér birtar, þessum sann- leikselskandi mönnum til upp- lýsingar, hlutar úr téðri grein, er snerta húsakaup min beint: „1. Stærð hússins er skv. teikningu, sem þvl fylgdi, 137.5 fm, en auk þess fylgja þessu húsieins og öllum öðrum húsum áþessu svæði, tvöfaldur bllskúr, og að honum viðbættum getur stærðin náð þvi, sem þér gefið upp. Hins vegar mun það ekki vera venja, þegar gefin er upp stærð á ibúðarhúsnæði, að telja bilskúra með, enda er það bygg- ing af allt annarri gerð en ibúð- arhúsnæðiö sjálft. Er þvi ná- kvæmni ekki höfð i huga um frá- sögn af stærð hússins. 2. Þegar ég vissi af því, að hús þetta var til sölu, spuröist ég að sjálfsögðu fyrir um það hjá fasteignasölum, hvað gang- verð væri á sambærilegum hús- eignum og hvað hugsanlegt verðtilboð mitt þyrfti þvi að vera hátt. Mér voru þá gefnar þær upplýsingar, aö verðið gæti verið frá 6 millj. kr. og til þess verðs, er ég keypti húsið fyrir, og færi þaö eftir útborgun þeirri, erég gæti innt af hendi. Mér var jafnframt kunnugt um það, aö nýtt hús var selt i Garðahreppi um svipað leyti. Það hús var ca. 200 fm, auk bilskúra, mjög vandað i byggingu, en það var ekki að fullu frágengið, t.d. lóð ófrágengin og húsið ómálað að utan. A kaupveröi þess húss og þess, er ég keypti, munaði nokkrum hundruðum þúsunda, er það hús var dýrara en mitt, en, útborgun var einnig hærri. Af þessu má ljóst vera, að verðið hefur verið i samræmi við markaðsverð á húsum I Garðahreppi á þeim tima, er kaupin áttu sér staö, en ég vil geta þess, að mitt hús er 8 ára gamalt. 3. Aðalatriði málsins er, að húsið ‘er selt með frjálsu sam- komulagi og gerði ég seljendum tilboð i það I samræmi við það, er ég taldi mér fært. Þeir gerðu mér gagntilboð, sem ég sam- þykkti. Endanlegt söluverð byggðist þvi á verðhugmyndum seljenda sjálfra. Ég vil taka það skýrt fram og leggja á það sérstaka áherzlu, að seljendur (og þeir, sem að málinu komu frá þeirra hendi, sem nú eru sumir lifs, en aörir liðnir), höfðu engan persónuleg- an né pólitiskan hagnað af þvi að eiga þessi viðskipti við mig, og ég mótmæli öllum dylgjum i þeirra garð þar um. Ég vil lika Halldór E. Sigurðsson. leggja áherzlu á, að þessi viö- skipti eru gerð af mér sem ein- staklingi og tengjast á engan hátt þvi starfi, sem ég gegni nú. Ef það er orðið þyrnir i augum Morgunblaðsmanna, að ein- staklingar eigi þak yfir höfuð sér, eða viðskiptasamningar séu gerðir skv. frjálsu sam- komulagi, þá brestur mig skiln- ing á stefnu blaðsins.” Hitt er svo annað mál, að ég hef enga ástæðu til að ætla, að þeir aðilar, sem nú hafa tekið upp þetta mál hafi áhuga fyrir þvi að skoða málið niður 1 kjöl- inn frá venjulegum viðskipta- sjónarmiðum. Tilgangurinn með skrifunum er heldur ekki sá að fjalla um min persónulegu viðskipti, t.d. hvort ég kaupi ibúðarhús eða ekki, tilgangurinn er sá að læða þvi að, að ég hafi þegið mútur I sambandi við þessi fasteigna- viðskipti, enda ýmist dylgjað með það eða sagt beint, eins og I Þjóðviljanum. Þvi skora ég hér meö á ykkur, sem árásina gerið, að sýna fram á, eða a.m.k. gera heiðarlega tilraun til þess að sanna, að ég hafi gengiö erinda Islenzka Al- félagsins I rikisstjórn, á Alþingi eða öðrum vettvangi. Ég mót- mæli harðlega þessum dylgjum og áburði, og á meðan þið finnið ekki orðum ykkar nokkurn stað, verður að skoða þau sem mark- lausan áróður af lægstu tegund. Ritstjóri Þjóðviljans hefur krafizt þess, að ég segi af mér ráðherrastörfum vegna þessa máls. Það er nokkuð siðbúin ósk úr hans herbúðum, með tilliti til þess, að máliö kom upp i tið vinstristjórnarinnar. Hitt skulu bæði hann og aðrir vita, að ég tel mig hafa sinnt ráðherrastörfum minum eftir beztu getu og samvizku og tel þessa frómu ósk, og árásina i heild, nokkra viðurkenningu á þvi, að sæmilega hafi til tekizt. Ég ætla ekki að afsaka mig fyrir hugrenningar annarra. Ég treysti þvi, að almenningur sjái I gegnum þessar árásir, að þetta eru pólitiskar árásir af þvi tagi, sem ekki hafa verið notaðar i is- lenzkum stjórnmálum um langt árabil. Því miður virðist það nú aftur að verða tizka að vegið sé að stjórnmálamönnum með ærumeiðandi óhróðri. Þessar árásir eru gjarnan geröar undir þvi yfirskyni, að verið sé að efla pólitiskt siðgæði. Barátta fyrir pólitisku siðgæði verður þó ekki háð með dylgj- um. Þvert á móti vitnar slikur vopnaburður um skort á póli- tisku siðgæði. Þegar rógskrif um menn koma i stað umræðu um hin pólitísku málefni þjóðfélagsins, er hætta á ferðum. Stjórnmála- barátta er ekki þessarar gerðar. Stjórnmálabaráttan hlýtur að hafa háleitari markmið, hún er .barátta um lifsskoðun manna, hvernig leysa skuli úr vanda- málum þjóðarinnar eins og þau eru á hverjum tima, hvernig bæta skuli kjör hennar, rækta land hennar og auka þroska hennar. Þessi markmiö skipta máli i islenzkum stjórnmálum og þeim verður ekki náð með þvi að ræna ærunni af þeim sem við stjórnmál fást með dylgjum og óhróðri. Það er stundum sagt, að til- gangurinn helgi meðalið. Hitt mun sönnu nær, að meðalið lýsi tilganginum, ódyggðin styður sig við svikin og illgirnin við róginn. Þjóðinni stafar nú hætta af þvi að óHeiðarleg vinnubrögð nái fótfestu i Islenzkri stjórnmála- baráttu. Megi hún bera gæfu til að svo verði ekki. Að lokum endurtek ég áskor- un mina til ykkar að sanna á mig mútuþægni við Islenzka Ál- félagið, að öðrum kosti lýsi ég dylgjur ykkar og frásögn þar um ósannindi af verstu gerð. Fýlupokarnir VALDtS ÓSKARSDÓTTIR, sem kunn er blaðalesendum vegna greina og mjög fallegra ljós- mynda, sem og fyrir sögur I blöð- um og timaritum, hefur gefið út barnabók eftir sig. Nefnist hiín Fýlupokarnir. Saga þessi var lesin I útvarp I sumar, og er hún ætluð börnum á öllum aldri. Alls er hún 52 blað- siöur og prýdd myndum, sem höf- undur teiknaöi sjálfur. Bókin er fjölrituð i Letri. Þótt Valdis hafi talsvert skrifað áöur, er þetta fyrsta bókin, sem út kemur eftir hana. eftir Valdísi Valdis óskarsdóttir. Kaupfélagsritið í Borgarnesi Kaupfélagsritiö I Borgarnesi hefur nú komið út I tólf ár. 55. heftið kom út nú I september, og kemur þvi að meðaltali um hálft fimmta hefti á ár hvert. Björn H. Jakobsson er ritstjóri kaup- félagsritsins. Þótt ritiö sé gefið út af Kaupfélagi Borgfirðinga og viö það kennt, fjallar það ekki nema að nokkru leyti um kaupfélags- málefni, verölag og framkvæmd- irá vegum þess, heldur er megin- efni þess frásagnir ýmsar um at- burði, einkum I Borgarfirði, greinar um almenn mál. Oftast er Kaupfélagsritiö þrjár arkir hvert hefti, 48 blaðsiður. Norskur rítnöfundur í Norræna Norski rithöfundurinn Torstein Bugge Höverstad les úr verkum sinum I Norræna húsinu á fimmtudagskvöld. Torstein Bugge Höverstad er 32 ára gamall, rithöfundur, þýð- andi og útvarpsstarfsmaður. Hann hlaut norræna feröastyrk- inn 1976 (Nordisk Resestipend) til íslandsfararinnar. Hér hefur húsinu hann dvalizt undanfarið til að kynna sér land og þjóð, en hann hefur sérstakan áhuga á þvi, hvernig smáþjóðum farnast i skiptum sinum viö ýmsa alþjóö- lega þrýstihópa, segir i frétt frá Norræna húsinu. 1 ritum hins norska höfundar speglast einnig þessi þjóðfélagsáhugi hans á margvislegan hátt, en hann hefur þegar sent frá sér 13 bækur. Auglýsið í Tímanum v___________________________________y Umdeild laun Sjónvarpsstarfsfólk hefur nú gripið til þess úrræðis, til full- tingis kröfum sinum um hærri laun, að hefja setuverkfall, ólöglegt verkfall. Skilningur á aðstöðu þeirra berst m.a. frá Sviþjóð og frá launafólki hér i svipaðri aðstöðu. Sá „skiln- ingur” mótast af aðstöðu við- komandi hópa og er eðlilegur frá þeim sjónarhornum. Til umhugsunar hverjum, sem áhuga hefur, skulu hér á eftir tekin upp laun fólks, er starfar við fiskverkun á Vestfjörðum samkvæmt gild- andi kaupgjaldsskrá. Verka- fólk, sem starfar við fiskvinnslu oghefur 1 árs -10 ára eða 30 ára starfsreynslu, hefur i laun á klt. kr. 370.30 eða með 22 daga vinnu á mánuði kr. 65.172.80 i laun. Með tveggja tima yfirvinnu á dag eða 44 yfirvinnutimum á mánuði á kr. 518,40 á timann, verða mánaðarlaun fiskverka- fólks kr. 87.982,40. Þvi miður vill svo illa til, að sú launatafla, sem ég hef vegna rikisstarfsmanna er nr. 51 og gildir frá 1.3.’76. Siðan eru komnar bæði hækkanir i prósentutölu og til- færsla milli launaflokka, en vegna þess, sem skiptir máli, notum við hana til saman- buröar. Taxti fiskverkunarfólks, sem miðað var við I dæminu að framan, er 6. taxti, en i raun 4. taxti, þar eð kaupgjaldsskráin hefst á 3. taxta, taxtar verka- fólksins eru 11 talsins, en i raun 9 miðað við fyrrgreint. Sé tekiö mið af þessu, þegar litið er á launataxta rikisstarfsmanna (sem hófst á 10. launaflokki, en nú á 11. launaflokki) og laun borin saman, þá má ætla, aö sambærilegur flokkur rikis- starfsmanna yrði 14. flokkur eða 4. flokkur. Mánaðarlaun samkvæmt þeim flokki eru kr. 66.745.- og þá meö 44stunda eftirvinnu kr. 96.112.00. í þessari tölu er reiknað með tilfærslu um launa- flokk, en ekki þeim tveim hækk- unum launa, sem til hafa komið eftir 1/3 ’76. Laun fiskverkunar- fólks eru þvi kr. 87.982,40 á mán., en laun starfsfólks við sjónvarp kr. 96.112,00 á mán. Með tilliti til þess, að launa- hækkanir rikisstarfsmanna eru ekki allar með i dæminu, má fullyröa, að laun fyrir vinnu i sjónvarpinu séu a.m.k. 10 þús- und kr. hærri á mán. en i al- mennri fiskvinnu. Þess skal þó sérstaklega getið, að af skráðum starfs- mönnum sjónvarps 1. jan. 1975, sem eru 124 talsins eru aöeins 20 i lægri launaflokkum en 14. flokki. Sem dæmi skal tekið að Eiður Guðnason er 1/1. ’75 i 27. launaflokki, sem gerir með 44 stunda yfirvinnu kr. 149.437,00 á mán. 1/3. ’76 + prósentu- hækkanir. Oddur Gústafsson hefur eftir sama reikningi 22. launaflokk og mánaðarlaun kr. 126.541,00 + prósentuhækkanir. Af starfsfólki sjónvarps hafa 50 sömu laun og Oddur eöa hærri. Þannig má ætla, að allt starfsfólk hafi mun hærri laun en gerast i fiskiönaöi og meiri- hluti þess miklu hærri laun. Það er vissulega rétt hjá tals- mönnum starfsfólks sjónvarps- ins, að nokkrir smáhópar laun- þega hafa náö fram launa- hækkunum með skyndiverk- föllum, og þaö er lika rétt, að miðað við laun erlendis munu þær kauphækkanir teljast eðli- legar. Það er hins vegar sjónvarpsfólki til umhugsunar, hvort þessi viðmiðun er rétt, og nægir hún til þess að réttlæta ofbeldisverk? Er það ekki framleiðsla fisk- verkunarfólks og iönverkafólks, sem verður aö standa undir launum rikisstarfsmanna, er það ekki viðmiðun við laun þess fólks, sem teljast verður eölileg, fremur en við erlenda launa- flokka? Eru nú gleymd friðindin, svo sem nær þvi ókeypis að eta i rikismötuneytinu, verðtryggður lifeyrissjóður og æviráðning. Gleymist ekki, að starf hjá sjonvarpinu er miklu skemmti- legra, þægilegra, hlýrra, fyllra og betra en I fiskverkun og ætti þvi raunar að vera verr launað en að standa I hálfköldu frysti- húsi blautur um hendur og dauöleiður á helv. bandorm- inum aila daga, auk þess er vinna i frystihúsi færibanda- vinna, sem engin griö gefa allan daginn, engir aukakaffi- sopar, engin hlé. Að starfsfólk frá sjónvarpinu sæki nú mjög á almennan vinnumarkað, sannar ekki annað en, að reynsla, sem það hefur fengiö á fullum launum i starfi hjá sjónvarpinu, hefur gert það eftirsóknarvert, ekki sú menntun, sem það hafði, er það hóf störf hjá stofnuninni. Hvað hefur þaö i raun kostað sjónvarpið að gera viðkomandi fólk svo eftirsóknarvert, er það ekki staöreyndin i þessu efni, að „sjaldan launar kálfur ofeldi”. Við starfsfólk sjónvarpsins, sem skapað hefur g óöa stofnun i landinu, vil ég að lokum segja þetta! Þó svo að nokkrum smá ofbeldishópum i þjóðfélaginu hafi tekizt að ná launum sinum úr sambandi viö almennt launa- kerfi i landinu, var von min sú, að einhvern tima og með ein- hverjum hætti mætti stööva þá þróun. Ef skyndiverkfall ykkar hefði beinzt til hækkunar á launum láglaunafólks i landinu, hefði mörgum þótt hlutur ykkar góður. Þiö munuð fá samúð smá sér- hagsmunahópa og kjána, sem ekki þekkja til á Islandi, en tæplega samúð islenzks verkg- fólks. K.Sn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.