Tíminn - 29.09.1976, Side 9

Tíminn - 29.09.1976, Side 9
Miðvikudagur 29. september 1976 TiMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 —'18306. Skrifstofur f- Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingaslmi 19523. Verð I lausasölu kr. 50.00. ÁSkriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Ávísanamálið Siðustu mánuðina hafa andstæðingar Fram- sóknarflokksins lagt mikið kapp á þann áróður, að Framsóknarflokkurinn væri spilltari en aðrir flokkar og hvers konar fjárbrallsmenn söfnuðust undir merki hans og leituðu þar trausts og vemd- ar. í hvert skipti, sem einhver afbrotamál eða fjárbrallsmál hafa komið upp, hefur verið reynt að tengja þau við Framsóknarflokkinn. Mál- gögn stjórnarandstæðinga og siðdegisblöð Sjálf- stæðismanna hafa tekið höndum saman um þenn- an áróður, en þegar hann hefur ekki þótt duga, hefur verið gripið til þess ráðs að koma á kreik margvislegum Gróusögum um spillingu Fram- sóknarmanna. Þannig hefur þessi áróður verið magnaður gegn Framsóknarflokknum og Fram- sóknarmönnum bæði leynt og ljóst. Gott dæmi um þetta er ávisanakeðjumálið svo- nefnda. Strax og eitthvað kvisaðist um rannsókn þess, var þeim sögum komið á kreik, að Fram- sóknarmenn kæmu þar aðallega eða eingöngu við sögu. Hægt og hægt mögnuðu söguhöfundarnir frásagnirnar, unz svo var komið, að nær allir helztu forustumenn Framsóknarflokksins voru taldir viðriðnir ávisanasvindlið, en utanrikisráð- herrann þó mest. Svo langt var gengið, að rann- sóknaraðilinn taldi sig ekki geta þagað og gaf yfirlýsingu um, að hvorki ráðherra eða alþingis- menn væru við þessi mál riðnir. Það gerðist svo fyrir nokkrum dögum, að birt voru nöfn þeirra manna, sem hafa verið ásakaðir fyrir umrætt ávisanamisferli, án þess að enn hafi þó verið sönnuð sök á þá. Framhald rann- sóknarinar mun beinast að þvi, hvort um ein- hverja sekt sé að ræða eða ekki. Nafnbirting leið- ir I ljós, að hér er um mjög blandaðan hóp að ræða. Þar mun t.d. vera að finna menn úr öllum flokkum. Þar er t.d. að finna fyrrverandi aug- lýsingastjóra Dagblaðsins, einn af leigjendum hjá samtökum Sjálfstæðismanna, mann nátengd- an forustumanni i Alþýðuflokknum og mann, sem hefur verið i stjórn húsbyggingasjóðs Fram- sóknarflokksins o.s.frv. Að sjálfsögðu væri með öllu rangt, að ætla að draga Dagblaðið, Sjálf- stæðisflokkinn eða Alþýðuflokkinn inn i ávisana- keðjumálin af þessum ástæðum, en jafnrangt er lika að ætla að bendla þau eitthvað við Fram- sóknarflokkinn. Þetta mál er aðeins eitt litið dæmi þess, hvem- ig áróðrinum gegn Framsóknarflokknum hefur verið háttað á undanförnum mánuðum. Fjöl- mörg slik dæmi mætti nefna, þótt hvergi hafi Gróusögurnar verið hrikalegri en i sambandi við svonefnt Klúbbmál. En umræðunum um þessi mál er ekki lokið, og sitthvað getur átt eftir að koma i ljós, sem ekki aðeins hnekkir rógsögunum um Fram- sóknarmenn og Framsóknarflokkinn, heldur leiðir i ljós, að oft hefur i þessu sambandi verið kastað grjóti úr glerhúsi. Gagnkvæmar ásakanir og uppljóstranir mega þó ekki verða höfuðuppi- staða þessara umræðna, heldur, að reynt sé að sameinast um að uppræta brotin og styrkja réttarfarið. Á þvi sviði biða mikil verkefni næsta þings, og þjóðin mun fylgjast vel með þvi hverjir eiga þar drýgstan hlut. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Kissinger semur við Vorster og Smith Of skammt gengið til móts við blökkumenn ÞAÐ virðist nú komið i ljós, að Kissinger, utanrikisráð- herra Bandarikjanna, hafi ekki áttallt það hól skilið, sem féll honum i skaut i sambandi við Afrikuför hans á dögunum. Tilgangur farar hans var að reyna að ná samkomulagi milli svartra og hvitra i Afriku um málefni Ródesiu og Namibiu. Kissinger hóf ferð sina með þvi að ræða við leið- toga nágrannarikja Ródesiu, en siðan ræddi hann við Vorster, forsætisráðherra Suður-Afriku, og loks við Smith, fosætisráðherra upp- reisnarstjórnarinnar i Ród- esiu. A fundi þeirra Vorsters og Kissingers náðist fullt sam- komulag, og siðar á fundi þeirra Kissingers og Smith. Eftir að þetta lá fyrir, töldu fréttamenn, að Kissinger væri búinn að leysa Ródesiudeiluna og fékk hann mikið lof fyrir. Það stóð hins vegar skamma stund, þvi að komið er i ljós, að Kissinger hafði hvorki fengið samþykki leiðtoganna i nágrannarikjum Ródesiu né helztu skæruliðasamtakanna þar. Hann hafði náð sam- komulagi við þá Vorster og Smith með þvi að ganga meira til móts við þá en leiðtoga ná- grannarikja Ródesiu. A fundi, sem leiðtogar Tanzaniu, Zam- biu, Mosambik, Angóla og Botswana héldu i Lusaka um helgina, var veigamiklum atriðum i samkomulagi Kiss- ingers, Vorsters og Smiths hafnað, þóttfallizt væri á sum atriði þess. Allt bendir til, að deilurnar blossi nú upp á ný. M.a. er risin upp deila milli Kissingers og Smiths um það, hvernig skilja beri samkomu- lagið. Kissinger telur, að það sé aðeins viðræðugrundvöllur, en Smith heldur þvi fram, að það sé bindandi. Hann og stjórn hans séu þvi óbundin af þvi, nema það veröi samþykkt óbreytt. SAMKVÆMT sjónvarps- ávarpi, sem Smith flutti siðastl. föstudag, eru megin- atriðin i samkomulagi hans, Kissingers og Vorsters þessi: 1. Innan tveggja ára verði komið upp stjórn i Ródesiu, sem styðst við meirihluta þjóðarinnar, en það þýðir sama og blökkumenn fái yfirráðin. 2. Efnt skal til ráðstefnu til að ræða um tilhögun bráða- birgðastjórnar Ródesiu, sem fari með völd næstu tvö árin. Núverandi stjórn Ród- esiu verður aðili að ráð- stefnunni, ásamt leiðtogum Afrikumanna, sem ekki er skilgreint nánar hverjir skuli verða. 3. Bráöabirgðastjórninni skal háttað þannig, að myndað verði bæði rikisráð og rikis- stjórn. 1 rikisráöinu verði jöfn tala svartra manna og hvitra, en hvitur maður verður formaður þess. Hlut- verk ráðsins verður m.a. að annast löggjafarstarf og að semja nýja stjórnarskrá. 1 rikisstjórninni, sem fer með framkvæmdavaldið, verði blökkumenn i meirihluta og forsætisráðherra verður úr hópi þeirra. Hins vegar fari hvitur maður með varnar- mál og löggæzlumál. Allar ákvarðanir rikisstjórn- arinnar þurfa að vera sam- þykktar af tveimur þriðju hlutum hennar, en það þýðir, að hvitir menn fá stöðvunarvald. 4. Brezk stjórnvöld skulu hafa yfirumsjón með þvl, að meirihlutastjórn komist á innan tiltekins tima. 5. öllum skæruhernaði skal hætt jafnskjótt og bráöa- birgðaskipunin hefur kom- izt á. 6. Tryggt skal með alþjóð- legum samtökum nægilegt f jármagn til aðstoðar vegna fyrirhugaðra breytinga á stjórnarháttum i Ródesiu. Hér mun einkum átt við, að hvitum mönnum i Ródesiu verði tryggðar skaðabætur vegna þess eignatjóns, sem þeir kunna að verða fyrir. Jafnframt mun fyrirhugað að tryggja þeim, sem fara úr landi, aöstoð til að koma sér fyrir i nýjum heimkynn- um. AF YFIRLÝSINGU þjóö- höfðingjanna fimm, sem hitt- ust i Lusaka, virðist mega ráða, að þeir séu aðallega ósammála öörum og þriðja lið i samkomulagi þeirra þremenninganna. Þeir vilja ekki fallast á, að stjórn Smiths, sem þeir telja ólög- lega, eigi þátt að fyrirhugaðri ráðstefnu, heldur verði fulltrúar hvitra manna til- nefndir af öðrum aðila. Þá leggja þeir áhírzlu á, að ráð- stefnan verði haldin utan Ród- esiu, en Smith telur, að sam- komulag hafi verið um það milli hans og Kissingers, að hún yrði haldin i Ródesiu, enda þótt þess sé ekki getið i samkomulaginu, heldur talað um stað, sem samkomulag gæti náðst um. Þá telja þeir rikisráðshugmyndina óað- gengilega með öllu, og þeir eru mótfallnir þvi, að hvitur maður fari með varnarmálin og lögreglustjórnina. Einnig eru þeir mótfallnir stöðvunar- valdi hvitra manna i rikis- stjórninni. Ýmsum öðrum atriðum eru þeir mótfallnir. Það virðist þvi siður en svo, að ferðalag og tillagnagerð Kissingers hafi orðiö til að leysa Ródesiudeiluna, þótt það sé spor i áttina, að Vorster og Smith hafi fallizt á, að meiri- hlutastjórn komist á innan tveggja ára. Það er hins vegar alveg óleyst enn, hvernig skuli koma þvi stefnumiði i fram- kvæmd, og þvi miður hefur Kissinger i tillagnagerð sinni snúizt þar meira á sveif með Vorster og Smith en blökku- mönnum. Samkomulag þeirra hefur náöst þannig, að Kiss- inger lagði fram tillögur, sem þeir Vorster og Smith féllust á. Kissinger lagði hins vegar ekki sömu áherzlu á, aö haga tillögunum þannig, að blökku- menn gætu einnig fallizt á þær. Varðandi Namibiu, sem er ekki siður viðkvæmt deilumál en Ródesia, virðist ekki hafa þokazt neitt i samkomulagsátt i viðræðum þeirra Kissingers og Vorsters. Málin standa þvi enn þannig, að enn hvila mikil óveðursský yfir Ródesiu og Namibiu, nema meira verði komið til móts við blökku- menn. Kissinger verður að sveigja þá Vorster og Smith meira, ef von á að vera til þess að leysa þessi hættulegu deilu- mál á friðsamlegan hátt. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.