Tíminn - 29.09.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.09.1976, Blaðsíða 20
LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustíg 10-Sími 1-48-06 Bruöu- ffcfbarna- vagnar regnhlífa- kerrur kerrur rúm A. TW hús v 1 Póstsendum i RAFDRIFIN BRÝNI Brýning tekur aöeins 1—2 mínútur. Stærö aöeins 25x20x15 sm. EINNIG: 30 tegundir Victorinox hnlfa — ryöfrítt stál meö ' Nylon sköftum. ÁRNI ÓLAFSSON & CO. —n . 40088 a* 40098 24.843 innstæðu- lausir tékkar gefnir út í fyrra Gsal-Reykjavik — Arið 1964 nam fjárhæð þeirra tékka, sem Seðla- bankinn fékk til innheimtu alis um 25 milljónum króna. Þessi upphæð var komin upp i 47 milljónir árið 1970, i 97 milljónir 1972, 130 milljónir 1973, 360 milljónir 1974 og i 550 milljónir á siðasta ári. Þessar upplýsingar fékk Tim- inn hjá Bjarna Kjartanssyni I Seðlabankanum i gær. 0>rið 1973 voru innstæðuiausu tékkarnir samtals 12.331, ári síð- ar voru þeir 19.207 og i fyrra voru þeir 24.843. 1 árslok i fyrra voru 70 milljónir króna ógreiddar af þeim 550 milljónum, sem Seðlabankinn fékk til innheimtu, og i árslok 1974 voru 47,5 milljónir króna af 360 milljónum ógreiddar. Innstæðulausir tékkar, sem Seðlabankinn þurfti að kæra út af á sfðasta ári voru 6103 að upphæð rúmlega 125 milljónir króna og komu þar 1240 aðilar við sögu. Arið 1974 voru þessir inn- stæðulausu tékkar 5068 að fjár- hæð tæplega 103 milljónir króna ogkomu þar 1207 aöilar við sögu. Arið 1973 voru tékkarnir 3200, upphæðin rúmlega 29 milljónir og aðilarnir 684. Bjarni Kjartansson sagði, að viðskiptabankarnir ættu að senda imvstæðulausar ávisanir til inn- heimtu i Seðlabankann og það sem Seðlabankinn gerði þegar hann fengi slikar ávisanir, væri i stuttu máli það, aö samdægurs sendi hann útgefenda tékkans og framseljanda, ef ekki væri um sama mann að ræða, bréf, þar sem honum eða þeim væri til- kynnt um það, að Seðlabankinn hefði verið beðinn um að inn- heimta tékkann, þar sem ekki hefði verið til innstæða fyrir hon- um. 1 þessu bréfi er viðkomandi hvattur til þess að greiða skuld sina i Seðlabankanum og er þeim boðið upp á það að leysa málið á þann hátt, að greiða upphæð tékk- ans og að auki 10% innheimtu- gjald, 2% dráttarvexti fyrir hvern byrjaðan mánuð, svo og grunn- gjald, sem er mismunandi eftir þvi hversu tékkinn er hár. Ef tékkinn er að upphæð innan við 1000 krónur er grunngjaldið 250 kr., ef upphæð tékkans er á bilinu milli 1000 og 5000 er grunngjaldið 500 kr. og ef upphæð tékkans er Framhald á bls. 19. Rannsóknarlögreglan: wm |0 Gsal-Reykjavik. — Það eru al- veg ósköp af tékkamálum, sem liggja óafgrcidd hjá okkur og þau skipta hundruðum, sagði Torfi Jónsson, rannsóknarlög- reglumaöur hjá Sakadómi Reykjavikur I samtali við Tim- ann i gær. Torfi kvaðst nýlega hafa tekið við þessum málaflokki hjá rannsóknarlögreglunni, þar eð þeír tveir rannsóknarlögreglu- menn, sem áður voru með þessi mál, Grétar Sæmundsson og Guðmundur Guðmundsson, hefðu verið kallaðir til annarra starfa. Torfi sagði að elztu tékkarnir sem lægju óafgreiddir væru frá árinu 1974, en flestir væru þó frá þessu ári og þvl siðasta. Eins og sjá má er þetta gömul mynd, en sýnir glögglega hvernig oft var umhorfs á síldarplönunum á Siglufirði á hinum góðu gömlu sfldarárum þar. SÍLDARSÖLTUN Á SIGLUFIRÐI gébé Rvik. — Við byrjuðum að salta I dag og að öllum lfkindum munum við halda áfram fram á nótt þar til allt er búið, sagði Egill Thorarensen forstjóri Lagmetis- iðjunnar Siglósild á Siglufirði, en þar hefur sild ekki veriðsöltuð frá þvi árið 1968. — Við höfum gert samning við Reykjaborg, sem mun landa öllum sildarafla sinum hjá okkur eða rúmlega tvö hundr- uð tonnum, sagði Egill, en þetta voru um scxtiu tonn, sem við fengum núna, ætli það geri ekki 25% meiri fyrir- framsala á síld um fimm hundruö tunnur. Megn- iðaf þeirri sild sem við fáum, tök- um við til eigin nota, eða um 80%, hitt er heilsaltað til útflutnings. — Þetta var allt fremur smá sild, en við söltum hér hjá okkur i tvo stærðarflokka, annars vegar 300-500 stk. i tunnu og hins vegar 500-700 stk. i tunnu, sagði Egill. Þessi fyrsta sild gengur mjög vel i seinni flokkinn. Þá sagði Egill, að Reykjaborg- in væri eina skipið sem væri ör- uggt um að myndi landa sfldar- afla sinum hjá Siglóslld, en að ekki væri ótrúlegt, að norðanbát- ar lönduðu einftverju smávegis þegar þeir fylltu upp i veiðikvóta sinn, —Þaðermjög hagkvæmt að nýta okkar tunnur á þennan hátt og eðlilegar að fá sild með þess- um hætti, heldur en þurfa að kaupa hana annars staðar að. Hjá Siglósild vinna nú á annaö hundrað manns, en við sjálfa sild- arsöltunina i gær, unnu 18 konur, svo það er af sem áður var, þegar hver einasti kvenmaður i kaup- staðnum byrjaði að salta sild, strax og hún var nógu há i loft- inu... PALLI OG PESI Tæplega 120 þúsund tunnur af Suðurlandssíld seldar gébé Rvik. — Sildarútvegsnefnd hefur gert fyrirframsamninga um sölu á tæplega 120 þúsund tunnum af saltaðri Suðurlands- sild. A siðastliðnu ári, voru salt- aðar samtals um 95 þúsund tunn- ur af Suðurlandssild og er þvi fyrirframsalan í ár, u.þ.b. 25% meiri en söltunin nam á sl. ári. Langmest er selt til Sovétrikj- anna, en siðan til Svíþjóðar og Finnlands. Verið er að ganga formlega frá samningum um mismuninn viö aðra kaupendur. Fyrirframsamningarnir við Sovétmenn eru sextiu þúsund tunnur af saltaðri Suðurlandssild. Til Sviþjóðar eru seldar um 43 þúsund tunnur og til Finnlands rúmlega átta þúsund. A siðastliðnu ári keyptu Sviar aöeins 15 þúsund tunnur af stór- sild og er sölumagnið I ár, þvi næstum þrefalt miðað við fyrra árs samningsmagn. Mikil verð- hækkun náðist nú I Sviþjóð, eða um 20%. Hins vegar brugðust þær vonir um að Finnar myndu auka kaup sin á sild á þessu ári og minnkaði magniö um 20%. Astæðan er sú, að Finnar fá sild frá öðrum lönd- um á 30-40% lægra verði en ís- landi, Verð það sem nú var samið um var hins vegar 5% hærra en verðið á sl. ári. Þegar i sumar var óskað eftir þvi, að reynt yrði að tryggja sölu á 60 þúsund tunnum sildar til Sovétrikjanna með fyrirfram- samningum, vegna reynslunnar sem fékkst á samningaviðræðun- um i fyrra. Þetta tókst og er hið nýja söluverð til Sovétrikjanna 8% hærra en verð það sem samið var um á sl. ári og 22% hærra en verð það, sem samið var um með viðbótarsamningnum siðastliðinn vetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.