Tíminn - 01.10.1976, Side 1

Tíminn - 01.10.1976, Side 1
fÆNGIRF Áætlunarstaðir: Bíldudalur-Blönduós-Búðardalur Flateyri-Gjögur-Hólmavík Hvammstangi-Rif-Reykhólar Sigluf jörður-Stykkishólmur Súgandaf jörður Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: 2-60-60 og 2-60-66 Jll II U! t3 Síðumúla 21 — Sími 8-44-43 — en nótabátar >ébé Rvík. — Sildveiði rek- netabátanna hefur verið mjög treg að undanförnu og að sögn Guðmundar Finnbogasonar á Höfn i Hornafírði, stendur sildin mjög djdpt og fengu sumir bátanna engan afla I gær, og voru jafnvel nokkrir sem ails ekki lögðu net. Nokkrir fengu þó afla, þar á meðai Akurey, sem var með 140-150 tunnur. Guðmundur sagði ennfremur að vafasamt væri hvort reknetabátarnir færu út aftur fyrir helgi, þar sem allt benti tii að bræla væri i aðsigi. Eins og áöur segir stendur sildin djúpt fyrir austan, og ná nótabátarnir henni þvi vel. Sildveiðin hjá þeim var góð i gær, bæði á Hornafjarðardýpi og við Ingólfshöföa. Allir bát- anna voru á leið til lands I gær og flestir með fullfermi. Sjómennska ekkert grín.. -hs- Rvik. — Sjómennska og út- gerð hafa jafnan verið taldar all stormasamar atvinnugreinar. Gtgerðin berst oft i bökkum, a.m.k. að sögn þeirra sem hana stunda, og enginn efast um, að oft er stormasamt á sjónum. Ef til vill eiga þessir piltar eftir að stunda aðra hvora atvinnugrein- ina, eða báðar þvi að oft hefur það reynzt sannmæii, að snemma beygist krókurinn. Enn um sinn eru þó rekstrarkostnaður og vos- búð hjá þeim i algjöru lágmarki, — enda aðeins gert út á Tjörnina. Timamynd: Gunnar. Unnið ab samræmdri kæruskrá opinberra mála: Miðar að því að hraða afgreiðslu þeirra og bæta eftirlitið að mun Sakamálum fer fjölgandi hvar sem er á landinu, segir fulltrúi dómsmálaráðuneytis greiðslu opinberra mála hjá embættunum væru of fáir og þyrfti að stórfjölga þeim, ef vel ætti að vera. Um samræmdu kæruskrán- inguna sagði Eirikur, að i sumum embættum hefðu verið haldnar kæruskrár, en i mörg- um embættum væri ekki til nein heildarskrá um kærur. — Hugmyndin er sú að i þessari samræmdu kæruskrá verði málin skráð um leið og þau berast og jafnframt að af- greiðsla mála verði skráð jafnóðum og eitthvað gerist i málinu. Með þessari skrá ætti að vera hægt aö fá betra yfirlit yfir afgreiðslu mála og jafn- framt ætti þetta að gera það að verkum, að afgreiösla mála gangi hraðar fyrir sig en verið hefur. Auk þess miöar þetta að þvi, að koma betra skipulagi á afgreiðslu opinberra mála, bæði á afgreiðslu- og fullnustustigi. Þá ætti þessi skrá jafnframt að auðvelda eftirlit með þess- um málum og það er mjög mikilvægt fyrir i fyrsta lagi yfirmenn viðkomandi embættis, i öðru lagi rikissak- sóknara, i þriðja lagi dóms- málaráðuneytið, og sennilega rannsóknarlögreglu rikisins slðar. Fulltrúar og dómarar sem fást viö þessi mál fá lika betri möguleika til þess að fylgjast sjálfir með þvi, hvaða mál biða úrlausnar hverju sinni og aðstaða fyrir aöra eftirlitsaðila baínar stórlega, sagði Eirikur Tómasson að lokum. Gsal-Reykjavik — Sakamál- um fer fjölgandi hvar sem er á landinu og þeim fjölgar veru- lega á hverju ári. Þetta stafar m.a. af þvi, að löggæzla hefur verið aukin og efld, en senni- lega einnig af þvi, að tiðni af- brota hefur aukizt, sagði Eirikur Tómasson, fulltrúi i dómsmálaráðuneytinu i sam- tali við Tlmann, en hann hefur ásamt nokkrum öðrum starfs- mönnum dómsmálaráðu- neytisins unnið að gerð sam- ræmdrar kæruskrár i embætt- um utan Reykjavlkur, sem taka á gildi um næstu áramót. Dómsmálaráðuneytið hefur gert könnun á þvi, hvernig af- greiðslu opinberra mála er háttað hjá embættum utan Reykjavikur og sagði Eirikur, að það væri mjög misjafnt hvernig þeim málum væri háttað. Varðandi hina miklu fjölgun sakamála, sagði Eirikur, að það væri staðreynd, að þeir menn, sem ættu að sjá um af- Virðist vera eitt mál — segir rannsóknardómarinn við Sakadóm Reykjavíkur Gsal-Reykjavik. — — Svo virðist sem um sama mál sé að ræða, þótt ekki sé alveg hægt að full- yrða um það enn sem komið er, sagði Þórir Odds- son, rannsókna- dómari Sakadóms Reykjavíkur í lita- sjónvarpssmygl- inu, í samtali við Tímann í gær, en svo sem Timinn hef ur greint frá, er verið að rannsaka meintan innflutn- ing á litasjón- varpstækjum bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Eftir ábendingu rann- sóknarmanna i Reykja- vik, handtóku rann- sóknarlögreglumenn I Hafnarfirði mann vegna þessa máis I fyrradag og var hann úrskurðaður I gæzlu- varðhald. — Mér þykir ekki óliklegt, að þessi mál verði sameinuð siðar, ef I ljós kemur, að hér er um sama málið að ræða, sagði Þórir. Eins og Timinn hefur greint frá, ákvað Sveinn Björnsson, yfirmaður rannsóknarlögreglunn- ar i Hafnarfirði að taka að sér rannsókn á meintu litasjónvarps- smygli, eftir að Haukur Guðmundsson og Kristján Pétursson höfðu komið með ein- hver gögn þar að lút- andi til hans. Fulltrúi bæjarfógetans i Hafnar- firði ráðlagði hins vegar Sveini að taka ekki þetta mál aö sér, fyrr en hann væri þess fullviss, að um tvö óskyld mál væri að ræða, enda taldi full- trúinn að rannsókn á litasjónvarpssmyglinu færi fram i Reykjavik og rihissaksóknari hefði tekiö málið úr höndum Hauks og Kristjáns. Sveinn sagði hins veg- ar i samtali við Timann daginn eftir, að um tvö óskyld mál væri að ræða, en annaö virðist nú vera að koma á dag- inn. • Rofar til í efnahagsmálunum — Sjá baksíðu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.