Tíminn - 01.10.1976, Page 10
10
TÍMINN
Föstudagur 1. október 1976
ÁIN
Fyrir tuttugu árum var áin
Thames svo menguö, aö hún var
talin algjörlega dauö. Hvorki
fuglar né fiskar höföust viö i
henni. En i dag er hún hreinasta
áin, sem rennur i gegnum stór-
borg, og binda menn vonir sinar
viö, aö þess veröi ekki langt aö
biða, aö lax gangi 1 hana á ný til
aö hrygna.
Fiskur er afar næmur fyrir
mengun. Þegar Alwyne Wheel-
er doktor viö náttúrusögudeild-
ina viö British Museum, hóf aö
rannsaka vatnið i Thames áriö
1957, fann hann engan fisk i ánni
á þeim fimmtiu kilómetra langa
kafla, þar sem áin rennur i
gegnum London, nema ef vera
kynni áll. Þvi var þá slegiö
föstu, aö áin væri svo óhrein, aö
hún gæti talizt dauð.
Ekki eru nema fimmtán ár
siðan vatnið i þeim hluta elfunn-
ar, þar sem sjávarfalla gætir
var oröið svo óhreint, að yfir
þurra sumarmánuöina lagöi
megnan daun frá henni.
En i ár hefur uppgötvazt, að
næstum þvi niutiu fisktegundir
lifa i þessari fyrrum dauðu á.
Bjartsýnustu mennirnir viö
Thames Water Authority stofn-
unina, sem hefur gengið hvaö
skörulegast fram i þvi aö
hreinsa ána, eru þeirrar skoð-
THAMES
HREIN
Á NÝ
unar, að þess veröi ekki langt aö
biða, aö laxinn gangi aftur i ána
til að hrygna. Og i dag er
Thames liklega hreinni en nokk-
ur önnur á, sem streymir i
gegnum stórborg. Þennan stór-
kostlega árangur ber ekki sizt
að þakka sameiginlegu átaki ár-
og hafnaryfirvalda og stjórnun
verksmiöja, en úrgangur frá
verksmiðjum var einn mesti
mengunarvaldurinn i ánni.
Þegar rætt er um mengun og
mengunarvarnir i Thames, má
skipta ánni i tvo ólika hluta.
Annan hlutann, þar sem sjávar-
falla gætir en hann nær frá
Teddington, sem er u.þ.b. 30 km
ofan við Lundúnabrú, og út i
Noröursjó. Hinn hlutinn eru þeir
240 km sem eru vestan viö
Teddington. Efri hluti árinnar,
sem aö miklum hluta til rennur i
gegnum landbúnaðarhéruð, er
yndi áhugaveiöimanna, og veld-
ur það ekki neinum öröugleik-
um að halda henni hreinni. En
þegar fyrir hundraö árum fór
fyrst að verða vart mengunar i
ánni neöan við Teddington.
Fram um miðja átjándu öld var
sá hluti Thames, sem rennur I
gegnum London, hreinn, og bar
það viö, að verkamenn, sem
unnu viö ána og fengu fæöi inni-
faliö i laununum, kvörtuðu und-
an þvi, að þeir fengju allt of oft
nýveiddan lax að éta. En i lok
þeirrar aldar var laxinn horfinn
og snemma á nitjándu öldinni
kom til sögunnar ný uppfinning,
sem hafði afgerandi áhrif á
mengun i ánni. Þetta var vatns-
salernið. Máske hefur engin
nýjung sýnt jafn greinilega tvi-
þætt eöli tækniþróunarinnar og
umrætt tæki.
Upprunalega átti frárennsli
frá salernunum aö renna i þar
Tilraunaveiöi i ánni Thames.
til geröar gryfjur, en hin gifur-
lega vatnsaukning leiddi til
þess, aö brátt fór að fljóta yfir
bakkana, og var þvi tekið til
þess bragös, að leiöa klóökin i
Thames.
Eftir að ibúafjöldi London var
orðinn fjórar og hálf milljón um
miöja nitjándu öldina, var
Thames svo yfirfull af skólp- og
úrgangsefnum frá verksmiðj-
um, að áin hafði ekki undan aö
bera það til sjávar.
Þaö var svo ekki fyrr en áin
var orðin svo óhrein, aö ekki var
Þeir, sem jöröina crja, eiga allt
sitt undir sól og regni. Þaö lög-
mái tekur ekki aöeins til bænda
á islandi, heldur eru allir jarö-
yrkjumenn háöir þvi, hvar i
heimi sem er. Þaö getur bæöi
veriö of heitt og of kalt, of þurrt
og of vott, auk margs annars, er
aö höndum getur boriö og skert
uppskeruna, hver sem hún er.
Kornakrar veraldarinnar
fæða fleira fólk að meira eða
minna leyti en allar aðrar upp-
sprettur matvæla. t svo aö segja
öllum löndum veraldar er brauö
meöal daglegra matvæla, og
sumsstaöar er þaö einn hinn
veigamesti þáttur fæðunnar.
Þar við bætast svo margar
aðrar tegundir matvæla, sem
eiga upphaf sitt á ökrum. Af-
brigöilegt veðurfar hefur ákaf-
lega mikil áhrif á kornuppsker-
una, og hefur mjög verið um það
rætt nú um sinn vegna óæski-
legra hita og þurrka i mörgum
löndum.
Fullyröa má þó, á hverju sem
gengur, að aldrei hefur jafn-
mikið korn veriö ræktaö i ver-
öldinni og nú, hverju sem árar,
enda miklu fleiri munna að
metta en nokkru sinni fyrr.
Stórvirkar vélar við jarö-
vinnslu, uppskeru og meðhöndl-
un kornsins hafa gert þetta
kleift, auk þess sem 'áburöar-
þörf er fullnægt eftir öörum og
mikilvirkari leiöum heldur en
kostur var á fyrrum. í Sovét-
rikjunum einum nemur sáiö
land 217 milljónum hektara á
landflæmi, sem nær þvert yfir
tvær heimsálfur - frá Eystra-
salti til Kyrrahafs.
Þar þarf lika mikils við, þar
sem er brauöfæða allra ibúa
landsins og hafa auk þess
nægjanlegt korn til gripafóðurs
og iðnaöar. í fyrra brást upp-
skeran i Sovétrikjunum að þvi
marki, aö flytja varö mikiö inn.
En nú er stefnt aö þvi aö auka
stórkostlega kornrækt i Sovét-
rikjunum, svo að hún veröi
215—220 milljónir lesta aö
meöaltali á næstu árum.
Þetta er fyrsta áriö i þeirri
áætlun. Nú I haust hefur þó
verið viö erfiöleika að striöa,