Tíminn - 01.10.1976, Page 17
Föstudagur 1. október 1976
TÍMINN
17
TÍMA- spurningin
Tima-spurningin: — Hvernig er að vinna við sild-
arsöltun?
Agústa Guömundsdóttir: — Þaö er alveg ágætt. Siöast vann ég viö
hana I fyrra og sfldin er núna mjög góö.
Guöbjörg Stella: — Prýöilegt.
Guömundur ólafsson: — Ég er einungis kominn hingaö til aö
hjálpa, en ég hef veriö við söltun áður og llkar vel.
Guörún Jóhannesdóttir:- Þaö er miklu betra nú en hér áður er ég
vann á Þórshöfn og Vopnafirði. Þá var alltaf saltaö undir berum
himni i hvaða veöri sem var.
Auöur Hjaltadóttir: — Alveg dýrölegt, þetta er lifandi starf og gott
að vera viö þaö a.m.k. meöan maöur er ungur. Ég hef Hka oft áöur
unniö viö þetta, t.d. á Seyöisfiröi og Raufarhöfn.
lesendur segja
Jónas Jónsson:
„Ég vil
ég heimta.."
NU höfum viö losnaö viö klafa
sjdnvarpsins i vikutima, og voru
margir fegnir, heyröist mér, og
töldu fráleitt að „ganga eftir
setuliöinu” þar, sem er svo
barnalegt aö halda, aö þaö bæti
eitthvað fyrir sér með þvi — i
sinu verkfalli — aö koma á
vinnustað og dveljast þar aö-
gerðalaust þann tima daglega,
sem það er ráöið þar til starfa!
Vonandi sá stofnunin, þ.e. viö,
sjónvarpsnotendur, fólkinu fyr-
ir kaffi, og kannske „meðþi”,
eins og sagt var i gamla daga,
og lika barnaspilum! Hið fyrra
tilað halda I sér lifinu.siöara til
að drepa timann!
Þaö er nú i ljós komið, aö við
reistum okkur huröarás um öxl,
íslendingar, þegar ráðizt var
strax I svo stórfelldan rekstur
sjónvarps. Athugið: starfsfólkiö
á „sultarlaunum” og þvi I verk-^
falli, dagskráin svo viðamikil og *
erfið, að fylla verður upp i tím-
ann með ódýrara efni, svo sem
myndum af hryðjuverkum og
glæpum i stórum stil, — meö
sjáanlegum og ófyrirsjáanleg-
um afleiðingum, — auk þess
sem það hindrar, — eins og
„klafinn” — marga frá öðru
betra og nauðsynlegu, t.d. út-
varpi, heilbrigðu fjölskyldulifi,
og störfum að félags- og áhuga-
málum fólks á hverjum stað.
Það eru ekki allir eins lánsamir
og þau, sem „Stina” segir frá —
með sniðugum ýkjum: Dag-
blaðið 20/2 „Sjónvarpið er nú
meira kakú-fyrirtækið.
Pabbi og mamma hrjóta dag-
lega i þrjá tima fyrir framan
sjónvarpið” ...o.s.frv. En öllum
vitanlega er margt fróölegt og
skemmtilegt, sem á skjánum
sést og frá tækinu heyrist, þótt
mjög sé umdeild dagskráin.
Heföi nú ekki veriö betra aö
fara hægar af stað, sjónvarpa
t.d. annan hvorn dag? Leggja
þá áherzlu viö, að landsmenn
allirgætu notið þess sæmilega,
er á boöstóla væri sett. Með þvi
fyrirkomulagi gæti verið úr
meira efni aö velja, innlendu og
erlendu. Starfsfólk mætti vera
að mun færra, og þá ætti það
að geta fengið laun til að lifa af
„mannsæmandi lifi”, hvað
„setuliöiö” nú þykist ekki hafa.
En hvað er mannsæmandi lif?
Eigum viö að láta Svia eða Is-
lenzka kommúnista segja okk-
ur, hvaða laun viö eigum aö
heimta fyrir störf okkar? Get-
um við, íslendingar, borið okkar
aðstöðu og kjör saman við Svia
þar sem við erum ein allra
skuldugasta þjóð i heimi, en
þeir ein af þeim allra rikustu?
Við höfum nú ekki nema sjaldan
fleirien fjóra eða fjögur, til að
flytja okkur fréttir og veður-
fregnir þessar 30 min. á kvöldi!
Hvað skyldu Sviar hafa? Það er
von, að fólk okkar sé þreytt og
þurfi hærri laun!
NU skal það viðurkennt, að ég
veit ekkert um „sultarlaun”
þeirra sjónvarpsstarfsmanna
og get vel trúað þvi, aö aörir
bæði innlendir og erlendir hafi
hærri laun. Einnig, að þaö geti
verið eölilegt, að þeir reyniaö fá
bætt kjör, ef slæm eru. En aö-
ferð þeirra er forkastanleg, þótt
þvi miður sé hún ekki einsdæmi
(þó vil ég ekki viöurkenna, að
kennarar sem heild hafi fariö
þannig að, eins og Eiöur sagöi i
útv.viðtali).
Sjónvarpsmenn „settust” i
upphafi vegna þess, aö kröfum
þeirra um viðræöur var ekki
svarað. Nú sat menntam. ráð-
herra á þrem fundum með þeim
og lofaöi að greiöa fyrir viðun-
andi lausn, m.a. meö skipun
nefndar, er vinni að málamiöl-
un, — en samt átti að sitja
áfram, án athafna!
Jæja, þá það, lofum þeim að
sitja! A rikisstjórnin að segja
„já og amen” við kröfum slikra
smáhópa? Hvar myndi það
enda? Eru það ekki þrýstihópar
af þessu tagi, sem með frekju
vafd^ mesta misréttinu i launa-
máluíh?
Það sasmir ekki smáþjóö i lýð-
frjálsu landi, aö litlir hópar
fólks hafi sitt fram alþjóö til
óheilla, meö þvi aö rifta gerðum
samningum, leggja niður vinnu
og segja: Ég ýil, ég heimta!
Allra sizt eins og hjá okkur er
högum háttað.
Þeir hópar, sem nú hvatthafa
„setuliðið” meö samúðarkveöj-
um, hlakka liklega til aö geta
orðið næstir til að „setjast” og
segja: Ég vil, ég heimta.
Kommúnistar fagna, eölilega.
Þarna er barizt fyrir óreiðu,
sundrung, ólöghlýðni og upp-
lausn, —allt stefnu þeirraí hag.
En ég öfunda ekki „setuliðið”,
þegar það þarf nú að mæta aug-
um áhorfenda á skerminum að
lokum! Þá værinú betra aö hafa
litasjónvarp!
Brekknakoti, 23. sept. 1976
Jónas Jónsson.
Fækkum heimMislaus-
um flækingsköttum
Kattavinafélagiö skrifaði ný-
lega sveitarstjóra Mosfells-
sveitar um það, aö nú, þegar
haustar að, sé nauösynlegt að
fækka sem mest heimilislausum
flækingsköttum, ef um þá væri
að ræöa þar i sveitinni. A fundi
sveitarstjórnar var þessu máli
vel tekið og mun fljótlega verða
gerð gangskör að þvi, aö deyöa
þessi vesalings dýr, sem hvergi
eiga sér húsaskjól eöa viður-
væri. Ættu fleiri sveitarfélög aö
fara að dæmi Mosfellssveitar i
þessu efni, og eru þaö vinsam-
leg tilmæli Kattavinafélagsins
til dýravina um land allt, aö þeir
stuðli að sams konar aögeröum,
hver i sinu byggðarlagi.
Deyöumdýriná mannúölegan
hátt, fremur en láta þau hrekj-
ast úti hjálparvana, hungruð og
öllum yli svipt i vályndum veör-
um hins komandi vetrar.
Kattavinafélagiö.