Tíminn - 06.10.1976, Page 13

Tíminn - 06.10.1976, Page 13
Miövikudagur 6. október 1976 TÍMINN 13 eftir Maurice Ravél: Law- rence Foster stjórnar. Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur „Gymno- pediu” nr. 2 eftir Erik Satie i hljómsveitarbúningi Debussys: André Previn stjornar. John de Lancie og Sinfóniuhljómsveit Lundúna leika Konsert- sinfóniu fyrir óbó og strengjasveit eftir Jacques Ibert: André Previn stjórn- ar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.00 Lagiö mitt. Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 17.30 Nói bótasmiöur. Erling- ur Daviösson ritstjóri flytur brot úr æviþáttum (3). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Óöur undirdjúpanna. Arni Waag kennari flytur erindi um hvali. 20.00 Pianósónötur Mozarts (IV. hluti) Deszö Ranki leikur Sónötu i D-dúr (K311). Hljóöritun frá ung- verska útvarpinu. 20.20 Benedikt Gröndal Svein- bjarnarson — 150 ára minn- ing. Gils Guðmundsson tek- ur saman dagskrána. Les- arar ásamt honum: Gunnar Stefánsson og Hjörtur Páls- son. Einnig veröa flutt lög viö ljóö eftir Benedikt Grön- dal. 21.30 Ctvarpssagan: „Breyskar ástir” eftir ósk- ar Aöalstein. Erlingur Gislason leikari les (3). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: Ævisaga Siguröar Ingjaldssonar frá Bala- skaröi. Indriöi G. Þorsteins- son rithöfundur les (19). 22.40 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Miðvikudagur 6. október 18.00 Adam og Otka.Tékknesk biomynd fyrir börn og ungl- inga. Adam og Otka eru börn, sem búa úti á landi. Þau fara i heimsókn til skyldmenna, í höfuöborg- inni. Þar hitta þau úrsmið, sem sýnir þeim furðulega klukku. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.10 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Pappirstungl. Banda- riskur myndaflokkur. I fööurleit. Þýöandi Krist- mann Eiðsson. 21.05 Kirgisarnir i Afganistan. Bresk heimildamynd um Kirgisa, 2000 manna þjóð- flokk, sem býr i tjöldum i nærri 5000 metra hæö á há- sléttu i Afganistan. Þjóö- flokkur þessi býr viö ein- hver erfiðust lifsskilyröi - i heimi. Annað hvert barn deyr nýfætt, og þriðjungur mæöra deyr af barnsförum. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 22.00 Brauð og vin. Italskur framhaldsmyndaflokkur i fjórum þátturti, byggöur á sögu eftir Ignazio Silone. 3. þáttur. Efni annars þáttar: Pietro er enn i fjallaþorpinu og boöar byltingu, en bændurnir gefa oröum hans litinn gaum. Hann hittir þó fyrir fólk, sem hlustar á hann, þ.á.m. eru byltingar- sinnaöir stúdentar. Bianchina kemur aftur frá Róm meö skjöl til hans, og hann ákveður að fara þangað sjálfur. Þýöandi Óskar Ingimarsson. 23.00 Dagskrárlok. Sír Arthur Conan Doyle: Konungsgersemi ° Doktor Watson fannst mjög þægilegt að vera aftur staddur í óþrifalegu stofunni á fyrstu hæð í Bakara- stræti, þar sem svo mörg ævintýri höfðu verið rannsökuð og til lykta leidd. Hann litaðist um og virti fyrir sér ýmiss konar merki á veggjunum, bekkinn með sýrublett- um eftir efnafræðirannsóknir, f iðlukassann, sem reistur var upp í einu horninu og kolakassann, þar sem geymdar höfðu verið reykjarpípur og tóbak áður fyrr. Hann festi loks augun á andliti Billys, unglegu og brosandi. Billy var hinn ungi, hyggni og hæverski piltur, sem komið hafði í skarðið í stað Watsons og skyldi bæta úr einveru og einangrun hins mikla leynikegils. — Hér virðist allt vera óbreytt, Billy, og sömuleiðis þú sjálf ur. Ég vona að því sér eins farið um hann? Billy leit með miklum hátíðleik á lokaðar svefn- herbergisdyrnar. — Ég held að hann sé sofandi í rúmi sínu, svaraði hann. Klukkan var sjö að kvöldi á yndisfögrum sumardegi, en dr. Watson var nægilega kunnugur óreglulegum lifn- aðarháttum gamla vinar síns, svo að hann furðaði sig ekki á þessu. — Það þýðir vissulega að hann hef ur eitthvert mál til rannsóknar. — Já, herra, og hann hef ur sökkt sér mjög niður í það einmitt núna. Ég óttast alvarlega um heilsufar hans. Hann verður sífellt fölari og magurri, þvi að hann borðar ekkert. Hvenær þóknast yður að koma og borða? spurði frú Hudson. — Klukkan hálf átta, daginn eftir morgundaginn. svaraði hann. Þér munið vfst, hvernig hann er, þegar hann er niðursokkinn í eitthvert vandasamt mál. — Já, Billy, ég þekki það vel. — Hann er í eltingarleik við einhvern. I gær var hann á ferli búinn eins og verkamaður í atvinnuleit. I dag var hann ígervi gamallar kerlingar. Hann gat jafnvel blekkt mig með útliti sínu, en ég þekki nú betur aðferðir hans. Billy glotti og benti á klunnalega sólhlíf, sem reist var upp við legubekkinn. — Þarna er nokkuð af búningi gömlu konunnar, sagði hann. — En hver er tilgangurinn með öllu þessu, Billy? Billy lækkaði röddina líkt og hann ætlaði að ræða trún- aðarmál. — Það skiptir engu, þó að ég segi yður það, herra, en það má ekki hafa í hámæli. Það er málið um kórónu- gimsteininn. — Hvaö þá, — um hundrað—þúsund-punda-innbrots- þjófnaðinn? Já, herra, þeir verða að ná gimsteimnum aftur. Sjáið þér til, hingað komu f orsætisráðherrann og ríkisráðsrit- arinn: þeir sátu báðir þarna á legubekknum. Hr. Holmes var mjög kurteis við þá báða og reyndi að f riða þá. Hann lofaði þeim að hann skyldi gera allt, sem hann gæti. Svo var þarna Cantlemere lávarður.... — Á, var það svo? — Já, herra, og þér vitið, hvað það þýðir. Það er stirð- busalegur karl, leyfi ég mér að segja. Mér gazt vel að forsætisráðherranum, og ég hef ekki neitt út á ríkisráðs- ritarann að segja: þeir virðast vera kurteisir og mann- úðlegir menn. En lávarðinn get ég illa þolað, og sama finnst hr. Holmes um hann. Lávarðurinn hef ur enga trú á hr. Holmes og var mótfallinn því að fela honum málið. Hann mundi helzt óska, að Holmes mistækist. — Og er hr. Holmes kunnugt um það? — Hr. Holmes veit alltaf það, sem hann þarf að vita. — Gott er það: við skulum vona að honum takist ekki, og að Castlemere lávarði skjátlist alveg. En, meðal ann- ars, Billy, til hvers eru þessi tjöld fyrir glugganum? — Hr. Holmes lét þau fyrir gluggann fyrir þrem dög- um. Það er nokkuð skrýtið á bak við þau. Billy gekk til og dró til hliðar tjöldin, sem huldu boga- gluggann og nokkurt hil, er undir honum var. Dr. Watson gat naumast stillt sig um að reka upp unerunaróp. Þarna sat ímynd hins gamla vinar hans í setkápu, og sneri and- liti líkansins af hálf u leyti að glugganum og horfði niður, líkt og Holmes sjálf ur væri að lesa í einhverri ósýnilegri bókog sæti í hnipri í hægindastólnum. Billy tók höf uð lík- ansins og hélt því upp. — Við snúum því á ýmsa vegu við og við, svo að það sé sem líkast lifandi manni. Ég þyrði ekki að snerta það, væru tjöldin ekki fyrir glugganum. Þegar þau eru dregin frá, sést líkanið vel frá strætinu. — Við notuðum svona gervimann einu sinni áður, sagði ég. Billy dró tjöldin lítið eitt til hliðar og leit út á strætið. — Þarna handan eru einhverjir, sem hafa gætur á okkur. Ég sá mann við gluggann hér beint á móti. Sjáið sjálfur til. Watson stéeittskref f ram, þegar svefnherbergisdyrn- ar opnuðust og Holmes sjálf ur langur og grannur birtist í dyrunum. Hann var fölur og tekinn í útliti, en skrefin föst og hreyf ingarnar ákveðnar að venju. Hann tók stökk að glugganum og dró tjöldin fyrir aftur. — Þannig á það að vera, Billy, sagði hann. Þú varst í lifshættu, drengur minn, og ég má ekki missa þig eins og stendur. Nú, Watson. það er gaman að sjá þig af tur hér í gömlu híbýlunum okkar. Þú kemur hér líka á örlagaríkri stundu. — Ég skil að svo muni vera. — Þú mátt fara, Billy. Þessi drengur er mér ráðgáta, Watson. Hef ég leyf i til aðstofna líf i hans í hættu? — Hvers konar hættu? — í skyndilega lífshættu blátt áfram. Sjálfur býst ég við henni nú í kvöld. — Við hverju býst þú þá? — Ég býst við morðárás, Watson. — Nei, nú ertu að gera að gamni þínu, Holmes. — Þótt spaugsemi mín sé mjög takmörkuð, þá gæti ég búið til betri gamansögu en þetta. En sem stendur er engin hætta á ferðum. Má bjóða dropa af víni? Vindlarn- ir og reyktóbakið er á sínum gamla stað. Seztu svo í gamla stólinn þinn. Ég vona, að þú fyrirgef ir svæluna úr pípunni minni. Þessa dagana reyki ég í stað þess að borða. — En hvers vegna sveltir þú þig? — Hæf ileikarnir til rökréttrar hugsunar verða skýrari og hvassari við sveltuna. Þar sem þú ert læknir, kæri Watson minn, muntu skilja, að hugsunin um mat og meltingu getur truf lað hugsun og starfsemi heilans. Ég er eintómur heili, allt hitt er bara viðauki eða fylgif iskur hans. Því læt ég mér annast um heilann. — En hvað er svo um lífshættuna? — Já, vel á minnzt. Fari svo, að hún reynist raunveru- leg, er rétt að þú leggir þér á minni nafn og heimili ódáðamannsins. Þú getur svo skilað því í Scotland Yard ásamt kærri kveðju minni. Nafnið er Sylvius, Negretto Sylvius greif i. Skrifaðu það hjá þér, maður, og heimilis- fangið 136 Moorside Gardens N.W. Hef urðu skrifað það? Hið ráðvendnislega andlit Watsons bar augljós merki ótta og áhyggju. Hann þekkti alltof vel kæruleysi Holmes, er hætta var á ferðum, enda var honum líkara aðgera minna úr hættunni en efni stóðu til, f remur en að ýkja hana. Watson, sem var athafnasamur maður, fannst ekki að hann gæti látið þetta afskiptalaust. „Þetta er best iyktandi gatan I bænum. Skóbúö, sælgætisbúð og kökubúö hver viö hliöina á annarri.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.