Tíminn - 19.10.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.10.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriöjudagur 19. október 1976 TÍMA- spurningin Hvað lest þú helzt i dagblöðunum? Sigrún Guöinundsdóttir, húsmóöir: Ég les furöu oft ritstjórnargreinarnar. Svo les ég alltaf frá- sagnir úr sveitalifinu og alltaf eitthvaöaf almennum fréttum. Ég kaupi Tfmann og les hann mikiö. Sofffa Guömundsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri: Þaö fer yfirleitt eftir þvihve mikinn tima ég hef, en ég reyni aö lesa allt I blööunum. Ég byrja á leiöurunum, svo koma útsföurn- ar og ég sleppi aldrei afmælis- og minningargreinum. Þórir Brynjúlfsson, nemi: Ég les alltaf eitthvaö i blööunum á hverjum degi, en ekki leiöarana og lítiö um stjórnmál. 1 É ' Siguröur Arni Þóröarson, guöfræöinemi: Ég lesallar almennar fréttirog svo gjarnan iþróttafréttir lika. Þá les ég stundum leiöarana i hinum ýmsu dagblööum. Ósk Reynaldsdóttir, á förum til útlanda i vinnu: Ég les dagsfréttirnar hverju sinni, þ.e. forsföufréttirnar og alltaf skritlurnar og framhaldssögur. lesendur segja AAarqrét Guðjónsdóttir frá Dalsmynni: „Sá sem ekki drekkur vín - kann sig ekki" Þaö var haft eftir mér i Mogg- anum, aö ég væri fædd full, þaö er aö vlsu góöur eiginleiki, þar sem ölvun er svo mjög I há- vegum höfö, eins og nú til dags. En ekki er nóg aö vera I hressara lagi, laus viö fordóma og enginn dragbitur á gleöi manna, maöur veröur aö vera meö - - og drekka eins og hinir, ef maöur á aö teljast i húsum hæfur, þar sem vin er veitt. Mérhefur oft fundizt þetta æöi broslegt og brotiö heilann um hverju sætti, þó aö ég hafi látiö mig einu gilda hvaö aörir hugsa og tala um mig, skil ég vel unga fólkiö og þá sem vilja vera eins og aörir, þvi tizkan er haröur húsbóndi. Vindýrkendur eru búnir aö koma á þeim tiöaranda og hefö, aö vin þarf helzt aö vera meö i leiknum, ef á aö gera sér daga- mun, og má segja aö hvar sem tveir eöa þrir eru saman- komnir, sé viöeigandi aö taka tappa úr flösku. Þetta veröur til þess, aö fólk missir hæfileikann til aö skemmta sér og gleöjast á eöli- legan hátt og kemst aldrei i kynni viö sanna lifsnautn og gleöi. Þeir fullorönu eru búnir aö koma þvi inn hjá krökkunum frá blautu barnsbeini, aö vin sé nauösynlegt, ómissandi og spennandi ef á aö skemmta sér, þaö eru miklar áhyggjur út af þvi, hvernig eigi aö útvega vlniö fyrir partýiö, hestamótiö, rétt- irnar, þorrablótiö, afmæliö, veizluna og feröalagiö, og ef fariö er út af heimilinu, sjá börnin, aö þeir eldri telja viniö skilyröi fyrir góöri skemmtun. Þaö er talaö af litilsviröingu um tertuveizluna, sem var hund- leiöingleg, þar sem allir sátu eins og dauöadæmdir, og þau heyra unglingana, sem náö hafa þeim langþráöa 16 ára aldri, tala um svaka fylleri á siöasta balli og hverjir hafi drukkiö mestog látiö verst, og þaö voru þeir athyglisveröustu. Krakkarnir lita á viniö sem forréttindi fulloröna fólksins, ómissandi gleöigjafa, sem þeir biöa meö óþreyju eftir aö komast i snertingu viö. Enda sjá þeir fljótt, aö meiri- hluti unglinga, sem sækir skemmtanir , og þeir, sem mest ber á, telja enga menn meö mönnum nema þeir drekki, þeim finnst litiöá sig sem þriöja flokks fólk, ef þeir eru ekld meö - - og ef þeir kæra sig ekki um vin, láta þeir öllum illum látum svo allir haldi, aö þeir séu fullir, þvi þaö er i takt viö timann. islenzk gestrisni er orölögö og hefur margur komizt i hann krappan viö kaffi og kökugleöi húsmæöra. Ekki er ofrausnin minni, þegarvin erannars vegar, og sá sem ekki neytir vins, á i vök aö verjast i samkvæmum, þó aö hann reyni aö láta sem minnst á þessum skorti á háttvisi bera, ogfái sér gosdrykk og skáli eins og hinir. En þá kemur venjulega einhver góöglaöur og reynir meö öllu móti aö fá hann til aö taka sér neöan i þvi, og vera meö - -. Margir sjá' sér þann kost vænstan aö fá sér lögg i glas og sitja yfir þvi, en þeir fá ekki heldur aö vera i friöi meö þaö, fljótlega kemur húsráöandi eöa einhver áhugamaöur aövifandi og talar um þaö á áberandi hátt, aö þetta gangi ekki, hann sé enn meö fyrsta glasiö, og venjulega sér sá óheppni sér ekki annaö fært en heröa drykkjuna. Ég hef oft hugleitt hvort drykkjuvenjur fornmanna séu svona lifseigar þar sem sá þótt- ist mestur, sem gat svolgraö meira en aörir. Min reynsla er sú, aö sá, sem skemmtir sér meö vini, geti helzt ekki liöiö annaö en allir séu á sama báti, og gildir þá einu þó aö þeir bindindissömu séu kátari og skemmtilegri en hinir, þeireru ekki á réttri linu. Allir sjá hvaö alvarlegt þaö er ef vima er skilyröi viö sem flest tækifæri, enda er vinneyzla alltaf aö veröa almennari ekki sizt meöal unglinga og kvenna, og þarf hvorki feimni eöa minnimáttarkennd til. Ég sendi ykkur hugleiöingu bindindismannsins, sem er lit- inn hornauga, sniögenginn og ó- velkominn þar sem vin er haft um hönd, sem er viö æöimörg tækifæri. Margrét Guðjónsdóttir Dalsmynni. Almenningur reynir i tízkunni að tolla, tekur staup i samkvæmum eins og mektarfólk. Það er ijóta vitleysan að lepja kaffi úr bolla, limonaði, spur og kók eða kúamjólk. Að vera eins og aðrir er ákaflega gaman, allir vita, að heldra fólkið þambar vin og bjór. Þeir sem dýrka bakkus, drekka og röfla saman, dansa, hlæja, kyssast og syngja i einum kór. Að vera i takt við timann og teljast réttu megin, er töfrandi og eykur bæði sjálfsvirðingu og þor, Og þó að slys og leiðindi varði stundum veginn, verða æðimargir til að stiga þessi spor. Um gamla og nýja sveitasiði þarflaust er að þyjja, þeir sem fylgja tizkunni kunna á öllu lag. Sauðina frá höfrunum sjálfsagt er að skilja, sá sem ekki drekkur vin, hann kann sig ekki i dag. Margrét Guðjónsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.