Tíminn - 19.10.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 19.10.1976, Blaðsíða 17
Þriöjudagur 19. október 1976 TÍMINN 17 Arsenal á uppleið... Auðveldur 2:0 sigur yfir Stoke á Highbury ( fyrra var Q.P.R. tví- mælalaust bezta lið London en í ár er eins og þessi titill sé að færast yfir til Arsen- al. Liðið lék á móti Stoke sinn bezta leik um langan tíma/ og 2-0 tap getur Stoke einungis þakkað Peter Shilton í markinu. Hann varði hvað eftir annað stórglæsilega/ og sá til þess að tapið varð ekki stærra. Liö Arsenal er góö blanda af reyndum leikmönnum og ungum og upprennandi stjörnum einsog Liam Brady, Trevor Ross, Frank Stapleton óg David O’Leary. En bezti maður Arsenál á laugardag- inn var án efa gamla „brýnið”, Alan Ball, sem virtist vera alls staðar á vellinum. Einnig átti Ge- orge Armstrong góðan leik á kantinum, og lék hann bakveröi Stoke oft grátt. Þrátt fyrir mýmörg tækifæri i fyrri hálfleik skoraði Arsenal að- eins einu sinni. Ross gaf sendingu inn i vitateig Stoke, Ball lagði knöttinn fyrir fætur Pat Rice, sem skoraði meö föstu vinstrifót- ar skoti. Eins og áður er sagt, var það aðeins frábær leikur Shilton i marki Stoke, sem kom I veg fyrir fleiri mörk. Snemma í seinni hálfleik lék Brady einu sinni sem oftar á nokkra varnarmenn Stoke og lagði knöttinn fyrir fætur McDon- ald, sem þurfti aðeins að ýta knettinum inn af tveggja metra færi. Loksins mark frá „Super- Mac”. Þaö sem eftir lifði af leiknum var stanzlaus pressa á mark Stoke, en Shilton sá við öll- um tilraunum Arsenal. Hann var sá eini i liðinu, sem eitthvað barð- ist, hinir léku allir eins og svefn- genglar, þeir höfðu greinilega engan áhuga á leiknum, en ein- hver óánægja mun vera meðal leikmanna Stoke. Liðin voru þannig skipuð: Arsenal: Rimmer, Rice, Storey, Ross, O’Leary, Howard, Ball, Brady, McDonald, Staple- ton, Armstrong. Stoke:Shilton, Lumsden, Pejic, Bithell, Dodd, Bloor, Salmons, Greenhof, Conroy, Hudson, Sheldon. — ó.o. ALAN BALL...lykilmaöurinn snjalli hjá Arsenal. Chelsea heldur sínu striki Chelsea hefur nú náö góöri forystu I annarri deildinni eftir 4-3 sigur sinn yfir Oldham á Stamford Bridge. Þegar I hálfleik var staöan oröin 4-2, mörk Chelsea geröu Swain, Wicks, Finnieston og eitt var sjálfs- mark Bell. Fyrir Oldham skoruöu Robins og Young i fyrri hálfleik, en Shaw i þeim siðari, og undir lok leiksins mátti oft engu muna, aö Old- ham tækist aö jafna leikinn. En hinir ungu leikmenn Chelsea héldu þessum eins marks mun til mikillar gleöi fyrir þá 25.825 áhorfendur, sem fylgdust meö leiknum. Derek Hales skoraði 2 mörk I 4-4 jafntefli Charlton og Burnley á Turf Moor 1 Burnley. Hefur hann nú skorað alls 15 mörk á keppnistimabilinu bæði i deild og deildarbikar. Það verður ekki langt að biða þess, að Hales spili með öðru liði. West Ham og Fulham hafa bæði mikinn áhuga á að fá hann yfir í slnar raöir, og Charlton mun selja hann, ef einhver nefnirtöluna 150.000 pund. Hin mörk Charlton skoruðu Curtis og Flana- gan, en Smith, Noble, Fletcher og Cochrane skoruöu fyrir Burnley. Walsh skoraði sigurmark Blackpool á móti Nottingham og Hawley skoraði bæði mörk Hull 1 hinum óvænta 2-0 sigri þeirra á móti Wolves. Um önnur úrslit vlsast til töflunnar hér á siðunni. Ó.O. í vígamóði lildinni varð staðreynd fyrsta mark fyrir Derby, er hann fékk góða sendingu frá Rioch, og afgreiddi hana snyrtilega 1 netiö. Á 64. minútu skoraði svo Rioch sitt þriðja mark meö skalla eftir eina af þessum frábæru send- ingum frá Leighton James, 5-2. Minútu slðar brá Perryman Gemmill innan vltateigs, og George skoraði úr vltinu. 7-2 kom svo á 72. minútu, Colin Todd leiddist þófið 1 vörninni og skoraði með góðu langskoti. Og á 73. mlnútu skoraði Rioch sitt fjóröa mark og kom markatölunni upp 1 8-2. Eftir þetta tóku leikmenn Derby lifinu létt, m.a. tók Charlie George allt I einu upp á þvi að setjastá boltann, erhanvar á leiö upp kantinn. Þegar Naylor ætlaði svo að taka boltann af honum, stóð hann skyndilega upp og lék á hann eins og ekkert væri auðveld- ara. Liðin voru þannig skipuð: Derby: Moseley, Thomas, Nish, Macken, McFarland, Todd Powell, Gemmill, Rioch, George, James. Tottenham: Jennings, Naylor, Osgood, Hoddle, Yong, Pratt, Conn, Perryman, Moores, Jones, Taylor. ó.O. ,Aldrei séð aðra eins markvörzlu' — sagði Ásgeir Sigurvinsson, eftir að leikmenn Standard Liege höfðu ekki haft heppnina með sér í Antverpen „Trappeniers bjargaði Antverpen frá stórtapi". Þetta var fyrirsögnin í belgiska knattspyrnublaðinu „Le Sportif", þegar það sagði f rá leik Antverpen og Standard Liegeá Deurne-leikvellinum í Antverpen á sunnudaginn. Blaðið segir, að Trappeniers hafi sýnt stórglæsilegan leik í marki Antverpen-liðsins og varið oft stórglæsilega skot, sem að öllu eðlilegu hefðu átt að hafna í netinu. — Trappeniers var eins og galdramaður í markinu, sagði blaðið. — Við réðum ekkert við Trappeniers, sagði Ásgeir Sigur- vinsson, þegar Timinn náði tali af honum i gærkvöldi, en Asgeir fékk mjög góða dóma I „Le Sportif”, sem sagði að hann hafi verið potturinn og pannan i sókn- arleik Standard Liege. — Það var stórkostlegt að sjá til Trappen- iers, hann varði hvað eftir annað frábærlega vel — kastaði sér stanganna á milli, eins og köttur. Ég hef sjaldan séð aðra eins markvörzlu — þá lá við, að við hjá Standard Liege klöppuðum hon- um lof I lófa, eins og áhorfendur — sérstaklega þegar hann varði þrumuskot, meö þvi að kasta sér BOB STOKOE, framkvæmda- stjóri Sunderland, var látinn fara frá Roker Park i gærkvöidi. Stokoe, sem hefur veriö við stjórnvöl hjá Sunderland s.l. fjögur ár með góðum árangri, bauðst tilað segja af sér á laugar- daginn, eftir aö Sunderland hafði tapað fyrir Aston Villa. Stjórnin á Roker Park kom saman I gær- kvöldi og ákvað að taka boði hans. Stokoe, sem geröi Sunder- land að bikarmeistara 1973, hefur upp og gómaði hann knöttinn uppi i samskeytunum einu sinni. Við vorum farnir að fagna marki — en Trappeniers þaut upp eins og eldflaug og bjargaði á siðustu stundu alveg meistaralega. Asgeir sagði, að Standard Liege hefði verið óheppið að ná aðeins jafntefli (0:0) gegn Antverpen. — Við lékum okkar bezta leik á keppnistimabilinu, og yfirspil- uðum leikmenn Antverpen-liðsins algjörlega. En þá þurftum við að lenda gegn Trappeniers I þessu „banastuði”. Við náðum aldrei aö koma honum úr jafnvægi, þrátt fyrir stöðuga sókn að marki Ant- verpen — t.d. fengum við eitt sinn keypt leikmenn fyrir hálfa milljón punda að undanförnu — til að reyna að rétta Sunderland-lið- ið við, en ekkert dugði og er liöiö nú á botninum i 1. deild, hefur ekki unnið leik. Þetta sýnir bezt, að það má ekkert á móti blása hjá félögunum I Englandi — þá eru framkvæmdastjórarnir hiklaust látnir taka pokann sinn. Ian MacFarlane, þjálfari, tekur við starfi Stokoe til að byrja meö. ÁSGEIR SIGURVINSSON...átti góðan leik. 7 hornspyrnur i röð, og þrátt fyrir mikinn darraðardans inni i vita- teig, þá náðum við ekki að skora. Þetta var svo sannarlega einn af þeim leikjum, þegar allt gengur upp, nema markskot, sagði As- geir. „Le Sportif ” sagði,' að Trappeniers heföi varið allt — hvað eftir annað hefði hann gómað knöttinn af tánum af leik- mönnum Standards, á milli þess að hann varði þrumuskot þeirra og skalla. Standard Liege er nú I fjórða sæti I belgisku 1. deildarkeppn- inni — með 11 stig. FC Brugge er á toppnum með 14 stig, en Ant- verpen og Anderlecht koma siðan með 12 stig. — Við ætlum okkur að vera með I baráttunni um meistaratitilinn, sagði Asgeir. — SOS Stokoe rekinn — frá Sunderland í gærkvöldi „Mættum tvíefldir til leiks" — Þetta var mjög góður leikur hjá okkur og það var eins og leik- menn liðsins hefðu mætt tviefldir til leiks, eftir þau leiðindi, sem hafa átt sér stað að undanförnu, sagði Marteinn Geirsson, en hann og félagar hans úr Royale Union MARTEINN GEIRSSON...skilaöi nýja hiutverki sinu mjög vel. unnu góðan sigur (1:0) yfir La Gantoise á útivelii um helgina og er Union—liðið komið upp I annað sætið i 2. deildarkeppninni. Marteinn sagði að nýir menn hefðu tekið við stjórninni hjá Union, eftir að félagið haföi verið lýst gladþrota á fimmtudaginn. Þetta er nú allt komið á hreint — og forseti félagsins hefur nú verið látinn fara, eftir að búiö var að rannsaka fjárhag hans og félags- ins, sem var orðinn vafasamur, enda höfðu sumir leikmannanna ekki fengiö greidd laun sin i langan tima. Stanley skoraði sigurmark Union-liðsins, sem sýndi mjög — sagði Marteinn Geirsson og Union-liðið nálgast toppinn góðan leik. Marteinn sagði, að hann. hefði nú leikið stöðu aftasta varnarleikmanns og komizt vel frá þvi. — Ég tók stöðu Luxem- borgarmannsins Philips, sem á við meiösli að striöa. — Við eigum nú góöa möguleika á að komast á toppinn, þar sem við leikum næstu tvo leiki okkar á heimavelli. Það er mikill hugur hér i herbúðum okkar i Briissel og andinn mjög góður, eftir að búið er að gera hreint i sambandi við launagreiðslur til leikmanna, sagði Marteinn. —SOS * Lato hetja Pólverja.... LATO — hinn marksækni leikmaöur frá Póllandi var hetja Pól- verja, þegarþeir unnu sætan sigur (2:0) yfir Portúgölum I HM- keppninni i knattspyrnu, þegar þjóðirnar kepptu i Oporto I Portúgal. 30 þús. áhorfendur sáu ieikinn og fengu þeir aö sjá sina menn i varnaraöstöðu nær allan leikinn. Lato skoraöi bæði mörk Pólverja, sem standa nú með pálinann i höndunum, en hinar þjóöirnar I riölinum eru Danir og Kýpurbúar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.