Tíminn - 19.10.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.10.1976, Blaðsíða 8
TÍMINN Þriðjudagur 19. október 1976 Einar Hákonarson sýnir nú 88 málverk ao Kjarvalsstöoum og stend- ur sýningin til 25. október. Þetta er fjórða einkasýning Einars, en hann hefur tekið þátt f mörg- iim alþjóðlegum sýningum og samsýningum hérlendis, og hlotið verö- laun erlendis fyrir málverk og graffk. Myndin er af listamanninum viO eitt verkanna á sýningunni að Kjar- valsstöoum. Timamynd: Gunnar. Hagi h/f opnar nýja og glæsilega verzlun á Akureyri KS-Akureyri. — Fyrir skömmu efndi fyrirtæki& Hagi h/f á Afcur- eyri til kynningar á starfsemi sinni. Tilefni þessarar kynningar var það.aö nú hefur fyrirtækiö opnaö glæsilega verzlun aö Glerárgötu 26, þar sem fram- leiosluvörur þess eru til sýnis og sölu. 1 þessari nýju verzlun eru eldhúsinnréttingar, hillusam- stæður, veggþiljur og fataskápar, og eru skáparnir nýjung hjá Ilaga. Eldhúsinnréttingar fram- leiöir fyrirtækiö í f jórum flokkum og i hverjum flokki er hægt ao velja frá tveim og upp i sjö liti. Eldhusinnréttingarnar eru fram- leiddar íeiningum, frá 20 cm upp I 1 metra og því getur fólk keypt hluta af eldhúsinnréttingu og sio- ar bætt viö, ef þvi sýnist svo. Ver6 er mjög mismunandi eftir gerö- um eða frá 200 þúsundum og allt að 450 þúsundum. Ódýrastar eru harðplastinnréttingar en dýrast- ar eru þær, sem smíöaöar eru úr massivu efni. Verzlunarstjóri þessarar nýju verzlunar er Cli Þ. Baldvinsson. Hagi h/f rekur verkstæöi aö ós- eyri 4 á Akureyri. A6 undanförnu hefur fyrirtækiö mjög aukiö vél- væOingu á verkstæ&inu, og eru af- köst nú helmingi meiri en þau voru fyrir rúmlega ári. Meöal þeirra nýju véla, sem keyptar hafa veriö, er mjög fullkomin vél, sem limir plastdúk á þiljur, og er hún sú eina þeirrar gerðar hérlendis. Þá má einnig nefna landsins fullkomnustu vél, sem notuð er til þess a& ganga frá köntum á innréttingum og þiljum. A verkstæðinu á óseyri vinna nii 18 manns, en voru a&eins 2, þegar fyrirtækið hóf verkstæ&isrekstur. Aöalverkstjóri er Ingimar Friö- finnsson. Nú er á prjónunum hjá Haga h/f aö stækka verkstæ&iö, og þá meö hugsanlegan útflutning & vörum sfnum fyrir augum. Aö sögn forráöamanna fyrirtækisins hefur gengiö vel a& selja fram- lei&sluvörur þess, og á þessu ári erbúiztviö, aö salan nemi milli 90 og 100 milljónum króna. Þá er einnig áætlaö a& selja á árinu 1977 fyrir 150-180 milljónir króna. Auk verkstæ&isrekstursins tekur fyrirtækiö a& sér steypu- og járnavinnu I sambandi viö hús- byggingar, og vinna aö staöaldri viö þaö um 30 manns, en þaö er töluvert breytilegt eftir árstím- um. Siguröur Hannesson múrara- meistari stjórnar þeirri grein starfseminnar. Slðastliðið ár greiddi Hagi h/f um 40 milljónir I vinnulaun og á þessu ári er áætl- aö, aö sú upphæö veröi nálægt 60 milljónum. Undanfarin 5 ár hefur fyrirtæk- iö rekiö verzlun a& Suöurlands- braut 6 i Reykjavik og er verzlunarstjóri þar Erlingur Friðriksson. 1 stjórn Haga h/f eru: Haukur Arnason, sem jafn- framt er framkvæmdastjóri, Siguröur Hannesson, Óli Þ. Bald- vinsson og Herbert Jónsson. Myndina af Finni Jónssyni viö tvöverka hans á sýningu Listasafnsins tók GuOjOn Einarsson. Listasafn íslands: Yfirlitssýning á verk- um Finns Jónssonar i Listasafni Islands stendur nú yfir yfirlitssýning á verk- um Finns Jónssonar. Finnur Jónsson hélt siná fyrstu einkasýningu i Reykja- vfk 1921, en si&an hefur hann haldið fjölmargar einkasýn- ingar og tekið þátt I mörgum samsýningum, bæði hér heima og erlendis, m.a. átti hann verk á sýningu Der Sturm-hópsins 1925, á heims- sýningunni I New York 1940 og á sýningu Evrópuráösins 1970, sem bar heitiö, Evrópa 1925, voru valin verk eftir Finn Jónsson. Finnur Jónsson hefur hlotiö margvlslega viöurkenningu fyrir list sína, hei&urspeninga, viöurkenningarskjöl og fjöldi boöa um sýningar. Þá má nefna, aö hann er heiöursfé- lagi í „Academica Internazti- ona" (Tammaso Campanella) I Róm, heiöursfélagi Félags Islenzkra myndlistamanna, hlaut „Förste premia" á Listahátíö Noröur-Noregs 1971. Finni hafa veriö veitt heiöurslaun frá Alþingi síöan 1973 og hann var sæmdur stór- riddarakrossi hinnar islenzku fálkaor&u fyrir myndlistar- störf 1976. Að KjarvalsstöAum stendur nú listsýning, þar sem sýnd eru 77 málverk, kaffi- og blek- teikningar og átta höggmynd- ir eftir Magnús A. Arnason. Elzta málverkiö er frá 1917 en þau nýjustu eru unnin á þessu ári. Sýningin stendur út október- mánuð. Myndina af listamanninum vi& verk hans tók Gunnar. Haukur Arnason framkvæmdastjóri Haga h/f stendur hér hjá svefn- herbergisskápum, sem fyrirtækiö hefur nýlega hafiö framleiöslu á. • ( N

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.