Tíminn - 19.10.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.10.1976, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 19. október 1976 TÍMINN 15 Geir og félagar lögðu Dankersen að velli... — unnu auðveldan sigur (20:15) á einhæfu Dankersen-liði ARNl INDRIÐASON...fyrir- liði landsliðsins, sést hér skora, eftir aö hafa brotizt i gegnum varnarmúr Danker- sen. (Timamynd Gunnar) BARÁTTA og aftur barátta, var einkennandi fyrir leik íslenzka landsliðsins í handknattleik, sem vann góðan sigur (20:15) yfir Dankersen í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Baráttuglaðir Islendingar settu hina létt- leikandi leikmenn Dankersen útaf laginu, svo þeir náðu sér aldrei á strik og máttu þola sitt fyrsta tap á Islandí. Islenzku leikmennirnir, sem höfu 9:7 yfir i hálfleik, gérðu út um leikinn i siðari hálfleik, þegar þeir breyttu stöðunni úr 9:10 i 20:13með mjög yfirveguðum leik. Geir Hallsteinsson lék aðalhlut- verkið þennan leikkafla, og gerði hann leikmönnum Dankersen, sem léku fasta vörn, oft lifið leitt. Það var greinilegt, að Dankersen- leikmennirnir þoldu ekki mótlæt- ið — þeir fundu ekkert svar við sterkum varnarleik Islendinga, og allt gekk á afturfótunum hjá þeim. Dankersen-liðið er skipað sterkum og stórum leikmönnum, sem sýna „taktiskan” leik á hæsta stigi, en allur leikur þeirra gengur út á leikfléttur og kerfi. Kraftur þeirra var aðdáunar- verður, en þrátt fyrir allt er Dankersen-liðið of háð „taktik- inni”. — Það sást bezt, þegar hún brást vegna geysisterks varnar- leiks landsliðsins, þá voru leik- menn Dankersen ekki nógu sjálf- stæðir til að vinna rétt úr spilun- um. Leikur þeirra varð allur fálmkenndur og þeir reyndu i ör- væntingu sinni að brjótast i gegn- um miðjuna, og þannig að þjappa varnarvegg tslendinga saman. Um tima gekk ekkert upp hjá leikmönnum Dankersen, og þeg- ar hringlandahátturinn stóð hæst i siðari hálfleik, yfirgaf Ölafur H Jónsson völlinn, greinilega ekki ánægður með það, sem þjálfari liðsins var að láta Ieikmenn sina gera. Ölafur kom ekki meira inn á eftir það, enda hafði hann ekkert fengið að gera — leikmönnum Dankersen tókst aldrei að opna linuna. svo að Ólafur yrði frir. Islenzka landsliðið lék sterka vörn, en sóknarleikurinn hefur oft verið betri. Þó er ekki hægt að loka augunum fyrir þvi, að sóknarleikurinn var mjög góður og yfirvegaður um tima i siðari hálfleiknum. — Það sáust oft mjög góðar fléttur hjá islenzku strákunum, sem voru útsjónar- samir og fundu oft göt i varnar- vegg Dankersen, sem þeir not- Jenuz kominn — sd Valsmenn vinna stórsigur (20:15) á FH í gærkvöldi Pólski landsliösþjálfarinn Jenuz Czerwinski er kominn til landsins — hann var meðal áhorfenda i Hafnarfiröi i gær- kvöldi, þar sem Valsmenn unnu góðan sigur (20:15) yfir tslandsmeisturum FH i spennandi leik. ólafur Bene- diktsson átti stórleik f marki Valsmanna og varði hann oft stórglæsilega. Valsmenn tóku leikinn strax i sinar hendur (5:1) og héidu þeir forskotinu, þar til FH-ingum tókst að minnka muninn i eitt mark (16:15) rétt fyrir leikslok. En Vaismenn náðu góðum loka- spretti og tryggöu sér öruggan sigur. Markhæstu menn Vals voru: Jón K. 4, Þorbjörn 4, Steindór 3og Jón Pétur 3. Geir skoraði flest mörk FH, eða 6, en Viðar skoraöi 4. Haukar unnu sigur (23:19) á Gróttumönnum i hinum 1. deildarleiknum. færðu sér að fullu. Þegar lands- liðið náði 7 marka forskoti (20:13), þá hafði það leikið mjög beittan og ákveðinn sóknarleik, enda skoruðu leikmenn liðsins 10 mörk úr 12 sóknarlotum — tvis- var misstu þeir knöttinn, vegna slæmra mistaka. Leikur landsliðsins var betri en búast mátti við — það er greini- legt að landsliðsuppistaðan er i uppsiglingu, og með nokkrum breytingum er hægt að gera liðið mjög öflugt. Leikmenr eins og Olafur H. Jónsson, Axel Axelsson, Gunnar Einarsson og Jens Jens- son ættu allir að styrkja liðið mik- ið og skapa meiri breidd i það, en allir þessir leikmenn hafa yfir miklum krafti að ráða, sem er nauðsynlegt góðu landsliði. Þ.e.a.s., að Ólafur er gifurlegur baráttumaður i vörn og sókn, Axel góð langskytta, sem hefur auga fyrir linusendingum, Gunn- ar er okkar bezta vinstrihanda- skytta og ógnar mest á hægri kantinum, og Jens er nú tvimæla- laust okkar bezti hornamaður. — SOS „EKKI KOMNIR Á SKRIÐ' — segir Karl Benediktsson — Ég er ánægöur með nokkra kafla, — aðra ekki, sagði Karl Benediktsson, iandsliðsnefndar- maður, eftir ieik landsliðsins gegn Dankersen. —Það er margt eftir að gera i sambandi við leik liðsins, og þetta veröur ekki gott fyrr en æfingar liðsins byrja á fullu — þá fyrst verður hægt að sjá hvað i liðinu býr. — Eins og stendur er liöið al- gjörlega æfingarlaust, en þetta kemur allt, þegar Januz Czer- winsky kemur til landsins — þá verður farið að móta landsliðið fyrir átökin i vetur, sagöi Karl. Geir sýndi gamla, góða spretti... — skoraði 5 gullfalleg mörk og ógnaði stöðugt með hreyfanleika sínum og krafti Geir Hallsteinsson og Björgvin Björgvinsson, voru menn dagsins hjá islenzka landsliðinu, sýndu þeir oft sinar sterkustu hliðar. Geir var mjög ákveöinn i sókninni og skoraði 5 glæsileg mörk — þrjú eftir að hann hafði leikið varnar- vegg Dankersen grátt með gegnumbroti. Þá skoraði hann tvö mörk meö langskotum — eitt eftir upphopp og hitt með góðu kyrrstæðuskoti. Björgvin var sterkur á linunni, og þurftuleikmennDankersen aö hafa góðar gætur á honum. Bjarni Guömundsson úr Val, vakti einnig athygli — hann er nú orö- inn miklu yfirvegaöri leikmaöur en hann hefur veriö, fljótur og ákveöinn. Þorbergur Aöalsteins- son skilaöi hlutverki sinu einnig ágætlega — meö smá reynslu, á hann eftir aö veröa miklu sterkari leikmaöur. Annars var þaö Arni Indriöason, fyrirliöi landsliösins, sem vakti mesta athygli hjá undirrituöum. Þessi sterki og ró- legi leikmaöur, sem ber þó frekar litiö á, er ómetanlegur styrkur fyrir liöiö. — Hann heldur alltaf ró sinni á hverju sem gengur, og gerir sjaldan mistök. Ami er sterkur varnarspilar og útsjónar samur i sókn. Yfirvegun hans kom bezt i ljós, þegar hann tók vitaköstin, eftir aö þeir Geir og ölafur höföu misnotaö þrjú vita- köst— látiö verja hjá sér. Ami fór sér engu óðslega I vitaköstunum — en skoraöi þrisvar sinnum örugglega, og I eitt skiptiö sendi hann knöttinn á milli fótanna á markveröi Dankersen. Islenzka liöiö skoraði 9 mörk úr 22 sóknarlotum I fyrri hálfleik, sem er ekki nógu góöur árangur. t siðarihálfleik var útkoman betri, en þá voru skoruö 11 mörk úr 19 sóknarlotum. Alls voru þvi skoruö 20 mörk úr 41 sóknarlotu, sem er ágætis úrkoma. ÞEIR SKORA Sóknarloturnar skiptust þannig á leikmenn liösins — fyrst mörk, þá skottilraunir, knettinum tapaö og siöan innan sviga, hvaö leik- menn hafa „klúöraö” mörgum sóknarlotum: Geir...............5 -8-1(4) Arni..............4 (4)-4-0(0) Björgvin...........3 -3-1(1) Þorbergur..........2 -3-0(1) Bjarni.............2 -3 - 1 (2) Ólafur.............2 -6-1(5) Þórarinn...........1 -1-1(2) Þorbjörn...........1 -1-1(1) Viggó..............0 -4-1(5) Birgir.............0 -0-1 (1) Mörkin voru skoruð þannig — 5 eftir gegnumbrot, 5 með lang- skotum, 3 úr hornum, 3 úr vita- köstum, 3 af linu og aðeins-eftir hraöupphlaup. —SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.