Tíminn - 31.10.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.10.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 31. október 1976 TtMINN 3 Ingvar Einarsson, yfirmaöur á mælaboröi Landsslmans, viö fjölsfmann milli Landssímahússins og Breiöholtsstöövar. Langlínan skiptist milli Landsímahúss og í öryggisskyni Breiðholts Reginn Valdimarsson sfmvirki viö mælingar f Breiöholtsstöö. Fyrir aftan hann, uppi I horni myndarinnar, sést f tengigrindina, þar sem hægt er aö færa langlinusamböndin milli stöövanna. I hljómdeild Karnabæjar, Laugavegi 66, er nú nýkomið glæsilegt úrval af mögnurum, plötuspilurum, segulböndum og hdtölurum. KOMIÐ OG HLUSTIÐ CiD PIONEEH — varaleiðir þyrftu alltaf að vera fyrir hendi, segir Jón Valdimarsson, símtæknifræðingur HV-Reykjavik. — Lanlinusam- böndum Reykjavikur við aðra staði á landinu er þannig skipað niður, og tækjabúnaður miðaður við það einnig, að jafnvel þótt annað hvort stöðin i Landssima- húsinu við Austurvöll, eða stöðin i Breiðholti yrði algerlega óvirk, þá væri um hina stöðina hægt að halda uppi sambandi við alla landshluta áfram, sagði Jón Valdimarsson, deildartæknifræð- ingur við simtæknideild Lands- sima íslands, i viðtali við Tim- ann. — 1 fyrsta lagi er langlinunni skipt á milli stöðvanna, sagði Jón ennfremur, þannig að til dæmis örbylgjusamböndin norður og vestur eiga endastöð i Breiðholti, svo og hundrað og tuttugu rása fjölsimi milli Reykjavikur og Selfoss og fjölsimasamband við Brúarland. Fyrirhugað er, að ör- bylgjusambandið milli Reykja- vikur og Keflavikur flytjist þangað á næsta ári. 1 Landssimahúsinu eru svo aftur gömlu radiósamböndin við Akureyri,sem erufimmtiu og sex talrásir, svo og fjölsimasam- böndin við Borgarnes, Brú i Hrútafirði, og Vestmannaeyjar. Þar er einnig örbylgjusambandið við Akranes, og þegar þar að kemur, verður endastöð ör- bylgjusambandsins við Hvolsvöll og Vestmannaeyjar komið fyrir þar. Auk þessa er tækjabúnaður i stöðvunum tveim hér i Reykja- vik, sem gerir kleyft að tengja sambönd þessi á milli, þannig að hægt er með einu handtaki að flytja rásirnar, tólf eða sextiu i einu, frá annarri stöðinni til hinnar. Ef bilun verður i Breið- holti, er þannig hægt að flytja við- komandi samband yfir i Lands- simahús, þannig að þaðþarfekki UTANVEGA LANDVERIMD að stöðvast. Þessa stýringu er einnig gott að hafa til þess að dreifa umferðinni sem jafnast á stöðvarnar báðar. 1 þessu sambandi er rekið fjöl- simakerfi milli Reykjavikur og Breiðholts, semerfjögur hundruð og áttatiu rásir (það er, að á þvi geta f arið fram f jögur hundruð og áttatiu samtöl i einu, án þess að trufla hvert annað), og er ein- göngu fyrir langlinuna. Til þess að tryggja öryggið enn betur, munum við leggja varalinu milli stöðvanna, þannig að þótt strengur sá, sem þessi f jölsimi er rekinn á,slitni, dettur sambandið ekki út. Allt i allt liggja til Reykjavikur frá landsbyggðinni, fimm- hundruð talrásir fyrir sjálfvirkt val — þaðer talrásir fyrir þá not- endur, sem velja beint. Þar fyrir utan eru svo handvirkar linur fyrir langlinumiðstöðvarnar, og leigulínur, sem til dæmis Flug- málastjórn, bankarnir og aðrir aðilar hafa á leigu. Sem dæmi um skiptinguna milli stöðvanna hér má nefna að frá Akureyrikomafjörutiuog ein tal- rás i Landssimahúsið og þrettán i Breiðholt. Frá Keflavik koma þrjátíu og niu talrásir i Lands- simahúsið, en tiu i Breiðholt, frá Selfossi þrjátiu og þrjár i Lands- simahúsið og seytján i Breiðholt, og svo framvegis. Frá langlinustöövunum hér i Reykjavik liggja svo fjögur hundruð og ellefu valrásir til annarra stöðva á stór-Reykja- vikursvæðinu, svo sem Kópa- vogsstöðvar, Hafnarf jarðar- stöðvar og svo framvegis. Við vinnum að þvi eftir getu, sagði Jón að lokum, að hafa helzt alls staðar varaleiðir, sem gripa má til, ef aðalsamband rofnar, eða verður mjög slæmt. Ef við litum til dæmis á nýja örbylgju- sambandið milli Reykjavikur og Akureyrar, er eldra radiósam- band einnig fyrir hendi, og verður fyrir hendi áfram, sem gripa má til sem aðalsambands, ef á þarf að halda. Þá stefnum viö að þvi að hafa alveg tvær tækjasamstæður á ör- bylgjusamböndunum milli Reykjavikur og Akraness og Reykjavikur og Keflavikur, og þau tæki munu skipta sjálfvirkt á milli, eftir þvi hvort sambandið er betra þá og þá stundina.— ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ PIONEER ER NÚMER 1 PIONEER er númer 1 í heiminum í fram leiðslu Hi Fi hljómtækja. Ástæðan fyrir þessum árangri er ofur ein- föld. PIONEER framleiðir aðeins gæða hljómtæki og vinnur að stöðugum endurbót- um á tækjunum sjálfum — ekki aðeins útlit- inu ár eftir ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.