Tíminn - 31.10.1976, Blaðsíða 25

Tíminn - 31.10.1976, Blaðsíða 25
Sunnudagur 31. október 1976 TÍMINN 25 fc'fil Rjí h m Kolbrún Björgólfsdóttir leirkerasmiður sýnir nú að Kjarvalsstöðum og gefur þar aö llta bæði hreina og beina notahluti og svo hluti sem Kolbrún hugsar sem sjálfstæð myndverk. Einnig sýnir Kolbrún ýmsar tilraunir með gierjung og hugmyndir að skreytingum. Gunnar tók með- fylgjandi mynd af Kolbrúnu viö nokkur verkanna á sýningu hennar. Þrettán styrkjum úthlutað úr Menningarsjóði íslands og Finnlands Stjórn Menningarsjóðs Islands og Finnlands kom saman til fund- ar 20. október s.l. i Reykjavik til þe ss að ákveða úthlutun styrkja úr sjóðnum. Umsóknarfrestur var til 30. september sl. og bárust alls 76 umsóknir, þar af 56 frá Finnlandi og 20 frá tslandi. Út- hlutað var samtals 52.000 finnsk- um mörkum, og hlutu eftirtaldir umsækjendur styrki sem hér seg- ir: 1. Þorsteinn Magnússon, kenn- ari, 3.000 mörk, vegna náms- ferðar til Finnlands 2. Listahátið i Reykjavik, 3.000 mörk, til þess að senda full- trúa úr stjórn listahátiðar til Finnlands tilað efla tengsl við finnskar listahátiðir 3. Sr. Sigurjón Guðjónsson, 3.000 mörk, til Finnlandsferðar vegna þýöingarstarfa 4. Bragi Asgeirsson, listmálari, og Einar Hákonarson, mynd- listarmaður, 3.000 mörk hvor, til að vinna að auknum sam- skiptum islenzkra og finnskra myndlistarmanna 5. Norræna félagið á Islandi, 10.000 mörk, til að senda 4-5 Islendinga á námskeið i Finn- landi 6. Barbro Skogberg-Þórðarson, formaður Finnlandsvina- félagsins Suomi, 2.000 mörk, til Finnlandsferðar til að efla menningarleg samskipti ts- lands og Finnlands 7. Gunilla Hellman, bókavörður við menningarmiðstöðina á Hanaholmen i Helsingfors, og Ann Sandelin, fulltrúi við sömu stofnun, 4.000 mörk, til tslandsferðar til að kynna sér starfsemi Norræna hússins i Reykjavik 8. Markús Leppo, ljósmyndari, 3.000 mörk, til Islandsferðar til að taka myndir af islenzkri alþýðulist og byggingarlist 9. Bengt Loman, prófessor, 3.000 mörk, til að fullgera námsefni fyrir islenzkukennslu við há- skólann i Abo (Abo Akademi) 10. Oiva Miettinen, blaðamaður, 3.000 mörk, til íslandsferðar til að safna efni i greinar um Island 11. Kai A. Saanila, lektor, 6.000 mörk, til að vinna að samn- ingu handbókar um islenzka tungu 12. Mika Suvioja, blaðamaður, 3.000 mörk, til Islandsferðar til að safna efni um myndlist, söfn og sýningastarfsemi vegna undirbúnings útgáfu al- fræðibókar 13. Yrjö Kilpinen-Seura ry, tón- listarfélag kennt við finnska tónskáldið YrjöKilpinen, 3.000 mörk, til þess að styrkja Is- landsferð finnsks söngvara eða pianóleikara til að halda hljómleika þarsem flutt verða verkYrjö Kilpinen og annarra finnskra tónskálda. Höfuðstóll sjóðsins er 400.000 finnsk mörk, sem finnska þjóð- þingið veitti i tilefni af þvi að minnzt var 1100 ára afmælis byggðar á Islandi sumarið 1974, en auk þess veittu Finnar i ár 50.000 mörk til að auka höfuðstól sjóðsins. Stjórn sjóðsins skipa Ragnar Meinander, deildarstjóri i finnska menntamálaráðuneytinu, for- maður Juha Peura, fil, mag., Kristin Hallgrimsdóttir, stjómar- ráðsfulltrúi, og frú Kristin Þórarinsdóttir Mantyla, en vara- maður af finnskri hálfu og ritari sjóðsstjórnar er Matti Gustafson, fulltrúi. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Barnavagnar, kerrur og kerruvagnar eru norsk gæðavara gerð fyrir norðlægar slóðir Tvíburavagnar og kerrur einnig jafnan fyrirliggjandi Mikið úrval - Sanngjarnt verð Sendum gegn póstkröfu • Fóst einnig víða um land FALKINN Suðurlandsbraut 8 Simi 8-46-70 Kvenskór LÆKKAD VERD Verð kr. 2,900 Teg. 4032 Litur brúnn Stærðir 36-41 Verð kr. 2,900 Teg. 4023 Litur brúnn/ljósbrúnn Stærðir 36-41 Verð kr. 2,900 Teg. 5028 Litur millibrúnn Stærðir 36-41 Verð kr. 2,900 Teg. 4044 Litur millibrúnn Stærðir 36-41 Verð kr. 2,900 Teg. 4049 Litur brúnn Stærðir 36-41 AUSTURSTR/ETI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.