Tíminn - 31.10.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.10.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 31. október 1976 Sturla Þórðarson, fulltrú Homo sapiens í umferðinni Þegar dýrategund sú, sem nefnd hefur veriö homo sapiens, gekk sin fyrstu spor hér á jörö- inni var ekki um margt aö velja. Ef þessir forfeöur okkar þurftu aö feröast, var ekki um annaö aö ræöa en aö taka til fótanna. Þetta var afar seinlegur og oft erfiöur máti aö feröast á, en þaö var bót i máli, aö vegalengdir voru ekki miklar, sem fara þurfti, og timinn nægur. Siöar urðu vegalengdirnar meiri og timinn naumari og til þess að komast léttara frá ferðalögum fundu menn upp alls konar öku- tæki, hægfara og ófullkomin i fyrstu, en þegar hugviti manna og tækni óx fiskur um hrygg, uröu ökutækin fullkomnari og komust hraöar yfir. Þótt ferðamáti manna væri ófullkominn langt fram eftir öldum hafa slysin án efa fylgt ferðalögum lengst af eins og reyndar i öllu ööru, ef ekki er fariö aö meö gát. Menn duttu og meiddu sig, féllu af hestbaki, hestarfældustog vagnarultu og svo mætti lengi telja. Með aukn- um hraöa og vaxandi fjölda ökutækja veröa slysin fleiri og alvarlegri, og þaö er mikill vandi, sem við nútimamenn veröum að horfast i augu viö, þegar okkur liggur á aö komast milli staöa. Alls staöar eru hætt- ur á vegi manns, mismunandi miklar eftir aöstæöum, hvort sem menn eru akandi eöa gang- andi i dreifbýli eöa þéttbýli o.s.frv. Ahverjuári veröum viö aö sjá á eftir þegnum þessa fá- menna lands, sumum fyrir fullt og allt, en öörum, sem veröa aö dveljast á sjúkrahúsum um lengri eöa skemmri tima, og sumir eiga þaöan aldrei aftur- kvæmt, allt vegna slysa i um- ferðinni auk gifurlegs eigna- tjóns. Aukinn hraöi og fjöldi ökutækja, stærö þeirra og þyngd veldur þvi, aö enginn getur lengur veriö óhultur um lif sitt og limi. NU hlýtur einhver aö spyrja, hvaö sé til ráöa, getum viö eitt- hvað gert til úrbóta, eöa er um- feröin oröin einhver óhugnanleg ófreskja, sem magnast meö hverju ári, og krefst fleiri og stærri fórna án þess að nokkur fái rönd viö reist. Sem betur fer er þvi ekki svo variö. Mikið er gert og meira mætti eflaust gera, sem stuölar aö betri og öruggari umferð. Fyrsta skil- yröiö er aö gera sér grein fyrir vandanum, og þá erum við þeg- ar komin alllangt áleiöis aö settu marki. Margt, er lýtur aö umferöar- öryggi og bættri og greiðari um- ferö, hlýtur fyrst og fremst að koma I hlut yfirvalda. Bæjar- og sveitarfélög leggja vegi og göt- ur og auövitað er þaö frumskil yröi góörar umferöar, að vega- og gatnakerfi sé eins fullkomið og frekast er unnt. Umferöar- mannvirkieru dýr, og það tekur langan tima aö byggja þau, en þótt þau bæti mikiö úr skák, komumst viö að raun um, aö þau leysa ekki þann vanda, sem viö er aö glima nema aö litlu leyti. Slysin geta lika átt sér stað á góðu vegunum. Auövitað má gera ráö fyrir, aö þeir flytji meiri umferö og hraöinn á þeim sé meiri, en slysin, sem þar verða, eru sum a.m.k. miklu alvarlegri en á gömlu og lélegu vegunum. Hraöinn og fjöldi ökutækjanna veldur þvi, aö öku- menn verða aö gæta sin enn bet- ur og hafa ökutækin I ennþá betra ástandi en áður. Til þess aö umferöin geti gengiö sem bezt og meö fullu ó'ryggi, veröum viö aö aka eftir þeim reglum, sem gilda I um- ferðinni. Þessar reglur eru gefnar út af yfirvöldum I formi laga og reglugeröa, og ber öku- mönnum og öörum vegfarend- um aö sjálfsögöu aö þekkja þær og fara eftir þeim, enda þótt þeir kunni að vera ósammála þeim i sumum atriöum eins og stundum vill koma fyrir. Við tökum öll þátt i umferð svo aö segja frá vöggu til graíar, og þess vegna er ekki óeölilegt, aö menn geri sér ákveönar hug- myndir og séu meö ákveönar skoöanir á ákvæöum laga, reglugerða og á umferöarmál- um yfirleitt. Aöur en fólk öðlast ökuréttindi veröur þaö aö sanna fyrir lögreglustjórum i landinu, aö þaöuppfylli ákveöin skilyrði og þar á meöal, aö þaö hafi kynnt sér umferðarlög til nokk- urrar hlitar. Þaö má þvi ætla, aö maöur, sem hefur ökurétt- indi, hafi aflaö sér lágmarks- þekkingar á umferöarlögum, annars heföi hann fallið á próf- inu. En það eru fleiri ökumenn i umferöinni, sem veröa að fara eftir ákveönum reglum, þær verða gagnslausar, ef menn gæta þess ekki að halda þekk- ingunni við og umfram allt, aö þeir fari eftir þeim reglum, sem þeir hafa lært. Hér á landi, sem annars staðar, hefur fræösla um umferðarmál stóraukizt. Þaö er byrjað á aö kenna börnum um- ferðarreglur, umferöarmerki o.fl., þegar þau ná tveggja ára aldri, og siðan er haldiö áfram. En þekkingin fleytir mönnum skammt nema hún sé notuö og lögin og reglurnar bjarga mönnum ekki frá ósköpum nema þeim sé hlýtt. En hér er þvi miður viö ramman reip aö draga, og mörg og afdrifarik umferöaróhöpp heföu aldrei átt sér stað, ef menn hefðu fariö eftir þeim reglum, sem þeir þekktu. Umferö og umferðarslys eru ekki einkahöfuðverkur yfir- valda, sem þau veröa aö vera ein um að leysa. Viö veröum öll, ökumenn og gangandi vegfar- endur aö taka höndum saman og hver aö leggja sitt lóö á metaskálina. Þaö ætti lika ekki að vera svo erfitt, þvi að öll viljum við halda lifi og limum og losna við aö greiöa stórfé fyrir viögeröir á ökutækjunum okkar. Viö verðum aö lita i eigin barm og spyrja okkur sjálf, hvað getum viö lagt af mörkum. Er akstursmáti okkar i umferö- inni eins og bezt veröur á kosið. Það veröur auðvitaö hver og einn aö meta sjálfur, og ef viö beitum örlitilli sjálfsgagnrýni, munum viö komast aö raun um aðumferöarlagabrotin, ógætnin og slysin eru ekki alltaf hinum ökumönnunum að kenna. Þaö er sitthvaö, sem við verðum aö lagfæra i fari okkar sjálfra. Okuréttindin eru ekki sjálf- sögö mannréttindi, sem viö er- um aönjótandi, þegar viö höfum náö sautján ára aldri og tekiö bilpróf. Það eru réttindi, sem við höfum öðlazt meö þvi aö uppfylla ákveöin skilyrði og höldum þeim eingöngu, ef viö erum menn fyrir þeim, en glöt- um þeim, ef viö förum ekki skynsamlega meö þau. Bifreiö- in er afar þægilegt og hentugt samgöngutæki, en sé hún ekki notuð meö fullri gát og skyn- semi, veldur hún ökumanni hennar og öðrum vegfarendum stórhættu og eins og dæmin hafa allt of oft sýnt, stórslysum. Akstur ökutækja er ekkert, sem við getum framkvæmt hugsunarlaust. Við verðum að gæta aö umferöarreglunum, merkjunum, vera viö þvi búin, aö öörum vegfarendum geti orðiö á mistök o.s.frv. Hver hef- ur ekki heyrt ökumann, sem lent hefur I árekstri, afsaka sig eitthvaöá þessa leið: Ég sá ekki bilinn, sem kom frá hægri, ég mundi ekki, aö hér var aðal- braut, ég tók ekki eftir merkinu, o.s.frv. Þaö ætlar sér enginn aö valda slysi, en ýmsar yfirsjónir vegfarenda valda þvi, aö óhapp verður. Þaö er vegna þessara yfirsjóna, sem viö veröum aö taka rækilega i hnakkadrambiö á sjálfum okkur. Þaö er vanda- samt aö aka bifreiö og krefst stööugrar athygli og árvekni, bæöi til þess aö viö sjálf gerum ekki axarsköft og einnig til aö vera viöbúin ef öðrum verður eitthvaöá.Þaöer varúöin og til- litsemin, sem er rauði þráöur- inn i umferöarlögunum, viö megum ekki flýta okkur svo mikiö, aö viö gleymum þessum höfuöatriöum umferöarinnar. Þaö er flýtirinn og oft Imyndaö annriki, sem gerir okkur að mun lakari vegfarendum en viö værum ella. Það er oft talaö um góða og vonda ökumenn, og auövitaö erum viö misjöfn i þvi eins og öllum öörum verkum okkar, en það gleymist oft, aö ökumaöurinn, sem I gær var af- slappaður og rólegur, ók bilnum sinum meö gætni og virti um- ferðarreglurnar, er i dag á leiö i bankann til aö bjarga vixlinum, sem féll á hann i fyrradag hann er að verða of seinn, óþolinmóð- ur og illur við hina ökumennina, sem ómögulega geta haldið áfram, svo aö hann nái græna ljósinu, sem er framundan og komist I bankann i tæka tiö, eöa á einhvern þann staö annan, semhanneraðflýta sérá. Þetta ástand þekkjum viö örugglega, enviðveröum aö komasthjá þvi eins og okkur er framast unnt aö láta erfiöleika, annriki og ^hyggjur hafa áhrif á aksturinn, þótt mikiö liggi við, er betra aö flýta sér hægar og ná klakklaust á áfangastaö en að lenda i óhappi og komast aldrei alla leið. * Líffræðileg tímasprengja Alþjóöa heilbrigöisstofnunin (WHO), hefur gefiö út þá yfir- lýsingu, aö fullnaöarsigur hafi unnizt á bólusótt i heiminum. Þessi virussjúkdómur hefur drepiö milljónir manna I gegn- um aldirnar. WHO fullyröir, aö aöeins sé vitaö um sjö tilfelli af bólusótt i heiminum i dag, og samkvæmt skýrslum stofnunar- innar, eru rannsóknastofur að eyöileggja birgöir sinar af bólu- efni gegn bólusótt. En er þaö rökrétt? Vírus hefur veriö útskýröur á þann hátt, aö hann sé liflaust safn kjarnsýra, sem undir hag- stæöum kringumstæöum 1 rétt- um hýsli, notar kjarnhluta hans til aö æxlast. Þessi fjölgun virusa getur valdiö sjúkdómum eöa dauða hýsilsins. Mikilvægt eraö gera sér grein fyrir þvi, aö undir andstæðum kringumstæö- um er virusinn aöeins liflaust efni, sem getur legiö I dvala um óráöinn tima. Uppruna virusa er ekki hægt aö rekja hér, enda erþaö aðeins á færi sérfræöinga aö fjalla um þaö mál. Þaö er ekki vitaö hve lengi virusar geta lifaö. 1 sögunni gefur aö lesa frá- sagnir af bólusóttarfaröldrum, sem hafa lagt aö velli þúsundir, jafnvel hundruö þúsunda manna. Ef veikin drap þá ekki, þá skildi hún eftir sig likamlega afskræmingu, eöa blindaöi þá, sem liföu pestina af. Fornar heimildir geta um þaö, aö Kinver jar og aörar austurlenzk- ar þjóöir hafi reynt alls konar bólusetningu gegn þessum ógn- vekjandi sjúkdómi. Bóluefnin voru t.d. þurrkað hrúöur af bólunum, sem myndast við sjúkdóminn. Var þetta ýmist sett á húö heilbrigös manns, I æö eöa látiö yfir rispu, sem gerö var á skinniö. Þessar aöferöir voru einkum notaöar viö börn i þeirri von, aö þaö mildaöi sjúkdóminn, ef þau tækju hann, eöa geröi þau ónæm um aldur og ævi. Þau tóku áhættuna á hættulegum, og oft banvænum, sjúkdómi til aö reyna aö losna viö hann. Það var árið 1717, sem hug- myndin um bólusetningu var kynnt i Evrópu og var þaö lady Mary Wortley Montagy, kona brezka sendiherrans i Tyrk- landi, sem geröi þaö. Fjórum árum siöar, eða áriö 1721, notaöi dr. Z. Boylsoton þessa aðferö i fyrsta sinn i Noröur-Ameriku meö góöum árangri, en þá bólu- setti hann sex ára son sinn og tvo þræla. 1 báöum heimsálfun- um mætti þetta mikilli and- stööu, bæöi af hálfu læknavis- indanna og leikmanna og féll þetta I gleymsku þaö sem eftir var aldarinnar. Þá var þaö áriö 1796, að dr. Edward Jenner byrjaöi aö gera tilraunir meö bólusetningu. Hann notaði vökvann úr kýlun- um, sem mynduöust á kúm, er þær tóku bólusótt, sem mótefni gegn kúabólu i mönnum. Hann dreymdi um, aö þessum sjúk- dómi, sem löngum var talinn einn sá skæöasti, sem hrjáö hef- ur mannkynið, yröi útrýmt. Fyrir framlag sitt til læknavis- indanna og mannúöarmála veitti brezka þingiö honum tvisvar sinnum viöurkenningu. Fyrst áriö 1802 og siöar 1806, og nam hún þá, þrjátiu þúsund sterlingspundum, sem jafnvel i dag þættu geysihá verölaun. WHO er um þaö bil aö upp- fylla draum dr. Jenners. Eöa er þaö ekki? WHO hefur aöeins tekizt aö hafa hemil á sjúk- dómnum. Yfirvöld hafa lagt til að draga úr notkun kúabóluefn- is, sökum þess, að ef fólk veikist af bólusetningunni, getur þaö oröiö mun alvarlegra en af völd- um sjúkdómsins sjálfs. Menn veröa aðgera sér grein fyrir þvi aö bólusetning getur ekki út- rýmt virussjúkdómum. Kúabóluvirus er liflaust safn kjarnsýra, sem getur legiö i dvala um óákveðinn tima. Hvaö getur þá gerzt, ef kynslóö vex upp án þess aö hafa verið gerö ónæm fyrir veikinni I æsku? Veit þaö i rauninni nokkur? Þetta er þvl varla rétti timinn til aö eyöileggja birgöir af bólu- efni gegn sjúkdómnum. Þegar hviti maöurinn kom til Noröur-Ameriku, flutti hann meö sér sjúkdóma, sem voru ókunnir frumbyggjum landsins, Indiánum. Indiánarnir, sem höfðu auövitaö ekki veriö bólu- settir, urðu illa fyrir baröinu á þeim og létust þeir i hrönnum af bólusótt. Ariö 1953 hrjáöi versti taugaveikifaraldur Manitoba- búa, sem nokkurn tlma haföi geisaö á meginlandi Noröur- Ameriku. Hann drap og lemstr- aöi hundruö manna. Jónas Salk uppgötvaöi bóluefni gegn veik- inni, og meö notkun þess auk annarra lyfja hefur tekizt aö halda henni i skefjum. Nýlega hefur fundizt I skólp- ræsum Ottawa borgar tauga- veikivirus, og hefur það vakið mikinn ugg og bent hefur verið á þaö.aö fólk hefur látiöhjá liöa um langt skeiö aö fara i bólu- setningu. Ætli einhverjum dytti 1 hug að leggja til, aö herferö gegn taugaveiki væri hætt vegna þess að viö höfum sigrazt á henni? Ariö 1956 voru Winnipegbúar orönir kærulausir gagnvart barnaveikibólusetningu, og trössuöu margir að fara meö börn sin i ónæmissprautur. I nóvember þaö ár kom upp skæöur faraldur og þustu for- eldrar þá meö varnarlaus börn sin til læknanna. Liklega dytti engum i hug aö segja aö viö ætt- um að hætta aö berjast gegn barnaveiki, kighósta, stif- krampa o.fl., þótt tekizt hafi aö halda þessum sjúkdómum i skefjum. Hvers vegna sam- þykkjum viö þá, aö aögeröum gegn kúabólu sé hætt, hvers vegna látum viö viðgangast, aö birgöir af kúabóluefni séu eyöi- lagöar? Höfum viö ekki þar meö sett I gang liffræöilega tima- sprengju, sem viö höfum beint gegn barnabörnum okkar?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.