Tíminn - 31.10.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.10.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 31. október 1976 Tíminn heimsækir Dalvík Að lokum sagði Hilmar, að það væri nauðsynlegt að benda þingmönnum á, að lifið væri meira en hafnir og vegir. Mann- leg samskipti eru þar ekki siðri og málefnum þeim, sem eru á stefnuskrá ungmennafélag- anna, verður að leggja lið. Þvi kvaðst hann vona, að þingmenn tækju nú vel á málum og tryggðu það mikið fjármagn til framkvæmda við iþróttamann- virki á Dalvik, að þar verði unnt aö halda glæsilegt landsmót. Við þetta má siðan bæta, að áætlun um framkvæmdir við iþróttamannvirki á Dalvik hefur nú verið endurskoðuð og þau mannvirki, sem ekki eru talin algerlega bráðnauðsynleg, skorin niður. Kostnaðaráætlun- inhljóðaði i fyrra upp á 62 millj. kr. og hefði, miðað við verðlag i ár, átt að vera 73 millj. kr. En við niðurskurðinn hefur tekizt að lækka væntanlegan fram- kvæmdakostnað niður i 48 millj. kr. Hlutur rikissjóðs i þessum framkvæmdum er því áætlaður rúmar 19 millj. kr. Nauðsyn að fd meira heitt vatn Hitaveita hefur verið á Dalvik siöan 1970. Vatnið er leitt frá Hamril Svarfaðardal, en þaðan eru um 5 km til Dalvikur. Nú eru nær öll hús á Dalvik hituö upp með vatni. Vatn er þó mjög takmarkað og hefur verið eilifur barningur að halda i horfjnu og hafa nægi- legt heitt vatn til notkunar i bænum. Margar holur hafa ver- iðboraðará Hamri, en þær skila ekki nægilega miklum árangri. Nú er búið að úthluta öllu vatni, sem til er, og er þvi orðin knýj- andi nauðsyn að bora meir á Hamri. Það verk var á áætlun Jarðborana rikisins á þessu ári, en likur eru taldar á, að ekki verði unnt að koma þvi i verk, fyrr en næsta ár. Von manna er þvi sú, að hafizt verði handa um boranir snemma næsta vor, enda mörg hús i byggingu, eins og áður er getið, og er ófært annað en fá handa þeim heitt vatn. Ætlunin er að bora næst niður á 16 til 18 hundruð metra dýpi, en hingaö til hefur aðeins verið borað niður á 600 m dýpi. Hilmar Danielsson forseti bæjarstjórnar Dalvikur sagði, að rekstur hitaveitunnar væri mjög erfiður. M.a. væri það vegna þess, að borunarkostnað- ur væri mjög mikill þvi að fjöldi hola hefur verið boraður án þess að árangur fengist en fyrir þá vinnu verður að greiða fullt gjald. Hins vegar eru til ákvæði um, að sveitarfélög þurfi ekki aö greiða fyrir borun fyrr en jarðhitasvæðið fer að skila ár- angri. En vegna þess að hluti af hol- unum skilar árangri og þaðan hefur verið leitt heitt vatn, þarf að borga fyrir allar boranir á svæðinu. Meira að segja verður aö borga söluskatt af allri upp- hæðinni. Þá er hægt að fá mjög lítil lán vegna borananna, sem eru meginhluti stofnkostnaðar við hitaveituna. Einu lánin, sem unnt er að fá, eru lán hjá orku- sjóði til skamms tima meö hæstu bankavöxtum. Sagði Hilmar, að ófært væri annað en að breyta þessari lánafyrir- greiðslu, ef unnt ætti aö vera fyrir sveitarfélög að standa undir lagningu hitaveitu. Þá gat Hilmarþess, aö verð á raforku til dælingar vatni fyrir hitaveitu Dalvikur, væri nær þvi helmingi hærra en sambærileg- ur rafmagnskostnaður fyrir hitaveitu Akureyrar. Gerð var áætlun um rafmagnskostnaðinn fyrir hitaveitu Dalvikur sl. ár, og var hann 2,6 millj. kr. Hins vegar heföi sambærileg raforka til hitaveitu Akureyrar veriö einni milljón kr. ódýrari. Gert út d djúprækju A ferð um Dalvik litum viö inn hjá Söltunarfélagi Dalvíkur. Verziunarhús KEA á Dalvik. KEA, Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri, starfar á mjög stóru svæði. Það rekur margar verzlanir og er mikill þátttakandi i atvinnurekstri i Eyjafiröi. Á Daivik hefur kaupféiagið mikil umsvif og veitir ibúunum mjög mikla þjónustu á mörgum svið- um. Jafnframter kaupféiagið enn aðaiatvinnurekandinn á staönum, og á síðasta ári voru um 550 manns á iaunaskrá hjá félaginu á Dalvik, eða um helmingur allra ibúa bæjarins. Þá voru greidd laun 175 milij. kr. og framleiðslu- verðmæti fiskvinnslufyrirtækja, sem eru á vegum kaupfélagsins, námu 400 millj. kr. Útibússtjóri KEA á Dalvik er Kristján ólafsson, en með honum starfa siðan deildastjórar fyrir hinar ýmsu deildir félagsins. Sameinaðir stöndum við Á ferð um Dalvik nýlega tókum við Kristján tali til að fræðast um rekstur útibúsins og spurðum fyrstá hvernháttsambandinu við aðalstöðvar KEA væri háttað. — Samstarfið milli KEA og úti- búanna hefur verið mjög til fyrir- myndar, sagði Kristján. Þetta er allt rekið sem ein stór heild, og af þvi leiðir, að allir félagsmenn KEA sitja við sama borð. Þannig er t.d. sama vöruverð hér á Dal- vik og inni á Akureyri, og sömu sögu er einnig að segja frá Siglu- firði, Grimsey og öðrum útibúum félagsins. Stjórn KEA og aðalfundir taka ákvarðanir um öll stærri mál, en dagleg stjórn okkar sérmála er öll hér á staðnum. Félagiö rekur nú rækjuvinnslu og gerir út tvo rækjubáta, sem afla á djúpmiðum. Bátar þessir voru keyptir I sumar, og er ann- ar 115 lestir á stærð, en hinn er 62 lestir. A bátunum vinna alls tiu menn. Rækjuvinnslan tók til starfa I maí 1975, og þar eru 35 manns á launaskrá. Ekki hefur vinna þó verið nægilega stöðug og þarf að tryggja betur hráefnisöflunina. Afköst vélanna, sem eru tvær, eru um 500 kg á klst. af hrá- rækju. Vel hefur gengið að selja rækjuna, og er aðalmarkaöur- inn I Hollandi og Þýzkalandi, en einnig hefur rækja verið seld til fleiri landa. NU hafa verið fest kaup á frystri rækju, og er áformaö að vinna hana I haust. Slikt mun ekki hafa verið gert hér á landi áður, en erlendis er sú aðferð mjög þekkt. Ef vel gengur, telja forráðamenn verksmiöjunnar, að hægt veröi að tryggja meira hráefni til rekstursins, og nýta stærri skip til veiöanna. Þá eru einnig áform um að auka framleiðslu verksmiðj- unnar með þvi aö fara út I niður- lagningu, en ekki verður þó haf- izt handa um það fyrr en betur er búiö að tryggja rækjuvinnsl- una. Verkstjóri i rækjuvinnslunni er Kristján Þórhallsson, en framkvæmdastjóri er Jóhann Antonsson. Kaupfélagið reyni En hin stóra eining, sem Kaup- félag Eyfirðinga er, verður til þess, að auðveldara er að stuðla að miklum framkvæmdum á hin- um ýmsu stöðum. Þannig hefði t.d. sú mikla fjárfesting, sem kaupfélagið hefur að undanförnu staðiðihérá Dalvik, verið ófram- kvæmanleg, ef ekki hefði verið um svo stóra heild að ræða. Fer ekki meginhluti verzlunar- innar á Dalvik I gegnum kaupfé- lagið? — Jú, það er rétt, og það er okk- ur mikið hagræði og kostur að geta fengið allar vörur frá Akur- eyri. Þangað eru vörurnar keypt- ar inn í stórum einingum og mikið af innfluttum vörum kemur beint þangað. Daglega eru ferðir hér á milli og þvi auðvelt að útvega vörur, ef við eigum þær ekki á lager. Allri þungavöru fyrir verzlunarsvæði Dalvikur er hins að veita sem bezta biónustu B B — rœtt við Kristjón Ólafsson, útibússtjóra KEA á Dalvík vegar skipað beint upp hér á Dal- vik, eins og fóðurbæti, áburði og þess háttar. NU veitið þið mikla þjónustu við sveitirnar hér 1 kring. Hvað er nýjast á þvi sviði? — Þegar mjólkurtankar voru teknir I notkun hér I haust, óskuðu bændurnir eftir þvl, að kaup- félagið tæki að sér aö annast vörudreifingu um sveitirnar. Við þessu var orðið, og fer nú blll hér út um sveitir þrisvar I viku meö vörur og póst. Þannig geta ibúar sveitanna fengið vörur sendar heim til sin annan hvern dag, og þá daga koma blöðin á útkomu- degi til viðtakenda. Það ernú stutt siðan þessi þjón- usta komst á, en ég vona, að hún gangi vel I framtiöinni, en ljóst er að það væri algerlega vonlaust fyrir aðra aöila en kaupfélagið að taka svo viötæka þjónustu, sem þessa, að sér. AAörg atvinnufyrirtæki NU rekur kaupfélagið mörg at- vinnufyrirtæki hér á Dalvik. Hver eru þau helztu? — Hér eru þrjú fyrirtæki á sviði fiskvinnslu, sem kaupfélagið rek- ur Hér er frystihús, fiskimjöls- verksmiðja og slatfiskverkun. Þá rekur kaupfélagið bifreiðaverk- stæði, sem annast alhliöa þjón- ustu bæði viö bileigendur, útgerö- ina og bændur. Þá er sláturhús á vegum kaupfélagsins og hlut á kaupfélagið i útgerðarfélaginu og rækjuvinnslunni. Þaö má þvi segja, að kaup- félagið sé gifurlega stór atvinnu- rekandi á staðnum og I sláturtlö- inni eru hér 300 manns I fastri vinnu. Alls voru 550 manns á launaskrá sl. ár, og greidd laun námu 175 millj kr. Kristján ólafsson útibússtjóri. Hve mikil er framleiðslan i fiskvinnslufyrirtækjum kaup- félagsins á staðnum? — Hér voru á siöasta ári verkaðar 550 lestir af fullunnum saltfiski, 55 þúsund kassar af freðfiskiog á sjötta hundraö lestir af fiskimjöli. Þá má geta þess I þessu sam- bandi, að hér er fiskimjölið gufu- þurrkaö og teljum viö það mun betri aðferð en að þurrka það á annan hátt. Það eru aðeins tvær verksmiðjur á landinu, sem gufu- þurrka, hin er verksmiðjan i örf irisey. Þú minntist áðan á miklar framkvæmdir á vegum káup- félagsins. Hverjareru þær helztu, sem gerðar hafa verið á undan- förnum árum og væntanlegar eru I framtiðinni?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.