Tíminn - 31.10.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 31.10.1976, Blaðsíða 11
Sunnudagur 31. október 1976 TÍMINN 11 Sfðan varð ég kennari i Vest- mannaeyjum 1933-1939, og svo við Skildinganesskólann 1939-1942, svo segja má, að ég hafi fengizt nokkuð við kennslu. Hvernig stóð á þvi, að þú hættir kennslu og snerir þér að iðnaði? — Ég hafði ávallt mikinn þjóð- málaáhuga, eða áhuga á framför- um. Ég var viss um það, að við ættum að hugsa meira um iðnað- armál en gert var. Lá þvi beinast við, að ég reyndi að vinna eitt- hvað við þetta sjálfur. Hóf fataframleiðslu vegna þess að föt voru of dýr — Það varð úr, að ég stofnaði Últímu árið 1942 ásamt öðrum mönnum, og við hófum rekstur á saumastofu og opnuðum búð með herraföt, sem við saumuðum sjá lfir. Forsenda þess, að ég valdi klæðagerðina var einfaldlega sú, að við höfðum ekki peninga til þess að ráðast i neitt stærra. Ég held, að ég hefði valið járniðnað, ef ég hefði haft bolmagn til þess. Lika var það eitt, sem réði miklu, að þegar ég var kennari úti i Vestmannaeyjum þurfti ég að fá mér föt i Reykjavík, og þau kostuðu mig 6 vikna kennara- kaup, eða um 130 þúsund miðað við núverandi laun kennara, gróft Þú getur valið úr lOOfataefnum í últlmu og margvfsiegum sniðum. Þú getur lika teiknaö fötin þin sjálfur ef þú viit og Última saumar viö lágu veröi. Talið er, aö Úitima sénú meö mesta fataefnaúrval landsins. reiknað. Þetta var ægilegt verð, og það gaf mér þá hugmynd, að unnt væri að lækka verð á karl- mannafötum, og það tókst, bæði hjá mér og öðrum. — Nú, 35 árum siðar, er kenn- arinn jafn lengi að vinna sér inn fyrirmjólkurpottiog hann varár- ið 1939, og hann er jafn lengi að vinna sér fyrir ibúð til að búa I, en hann getur fengið 5-6 herraföt fyrir sex vikna kaup, ef hann vill. Framleiðni virðist þvi engin orð- iðílandbúnaði og húsasmiði, en i fatasaum og vefnaði er hún þessi sem að framan greinir og má ýmislegt af þessu dæmi læra. — Ég tel, að ég hafi verið með þeim fyrstu, sem töluðu um, að unnt væri að sauma ódyr föt með verksmiðjuaðferðum. Ég skrifaði um þetta mál og fór út i að reyna þetta. Þetta var hinn svokallaði „hringsaumur”, en hann byggist á þvi, að stúlka, eða sá, sem saumar t.d. jakka, saumar ekki allan jakkann, heldur aðeins hluta hans, ákveðinn hluta, og svo tekur næsti maður við. Þetta hefurþað iförmeð sér, að unnt er að kenna starfsfólki einstaka, takmarkaða þætti i fatasaumi, en ekki er nauðsynlegt aö læra alla vinnuna. Þetta eykur hraða og afköst — og fötin urðu ó- dýrari. — Við vorum fyrst til húsa þar sem Þjóðviljinn er núna við Skólavörðustig, og starfsliðið mátti telja á fingrum annarrar handar. Hvers vegna nefnduð þiö fyrir- tækið Últimu hf.? — Það er elzta nafnið, sem þekkist á Islandi, og það er lika táknrænt fyrir það sem það átti að gera. Última þýðir eiginlega fjarlæg- asta, eða þangað sem lengst verðurkomizt, og það var einmitt ætlun okkar að komast eins langt oghægtværii vörugæðum og i þvi að lækka verðið. — Ef þetta er skoðað i sam- hengi við aðra þætti þjóðlifsins og efnahagsmálanna, þá er þetta ekki svo litil kjarabót fyrir al- menning i landinu að fá föt fyrir aðeins brot af þvi, sem þau kost- uðu áður. Menn geta verið betur til fara, og það kemur ekki eins við pyngjuna. Ef svipað hefði gerzt t.d. i landbúnaði og bygg- ingariðnaði, þá hefðum við ekki allan þennan verðbólguvanda, sem nú er að glima við. Forsenda fyrir kaupkröfum er m.a. dýrt húsnæði og dýrtiðin i matvörum, þar með taldar landbúnaðarvör- ur, svo tekin séu einhver dæmi. Klæðskerar og starfslið — Nú, svo vikið sé aftur að fataframleiðslunni, þá hefur orð- ið viss þróun. Við réðum sér- menntaða klæðskera til sauma- stofunnar og fatagerðarinn- arLengi vel var það kona, Gunn- hiidur Guðjónsdóttir, og siðar kom hingað til starfa danskur klæðskeri, Wessman að nafni, en hann er eini klæðskerinn hér á landi, sem er sérkenntaður i ein- kennisklæðum. Við saumum mik- ið af einkennisklæðum, t.d. fyrir hljómsveitir, hestamenn, lög- Kennarinn keypti föt fyrir sex vikna kaup sitt og dkvað þd að snúa sér að fataf ram leiðslu. Agústina og Arnfrlöur Guöjónsdóttir (til hægri). Arnfrlöur hefur unniö I Últlmu I fjölda ára og stjórnar nú gardlnudeildinni. Kjörgaröur, eittstærsta verzlunarhús borgarinnar. Þar er Últlma meö verzlun slna og fatasaum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.