Fréttablaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 18
28. nóvember 2005 MÁNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI:
550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Einkennilegur stíll
Egill Helgason víkur að Styrmi Gunn-
arssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, í nýrri
grein á Vísi. Egill skrifar: „Hann er stund-
um einkennilegur stíllinn sem Styrmir
Gunnarsson hefur. Hann mótmælir þeim
orðum forseta Íslands að Staksteinar
séu nafnlaus dálkur. Það eru þeir ekki,
segir hann, vegna þess að þeir
eru á ábyrgð ritstjórnar.
Einmitt. En hafa ekki
öll blöð á Íslandi
ábyrgðarmenn,
stendur ekki í
lögum að svo eigi
að vera? Þannig
eru líklega ekki til
neinir nafnlausir
dálkar í blöðunum -
ef marka má Styrmi.
Leyniþjónusta
Yfirskrift pistilsins hjá Agli er „Leyniþjón-
usta Styrmis“. Hann segir að ritstjórinn
sé „alltaf að gefa skilaboð um svo margt
sem hann veit - en segir þó ekki frá.“
Egill skrifar: Tónninn er á þessa leið: Ég
veit margt merkilegt sem aðrir vita ekki,
en ég kýs að láta það ekki uppi. Og
þó, kannski segi ég frá ef ég fæ nógu
margar áskoranir. En samt ekki. Nema
ef ég neyðist til þess. Þá gæti verið
að ég leysti frá skjóðunni. Svo mjatlar
Styrmir einhverju smátt og smátt út, en
vegna þess að leynipukrið er svo mikið
verður það óskiljanlegt fyrir almenna
lesendur blaðsins. En það skiptir kannski
ekki máli. Ritstjórinn er bara að senda
örfáum mönnum skilaboð - láta þá vita
að hann viti.“
Hvað er á seyði?
Tilefni þessara orða Egils er nýleg skrif
Styrmis í dálkinn Staksteina um Ólaf
Ragnar Grímsson og för hans til Mónakó.
Egill skrifar: „Styrmir spyr hvort hann ætti
ekki heldur að fara til Tortillaeyja í Kar-
íbahafi? Ha? Hvað er hér á seyði? Hvað
veit Styrmir nú sem við hin vitum ekki?
Á Ólafur Ragnar einhver ítök á þessum
fjarlægu eyjum? Eða kannski Dorrit?
Eða er verið að ýja að því að forsetinn
sé í vondum félagsskap einhverra sem
halda þarna til? Af hverju er ekki skýrt frá
þessu í fréttum Morgunblaðsins - eða
er það einkamál leyniþjónustunnar sem
Styrmir virðist reka til hliðar við sitt fasta
djobb?“ Svo mörg voru þau orð.
gm@frettabladid.is
Kirkjan skírir þig og hún fermir
þig og hún mun grafa þig. En hún
treystir sér ekki til að gifta þig
nema sú gifting sé milli karls og
konu og uppfylli þannig skilyrði sem
sett eru í gamla testamentinu fyrir
„réttu“ samlífi, jafnvel þótt þar sé
að finna alls konar gamlar bábiljur
um líkamsþarfir okkar sem þegj-
andi og hljóðalaust hafa verið lagð-
ar til hliðar af kristnum mönnum
- enda ættað úr allt öðru samfélagi
en við búum í, öðrum trúarbrögðum
en kristnir menn aðhyllast.
En sum sé: milli karls og konu
skal það vera. Sé því skilyrði full-
nægt eru prestar til í að leggja nafn
Guðs við opinbert samlífi tveggja
einstaklinga, jafnvel þótt þeir sjái
í hendi sér að ekki sé til ráðahags-
ins stofnað af skynsemi, þetta muni
ekki endast út árið, þetta sé bara
dýrt flipp hjá rugluðum krökkum -
hégómi - sé það karl og kona þá er
ekki framin synd með ráðahagnum.
Aðeins þegar um er að ræða karl og
karl, konu og konu.
Ýmsum kann að þykja þetta létt-
vægt ¿ einkum því fólki sem segist
orðið leitt á „þessu eilífa væli“ í
samkynhneigðum, eins og maður
heyrir stundum, spyr þreytulega
„hvað nú?“ eins og mæðulegt for-
eldri við rellinn krakka í hvert sinn
sem samkynhneigðir dirfast til að
tjá sig. En hvað táknar svona neit-
un? Þetta er ekki smámál eða hég-
ómi. Þetta er höfnun á því að taka
þátt í einni af mikilvægustu athöfn-
um ævinnar. Því að hvað sem líður
hálf vandræðalegu hjali kirkjunn-
ar manna um almenna velvild sína
í garð samkynhneigðra og opinn
faðm kirkjunnar öllum sem á þurfa
að halda - þá komast menn ekkert
undan því að hér er um að ræða
útskúfun. Með hiki sínu og varfærni
og tregðu til að fylgja framsækinni
stefnu ríkisstjórnarinnar eru bisk-
up og aðrir stjórnendur kirkjunnar
að segja sem embættismenn alls
kyns hluti sem þeir myndu aldrei
segja eða hugsa sem einstaklingar.
Til allrar hamingju fordæma engir
aðrir en örgustu trúfífl samkyn-
hneigð nú til dags - upphátt. Samt
sem áður verður neitun þjóðkirkj-
unnar á því að gifta fólk til þess að
hún segir við samkynhneigt fólk að
hún hafi sem stofnun vanþóknun á
samlífi þess, og ekki nóg með það
heldur líka vanþóknun á því hvernig
það er af Guði gert. Hún segir með
þessu að samlíf tveggja einstakl-
inga af sama kyni sé í augum Guðs
syndugt. Hún segir við þá samkyn-
hneigðu: þið megið giftast en þá
aðeins einhverjum af gagnstæðu
kyni - aðeins gagnkynhneigðri
giftingu - þið megið aðeins ganga
í skrökhjónaband. Hvað er synd?
Ég held að hún sé meðal annars að
skrökva og ég held að hún verði til í
dimmunni, í andrúmslofti bælingar
og sektar og vondrar sjálfsmyndar.
Því þetta snýst meðal annars um
sjálfsmynd. Að samkynhneigt fólk
fái á tilfinninguna að það sé menn
með mönnum, fyrsta flokks en ekki
annars flokks - bjóðist það sama og
öðrum. Í huga margra er kirkju-
brúðkaup með orgeli og kór og öðru
tilheyrandi mikilvæg athöfn - „eitt-
hvað sem maður gerir“ - annað sé
einhvern veginn ekki alvöru brúð-
kaup. Samkynhneigðum á að sjálf-
sögðu að bjóðast slíkur valkostur
þegar þeir vilja innsigla samband
sitt, ljá því aukna dýpt og nýtt inn-
tak.
Með því að þverskallast við að
taka þátt í umbótum á stöðu sam-
kynhneigðra er kirkjan að halda
dauðahaldi í þrönga skilgreiningu
á hjónabandinu og fjölskyldunni og
taka sér stöðu álengdar við sam-
félagið fremur en í því miðju. Nú
þegar er fjöldi samkynhneigðra
einstaklinga sem stofnað hafa fjöl-
skyldur í kringum ástir sínar, börn
og gagnkvæm tryggðarheit; með
tryggð sinni við forneskjuna missir
kirkjan af þessum einstaklingum.
Það er auðvelt að segja að það sé
verst fyrir kirkjuna sjálfa, en þetta
er engu að síður sár höfnun fyrir þá
samkynhneigðu einstaklinga sem
aðhyllast hefðbundin gildi á borð
við kirkjubrúðkaup og þrá viður-
kenningu á því hverjir og hvernig
þeir eru frá stofnunum á borð við
kirkjuna.
Hjónaband er ekki einskær
stofnun utan um getnað barna og
síðan kristilegt uppeldi þeirra, eins
og páfinn segir og íslenska þjóð-
kirkjan virðist aðhyllast á borði.
Þetta er grunneining samfélagsins
og heilbrigð hjónabönd þar sem
aðilum líður vel saman er mikil-
vægara hagsmunamál og þjóðfé-
lagslegt keppikefli en til dæmis
hallalaus fjárlög eða mislæg gatna-
mót. Ástlaus hjónabönd eru þjóð-
arböl. Kannski að prestar ættu að
hætta að gifta sjálfkrafa allt það
gagnkynhneigða fólk sem til þeirra
kemur til þess eins að skilja eftir
tvö þrjú ár í andrúmslofti óvildar,
upplausnar og sorgar; kannski að
þeir eigi að setja fremur skilyrði
um ást en kynhneigð.
Í upphafi þingfundar fimmtudaginn 18. nóvember síðastliðinn las forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, þingheimi bréf sem borist hafði frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamála-
ráðherra. Þar tilkynnti ráðherrann að hún væri á förum til útlanda
í opinberum erindum og gæti því ekki sótt þingfundi á næstunni.
Óskaði hún eftir því að varamaður tæki sæti sitt næstu tvær vik-
urnar. Ekki kom fram hvert ráðherrann væri að fara eða hver hin
opinberu erindi væru. Engar upplýsingar um það hefur heldur verið
hægt að finna á vefsíðu menntamálaráðuneytisins eins og venja er.
Fjarvera ráðherrans hefur orðið tilefni deilna á Alþingi. Stjórn-
arandstöðuþingmönnum hefur þótt eðlilegt að Þorgerður Katrín,
sem fer með eitt helsta útgjaldaráðuneyti þjóðarinnar, væri við-
stödd afgreiðslu fjárlaga við lok annarrar umræðu, þar sem málefni
ýmissa stofnana og verkefna ráðuneytisins eru í brennidepli. Það
sjónarmið er eðlilegt. Fram hefur komið í orðaskiptum á þinginu
að ráðherrann muni hafa farið til Vestur-Afríkuríkisins Senegal, og
ekki er hægt að skilja skrif á heimasíðu Össurar Skarphéðinssonar
alþingismanns öðruvísi en svo að hún sé þar í orlofi ekkert síður
eða jafnvel fremur en opinberum erindum. Kersknivísa sem Össur
birtir og eignar formanni Vinstri grænna, Steingrími J. Sigfússyni,
bendir í sömu átt, en þar segir: „Brún af sól í Senegal/svo um jólin
mætir.“
Það er auðvitað grafalvarlegt mál ef rétt reynist að erindi
menntamálaráðherra til Senegal hafi verið það eitt að „flatmaga í
sólinni“ eins og gefið er í skyn á vefsíðu Össuar Skarphéðinsson-
ar, því Alþingi hafa þá verið veittar rangar upplýsingar. Vonandi er
hér um einhvern misskilning að ræða sem ráðherrann leiðréttir við
heimkomuna.
En jafnvel þótt menntamálaráðherra hafi tekist að finna sér
verkefni í Senegal í Afríku blasir við að þetta er óheppilegur tími
til slíkra ferðalaga. Nú er mesti annatími Alþingis og mikilvægt að
forystumenn ríkisstjórnarinnar sýni þinginu þá virðingu að vera
viðstaddir afgreiðslu þeirra mála er snúa að ráðuneytum þeirra. Að
vísu vekur það athygli að menntamálaráðherra hefur nánast engin
mál fram að færa í þinginu. Fyrir utan fjárlagatillögur er aðeins
komið frá henni eitt afgreiðslumál tengt EES-samningnum og svo
frumvarp um sameiningu nokkurra menningarstofnana. Aftur á
móti hafa lagafrumvörp sem ráðherrann hefur boðað en ekki sýnt,
svo sem um styttingu framhaldsskólans, fjölmiðla og Ríkisútvarp-
ið, orðið tilefni mikilla umræðna og jafnvel ólgu í þjóðfélaginu upp á
síðkastið. Mörgum hefur þótt mjög skorta á sannfærandi málflutn-
ing af hálfu Þorgerðar Katrínar í þeim umræðum.
Þá vekur það athygli að ráðherrann virðist sýna fyrirspurnum
frá alþingismönnum nokkra léttúð. Á yfirstandandi þingi hefur hún
aðeins svarað 7 fyrirspurnum en 24 er ósvarað. Er hún methafi á því
sviði. Sumar fyrirspurnanna eru frá því í þingbyrjun í október.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þykir glæsileg kona, „smart
týpa“ eins og sagt er, og hún hefur átt dæmafárri velgengni að mæta
í Sjálfstæðisflokknum sem kaus hana varaformann á dögunum. En
það er ekki nóg að vera smart. Þær raddir eru orðnar æ háværari að
ráðherrann vanræki hinn mikilvæga málaflokk sinn, svari ádeilum
og gagnrýni á allsendis ófullnægjandi hátt og mjög skorti á vand-
virkni í undirbúningi þeirra stóru málu sem hún hefur boðað þing
og þjóð. Við þessu verður Þorgerður Katrín að bregðast ef stjarna
hennar í stjórnmálum á ekki að falla jafn hratt og hún reis. ■
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir virðist ekki taka
starf sitt nógu alvarlega.
Það er ekki nóg að
vera smart
Útskúfun
Í DAG
KIRKJAN OG SAM-
KYNHNEIGÐIR
GUÐMUNDUR
ANDRI THORSSON
Kirkja segir: þið megið gift-
ast en þá aðeins einhverjum
af gagnstæðu kyni – aðeins
gagnkynhneigðri giftingu – þið
megið aðeins ganga í skrök-
hjónaband…
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Mest lesna
vi›skiptabla›i›
G
al
lu
p
kö
nn
un
fy
rir
3
65
p
re
nt
m
i›
la
m
aí
2
00
5.