Fréttablaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 24
[ ]
El
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Mikið úrval af burstasettum
og neistahlífa, ásamt ýmis
konar aukahlutum.
Opið laugardaga kl. 10-16 og
sunnudaga kl. 12-16 til jóla.
Arinbúðin
Stórhöfða 17 v/Gullinbrú (fyrir neðan húsið)
Sími 567 2133 · www.arinn.is
Útiseríur mega alveg fara að fara upp hvað úr hverju, sérstaklega í trén í
garðinum. Það er kannski spurning um að bíða aðeins með að setja seríur utan
á húsin.
Í þættinum Veggfóðri í kvöld
kíkir Vala Matt meðal ann-
ars heim til sigurvegarans í
veggfóðurskeppni þáttarins,
Kristínar Evu Ólafsdóttur, en
hún hefur útfært vinningshug-
myndina á marga vegu.
Á annað hundrað tillögur bárust
í veggfóðurskeppni Veggfóðurs
og varð tillaga Kristínar Evu
hlutskörpust. ,,Samskipti sá um
prentun á veggfóðrinu og Krist-
ín lét einnig prenta eina gardínu
í sama munstri sem hún er með
í stofunni,“ segir Vala, hress að
vanda.
,,Þetta byrjaði í Listaháskól-
anum þar sem ég átti að mynd-
skreyta ljóð. Ég valdi eitthvert
haustljóð og þá málaði ég þessi
laufblöð. Ég hef síðan verið að
þróa þetta áfram. Ég notaði til
dæmis þessa hugmynd þegar
ég hannaði forsíðu Bókatíðinda
í ár,“ segir Kristín Eva. Hún lét
ekki þar við sitja heldur lét hún
einnig prenta munstrið á venju-
lega flekagardínu úr Ikea sem er
í stofunni hennar.
Á heimili Kristínar, sem er
nemi á fyrsta ári í grafískri hönn-
un við Listaháskóla Íslands, má
einnig sjá sniðuga lausn á eldhús-
borði. Það er heimasmíðað og var
gert þannig að spónaplötur voru
límdar saman, pússaðar og lakk-
aðar. Hönnunar- og lífsstílsþátt-
urinn Veggfóður verður sem sagt
fullur af fjölbreyttu og skemmti-
legu efni í kvöld klukkan 21.00 á
sjónvarpsstöðinni Sirkus.
Málaði laufin við haustljóð
VEGGFÓÐUR
Vala við flekagardínuna hennar Kristínar
Evu.
Hér má sjá Völu ásamt Unnari í Samskiptum í Epal þar sem vinningstillögurnar eru til sýnis. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Hér má sjá mismunandi útfærslur vinnings-
veggfóðurs Kristínar Evu.
Elhúsborðið fallega sem Kristín Eva hannaði.
Í þættinum í kvöld verður einnig sýnt frá
heimsókn Völu til Kolbrúnar Leósdóttur í
Stokkhólmi þar sem hún sýnir frumlega
hönnun sína á hálfgerðum ferðavínskáp
sem nýtist þó fullkomlega heima fyrir.