Fréttablaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 70
 28. nóvember 2005 MÁNUDAGUR34 Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Glæný línuýsa Glæný stórlúða Fullt af girnilegum fiskréttum Nýsteiktar fiskibollur og velútvatnaður saltfiskur ásamt nýbökuðu rúgbrauði frá HP Selfossi. Sjáumst eldhress í dag!!! FÓTBOLTI Frakkinn Laurent Robert heldur áfram að vera til vandræða eins og hann var hjá Newcastle, en hann var ekki valinn í leikmanna- hóp Portsmouth sem mætti Chel- sea í gær. Robert sagði eftir æfingu liðs- ins fyrir skömmu að honum væri kennt um allt sem miður færi hjá félaginu. „Ég hef fengið það á til- finninguna að það sé mun meiri pressa á mér en öðrum leikmönn- um hjá félaginu. Mér er alltaf kennt um það ef liðið er að tapa leikjum. Ég veit ekki hvers vegna ég var ekki valinn í hópinn gegn Chelsea. Ég þarf að spyrja for- seta félagsins, Milan Mandaric, að því.“ Robert hefur ítrekað lent upp á kant við knattspyrnustjóra sína á ferlinum og er skemmst að minn- ast þess þegar hann og Graeme Souness, knattspyrnustjóri Robert hjá Newcastle, töluðust vart við síðasta vetur eftir að Robert dró knattspyrnustjórahæfileika Souness í efa. - mh Vandræði hjá Portsmouth: Robert enn til vandræða FÓTBOLTI Willie McStay, aðalþjálf- ari U-19 ára liðs Celtic í Skotlandi, segir að Kjartan Henry Finnboga- son og Theódór Elmar Bjarnason séu í hópi bestu ungu leikmanna liðsins og að sá síðarnefndi sé sérstaklega líklegur til að ná að brjóta sér leið inn í aðallið félags- ins innan skamms tíma. „Theódór hefur verið að sýna miklar framfarir í haust og bætt sig með hverjum leik. Mesti mun- urinn á leik hans í ár og í fyrra er að nú hefur hann verið að skora mjög grimmt. Það er kostur sem er afar gott fyrir miðjumann að búa yfir,“ segir McStay, en Theó- dór á fast sæti á miðju U-19 ára liðsins og spilar sem eiginlegur leikstjórnandi liðsins. Kjartan Henry hefur átt við þrálát meiðsli að stríða frá því í sumar og því ekkert getað beitt sér í ár. McStay segir að meiðsl- in hafi komið á versta mögulega tíma þar sem Kjartan Henry er ekki lengur gjaldgengur í U-19 ára liðið og væri, ef ekki hefði verið fyrir meiðslin, að sanna sig með vara- og aðalliði félagsins. „Það tók Kjartan svolítið leng- ri tíma en Theódór að laga sig að breskum fótbolta. En eftir því sem leið á síðasta tímabil skoraði hann fullt af mörkum, með vinstri fæti, hægri fæti og með höfðinu. Hann og Theódór spiluðu stórt hlutverk fyrir U-19 ára liðið í fyrra sem varð tvöfaldur meistari í Skot- landi,“ segir McStay. Á spjallsíðum stuðningsmanna Celtic er farið fögrum orðum um frammistöðu Theódórs með U-19 ára liðinu og er honum gjarnan líkt við Morten Wieghorst sem áður lék með Celtic við mjög góðan orðstír. „Algjörlega þindar- laus og með boltann nánast límdan við fæturna á sér í hvert sinn sem hann fær hann. „Teddy Bjarna- son“ hefur fest sig í sessi sem algjör lykilmaður í þessu liði,“ segir meðal annars um leik Celtic og Hearts í byrjun þessa mánað- ar í skýrslu sem birtist á óopin- berri heimasíðu U-19 ára liðsins. McStay segir ýmislegt til í þess- um lýsingum. „Hann er ótrúlega skapandi leikmaður með hárrétt hugarfar. Það er hans helsti kost- ur að mínu mati.“ McStay segir að Gordon Strachan, hinn kunni knatt- spyrnustjóri Celtic, skeri sig nokkuð frá öðrum stjórum í Skot- landi fyrir þær sakir að hann mætir á alla leiki varaliðsins og flesta leiki unglingaliðsins. „Það er mjög óvenjulegt að stjóri aðal- liðsins mæti alltaf á völlinn til að skoða yngri leikmenn félagsins. Strachan fylgist mjög vel með og líkar mjög vel við það sem hann hefur séð til Theódórs. Því miður hefur hann ekki séð til Kjartans vegna meiðslanna,“ segir McStay en Theódór æfir að mestu með U-19 ára liðinu en er byrjaður að æfa lítillega með aðal- og varaliði Celtic og hefur komið við sögu í nokkrum leikjum varaliðsins. Spurður um hvort íslenskir fót- boltaunnendur ættu eftir að sjá Theódór Elmar spila við hlið Roy Keane á miðju Celtic í framtíðinni hló McStay: „Ég veit ekki hvað verður með Keane en ég veit að ég hef mikla trú á íslensku strákun- um, og þá sérstaklega Theódóri. Persónulega held ég að hann kom- inn inn í myndina hjá aðalliðinu eftir næsta tímabil - eftir átján mánuði. Þá verður hann búinn að bæta líkamlegan styrk sinn nægilega mikið til að geta kljást við naglana sem finnast í skosku úrvalsdeildinni.“ vignir@frettabladid.is Verður kominn í aðallið Celtic eftir átján mánuði Þjálfari unglingaliðs Celtic hefur gríðarlega trú á íslenskum leikmönnum félagsins, sér í lagi Theódóri Elmari Bjarnasyni sem hann telur að muni verða búinn að brjóta sér leið inn í aðalliðið eftir átján mánuði. FÓTBOLTI Neil Warnock, knatt- spyrnustjóri Sheffield United, er hættur við að taka við liði Portsmouth vegna þrýstings frá aðdáendum Sheffield United, en honum hefur tekist að halda liðinu í toppbaráttu í ensku 1. deildinni. „Ég get alveg viðurkennt það að ég íhugaði alvarlega að fara að þjálfa í úrvalsdeildinni, vegna þess að mér stóð það til boða. En ég ætla mér ekki að fara neitt. Að minnsta kosti eins og mál standa núna. Mikilvægast af öllu er að komast í úrvalsdeildina með Sheffield United.“ Harry Redknapp, knattspyrnu- stjóri Southampton, hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Portsmouth en hann var knatt- spyrnustjóri hjá félaginu áður en hann fór til Southampton. „Ég veit ekki hvaðan þessar fréttir koma. Ég ætla mér að vera áfram hjá Southampton og best af öllu væri ef ég gæti komið liðinu upp í úrvalsdeildina að nýju.“ - mh Warnock áfram í 1. deildinni: Ekki tilbúinn að fara ÍSLENSKU VÍKINGARNIR HJÁ CELTIC Theódór Elmar og Kjartan Henry eru í hópi fremstu ungu leikmanna félagsins, að mati þjálfara unglingaliðsins. LAURENT ROBERT Robert hefur lítil tilþrif sýnt innan vallar í vetur. NEIL WARNOCK Warnock er einn eftisóttasti knattspyrnustjóri Bretalandseyja. FÓTBOLTI Gordon Strachan, knatt- spyrnustjóri Celtic, hefur mikinn áhuga á því að fá Roy Keane, fyrr- um fyrirliða Manchester United, til liðs við Celtic. „Auðvitað vill ég fá Roy Keane til Celtic. Hann var stórkostlegur hjá Manchester United og hann á eflaust eftir að vera góður í nokkur ár til viðbót- ar.“ Strachan sagðist vera tilbúinn til þess að ræða við Keane. „Ef Keane hefur áhuga á því að koma til okkar erum við meira en til í að leyfa honum að koma.“ - mh Gordon Strachan um Keane: Ég vil fá Roy Keane til Celtic GORDON STRACHAN Strachan hyggst styrkja leikmannahóp Celtic á næstunni. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.