Tíminn - 07.11.1976, Blaðsíða 18

Tíminn - 07.11.1976, Blaðsíða 18
T8 TÍMINN Sunnudagur 7. nóvember 1976 menn og málefni Tungan í straumi tímans Nokkur orð um hetjuskap Ósköpin öll af bókum hafa verið skrifuð um svokallaðar hetjur og mikilmenni. I þeim dilk mann- kynssögunnar er margt manna, semstjórnuðu miklum herjum, er drápu fjölda fólks, lögðu lönd i eyði og beygðu þjóðir undir járn- hæl sinn. Þessir menn voru ekki aðeins plága á samtið sinni, Skóg- arnir hafa fengið að kenna á þvi, að þessir náungar voru til. Að sjálfsögðu hafa sumir slíkra herra haft sin áhrif á framvindu sögunnar, en hetjuljóminn, sem yfir þá er breiddur, er oft ekki annað en hrævareldur, þvi að enga stórmennsku þarf til þess að bera sig hermannlega i skjald- borg valdsins. Mér er nær að halda, að meöal hins nafnlausa fólks, sem þjáðist i Coventry og Leningrad i heimsstyrjöldinni siðari, hafi leynzt meiri hetjur en þeir Eisenhower og SUkoff. Og þegar til alls kemur, þarf kannski mest og óhvikulast þrek til þess að heyja sitt einfalda lifsstrið i litillæti og æðruleysi, án þess að hugsa nokkurn tima til frama eða metorða, auös eða uppheföar, aðdáunar eöa umbunar, þóknun- ar eða þæginda. Liklega eru gömlu konurnar, sem fóru fyrstar á fætur og gengu siöastar til náða, rauöeygðar af eldhúsreyk með kræklótta fingur af skóbótastagli og afmyndaða fætur eftir stöðu á votengjum, einhverjar mestu hetjur okkar Islendinga, ef þessum mæli- kvarða er beitt, og auk þess vel- gerðarmenn samfélags okkar, þvi að af þeim námu börnin menningu hjartans og tungutak áanna, án þess að þær vissu einu sinni, að þær væru nokkru að miðla. Að berjast við vindinn NU er það samt sjálfsagt mál, að bæði þarf þrek og þolgæði til þess að heyja baráttu, sem tvisýn er, og þeim mun frekar sem þyngra er fyrir og meira lagt undir. En jafnvel þótt menn leggi ekki neitt að veði af sjálfum sér nema kært hugðarefni, sem þeim ermikilvægt, þarf elju til þess að standa i striði, þar sem hvert orö og athöfn virðist einna helzt högg i vindinn. Af þeim sökum vil ég telja þá nafna, sem gengið hafa fram fyrir skjöldu til varnar is- lenzkri tungu, Helga Hálfdánar- son og Helga J. Halldórsson, dálitlar hetjur, þótt aldrei veröi felld jafnmörg skógartré til um- fjöllunar um þá og Napóleon eða Bismarck. Helgi Hálfdánarson hefur i snjölium og merkilegum greinum i Morgunblaöinu lýst skoðunum sinum á þvi, hvernig veriö er að myrða tunguna, og Helgi J. Halldórsson reiöir sinn refsivönd i Utvarpinu, skorinorður og afdráttarlaus i kennslu sinni og dómum. En hvað stoðar þaö ef hálft kerfið vinnur gegn honum, ef hinir sjUku eru sér þess ekki meövitandi, aö þeir þurfi læknis viö, ef þær skoðanir drottna, að einu gildi, hvernig látið er vaða á súöum ? Gengisfall tungunnar er viölika mikið og gengisfall krónunnar, og hefur gerzt á sama tima. Og þar er trúlega sífellt gengissig frá mánuði til mánaöar. Hvers konar málbrenglun veöuró uppi i fjöl- miðlunum og siast þaðan inn I augu og eyru landsmanna, enda jafnvel fremur undantekning en regla, að þar veljist til starfa fólk, sem stendur svo föstum fótum á jörðu, að þvi hafi auönazt að til- Færri og færri lifa i snertingu við náttúrlegt umhverfi og minni og minni timi er til þess ætlaður, að varöveita samhengiö I llfi kynslóö- anna. — Myndin er úr Kolbeinsdal. — Ljósmynd: Páll Jónsson. einka sér óbrjálaða málkennd. Fjöldamörgum virðist fyrirmun- að að koma orðum að heilli hugs- un á skýran og einfaldan hátt. Hversdagslegustu heiti og hugtök vefjast fyrir fólki, sem hefur at- vinnu af þvi að skrifa fyrir aöra, orðtök og orðasambönd eru bútuð sundur og skeytt saman á ný á afkáralegasta hátt, og beygingar nafnoröa taka á sig myndir.sem til skamms tlma hafa varla heyrzt I munni annarra en lltilla barna. Nafnoröum er hrúgaö saman á langar runur, og andleg fátækt birtist I þvi að nota i sifellu og æ ofan I æ sömu orðin, sem hver étur upp eftir öðrum, unz málfarið ber oröið keim af stofn- ensku, þótt völ sé nægrar fjöl- breytni. Allt er þetta og margt fleira afsakað með þvl. aö þaö verði að vinna svo hratt, rétt eins og það sé fljótlegra að gera rangt en rétt, ef menn á annað borð vita og kunna hið rétta og hafa þann smekk til að bera að halla sér að þvi. Sé litiö til útlendra staöa- nafna, þá er eins og það sé oröiö hér um bil föst regla að skrifa Bavaria, Nice, Naples, Cologne, Tokyoog þar fram eftir götunum, þá að þessir staðir heiti í heima- landinu Bayern, Nizza, Napoli og Köln, og á Islenzku hafi verið tal- að um Bæjaraland og jafnan skrifað Tókió, þar til á þessum siðustu og verstu tlmum. Ég segi bara: Mikiö reyndi á likn og miskunnsemi drottins, ef til dæmis læknastéttin stæði á svipuðu stigi i sérfræði sinni. Lengi getur vont versnað Ekki tekur betra við, þegar röðin kemur að sérfræðingunum og stjórnsýslukerfinu, þar sem „ársgrundvöllurinn”, „launa- þakiö”og allt það dót „kemur inn i myndina”, ásamt mörgu öðru torskildu og ankannalegu orða- hnoði og i sumum efnum þess konar tungutaki, að meira en hálf þjdðin getur varla eða alls ekki rennt grun i, hvað er verið að segja. Enda er það kannski alls ekki neitt. Af öllu afstyrmis- legu er þó kannski dýpst sokkiö meö þvl héramáli, sem á aö þjóna svonefndri poppmúsikk. Þar viröist sem hjákátlegust afskræming móöurmálsins sé takmark i sjálfri sér, og blöö, sem á öðrum slðum segjast vera þjóðrækin og ástfang- in af islenzkri menningu ganga fremst i flokki aö festa þessa málfarslegu háöung i sessi. Og þetta fer versnandi — ekki batnandi. Það er viölika áhrifa- mikið að hafa orð á þessu og að hasta á jökul, sem skriður fram. Þeir eru ekki lengur uppi, er iægja vind og öldur. ömurlegast er þó, að jökullinn heldur trú- legast áfram að skriða fram. Þar veldur meðal annars gerð þjóð- félagsins, þar sem hver aldurs- flokkurersetturi kviar út af fyrir sig með takmörkuðu samneyti viö aöra, sem gætu hnýtt saman þræðina, svo að samhengi yrði i máli og menningu kynslóðanna. Þessi kviaból taka við ungviðinu i frumbernsku og þaðan liggur leiðin á skólastöðlana, þar sem meira er þvi miður um vonbrigði og námsleiða en svarar til þess þroska, sem þangað er sóttur almennt talað. Til hliðar við skólana eru svo hinir tittnefndu skemmtistaðir, þar sem kapp er lagt á, aö úthluta hverjum aldurs- flokki sérstökum bási. Eina glóran i þessu er sú, að talsverður hluti ungu kyn- slóðarinnar kemst þó enn I snert- ingu við eölilegt lif i náttúrlegu umhverfi að sumrinu, þar sem ungt fólk lærir ef til vill sumt meira og betur til manns en alla hina árstimana. Og lærir meðal annars ofurlitið til þeirrar iþróttar að koma fyrir sig orö á tungu feöra sinna og mæöra. Heim til apanna Við eigum svo sem ekki einir, Islendingar, viö eitthvað þessu likt að striða. Á föstudaginn var grein i Morgunblaðinu eftir Þóri S. Guöbergsson. Þar var fjallað um málþroska barna og mikilvæg áhrif hans á persónuþroska þeirra. Skýrt var frá nýlegri rannsókn í einu af úthverfum Oslóar. Þar kom á daginn, að mörg börn á aldrinum ellefu til þrettán ára voru ólæs aö kalla og ófá þekktu ekki heitið á þumal- fingri sinum né heldur nöfn daga og mánaða. Þegar svo er komið fávisi og vanrækslu i uppeldi, fer aö vera mjótt á munum manris og dýrs, nema hvað skepnuskapurinn, sem viö nefnum svo ranglega, kann að eiga eftir að bætast við mannanna megin á ævireikn- inginn. 1 Sviþjóð, einu farsælasta landi veraldar, er sagt, aö sé um hundrað þúsund manns á fullorð- ins aldri, sem skortir leshæfni til þess að nálgast það aö vera hlut- gengir i samfélaginu. Nú er það aö visu svo, að það þarf ekki endilega að skipta sköpum, hvort menn eru læsir eöa skrifandi, heldur fer það eftir ytri aðstæðum. I frumstæðu sam- félagi þarf það ekki að leiða til ógæfu og lægingar. Þar geta menn samt sem áður kunnað málið, og haft þá þekkingu, sem nægir til sæmilegrar farsældar við þau kjör, er þar eru. En i norrænu samfélagi, meö þeirri hörðu baráttu, sem þar er háð á siðari hluta tuttugustu aldar gegnir öðru máli, þó aö í hnúkana taki, þegar hálfstálpaðir unglingar þekkja ekki á sér fing- urna. Það hefur meira en litið farið úrskeiðis i þvi samfélagi. Spurning til umhugsunar NU skulum við venda okkar kvæði i kross. Mitt i því gengis- falli islenzkrar tungu, sem við verðum óneitandi vitni að dags daglega, ber þó viö, aö orð eru æðihátt metin. Þaö er þegar kemur til meiðyröalöggjafar- innar islenzku. Viö höfum aðeins vikið að þeim nöfnum tveim, Helga Hálfdánarsyni og Helga J. Halldórssyni, sem ekki láta sér á sama standa um málspjöllin og niðurbrot þess eiginleika, að fólk geti gert sig skiljanlegt án kinn- roða á máli lands sins. Hér kemur þriðji maðurinn til sögunnar, Helgi Sæmundsson. Hann er sem kinnugt er einn hinna orðhagari manna i landinu, en hefur fremur tamið sér aö vera léttvigur og fyndinn en þunghöggur i garö náungans, þótt vafalaust hefði hann einnig getað handleikið hin breiðu spjótin. Eigi að siöur hefur Helgi Sæmundsson átt I meiðyröamáli nú um skeiö, og hafa samtökin Varið land veriö sóknaraðilinn. Sex setningar voru honum gefnar aö sök. Fjórar þessara setninga geta legið milli hluta, því að sá varð dómsúrskurður, aö þær væru ekki aðfinnsluverðar. Aftur á móti var spurning ein dæmd dauð og ómerk: „Eru þetta umskiptingar?” Fylgdi henni þó jafnharðan eindregin neitun: „Nei, nei, þetta eru bræður okkar og systur”. Hin setningin sem hlaut sömu örlög og spurningin, sem jafnharðan var hafnað, var á þessa leið: „Nú er komin til sögunnar á fslandi ný manngerð, sem gæti kallazt ameriskir fslendingar — þeir, sem vilja vera miklu ameriskari en f jöldinn alluraf frjálslyndu, skynsömu og óspilltu fólki i Bandarikjunum. Þvilikt og annað eins!” Þetta er sem sagt meira en orða má á okkar gengislitla máli, og fyrir þetta og önnur ummæli vægari kröfðust sækjendur, auk ómerkingar sex hundruð þúsund króna i miskabætur, sem hugsan- lega er ekki fjarri lagi, aö sé aleiga manns, sem alið hefur upp fjölda barna og þar að auki átt lengri og strangari sjúkralegur en þorri manna. Nú er auðvitað ekkert við að segja, að hátt séu virt orð manns, sem kann að tala og skrifa — þaö er meira að segja ánægjulegt að þau skuli ekki bara metin á örfáa hundraðkalla, sem helzt hrökkva ekki fyrir öðru en bolla af svörtu kaffi. Þar breytir engu, þótt dómstóllinn hafnaði þessari bóta- kröfu. Þetta er ekki dregið hér fram til þess eins aö sýna, að fleira geti verið góðu og eðlilegu málfari fjötur um fót á tslandi en vankunnátta og getuleysi, heldur sníði meiöyrðalöggjöfin þeim i meira lagi þröngan stakk, sem vilja segja hug sinn sómasamlega á almennum vettvangi, ef við þá er að eiga, er finnst sér samboöiö að nota hana út I æsar. Meiningin var einfaldlega sú að varpa þvi fram, hvort ekki væri nær lagi að ómerkja þá, sem skrifa og skrafa framan i almenning án þess að geta það, nema valda sifelldum málspjöllum. Hvernig væri að launa ein- hverja til þess að gera skrá með leiðréttingum við ambögurblaða, timarita og annarra' fjölmiðla ogskylda siðan þá, sem hluteiga að máli aö birta þá lesningu innan hæfilegs tíma aö viðlögðum dag- sektum. Þótt svo þær næmu nú ekki sex hundruð þúsundum. —JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.