Tíminn - 07.11.1976, Blaðsíða 40
*— Sunnudagur
7. nóvember 1976
* ■ .. ■<
Auglýsingasími
Tímans er
LEIKFANGAHÚSIÐ
Skóíavörðustig 10 - Sími 1-48-06
Fiiher Price leikjöng
eru heimsjrag
Póstsendum
Brúðuhús
Skolar
Benzinstöðvar
Sumarhus
Flugstöðvar
Bilar
/•ALUAR TEGUNDIR——.....
FÆR1BANDAREIAAA
FYRIR
/ Lárétta
/ færslu
Einnig: Færibandareimar úr
ryðlriu og galvaniseruðu stáli
ÁRNI ÓLAFSSON & CO.
_____________ 40088 2S* 40098 __
Steyptar götur á Hólmavík
Rætt við Jón
Kristinsson.
sveitarstióra
á Hólmavík
um
verkleqar
framkvæmdir
oa fleira
" "
Unniö hefur verið að varan-
legri gatnagcrö á Hólmavík i
sumar. A myndinni er verið aö
steypa eina af götum bæjar-
ins.
J.G. Rvík. Það var um tvöleytið um eftirmiðdaginn, að
Bjarki Viðar flugstjóri hjá Vængjum beindi flugvélinni
niður í Steingrímsf jörðinn í áttina að Hólmavík. Hann
hafði verið að segja mér frá Grænlandi, f luginu þar og
það var ekki laust við, að Strandirnar minntu nú of urlítið
á Grænland, blýgrá fjöllin, lognið og borgarís stóð á
grunni úti fyrir landinu. Yfir landinu og hafinu var frið-
ur og kyrrð. Von bráðar lenti vélin mjúklega á malar-
bornum f lugvellinum, og við stigum út og önduðum að
okkur hressandi haustloftinu, sem var næstum því
bragðmikið, ef svo má að orði komast um sjávarloft,
sem ilmar af fallandi grösum og lyngi.
Hér átti að gera stuttan stanz,
skoöa sig um og reyna siðan að
segja frá málum i Timanum.
Rætt við
sveitarstjórann
Fyrst lögðum við leið okkar til
Jóns Kristinssonar, sveitarstjóra,
sem er Keflvikingur að ætt, að-
eins 24 ára, en hann kom til starfa
árið 1974 hjá Hólmavikurhreppi.
Jón Kristinsson er Samvinnu-
skólagenginn og vann i tvö ár sem
skrifstofustjóri hjá Hraöfrysti-
húsi Grundarfjarðar áður en
hann kom til starfa á Hólmavik.
Við spuröum Jón fyrst, hvernig
það væri aö koma til starfa í f jar-
lægu byggðarlagi og taka við nýj-
um verkefnum?
— Það er um margt áhugavert
að vinna að sveitarstjórnarmál-
um, þótt ekki sé það alltof upp-
örvandi á stundum, þegar hjólin
snúast hægt. Ég er sem áður
sagöi úr Keflavik, en var ekki al-
veg ókunnur þessu héraði, þvi ég
er ættaður af Ströndum, og er
faöir minn til dæmis fæddur á
Hólmavik. Nú, viðfangsefni eru
svipuð hér og voru i Keflavik,
þegar ég var að alast upp, þótt
Árni Jóhanns-
son bygginga
meistari hefur
steypt götur
ó Hólmavík
í sumar
L—^
hér sé nú allt minna i sniðum.
Það, sem kom mér þó mest á ó-
vart hér, er veðursældin, logn á
jörðu dag eftir dag og dagarnir
eru mildir. 1 Keflavik gnauðar
vindurinn hins vegar alla daga.
Ég átti a.m.k. von á harðari vetri
hér en raun ber vitni.
Svo viö vikjum að Hólmavlk.
Hvað búa margir þar og hver eru
helztu einkennin á þessu samfé-
lagi?
— A Hólmavik búa nú 370
manns, og þótt ekki sé fjölmenni
fyrir að fara, er þetta eini þétt-
býliskjarninn I sýslunni, ef svo
má orða það. Hér er aðsetur
sýslumanns, sjúkrahús og ýms
þjónusta, svo sem verkstæði og
heimili iðnaðarmanna, en stærsti
og svo til eini atvinnurekandinn
er Kaupfélag Steingrimsfjarðar.
Þá er hérna banki og nokkur út-
gerö, sem er i eigu einstaklinga.
Hólmavik er því miðstöð i
mörgu tilliti, miðstöð fyrir land-
búnaðinn og sjávarútveginn, og
hingaö sækja menn vissa þjón-
ustu.
— Landbúnaður hefur þróazt
hér meö dálitið öörum hætti en
vlöa annars staðar, og það er viöa
mjög myndarlega búið. Þetta er
þó yfirleitt fjárbúskapur, en
nokkur býli selja þó mjólk til
vinnslu á Hvammstanga, og við
fáum neyzlumjólkina þaðan.
Afurðir búanna eru miklar, þótt
þau séu ekki stór, og heyöflun er
býsna örugg, þvi þeir verka hér
vothey að mestu og i rikara mæli
en bændur annars staðar á land-
inu, hefur mér verið sagt.
— Frá Hólmavik eru gerðir út
13bátar, og þeir eru frá 10-30 tonn
að stærö, og þeir ganga svo til
einvörðungu til rækjuveiða.
Rækjubátarnir ganga frá þvi á
haustin og fram á vor og mikil
vinna er viö rækiuvinnsluna, þeg-
Atvinnuleysi er landlægt 3-4
mónuði yfir sumartímann, því
þó stöðvast rækjuveiðarnar.
Hugur er í mönnum að fó
skuttogara til Hólmavíkur til
þess að tryggjg næga atvinnu
Jón Kristinsson, sveitarstjóri.
ar hún er, en þá vinna 50-60
manns við þetta.
A'hinn bóginn er hér landíægt
atinnuleysi, oft 3-4 mánuði ársins,
og á þvi þarf aö vinna bug hið
fyrsta. T.d. liggur rækjuflotinn
núna af þvi að of mikið af fisk-
seiðum er i rækjuaflanum, þó von
sé til þess innan skamms, að
veiöarnar geti hafizt aftur, (sem
þær gerðu næsta dag).
Hér er starfandi barna- og ung-
lingaskóli, við erum með niunda
bekkinn, sem kallað er.
Verklegar framkvæmdir
Hvað um verklegar fram-
kvæmdir á Hólmavik?
— Hér hafa staðiö yfir miklar
verklegar framkvæmdir, a.m.k.
á okkar mælikvarða. Byrjað var
á að endurnýja og leggja vatns-
og skolpræsi i meirihlutann af
þorpinu, og á þessu ári erum við
með gatnageröarframkvæmdir,
sem við gerðum ráö fyrir að muni
kosta um 20-22 milljónir króna.
Við steypum götur við athafna-
svæðið, Kópnesbraut, Hafnar-
braut og hluta Höfðagötu, þ.e.a.s.
frá höfninni og að frystihúsunum
og niður fyrir verzlunarhús
Kaupfélagsins.
Þetta er aðalathafnasvæðið
hér, og þessi frágangur mun i
rauninni gerbreyta bæjarbragn-
um hér og auka allt hreinlæti til
muna.
Þetta setur lika svip á bæinn,
sem er ekki síður mikils viröi
fyrir mannlífið sjálft.
Hafnarframkvæmdir hafa ekki
staðiö yfir i sumar, en gert er ráð
fyrir talsverðum framkvæmdum
þar á næsta ári, en höfnina þarf
að dýpka, þvi talsverður sand-
burður á sér staö. Gerum viö ráð
fyrir, að i það veröi farið að vori.
Nú steypiðþið, en notið ekki t.d.
oliumöl eða malbik. Hvers vegna
er það?
— Til þess er þessi framkvæmd
of smá. Til þess aö leggja malbik
og ollumöl hefði þurft að fá mik-
inn vélakost, sem ekki er fyrir
hendi. A Austfjörðum starfa
nokkur bæjarfélög saman að mal-
bikun og oliumöl, og þannig næst
hagkvæmni. Þetta heföi orðið
okkur of dýrt. .
Hitaveita fyrir Hólmavík
Við fengum Arna Jóhannsson,
byggingameistara úr Reykjavik,
sem kunnur er af ýmsum fram-
kvæmdum, t.d. Kópavogsbrúnum
°g nýju hitaveituleiðslunni i
Reykjavik, til þess að annast
steypuna og hefur það verk geng-
iðágætlega og munum við á næst-
unni sjá fyrir endann á þessum
framkvæmdum ef tiðin helzt.
Eru nokkrar hitaveituáætlanir
framundan?
7".Viö höfu'm að sjálfsögðu
mikinn áhuga á hitaveitu. Jarð-
hiti er viða i sýslunni og gerðar
hafa verið frumathuganir á hita-
veitu fyrir Hólmavik, eða rann-
sóknir sem skera eiga úr um það,
hvort jarðhiti er I næsta nágrenni.
Til greina hefur komiö, eða
menn hafa látið sig dreyma um,
að sækja vatnið langan veg, en
það verður ekki gert nema rann-
Framhald á bls 36
PALLI OG PESI
— Það er ljótt me^|
Alþýðubandalagið.
— Nú?
— Menntamanna-
klikan er búin aö
yfirtaka verka-
lýðsforustuna I
flokknum.
'7<o