Tíminn - 07.11.1976, Blaðsíða 25
Sunnudagur 7. nóvember 1976
TÍMINN
25
1976 (98. löggjafarþing) — 45. mál
46. Frumvarp ti! laga
-> nmferðarlögum, nr. 40 28. apríl 1968.
Flm.: Jón Skaftason.
1. málsgr.
í þéttbýli
50 gr. Laganna orðist þannig:
má eigi aka liraðar en 50 km á klukkustund
Verður hámarkshraðinn
í þéttbýli 50 km?
ökuhraði verður sjálfsagt
alltaf eilift ágreiningsmál, bæði
hér á landi og annars staðar.
bað er ákaflega erfitt að setja
ófrávikjanlegar reglur um þetta
atriði, og ávallt ættu ökumenn
að hafa i huga regluna um að
haga akstri eftir aðstæðum. bað
er spurning hvort i sumum til-
fellum sé kannski ekki jafn
nauðsynlegt að setja reglur um
lágmarkshraða jafnt eins og
hámarkshraða. betta er gert á
hraðbrautum erlendis, beinlinis
sem slysavörn. Hér á landi hafa
um áraraðir verið i gildi reglur
um hámarkshraða. Margt
bendir.nú til þess, að hámarks-
hraði i þéttbýli verði ef til vill
hækkaður og verði nú miðaður
við 50 kilómetra á klukkustund I
stað 45 eins og nú er.
Frumvarp um þetta atriði
hefur verið lagt fram á Alþingi.
Fyrsti og eini flutningsmaður
þess er Jón Skaftason, þing-
maöur Framsóknarflokksins i
Reykjaneskjördæmi.
bað er 50. grein umferðarlag-
anna, sem fjallar um ökuhraða.
Upphaf greinarinnar hljóöar
svo: „1 þéttbýli má eigi aka
hraðar en 45 km á klukkustund.
Utan þéttbýlis má eigi aka
hraðar en 70 km á klukku-
stund.”
Siöan koma ákvæði þar sem
segir: „Almenningsvögnum,
sem flytja mega 10 farþega eöa
fleiri og vörubifreiðum sem eru
3,5 smálestir eða meira aö
heildarþyngd, má þó eigi aka
hraðar en 60 km á klukkustund.
Bifreiðum, sem draga tengi —
eða festivagna má eigi aka
hraðar en 45 km á klukku-
stund”. barna segir með öðrum
orðum hreint og beint, að til
dæmis stórum farþegaflutn-
ingabilum (áætlunarbilum) sé
ekki leyfilegt að aka hraöar en
60 km á klukkustund. Kannski
er þetta atriöi, sem þarf lika að
breyta, að minnsta kosti i sam-
bandi við akstur á breiðum og
góðum vegum, svo þetta sé ekki
dauöur lagabókstafur.
bá segir i 50. greininni:
„Dómsmálaráöherra getur að
fenginni tillögu umferðarlaga-
nefndar sett nánari reglur um
ökuhraða, þar á meöal ákveöið
lægri hámarkshraða en aö
framan greinir eða á einstökum
vegum. Dómsmálaráðherra
getur á sama hátt ákveöið hærri
hámarkshraða en að framan
greinir, allt að 90 km á klukku-
stund á einstökum vegum
(hraðbrautum), og bundið þá
heimild við ákveðna árstima. 1
kaupstöðum og kauptúnum má
setja slfkar reglur i lögreglu-
samþykktum.”
í sambandi við ákvörðun
hærri hámarkshraöa en lögin
segja til um almennt, er rétt að
geta þess að þessi heimild hefur
verið notuð á hraðbrautum á
suð-vesturhorni landsins. bá
hefur á einstökum vegum veriö
leyft að aka á allt að 80 km.
hraða, en aðeins aö sumrinu,
ekki að vetri til.
En hvað segir Jón Skaftason i
greinargerð sinni þegar hann
leggur til að 50 grein umferðar-
laganna orðist þannig:
„I þéttbýli má eigi aka hraðar
en 50 km á klukkustund.” Hér á
eftir íer hluti af greinargerð
hans, sem fylgir frumvarpinu.
„Rökstuðningur fyrir þessari ,
breytingu er sá, að síðan
hámarkshraði þessi var lögtek-
inn á árinu 1958 hefur stórfelld
framför i gatnagerð i þéttbýli
átt sér stað. Breiðir og sléttir
vegir hafa leyst hina þröngu og
holóttu moldarvegi af hólmi að
verulegu leyti. Jafnframt hefur
öryggisbúnaður bifreiða batnað
mjög á þessum tima.
Hvorttveggja þetta hefur leitt
tilþess að ökuhraði bifreiða hef-
ur almennt aukizt, og það er á
almanna vitorði, að hann er
mjög oft meiri en 45 km i þétt-
býli.
Aö áliti flm. þessa frv. mun
breyting sú á lögleyfðum
hámarkshraða bifreiða i þétt-
býli, sem frv. gerir ráð fyrir,
ekki auka slysahættuna I um-
ferðinni. bvert á móti. Skv. upp-
lýsingum um umferðarslys,
sem öllum eru aðgengilegar,
má sjá, að ein algengasta
ástæða þeirra er framúrakstur
bifreiða. Bifreið, sem viö góðar
akstursaðstæöur, t.d. á ein-
stefnubraut, ekur mjög hægt og
lieldur langri röð bifreiða fyrir
aftan sig, er oft miklu meiri
hættuvaldur I umferðinni en sú,
sem ekur á eðlilegum hraða
miðaö við aöstæöur.
brátt fyrir miklar framfarir i
gatnagerð I þéttbýli á undan-
förnum árum finnast þó ennþá
götur, sem tæpast leyfa þann
hámarkshraða, sem frv. gerir
ráð fyrir. Hin almennu ákvæði
um hámarkshraða i 49. gr. um-
feröarlaganna svo og heimild
dómsmálaráðherra i 4. málsgr.
50. gr. sömu laga til þess aö
ákveða lægri hámarkshraöa á
einstökum vegum ættu að geta
tryggt, að skynsamlegar sér-
reglur gildi um hámarkshraöa á
þessum vegum.”
betta var hluti af greinar-
gerðinni sem fylgir frumvarp-
inu. bá er i greinargerðinni get-
iðum hámarkshraöa i þéttbýli á
öðrum Noröurlöndum.
Danmörk 60 km
Sviþjóö 50 km
Finnland 60 km
Noregur 50 km.
Utan þéttbýlis er hámarks-
hraöinn i þessum löndum á bil-
inu frá 70 og upp i 120 km.
Hækkun hámarkshraöa i þétt-
býli hefur boriö á góma á fund-
um Umferðarnefndar Reykja-
vikur, en liklegt er að umferöar-
yfirvöld i Reykjavik yröu einna
fyrst til að notfæra sér ákvæöin
um hærri hámarkshraöa.
Enn er ekki ljóst hver afstaöa
þingmanna verður til þessa
frumvarps, hvort þaö „flýgur i
gegn” eða hvort það veröur
„saltaö” i nefnd.
Úr þvi fæst væntanlega skorið
á næstu vikum.
Kári Jónasson
Franskur stjórnmdla-
fræðingur flytur fyrirlestur
1 Franska bókasafninu, Laufás-
vegi 12, veröur fyrirlestur á veg-
um AllianceFrancaiseá Islandi á
mánudagskvöld.
Fyrirlesarinn, Francis
Lacoste, mun flytja fyrirlestur,
sem hann nefnir: Nokkrir rithöf-
undar, sem ég hef haft kynni af.
Francis Lacoste fæddist I Paris
árið 1905 og kynntist á heimili for-
eldra sinna nokkrum af fremstu
rithöfundum Frakka, svo sem
Paul Valéry, Paul Claudel,
Francis Jammes o.s.frv.. Mun
hann gera grein fyrir kynnum
sinum af rithöfundum þessum,
segir i frétt frá Alliance
Francaise.
Francis Lacoste er stjórnmála-
fræöingur aö mennt (Ecole libre
des Sciences Politiques). Hann
hefur einkum starfaö i utan-
rikisþjónustu Frakka — i Bel-
grad, Peking og viöar fyrir strið,
gegndi siöan ýmsum áhrifastöö-
um í her- og utanrikisþjónustu
Frjálsra Frakka (de Gaulle) i
striðinu og hefur starfaö eftir
striö i utanrikisþjónustunni i
Washington, Japan, Marokkó,
S.b. (fulltrúi Frakkl. i öryggis-
ráöi) og sem sendiherra Frakk-
lands I Kanada og siöar i Belgiu.
samlokurnar
dofna ekki
með aldrinum
Þokuljós og kastljós
Halogen-ljós
fyrir J-perur -
ótrúlega mikiö
Ijósmagn
PERUR í ÚRVALl
NOTIÐ
tAÐBESTA
—HLOSSir—
Skipholti 35 • Símar:
8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa
BÍLA-
PARTA-
SALAN
auglýsir
Nýkomnir varahlutir í:
Buick
Volvo Duett
Singer Vogue
Peugeot404
Ford Fairlane 7965
Fiat 125
Willys
VW 1600
Land Rover 7968
BÍLAPARTASALAN
Höfðatúni 10. — Sími 1-13-97.
Sendum um allt land.