Tíminn - 07.11.1976, Blaðsíða 13
Sunnudagur 7. nóvember 1976
TÍMINN
13
40 bækur og ein hljómplata
fró forlögunum Iðunni, Hlaðbúð og Skólholti
Systurforlögin Iöunn, Hlaöbúð
og Skálholt munu væntanlega
gefa út í ár um fjörutiu bækur,
þegar með eru taldar endur-
prentanir á eldri útgáfubókum
forlaganna.
Eftir Hannes Pétursson kem-
ur út bókin úr hugskoti, kvæði
og laust mál. Er þetta fjórtánda
frumsamin bók Hannesar, en
auk þess hefur hann annazt út-
gáfu margra bóka og þýtt þrjár.
— Einleikur á glansmynd nefn-
ist ný skáldsaga úr nútimalífinu
eftir Þorgeir Þorgeirsson, ný-
stárleg að formi og efnismeð-
ferð. — Pétur Gunnarsson, eitt
af\ „Listaskáldunum vondu”,
sendir nú frá sér sina fyrstu
skáldsögu, sem heitir Punktur,
punktur, komma, strik.en kafla
úr þeirri bók hefur hann lesið
upp i Háskólabió og úti á landi,
þar sem „Listaskáldin vondu”
hafa kynnt verk sin. — 1 leit að
sjálfum sérnefnist önnur bókin
frá hendi Sigurðar Guðjónsson-
ar, sem áður hefur gefið út bók-
ina Truntusól. Þessi bók er
skýrsla hreinskilins ungs manns
um baráttu hans við að finna
fótfestu i lifinu, festa hendur á
þeim lifsgildum, sem duga.
Saga frá Skagfirðingum er
fyrsta bindi mikils sögurits i ár-
bókarformi eftir Jón Esphólin
og Einar Bjarnason, sem fjallar
um árabilið 1685-1847, en itar-
legar skýringar og viðaukar
Kristmundar Bjarnasonar
fræðimanns á Sjávarborg færa
m.a. söguna nær nútimanum.
Auk Kristmundar annast útgáf-
una Hannes Pétursson skáld og
ögmundur Helgason BA. — Þá
kemur út safnrit eftir hinn
kunna sögumann og hagyrðing
Stefán Vagnsson frá Hjaltastöð-
um i Skagafirði. Hefur það að
geyma endurminninga- og frá-
söguþætti, þjóðsögur og nokkurt
sýnishorn af kveöskap Stefáns
en margar stökur hans eru
landsfleygar. — Unnið er að út-
gáfu á fyrra bindi mikils rit-
verks, er nefnist Svarfdælingar
og er vonazt til að það geti kom-
ið út fyrir jól. Hefur þaö að
geyma ábúendatal i Svarfaðar-
dal jafnlangt aftur og heimildir
ná og jafnframt getið niðja allra
ábúenda. Höfundurinn, Stefán
Aðalsteinsson féll frá áður en
setning ritsins hófst og kom i
hlut dr. Kristjáns Eldjárns að
fylla það skarö er þar var fyrir
skildi varðandi siðasta frágang
handritsins til prentunar og
jafnframt ritar hann formála
verksins.
Eftir dr. Gylfa Þ. Gislason
koma út fjórar bækur. Þrjár
þeirra, Bókfærsla, Þættir úr
viðskiptarétti og Þættir úr
rekstrarhagfræði, eru samdar
til notkunar i menntaskólum og
öðrum framhaldsskólum. Sú
fjórða, Bókfærsla og reiknings-
skil, er námsbók i viðskipta-
fræðum við Háskóla íslands og
jafnframt notadrjúg handbók
allra þeirra, er annast bókhald,
uppgjör og endurskoðun. —
Veöurfar á tslandi nefnist bók
eftir Markús Einarsson veður-
fræðing, þar sem gerð eru.
skil meginþáttum veður-
fars hér á landi. Ætti hún
að koma að góðum notum
fyrir alla þá, sem eiga mik-
ið undir veðurfari auk þess
sem hún á erindi til allra
þeirra, er áhuga hafa á náttúru
landsins. — Eftir dr. Magnús
Pétursson háskólakennara i
Hamborg kemur út Hljóðfræði,
sem er ætlað ákveðið hlutverk,
lýsing á hljóðmyndun i islenzku
og er fyrsta rit sinnar tegundar
á islenzku. Er þetta fyrsta bók i
fyrirhugaöri ritröð varðandí
nám og kennslu, sem Iðunn gef-
ur út að frumkvæði Kennarahá-
skóla Islands. — islenzkar bók-
menntir til 1550 eftir Bladur
Jónsson, Indriða Gislason og
Ingólf Pálmason er ágrip is-
lenzkrar bókmenntasögu á
þessu timabili ætluð skólum og
almenningi. — Setningarfræöi,
málfræði, hljóðfræðinefnist bók
eftir Ingólf R. Björnsson is-
lenzkukennara, sem einkum er
ætluð til notkunar i 9. bekk
grunnskóla. Þetta er bók i ný-
stárlegu formi og er m.a. eins
konar vinnubók nemenda.
Þýddar skáldsögur eru þrjár:
Sirkus eftir Alistair MacLean,
Til móts við hættuna eftir
Hammond Innes og 1 greipum
dauöans eftir David Morrell.
Barnabækur eru allmargar að
vanda. 1 afahúsi nefnist ný bók
eftir Guðrúnu Helgasóttur, sem
kunn er af bókum sinum tveim-
ur um Jón Odd og Jón Bjarna,
en þær hafa báðar komið út i
nýjum útgáfum á þessu ári. —
Helgi skoðar heiminn, bók
þeirra Halldórs Péturssonar
listmálara og Njarðar P. Njarð-
vik lektors, varð til með þeim
hætti, að Halldór teiknaði töö
litmynda um litinn dreng, hest-
inn hans og hundinn, en Njörður
Rammagerðin
Sendum um allan heim.
Allar sendingar full tryggðar.
Rammagerðin
Hafnarstræti 19 og Hótel Loftleiðum
Reykjavikurhöfn óskar að ráða
VL.
byggingotæknifræðing
Laun samkvæmt kjarasamningi 'fþ
Reykjavikurborgar og Starfsmannafé-
lags Reykjavikurborgar.
¥
r.C;<4
V'
v' >•>
r.*;*
Hafnarstjórinn í Reykjavik.
&
Hannes Pétursson
samdi'siðan sögu, sem fellur að
myndunum. Myndirnar voru á
sýningu Halldórs nú i haust og
Þorgeir Þorgeirsson
vöktu mikla athygli. — Sigrún
fcr á sjúkrahús nefnist bók eftir
Njörð P. Njarðvík, myndskreytt
af Sigrúnu Eldjárn. Þetta er
saga, sem er ætlað þaö hlutverk
að búa litil börn undir þá nýju og
stundum erfiðu lifsreynslu að
þurfa að leggjast inn á sjúkra-
hús. Bókin er samin i samráði
við barnadeild Landakots-
spitala — Þá eru átta litprentað-
ar barnabækur handa litlum
börnum: Tvær nýjar Tumabæk-
ur eftir Gunilla Wolde, tvær
bækur um Emmu eftir sama
j höfund, tvær bækur um Kalla og
Kötu eftir Margret Rettich,
Breytingar I Grisabæeftir Ann-
ette Tison og Talus Taylor, höf-
unda bókanna um Barbapapa,
og loks koma svo myndasögur
af Barbapapa og fjölskyldu
hans.
Af endurútgáfum skulu aðeins
nefndar Eddukvæði i útgáfu
Ólafs Briem menntaskólakenn-
ara og Bfllinn eftir Guðna
Karlsson. forstöðumann Bif-
reiðaeftirlits rikisins.
Loks er svo þess að geta, að
Iðunn gefur út eina hljómplötu,
Einu sinni var.þar sem sungnir
eru textar úr Visnabókinni al-
kunnu.