Tíminn - 07.11.1976, Blaðsíða 27

Tíminn - 07.11.1976, Blaðsíða 27
Sunnudagur 7. ndvember 1976 TÍMINN 27 Tónleikar í Hóskólanum Nú I vetur verður efnt til tón- leika innan Háskólans likt og undanfarna tvo vetur. Tónleik- arnir verða haldnir i Félagsstofn- un stúdenta á laugardögum. Þessir tónleikar eru fyrirhug- aðir i vetur. 6. nóv. 1976 Halldór Haraldsson pianóleikari: Schuman: Kreisleriana, op. 16, Chopin: Polonaise-Fantasie, op. 61. 20. nóv. 1976 Rut Magnússon söngkona, Jósef Magnússon flautuleikari, Páll^ Gröndal sellóleikari og Jónas Ingimundarson pianóleikari flytja franska tónlist, m.a. Chansons Madécasses eftir Ravel. 4. des. 1976 Guðrún Tómasdóttir söngkona og Jónas Ingimundarson pianóleik- ari flytja sönglög og pianóverk eftir Chopin. 29. jan. 1977 Ragnheiður Guðmundsdóttir syngur lagaflokkinn Haugtussa eftir Grieg og sönglög eftir Sind- ing, Tchaikovsky og Cyril Scott. 19. feb. 1977 Háskólakórinn syngur undir stjórn Rutar Magnússon. 12. marz 1977 Manuela Wiesler, flauta: Kristján Þ. Stephensen, óbó: Sig- urður I. Snorrason, klarinett: Stefán Þ. Stephensen, horn og Hafsteinn Guðmundsson, fagott: Blásarakvintettar eftir Franz Danzi, Jón Asgeirsson og Jean Francaix. 2. aprll 1977 Gisli Magnússon og Halldór Haraldsson leika verk fyrir tvö pianó, sónötu fyrir tvö pianó og ásláttarhljóðfæri eftir Bartók og tilbrigði um barnalagið „Chopsticks” eftir ýmsa rússneska höfunda. 23. april 1977 Lárus Sveinsson, trompet: Christina Tryk, horn og Ole Krist- ian Hansen, básúna, flytja málm- blástursverk eftir Sanders, Bach, Bentzon, Avril og Poulenc. Einnig mun Tónleikanefnd Háskólans eiga samvinnu við fé- lagið Germaniu um sýningar á óperukvikmyndum sem geröar hafa verið i Hamborgaróperunni I umsjá prófessors Rolf Lieber- mann. Sýningar þessar verða I Nýja Bió á laugardögum. Þessar sýningar eru fyrirhugaðar I vet- ur: 13. nóv. 1976 Brúðkaup Figarós eftir Mozart. 22. jan. 1977 Töfraskyttan (Der Freischiitz) eftir Carl Maria von Weber. 26. feb. 1977 Meistarasöngvararnir frá Niirn- berg eftir Richard Wagner, fyrri hluti. 5. marz 1977 Meistarasöngvararnir frá Nurn- berg, siðari hluti. Aðalfundur Kennarafélags Hafnarfjarðar: Kennarar landsins stofni með sér samtök hið bróðasta F.I. Reykjavik. — A aðalfundi Kennarafélags Ilafnarf jarðar, sem haldinn var þann 5. okt. sl. var samþykkt ályktun þess efnis að stofna bæri Kennarasamband tslands hið bráðasta. t ályktuninni segir, að ekki sé lengur hægt að sniðganga kenn- ara við skipulagningu og fram- kvæmd væntanlegra breytinga á skólamálum þjóðarinnar. Þeir hafi almennt ekki verið hafðir með i ráðum til þessa og beri þeim þvi að stofna með sér sam- tök til þess að slíkt endurtaki sig ekki. Samtakamátturinn gæti og haf- ið kennarastarfið til þess vegs, sem þvi ber, segir ennfremur i á- lyktuninni, jafnt hvað laun og að- stöðu snertir. Eðlilegt er að taka mið af kjörum kennar á Norður- löndum, þegar stefnan verður mótuð i þeim efnum. Séu laun kennara borin saman við laun annarra stétta.kemur I ljós, að kennarar eru hrein láglaunastétt. Fundurinn vekur eftirtekt manna á þvi, að mikið hafireynd- ar verið rætt um stofnun Kenn- arasambands Islands, en minna orðið úr framkvæmdum. Kenn- arafélag Hafnarfjarðar minnir félagsmenn hinna ýmsu stéttar- félaga á, að nú sé kominn timi til að láta verkin tala. Formaður félagsins er Rúnar Már Jóhannsson. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 j „DERBY" frystikistur, 5 stærðir, 2 verðflokkar, frystiskápar, 2 stærðir, „DERBY“ frystitækin hafa vandað yfirbragð, með haganlega lausn á hverju smáatriði eins og: „Hermetisk" frystiþjappa sem tryggir hámarks frystiafköst. Ytrabyrði úr stáli, rafzinkhúðuð til ryðvarnar, búið hitarörum gegn daggarmyndun. Innrabyrði úr hömruðu áli, en kostir þess eru ótvíræðir, ál er mjög góður varmaleiðari með afar lágan eðlisvarma, þetta flýtir djúpfrystingunni. Jafnframt er ál framúrskarandi auðþrifið. Lokið lokast óaðfinnanlega þétt, búið jafnvægisgormum sem létta það við opnun, læsingu og ljósi. Ennfremur er yfirborð þess klætt plasthúð til prýðis og til varnar gegn rispum. Sérstakt djúpfrystihólf er í „DERBY“, þannig má djúpfrysta ný matvæli án þess að kosta til frekari kælingu á matvælum sem þegar liggja frosin fyrir í kistunni. Petta hraðar djúpfrystingunni og sparar rafmagn. Einangrunin er hið viðurkerinda „Pelyuretan“ frauðplast. í „DERBY“ frystikistum er botninn auðvitað frystiflötur líka. Auglýsið í Tímanum ^ rn % /p /fl r£Tœfe ^ % Jf ? t$i- m ^ /p 4 SIÐUMULA 30 SÍMI: 86822 Eigum mikið úrval af vönduðum húsgögnum Auk þess að framleiða og selja stöðluð húsgögn reynum við að verða við óskum fólks um sérkröfur er varða breytingar T.M. skiptiveggurinn er framleiddur í einingum, sem gefa möguleika á breidd allt frá 80 cm. og upp í 280 cm. og meira, ef óskaö er. Hæö eininganna er 205 cm. frá gólfi og upp á efri brún, þykkt er 50 cm., ef skilrúm er i miðjum skáp, er dýpt á hillu 23 cm. Barskápurinn er 30 cm. djúpur. Skápur meó viðarhurðum (S IX) er hugsaður til dæmis sem borðbúnaðarskápur og er 45 cm. á dýpt. Möguleikar á breytingum eru þaö margar að unnt er að taka tillit til sér óska kauþenda um fyrirkomulag innréttinga. íslenzk húsgögn fyrir íslenzk heimili

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.