Tíminn - 13.11.1976, Qupperneq 2
2
TÍMINN
Laugardagur 13. nóvember 1976
erlendar f réttir
• Góð síldveiði
hjó Svíum
í okt.
I sænskttm clagblöðum
segir nýlcga frá þvl, aö all-
mikiö hafi vciözt af söltunar-
sild „rétt viö bæjardyrnar”
hjá sænsku sildarniöur-
lagningarverksmiöjunum i
Kungsham. t óktóber munu
hafa vciözt á þessu svæöi 12-
15 þúsund tunnur af þessari
óvæntu sildargöngu.
Nokkuö af umræddi-i slld
hefur veriö kryddsaltaö I
Sviþjóö, en meiri hluti henn-
ar fluttur á uppboösmarkaö I
Danmörku, þar sem hærra
verð fæst þar fyrir fersksild-
ina en i Sviþjóö. Sainkvæmt
þeim fitumæiingum, sem
kunnugl er um aö gcröar
hafa verið, hefur fitumagn
sildarinnar reynzt 20-22%
miöaö viö siidína heila.
•VIII lóvarða-
deildina feiga
Reuter, London — Tony Benn,
einn af ráöherrum brezku rlk-
isstjórnarinnar, hvatti i gær til
þess aö lávaröadeiid brezka
þingsins verði algcrlega og
þegar i staö lögö niöur.
Benn, sem sjálfur erföi á
sinum tiina lávaröartitil en af-
salaöi sér lionum til þess aö
gcta setið áfram I neöri deiid
þingsins, sagöi i útvarpsviö-
tali í gær,: — Þaö mikílvæga i
þessu máli er aö afnema þetta
ólýöræðislega fyrirbæri alger-
lega úr stjórnarskrá okkar.
Lávaröadeildin hefur
undanfariö gert miklar breyt-
ingar á öllum frumvörpum
brezku rikisstjórnarinnar og
sent þau þar meö aftur tií
neöri deildar, þar scm rfkis-
stjórnin hefur aöcins cins
þingmanns mcirihluta. Siöast-
iiöna viku hcfur rikisstjórnin
meö herkjum náö aö afnema
flestar breytingarnar, en eitt
af mikilvægustu fruipvörpum
hennar scm miöaöi aö þvi aö
auka rcttindi hafnarverka-
manna til atvinnu, kom svo
breytt frá lávaröadeiidinni, aö
ekki reyndist uiint aö lagfæra
það.
Takist stjórn Verkamanna-
flokksins ckki aö koma frum-
vörpum sinum i gegn l næstu
viku, falla þau öll dauö niöur
samkvæmt regluin þcim, sem
gilda um óafgreidd lagafrum-
vörp, þvi þá lýkur þessu þingi.
Benn sagöi I gær, aö hann
væri ekki i vafa um, aö viöhald
þessarar frumstæöu og ólýð-
ræöislegu deildar þingsins
væri einn af verstu veikicikum
Bretlands og cin af orsökum
velkrar efnahagsstöðu rikis-
ins.
Búizt cr viö, aö lávaröarnir
haldi áfrain aö tefja störf
þingsins eftir getu.
• Enn fangar,
eftir þrjátíu ár
Reuter, Raris, — Talið er
hugsanlegt, aö franskur prest-
ur og einn af félögum frönsku
neöanjaröarhreyfingurinnar á
árum annarrar heimsstyrj-
aldar, séu enn I fangelsi I
Síberiu þótt þrjátiu ár séu lihin
frá lokumstyrjaldarinnar, aö
þvi cr segir i skýrsiu irá
franska þinginu, sem birt var i
Paris i gær.
i skýrstunni eru mennirnir
tveir nafngreindir, og scgir
þar, að presturinn sé Francois
Bourgct.cn maðurinn úr neö-
anjaröarhreyfingunni heiti
Jean Thiran.
Sagt cr, aö báöir liafi þeir
verið i haldi i Sovétrikjunum
frá lokum heimsstyrjaldar-
innar.
Ræktun jarðrasks við vegakanta:
Árangur aldrei verið
eins góður
og i s
gébé Rvik. — Mikiö hefur veriö
gert undanfarin fjögur sumur til
að græða þau sár i jarðvegi sem
myndast vegna jarörasks, aðal-
lega við vegaverö. Á liðnu sumri
varð árangur sáningar mjög góö-
ur, og er reyndar talinn sá bezti,
sem hingað til hefur náöst. Gras-
fræi var sáð i hvorki meira né
minna en 415 hektara lands i sum-
ar og áburöi dreift yfir 405 hekt-
ara, sem i haföi verið sáö i fyrra-
sumar. Þaö er fyrirtækiö Sáning
h.f., sem hefur mjög stórvirka og
fljótvirka véltil umráöa, sem sér
um þetta verk fyrir Vegagerö rík-
islns en. aö sögn Rögnvalds Jóns-
sonar, deildarverkfræðings vega-
gerðarinnar, varð heildarkostn-
aður vegagerðarinnar s.l. sumar
vegna vinnu og efnis viö sáningu
og áburöargjöf, alls kr. 39
miiljónir. Einn helzti frumkvööull
þess aö fyrrnefnd vél var keypt til
landsins og fyrirtækiö Sáning hf.
stofnaö, er hinn kunni athafna-
maöur, Sveinbjörn Jónsson, sem
siöari áratugi hefur veriö kennd-
ur viö Ofnasmiðjuna i Reykjavik.
Nýiega var norskur sérfræöingur
um þessi mál, Erland Westbye,
staddur hér á landi, og ræddi
biaöamaöur Timans viö hann,
Sveinbjörn og Rögnvald, um þró-
un þessara mála hér á landi
undanfarin ár.
Það var áriö 1971, sem Svein-
björn Jónsson, skrifaöi Erland
Westbye, og skýröi fyrir honum
þann áhuga sinn aö rækta upp sár
i jarðvegi við vegakanta viös veg-
ar á landinu, og æskti ýmissa
upplýsinga. Eftir nokkur bréfa-
viðskipti þeirra i milli, kom West-
bye hingað til lands til viðræðna,
, tm Wmá
■ •: '
og árið 1973 kom svo sáningarvél-
in til landsins og sama sumar var
hún tekin i notkun.
Vél þessi er mjög fljótvirk, en
hún er höfö á palli vöruflutninga-
bifreiðar, og er grasfræi blandað.
vatni og i sumum tilfellum bindi-
efni, sprautað úr fimm þúsund
litra tanki. Er hægt aö sprauta
allt að 50 m frá vegakanti. Þaö
tekur aðeins um 10 mínútur aö
tæma tankinn, en i 1 hektara
lands fara um 40 kg af grasfræi.
— Fyrsta sumariö komu fram
ýmsir byrjunarörðugleikar i
sambandi við notkun vélarinnar,
t.d. kom i ljós að hún var ekki ný
heldur notuð, og þurfti m.a. að
skipta um mótor i henni, sagöi
Sveinbjörn. — Þetta haföi allmik-
inn kostnaðarauka i för meö sér,
fyrir hlutafélagið, sem hafði verið
stofnað til að starfrækja vélina og
finna rekstrargrundvöll fyrir
hana.
Fyrirtæki Erlands Westbye og
Norsk Hydro i Noregi, hafa verið
mjög hjálpsöm við að koma fyrir-
tækinu Sáningu hf. á fót, svo og
við að veita ráðleggingar og ýms-
ar fyrirgreiðslur. Þá fékk Sáning
hf. fyrirgreiðslu hjá Búnaðar-
bankanum þegar i byrjun, og
vegagerðin hefur sýnt mikinn á-
huga, enda hefur hún gert samn-
ing við Sáningu hf. á hverju ári
hingað til. siðan rekstur fyrirtæk-
isins hófst.
— 1 þau 4 sumur, sem sáningar-
vélin hefur verið starfrækt, hefur
verið sáö i næstum 2 þúsund hekt-
ara lands og áburði verið dreift i
næstum 1500 hektara, éða
34.572.200 kvaðratmetra, sagöi
Hér er verið aðj'inna að
sáningu i tilraúnaskyni i
Vestmannaeyjum,og sést
greinilega hvernig vélin
vinnur. Hægt er að
sprauta grasfræjunum
allt að 50 m frá vegar-
kanti.
Sveinbjörn. — Við höfum verið
mjög heppnir með samstarfs-
menn og starfsfólk, sem hefur
náð þessum góða árangri, sagði
hann. Sáning hf. hefur einnig unn-
ið aö öðrum verkefnum en fyrir
vegagerðina, t.d. fyrir Keflavik-
urf lugvöll og Alverksmiðjuna, og
tókst uppgræðsla lands á þessum
stöðum framar öllum vonum.
— Sáning hf. hefur annazt að
mestu alla sáningu fyrir vega-
Framhald á bls. 19.
Dr. Jóhannes Nordai, Seðlabankastjóri:
Útlit fyrir að viðskiptahallinn á
árinu verði aðeins þriðjungur
greiðsluhallans á síðasta ári
Jóhannes Nordal#
Seölabankastjóri/ ritar
forystugrein í nýútkomnu
Fjármálatíðindum, sem
hann nefnir „Hægur
afturbati", þar sem hann
rekur efnahagsþróunina
i heiminum. Segir hann
þar, að eftir öra fram-
leiðsluaukningu á fyrra
helmingi þessa árs, hafi
nú hægt á efnahags-
batanum.
1 greininni segir dr. Jóhannes
Nordal:
„Fyrir Islendinga hefur
þróuninaöýmsu leyti oröiö hag-
stæöari en búizt hafði veriö viö i
upphafi ársins. Astæðan var
mikil og óvænt hækkun hráefna
og matvælaverðs, einkum á
öörum ársfjórðungi þessa árs og
þar af leiðandi batnandi við-
skiptakjör Islendinga. Þessi
hækkun matvæla og hráefna-
verðs virðist hins vegar hafa
stafað af tfmabundnum orsök-
um, svo sem birgðasöfnun eftir
langt samdráttarskeið, enda
var hún miklu meiri en aukning
almennrar eftirspurnar gaf til-
efni til. Sú hefur llka orðið
raunin á, að ekki hefur orðiö
framhald á þessum verð-
hækkunum, nema i takmörkuð-
um mæli, og litið bendir til frek-
ari bata viðskiptakjara næstu
mánuði.
Sá bati, er varð á viöskipta-
kjörum, einkum á fyrra helm-
ingi ársins, hefur verulega létt
Islendingum róöurinn i efna-
hagsmálum. Vegna hagstæöari
ytri skilyrða, áhrifa markviss-
ari stefnu i lánsfjármálum og
bættrar stöðu rikissjóðs hefur
tekizt aö draga mjög úr hinum
alvarlega viðskiptahalla við út-
lönd. Til dæmis varð hallinn á
vöruskiptajöfnuðinum 5200
milljónir króna á fyrstu þremur
ársfjórðungum þessa árs, en
þaö er aöeins einn fjórði af
hallanum á sama tima á árinu
1975, ef báðar tölurnar eru
reiknaðar á meöalgengi þessa
árs. Hér er vissulega um mikil
umskipti að ræða, eftir hinn
gifurlega viöskiptahalla undan-
farinna tveggja ára. Virðist nú
ástæða til aö ætla, að viðskipta-
hallinn veröi á árinu 1 heild inn-
an viö 10 milljarða króna,
þ.e.a.s. aðeins rúmlega þriðj-
ungur greiðsluhallans á siðast-
liðnu ári, ef hann er reiknaöur
sem hlutfall af þjóðarfram-
leiðslu. Er þetta betri árangur
en áætlanir I upphafi ársins
gerðu ráð fyrir, en mismunur-
inn felst allur I áhrifum bættra
viðskiptakjara og örari útflutn-
ingi á áli, en miklar álbirgðir
höföu safnazt fyrir á árinu 1975
vegna sölutregöu.
Þennan þakkarverða árangur
verður þó aðeins að skoða sem
áfanga að þvi marki að endur-
reisa stöðu þjóöarbúsins út á
við. Enn er viðskiptahallinn við
útlönd um 4-5% af þjóðarfram-
leiðslunni, nettógjaldeyriseign
bankanna sáralitil og skulda-
byrðin við útlönd ört vaxandi.
Jöfnun viðskiptahallans er þvi
eftir sem áöur brýnasta verk-
efniö I efnahagsmálum. Ekki er
ástæða til að ætla, eins og nú
horfir i efnahagsmálum I um-
heiminum, aö enn frekari bati
viðskiptakjara verði þar að liði
á næstunni. Þvert á móti eru
ýmsar blikur á lofti bæöi i hæg-
ari afturbata i efnahagsmálum
og yfirvofandi hækkun oliuverð-
lags, sem sett gætu strik i reikn-
inginn. Er nauðsynlegt aö hafa
þessi vandamál öll i huga, þeg-
ar gengið er frá afgreiðslu fjár-
laga og lánsfjáráætlun fyrir árið
1977. Aðeins með áframhald-
andi aðhaldi I útgjöldum opin-
berra aðila og fjármögnun
framkvæmda er von til þess að
koma stöðunni út á við aftur i
viðunandi horf.”