Tíminn - 13.11.1976, Qupperneq 8

Tíminn - 13.11.1976, Qupperneq 8
8 TÍMINN Laugardagur 13. nóvember 1976 A fyrstu tónleikum Kammersveitar Reykjavikur, sem haldnir veröa i sal Hamrahllöaskólans n.k.sunnudag kl. 16.00, veröur m.a. á efnisskrá „Angelus Domini” eftir Leif Þórarinsson. Verkiö samdi Leifur áriö 1975 og var þá frumflutt til heiðurs Ragnari Jónssyni I Smára af félögum úr Kammersveitinni. A meöfylgjandi mynd eru flytjendur verksins ásamt Rut Magnússon, sem syngur einsöng. Kammersveit Reykjavíkur Sjö erlend tónverk verða frumflutt í vetur Kammersveit Reykjavikur hefur nú sent frá sér tónleika- skrá komandi vetrar. Var þessi skrá kynnt á blaöamannafundi af þremur stjórnarmeölimum Kammersveitarinnar þeim Gunnari Egilssyni, Rut Ingólfs- dóttur og borkeli Helgasyni, sem jafnframt er framkvæmda- stjóri sveitarinnar. Starfsemi Kammersveitar Reykjavikur verður meö liku sniöi og tvö siöastliðin ár. Haldnir verða fernir reglulegirj tónleikar, en auk þess mun1 sveitin keppa að þvi að koma fram við önnur tækifæri. Á fyrstu tónleikunum, sem haldnir verða n.k. sunnudag þ. 14. nóv. I sal Menntaskólans við Hamrahlið verða eingöngu flutt tónverk samin á þessari öld. Yngst er verk Leifs Þórarins- sonar „Angelus Domini”, en auk þess eru á efnisskrá „Rondi eftir B. Martinu og Kvintett op. 39 eftir S. Prokofieff. Að þessu sinni verða jólatón- leikar nú þann 12. des. i Krists- kirkju i Landakoti og eru þeir að venju helgaðar barokktónlist. Á efnisskrá er m.a. Jólakonsert Corellis, sem er vel þekktur hér á landi, en önnur verk tónleik- anna hafa ekki verið flutt, má þar nefna „Konsert fyrir sembal og strengi i A-dúr” eftir J.S. Bach. A þriðju tónleikunum þann 20. febrúar 1977 verður frumflutt hér á landi viðfrægt verk franska tónskáldsins Oliver Messiaen um endalok heimsins. Heitir verkið á frummálinu Quatuor pour la fin du temps og er það samið út frá tiunda kafla Opinberiinarbókarinnar, þar er Drottinn tilkynnir endalok heimsins. Messiaen mun hafa samið þetta verk i striðsfanga- búðum nazista i siðustu heims- styrjöld. Seinustu tónleikarnir verða haldnir þann 27. marz 1977 og verða hátiðatónleikar a.m.k. að tvennu leyti. I fyrsta lagi verður frumflutt tónverk eftir norska tónskáldið Ketil Sæverud, sem hann hefur samið að beiðni Kammersveitarinnar. Þá eru tónleikarnir einnig minningar- tónleikarum Beethoven, en 150. ártið hans er daginn fyrir tön- leikana. A þessum tónleikum verður einnig verk Jóns Leifs „Mors et Vita”. Eins og sjá má að framansögðu, þá beinist starfsemi Kammersveitar Reykjavikur einkum að þvi að kynna tónlist, sem ekki er oft flutt hér á landi. A stefnuskrá sveitarinnar er einnig kynning islenzkrar tón- listar erlendis, og gæti sá þáttur orðið mikill, ef nægur fjárhags- legur stuðningur fengist. Það var ekki fyrr en i fyrra að Kammersveitin gat þegið boð erlendis frá, en þá fóru fjórir félagar til Osló og fluttu þar verkeftirHafliða Hallgrimsson. Næsta sumar er ráðgert að fara til italiu með Pólyfónkórn- um og einnig hefur sveitinni boðizt að leika á islenzkri menningarviku i Málmey á næsta ári. AUGLÝSIÐ í TÍAAANUM K Dr. Alfreðs, úraniumsérfræðingur umvafinn kvennafans (Margrét Helga Jóhannsdóttir, Aróra Halldórsdóttir, Margrét ólafsdóttir, Hrönn Steingrimsdóttir). Leikfélag Reykjavíkur: KJARNORKA OG KVENHYLU í AUSTURBÆJARBÍÓI Leikfélag Reykjavikur frum- sýnir gamanleikinn Kjarnorku og kvenhylli eftir Agnar Þórð- arson i Austurbæjarbiói á laugardagskvöld. Sýning þessi er sett á svið vegna húsbygg- ingasjóös Leikfélagsins, en framkvæmdir eru nú hafnar viö byggingu Borgarleikhúss, sem kunnugt er. Karnorka og kvenhylli var á árum áður eitt farsælasta verk- efni Leikfélagsins. Það var frumsýnt i Iðnó 1955 og var sýnt þar alls 71 sinni, sem þótti eins- dæmi þá. Leikstjóri var Gunnar R. Hansen, en hann áttidrjúgan þátt i listrænum árangri og vel- gengni félagsins á þeim árum. — Kjarnorka og kvenhylli fjallar meðal annars um mis- vitra stjórnmálamenn, ástamál og úraniuumdrauma, sem eiga um sumt skylt við stóriðju- draumsýnir nútimans segir i frétt frá Leikfélaginu. Eftir að verkið leit dagsins ljós i Iðnó, hafa allmörg áhugafélög gh'mt við það. — Leikstjóri verksins nú er Sig- riður Hagalin, en þessi reyndi leikari fæst nú i fyrsta sinn við leikstjórn. Leikmynd gerir Jón Þórisson. Þorleif alþingismann leikur Guðmundur Pálsson, Karitas konu hans Margrét Ólafsdóttir, Sigrúnu dóttur þeirra Ragn- heiður Steindórsdóttir, Sigmund bónda Jón Sigurbjörnsson, Dr. Alfreðs leikur Kjartan Ragnarsson, Kristinu vinnu- konu Valgerður Dan, Valdimar stjórnmálaleiðtoga Gisli Hall- dórsson, Elias sjómann Jón Hjartarson. Frúrnar þrjár leika Margrét Helga Jóhannsdóttir Aróra Halldórsdóttir og Hrönn Steingrimsdóttir.Bóas þingvörð leikur Karl Guðmundsson, Epihara, prófessor Klemens Jónsson og blaðsöludreng Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Taktu verlega á henni, hún er rlkiseign. Bóas þingvörður (Karl Guðmundsson) sýnir Sigmundi bónda (Jóni Sigurbjörnssyni) embættistákn sitt. re- ?.> ÍTo»? * ???? ?»???? (A ???? I ^ É'í nm\\ íWí í Kaupmenn — Kaupfélög Jólin nólgast Tökum upp daglega Gjafavörur Leikföng o.fl. o.fl. INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg. símar 84510 og 84510 lcfeVv, Ríkisstarfsmenn BHM Almennur fundur verður haldinn i Súina- sal Hótel Sögu kl. 13.30 mánudaginn 15. nóv. Fundarefni: 1. Krafa BHM um grunnkaupshækkun 2. Staðan i samningsréttarmálinu 3. Lifeyrissjóðsmál 4. Almennar umræður. Félagsmenn fjölmennið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.