Tíminn - 13.11.1976, Síða 9
g
9
.r.» lossíniiviiU ! jív.r13*3
Laugardagur 13. nóvember 1976 TÍMINN
Wíwrnn
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steingrfmur Gisiason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu
viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöal-
stræti 7, sími 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga-
simi 19523. Verö i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr.
1.100.00 á mánuöi. Blaðaprenth.f.
Ómaklegar árásir
á merkilegt framtak
í Sambandsfréttum er nýlega vakin athygli á þvi,
að mikill úlfaþytur hefur verið i nokkrum blöðum
sökum þess, að Skinnaverksmiðjan Iðunn hyggst
auka verulega vinnslu sina á gærum eins og lengi
hefur staðið til. Af þeim ástæðum verður SÍS ekki
lengur aflögufært tii að selja öðrum innlendum
aðiljum, likt og verið hefur undanfarin ár.
Samkvæmt Sambandsfréttum mun Búvörudeild
SíS fá um 700 þús. gærur til sölumeðferðar eða mun
færri en áætlað var. Fyrirfram hafa verið seldar
um 50 þús. gráar gærur til Sviþjóðar, en sala þeirra
byggist á þvi, að Sviar greiða fyrir þær mun hærra
verð en aðilar hér heima. Þá hafa verið seldar
fyrirfram um 100 þús. gærur til Póllands og er það
50 þús. minna en þeim var selt i fyrra. í þessu eru
um 15 þús. gærur af fullorðnu fé, sem seljast illa hér
innanlands og auk þess talsvert af þvegnum og
klipþtumgærum.Pólverjar hafa lengi keypt gærur
af íslendingum og þótti þvi ekki fært að hætta söl-
unni þangað alveg, enda gert ráð fyrir þvi i við-
skiptasamningnum milli íslands og Póllands, sem
gildir til 1980, að þeir fái gærur héðan. Salan til
þeirra var hins vegar lækkuð um þriðjung,
Aðalástæðan til þess, að SIS getur nú ekki að ráði
selt öðrum innlendum aðilum en Iðunni gærur er sú,
að Iðunn mun auka framleiðslu sina og vinna úr 550
þús. gærum. Hin nýja sútunarverksmiðja Iðunnar
var reist 1969 og var megintilgangurinn með bygg-
ingu hennar, að fullvinna það gærumagn, sem
þangað til hafði verið flutt út litt eða ekki unnið. Sið-
an hefur verið unnið markvist að þessum málum og
er nú svo komið, að fullvinnsla Iðunnar á loðskinn-
um tvöfaldast ár frá ári.
I Sambandsfréttum segir svo á þessa leið:
„Það var frá upphafi augljóst mál, að til þess að
fullnýta afkastagetu þessarar nýju sútunarverk-
smiðju þyrfti hún að fá nær allt það hráefni, sem til
Búvörudeildar Sambandsins fellur á ári hverju.
Þegar ákvörðun um stærð verksmiðjunnar var tek-
in 1969, varð niðurstaðan sú, að verksmiðjan full-
nýtt þyrfti að taka til vinnslu um 600 þúsund skinn
til að vera samkeppnisfær á erlendum mörkuðum.
Frá 1969 hefur siðan verið unnið stöðugt að þvi að ná
þessu markmiði, m.a. með þjálfun starfsfólks og
öflun á tæknilegri reynslu. Árangurinn hefur orðið
sá, að nú er talið, að Sútunarverksmiðjan Iðunn sé
ein fullkomnasta verksmiðja sinnar tegundar i
Evrópu.
Ofangreindar staðreyndir hafa siður en svo verið
nokkuð leyndarmál, heldur var frá þeim skýrt þeg-
ar i byrjun, þegar bygging nýju sútunarverksmiðj-
unnar var ákveðin 1969. Allt frá þeim tima hefur
það verið fullljóst hverjum sem vita vildi, að innan
Sambandsins var stefnt að þvi, að Skinnaverk-
smiðjan Iðunn gæti tekið til vinnslu sem allra mest
af þeim gærum, sem falla i sláturhúsum Sambands-
kaupfélaganna á hverju ári. Af hálfu Sambandsins
hefur það vitaskuld ráðið þessari stefnu, að með þvi
að fullvinna sem mest af gærunum hér innanlands
mætti jöfnum höndum auka atvinnu i landinu og
margfalda verðmæti þeirra afurða, sem fluttar
væru á erlenda markaði.
Þegar á málin er litið i ljósi þessara staðreynda
vekur þaðþvi furðu, að nokkur af dagblöðum lands-
ins skuli hafa notað þetta mál sem tilefni leiðara-
skrifa um það, að Sambandið sé að verða harðsvir-
aður auðhringur, sem stefni að þvi að ryðja keppi-
nautum sinum úr vegi og skapa sér drottnunarað-
stöðu á markaðinum. Allt slikt tal er gjörsamlega út
i hött.” Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Gierek ætlaði
sér of mikið
Hann hefur látið Pólverja lifa um efni fram
Wyszynski kurdinúli
ÞÓTT erfitt sé að fá réttar
fréttir af efnahagsástandinu i
Pollandi, virðist það ljóst, að
stjórn Giereks hefur við mikla
ogvaxandi efnahagserfiðleika
að glima. Þeir erlendir frétta-
skýrendur, sem bezt fylgjast
með framvindu mála þar,
telja ekki ósennilegt, að þar
geti dregið til enn meiri tið-
inda en i júnimánuði siðast-
liðnum, þegar skyndiuppþot
verkamanna á ýmsum stööum
urðu til þess, að stjórnin
frestaði boðaðri hækkun á
landbúnaðarvörum, og hefur
enn ekki látið hana koma
nema að litlu leyti til fram-
kvæmda.
Rétt sex ár eru nú liðin
siðan, að verkamenn mót-
mæltu kjaraskerðingum svo
rækilega, að Rússar skárust i
leikinn og beittu sér fyrir þvi,
að Gomulka var látinn leggja
niður völd. Um tvennt virtist
þá að velja, að beita hervaldi
eða láta Gomulka vikja.
Rússar töldu fyrri kostinn
betri, minnugir þess, hvernig
ihlutun þeirra i Tékkóslóvakiu
tveimur árum áður hafði
mælzt fyrir. Gomulka fór þvi
frá eftir aö hafa verið mesti
valdamaður Póllands i' 14 ár. I
stað hans kom Edward
Gierek, sem hafði unnið sér
viðurkenningu og vinsældir
sem dugmikill og stórhuga
framkvæmdamaður. Hann
gerði ýmsar breytingar á
stjórnarstefnunni, sem fólu i
sér kjarabætur fyrir verka-
menn. Jafnframt hófst hann
handa um margháttaðar
framkvæmdir til eflingar
iðnaðinum og fékk til þess
lánsfé frá Vestur-Þýzkalandi,
Frakklandi og fleiri vest-
rænum löndum. Stjórn hans
virtist lika njóta vaxandi vin-
sælda með ári hverju. Fregn-
irnar um mótmælaaðgerð-
irnar i júnimánuði siðastl.
kom þvi mörgum á óvart, en
flest, sem komið hefur á dag-
inn siðar, virðist benda til, að
Gierek glimi nú við efnahags-
erfiðleika, sem óvist er að
honum takist að ráða við.
ÞAÐ virðist nú fullkomlega
ljóst, að sú velmegun, sem
virtist rikja i Póllandi fyrstu
stjórnarár Giereks, hafi að
verulegu leyti byggztá þvi, að
Pólverjar hafa lifað um efni
fram á þessum tima, og nú sé
að koma að skuldadögunum.
Hinar miklu iðnaðarfram-
kvæmdir byggðust að miklu
levtiá vestrænu lánsfé.eins og
áðursegir.og nú þarf að fara
að greiða það. Vélar og tæki,
sem voru keypt frá vestræn-
um löndum, höfðu lfka hækkað
i verði vegna verðbólgunnar
þar og þess vegna urðu fram-
kvæmdirnar miklu dýrari en
áætlað hafði verið. Við þetta
bættist svo hin mikla hækkun
á oliuverðinu eftir 1973.
Kjör verkamanna og annars
launafólks voru að verulegu
leyti bætt með þvi að halda
niðri verðlagi á landbúnaðar-
vörum, m.a. meö miklum nið-
urborgunum úr rikissjóðir A
siðastl. vori var svo komið, að
þessi stefna gat ekki haldizt
lengur og þvi var óhjákvæmi-
legt að hækka vöruverðið. Það
strandaði hins vegar á and-
spyrnu verkamanna, eins og
áöur segir. Bændur hafa
svarað þessu á þann veg, að
þeir hafa ekki afhent rikinu
eins mikið af framleiðslu sinni
og þeim er skylt, og bera við
uppskerubresti, sem verið
hefur verulegur i Pollandi
siðustu 2-3 árin vegna óhag-
stæðrar veðráttu. Uppskeru-
bresturinn er þó ekki eina
ástæðan, heldur hitt að
bændur selja vörur sinar i si-
vaxandi mæli á svörtum
markaði og fá þannig hærra
verðfyrir hana. Þess vegna er
nú verulegur skortur i búðum
á landbúnaðarvörum og virð-
ist fara vaxandi. Þetta eykur
óánægju hjá launamönnum og
herðir þá i baráttunni gegn
verðhækkunum. Það bætir
ekki úr skák, að verulegt kjöt-
magn er selt til útlanda til að
afla gjaldeyris. m.a. til Sovét-
rikjanna. Stjórnin er hér eins
og milli steins og sleggju, en
treystir sér hvorki til að láta
til skarar skriða i átökum við
verkamenn eða bændur.
FREGNIR af uppþotum
verkamanna i júnimánuði eru
enn óljósar, en þó virðist full-
vist, að þau hafa orðið miklu
viðar en álitið var i fyrstu.
Fleirihafa lika verið ákærðir
en sagt var frá á sinum tima.
Margir hafa lika þegar verið
dæmdir og hefur katólska
kirkjan, sem hefur haldið
betur hlut sinum i Póllandi en i
öðrum löndum kommúnista,'
eindregið varað við þvi, að
þessir dómar verði látnir
koma til framkvæmda. Undir
forystu hins 75 ára gamla
kardinála, Stefan Wyszynski,
hafa biskupar landsins birt
ávarp, þar sem þeir hvetja
landsmenn til að axla
byrðarnar og vinna betur, en
skora jafnframt á stjórnar-
völdin að beita ekki hefndar-
aðgerðum vegna uppþotanna i
sumar. Margir menntamenn
og rithöfundar hafa tekið
undir þetta.
Það er þannig bersýnilegt,
að Gierek og samstarfsmenn
hans eiga bæði við vaxandi
efnahagserfiðleika og stjórn-
málaerfiðleika að glima. Enn
stendur flokkurinn með
Gierek, en meðal almennings
er nú i fyrsta sinn farið að
anda köldu i garð hans. Enn
virðist hann lika njóta fulls
stuðnings rússnesku valdhaf-
anna, en áreiðanlega hafa þeir
vaxandi áhyggjur af ástand-
inu i Póllandi, enda gæti þaö
haft áhrif i Ukraniu, ef það
héldist þannig lengi. Gierek
heimsótti Moskvu nú i vikunni
og átti langar viöræður við
Brésnjef. Vafalitið hefur hið
ótrygga ástand, sem nú rfkir i
Póllandi, verið eitt helzta við-
ræðuefni þeirra.
Þ.Þ.
Gierek I sjálfboðavinnu.