Tíminn - 13.11.1976, Qupperneq 11

Tíminn - 13.11.1976, Qupperneq 11
TÍMINN Laugardagur 13. nóvemþer 1976 Laugardagur 13. nóvember 1976 TÍMINN Eysteinn Jónsson. félagsmálaaögeröir meölöggjöf og framkvæmdum. Þessi stjórn hafði þaö á stefnuskrá sinni aö leysa efnahagsmálin í samráöi við stéttasamtökin, en þaö reyndist erfitt i framkvæmd. A þrjátiu og tveggja ára tima- bili frá 1927-1958, hafði Fram- sóknarflokkurinn átt hlut aö rikisstjórn i tuttugu og sex ár. i stjórnmálaritgerö hefur Ey- steinn Jónsson komist svo aö oröi: „Fróðlegt er aö athuga, hver voru aðaleinkenni islenzka þjóðarheimilisins i lok þessa timabils, en það mótaöist mjög á þessum þrjátiu og tveim ár- um. Ég nefni nokkur þeirra: Óvenjumargir einstaklingar efnalega sjálfstæöir og óvenju- margir beinir þátttakendur i framleiðslu eða einhvers konar starfrækslu. Mjög sterk sam- vinnuhreyfing, sem stutt hefur m*a. þessa þróun. Fáttum auö- félög, sem setið gætu yfir hlut almennings, og engin auðfélög höfðu einokunaraðstööu i þýö- ingarmikilli viðskipta-, fram- leiöslu-eða þjónustugrein. Sterk verkalýðshreyfing og launþega- samtök og samtök bænda og framleiðenda viö sjávarsiöuna. Fjölþætt löggjöf til stuðnings þvi, að sem flestir gætu eignazt eigin ibúðir og haft eigin starf- rækslu, ef hugur þeirra stóö til. öflug framleiöendasamtök um sölu afurða, ýmist á samvinnu- grundvelli eða I ööru félags- formi. Rikis- og bæjarfyrirtæki til að annast orkuframleiðslu og stærri iðnað, þar sem sam- keppni gat ekki komið til greina (áburðarverksmiðjan, sements- verksmiðjan) og frumkvæði rikisvaldsins til örvunar, ef taliö var þurfa (Sildarverksmiðjur rikisins o.fl.). ■ A leið fyrir Kambanes 1957. Nálega allur atvinnurekstur i landinu i höndum Islendinga sjálfra, enda áherzla lögð á, að Islendingar hefðu sjálfir tök á auðlindum sinum og fram- leiðslu. Almannatryggingar fyllilega til móts við það, sem tiðkast með nálægum menn- ingarþjóðum. Jafnari aögangur að menntun og minni stétta- skipting en víðast annars stað- ar. NU tekur við tólf ára timabil, þegarFramsóknarflokkurinn er i stjórnarandstöðu. Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur fóru með völd. Margvislegum fram- faramálum þokaðiá leiðá þessu timabili sem fyrr og studdi Framsóknarflokkurinn rikis- stjórnina i ýmsum málum, en gagnrýndi önnur atriði stjórn- arstefnunnar. Taldi flokkurinn, að rikisstjórnin vanmæti is- lenzka atvinnuvegi og léti t.d. undir höfuö leggjast að endur- nýja fiskiskipin og önnur at- vinnutæki og að afla nýrra. Einnig var stjórnin gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi i byggða- málum og f landhelgismál- unum. Eysteinn var formaöur Framsóknarflokksins mikinn hluta þessa timabils og hafði forystu i stjórnarandstööunni. Ný vinstri stjórn er svo mynd- uð eftir kosningar 1971. Vann Eysteinn Jónsson mjög að þeirri stjórnarmyndun og gerð stjórnarsáttmálans, þótt aðrir færu með umboð flokksins i rikisstjórninni. Eysteinn var (íjörinn forseti Sameinaðs þings i byrjun þessa stjórnarsamstarfs og hélt þvi sæti á meðan samstarfiö stóð. Hann hafði hugsað margt, rætt og ritaö um Alþingi, störf þess og starfsaðstöðu og fékk nú tækifæri til áhrifa á þvi sviði. Þessi nýja vinstri stjórn færði fiskveiðilögsöguna út i 50 sjó- milur. Náðist algjör samstaða um útfærsluna á Alþingi, hún var samþykkt með 60 shlj. atkv. Stjórnin lagði þunga áherzlu á eflingu islenzkra atvinnuvega og á byggðamálin, likt og fyrri vinstri stjórnir höfðu gert. Einnig var unnið öfluglega að margháttuðum félagslegum umbótum. Stjórnarsamstarfið stóð litlu lengur en á árunum 1956 og 1958. Þing var rofið og efnt til kosninga 1974. Þegar hér var komið sögu gaf Eysteinn ekki kost á sér til framboðs. Hann á hins vegar sæti i framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins, tekur þátt i flokksstarfinu og hefur þvi ekki með öllu sagt skilið við pólitikina. Þessi upprifjun getur að hámarki kallazt stiklað á stóru og jaðrar hvergi við upptaln- ingu hvað þá heildarmynd. Inn i hana vantar ógrynni stór- merkra umbótamála, sem hrundið var fram á þessum ára- tugum. Ekki er getið verkefna, sem eru varanleg i sjálfu sér og um leið ákaflega timafrek eins og t.d. fjármál rikissjóðs, efna- hagsmálin almennt og margvis- leg samskipti við aðrar þjóðir. Með þessum svipmyndum vek ég athygli á eðli og umfangi þeirra verkefna, sem fjallað hefur verið um á stjórnmála- sviðinu á þvi timaskeiði, sem Eysteinn Jónsson hefur verið i forystusveit. Ég tel, að hún leiði i ljós, að við höfum án efa gengið til góös og eigum nú betra land og erum á marga lund betur i stakk búin en við vorum fyrir hálfri öld. Þetta er holl lexia þeim svartsýnu! Og það er vel við hæfi og auk þess ánægjulegt að fara yfir hana á afmælisdegi Eysteins Jónsson- ar. Þegar litið er um öxl um langa vegferð stjórnmálafor- ingja, þá er örðugt fyrir sam- timamann að benda og segja: Þetta gerði hann! Kannske verður það seint hægt i raun og veru. Samráð auðkenna þing- ræði. Og jafnvel einræðisherr- ann er ekki einn að verki. Nei, hitt gefur, að ég hygg, bæði gleggri mynd, heillegri og sann- ari, að skvggnast vitt um vett- vang og skoöa atburðarásina i samfellu. Það er of langt mál að greina alla, sem stóðu i eldlinu isl. stjórnmála á umræddu Framhald á bls. 15 Afmæliskveðja frá F ramsóknarf lokknum 1 dag verður sjötugur Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráöherra. Vegna fjarveru ólafs Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokksins, kemur það i minn hlut að færa Eysteini kveðjur og þakkir okkar sam- flokksmanna hans og er það mér vissulega ljúf skylda. Raunar er óþarft að rekja starfs- og ævisögu Eysteins Jónssonar, svo kunn er hún öll- um Islendingum, svo viða hafa spor hans legið, svo viða sér verka hans stað. Þess skal þvi aðeins getið hér, að Eysteinn er fæddur 13. nóvember 1906 á Djúpavogi, sonur Jóns prests þar Finnsson- ar og konu hans Sigriöar Hansdóttur Beck. Hann varð alþingismaður Sunnmýlinga árið 1933 og fjármálaráðherra árið eftir, yngstur allra íslend- inga fyrr og siðar til að gegna ráðherraembætti. Siöan hefur hvert starfið rekið annað og verður sú saga vonandi siðar skráð og þá af hæfari mönnum en mér. Formaður Framsókn- arflokksins varð Eysteinn árið 1962 og gegndi þvi starfi til ársins 1968, en þingmennsku gegndi hann til ársins 1971. Af báðum þessum störfum lét hann eigi aðeins að eigin ósk heldur gegn eindregnum áskorunum samherja sinna um að halda þeim áfram. Fjarri fer þó aö áhugaleysi eöa aörar ytri aöstæöur hafi kallað á þessa breytingu, þvi aö maöurinn er betur á sig kominn en titt er um sjötuga menn og jafnvel þá sem eru yngri aö árum, heldur mun hitt hafa valdið að hann hafi taliö rétt aö yngri menn fengju tækifæri til að spreyta sig á þeim viöfangs- efnum sem hér er um aö tefla. Ekki hefur Eysteinn Jónsson sezt i helgan stein þótt látiö hafi af þeim störfum er áöur voru nefnd, Þessa stundina er hann m.a. formaöur Sambands is- lenzkra samvinnufélaga, for- maður Náttúruverndarráðs, i framkvæmdastjórn Framsókn- arflokksins og blaðstjórn Timans, svo að ég nefni nokkur þau störf er upp i hugann koma án þess að um tæmandi upptaln- ingu sé að ræða. Það er samdóma álit þeirra er með Eysteini Jónssyni hafa unnið aö dugmeiri og tillögu- betri manni hafi þeir trauðla kynnzt, og hygg ég aö þetta eigi jafnt við samherja hans i stjórn- málum og þá, sem á öndverðum meiði hafa staöiö, Vinsælda nýtur hann mikilla meðal allra er hann þekkja. Þeirra hefur hann eigi aflað sér með undan- slætti og linkind, hann hefur ávallt þótt harður i horn aö taka, heldur með sinum afburða gáfum og þeim heiðarleika, sem allir viðurkenna. Þegar hann nú stendur á nokkrum vegamótum i lifi sinu getur hann þvi horft til beggja átta með heiðum huga: annars vegar til vel heppnaðs og vel- metins ævistarfs, hins vegar til vandasamra framtiðarstarfa, sem miklu skiptir hvernig tekst um framkvæmd á. Slikt hlýtur hverjum manni að vera mikils viröi og þeir eru öfundsverðir, sem þannig tekst að lifa lifi sinu. Skylt er að geta þess hér, aö hluti af lifshamingju Eysteins Jónssonar hlýtur að vera kvon- fang hans og heimilislif. Frú Sólveig Eyjólfsdóttir hefur alla tið staöiö sem klettur við hlið manns sins og allir þeir mörgu, sem meta og virða störf Eysteins standa i óbættri þakkarskuld við hana. Þaö er á einskis manns færi aö skila þviliku ævistarfi án stuönings eiginkonu og barna. Við sem i Framsóknarflokkn- um störfum sendum i dag okkar siunga sjötuga samherja og fjölskyldu, hans allri hugheilar hamingjuóskir og þakkir fyrir allt, sem hann hefur fyrir okkur gert. Jafnframt látum viö i ljós þá sjálfselsku von að við megum njóta samstarfs við hann sem allra lengst, ekki aðeins okkar vegna heldur og þjóðarinnar allrar. Einar Agústsson. Kveðja frá samvinnumönnum I dag á sjötugsafmæli Ey- steinn Jónsson, fyrrv. alþingis- maður og ráðherra, núverandi formaöur stjórnar Sambands isl. samvinnufélaga og einn helzti baráttumaður islenzkrar samvinnuhreyfingar um ára- tuga skeið. Við þessi nierku timamót I lifi hans vill sam- vinnuhreyfingin tjá þakklæti sitt og bera fram árnaðaróskir. Óviöa á byggðu bóli hefur samvinnuhreyfingin átt jafn- miklu fylgi að fagna sem á ís- landi. Hlutur hennar i þjóðlifinu er veglegur og siungt starf hennar veitir krafti og lifsþrótti til fjölmargra atvinnugreina og byggða, sem ella ættu i vök að verjast. öflugt starf hreyfing- arinnar á sér aö sjálfsögöu fyrst og fremst rætur i áhuga og dugnaði þess mikla fjölda fé- lagshyggjufólks, sem allt frá árdögum hennar hefur skipað sér undir merki samvinnunnar. Hinu má þó ekki gleyma, aö allt frá upphafi hefur hreyfingin þurft á sterkum leiötogum og málsvörum að halda, þvi hörö högg og stór hafa titt verið að henni reidd af andstæðingum i hópi sérhyggjumanna. Það hefur verið lán hreyfingarinnar, að ávallt hafa vaxið úr frjóum jarðvegi hennar menn, sem voru reiðubúnir til þess aö axla hin erfiðu forystuhlutverk og vera sverð hennar og skjöldur i sókn og vörn i þjóðlifi, sem oft hefur veriö stormasamt þann tima, sem hreyfingin hefur starfað hér á landi, nú hartnær hundrað ár. Eysteinn Jónsson er einn þeirra manna, er hvað hæst hefur borið i forystusveit is- lenzkra samvinnumanna langa hriö, eða fá ár færri hálfri öld. Aö námi i Samvinnuskólan- um loknu varð hann alþingis- maður aðeins 26 ára gamall og ráðherra ári siðar, yngstur allra ráðherra, er á Islandi hafa veriö, og aðeins örfá ár eru liöin, siðan hann lét af starfi alþingismanns. Allan stjórn- málaferil sinn var hann hinn óþreytandi málsvari samvinnu- hreyfingarinnar og haföi veru- leg áhrif á mótun löggjafar um samvinnufélög, til mikilla heilla fyrir allt starf samvinnufélag- anna til þessa dags. Hann var kosinn i Sambandsstjórn 1944, varaformaður stjórnarinnar varð hann 1946 og á aðalfundi Sambandsins vorið 1975 var hann kjörinn formaður Sam- bandsstjórnar. Slikrar viröing- ar og trausts nýtur Eysteinn meðal islenzkra samvinnu- Eysteinn Jónsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sjötugur í dag manna, að það var einhuga fylking aðalfundarfulltrúa frá öllum kaupfélögum landins, sem stóð að kjöri hans i hið vandasama og ábyrgðarmikla formannsembætti. Enn i dag er hann þvi i fylkingarbrjósti is- lenzkra samvinnumanna, ódeigur til sóknar og varnar með hugsjónir samvinnustefn- unnar að leiðarljósi. Eysteinn Jónsson er einlægur og heilsteyptur samvinnumað- ur. Fáir hafa unnið islenzkri samvinnuhreyfingu svo óeigin- gjarnt og heilsteypt sem hann. A þessum merka minjadegi i lifi hans eru honum þvi færðar alúðarþakkir samvinnumanna fyrir örugga samfylgd um langan veg og störfin öll. Jafn- framt eru bornar fram heils- hugar árnaðaróskir til hans, eiginkonu hans frú Sólveigar og fjölskyidunnar allrar að enn megi hamingjusól. skina á þeirra framtiðarvegu. Samstarfsmenn i Sambands- stjórn Kveðjur frá ungum framsóknarmönnum Framsóknarflokkurinn hefur notið þess að eiga marga mikil- hæfa og aðsópsmikla forystu- menn. Einn þeirra er Eysteinn Jónsson, sem i dag er sjötugur. Það hæfir ekki að senda honum kveðjur i eftirmælastil. Hann vinnur enn mikið starf i þágu þjóðarinnar, sem forystumaður og forseti i landverndarmálum og tekur virkan þátt i stjórnun Framsóknarflokksins. Þrátt fyrir að Eysteinn hafi látið af þingmennsku sinni og dregið sig i hlé frá störfum Alþingis hefur hann enn lagt Framsóknar- flokknum til dyggiiega lið- veizlu með reynslu sinni, glögg- skyggni og eindrægum mál- flutningi. A löngum og storma- sömum stjórnmálaferli hefur Eysteinn átt virðingu andstæð- inga sinna, sem stuðningsmanna fyrir góöar gáfur og heiöar- leika. Eysteinn hefur hlotið þá náð- argáfu að vera frjór og frum- legur i hugsun og þannig séð fyrstur manna nýjar hliðar á grundvallarmálum. öllum sem heyrt hafa Eystein ræða um gildismat þjóðarinnar á tilveru hennar og verðmætum, þar sem hann tekur mið af manninum sjálfum og hamingju hans, verður það ógleymanlegt. Geti talsmenn samvinnu- stefnunnar þakkað nokkrum einstökum núlifandi stjórn- málamanni atfylgi og stuöning þá hljóta þeir að sendaEysteini Jónssyni þær kveöjur. Eysteinn Jónsson á viröingu okkar. Við trúum þvi að lif hans og starf geti verið hverjum ungum manni fordæmi til eftirbreymi. Samband ungra fram- sóknarmanna óskar honum góðrar heilsu og langra lifdaga. Stjórn SUF Eysteinn Jónsson, fyrrum al- þingismaður og ráðherra, er fæddur á Djúpavogi 13. nóv. 1906. Foreldrar hans voru Sigriður Hansina Hansdóttir, fædd Beck, og séra Jón Finns: son, prestur i Hofsþingum, og bjuggu þau þar lengi. Skólalær- dóm sinn fékk Eysteinn i barna- skóla á Djúpavogi og hjá föður sinum, i Samvinnuskólanum veturinn 1925-26 og svo hinn næsta og lauk prófi 1927. Tveim- ur árum siðar sótti hann sumar- námskeið i Pitmans-College i London. A þessum undirstöðum byggir Eysteinn ævimenntun, sem hefur reynzt allt i senn — fjölþætt, hagnýt og haldgóð. Sólveig Eyjólfsdóttir, kona Eysteins, er fædd 2. nóv. 1911, dóttir Eyjólfs Jónssonar múr- ara i Reykjavik og konu hans, Þorbjargar Mensaldursdóttur. Þaugiftu sig 20. febrúar 1932 og byggðu fljótlega á Asvallagötu 67, þar sem þau hafa búið siðan. Börn þeirra eru sex, öll upp- komin og eiga heima i Reykja- vik og grannbyggðum. Oft var mannmargt á Asvallagötunni áður á árum, meðan börnin voru i foreldrahúsum. Foreldr- ar Eysteins eyddu þar ævi- kvöldinu. Vinir og samstarfs- menn voru tiðir gestir. Og við áttum það til, sumir að austan, að setjast upp, jafnvel nokkrar vikur. Margar góðar minningar eru bundnar þeim samveru- stundum, þvi hjónin voru bæöi höfðingleg og hjartahlý. Eysteinn stundaði sjó- mennsku, verzlunarstörf og aðra algenga vinnu, sem til féllst, meðan hann dvaldi heima á Djúpavogi. Hann flutti til Reykjavikur 1927 og var starfs- maður í Stjórnarráði Islands til 1930. Skattstjóri og formaður niðurjöfnunarnefndar i Reykja- vik 1930-34 og framkvæmda- stjóri Prentsmiðjunnar Eddu h/f 1943-46. Alþingismaður frá 1933-1974 og ráöherra, sem hér greinir: Fjármálaráðherra 29/7 ’34 til 17/4 ’39. Viðskiptaráð- herra 17/4 ’39 tii 16/5 ’42. Menntamálaráðherra 14/2 ’47 til 6/12 ’49 . Fjármálaráðh. 14/3 ’50 til 23/12 '58. — Aragrúi hliðar- verkefna fylgdi þingmennsku og ráðherradómi. Nú á sjötugsafmæli Eysteins Jónssonar lætur nærri, að hálf öld sé liðin siðan hann fór að skipta sér af pólitik. I fjörutiu og eitt ár var hann alþingismaður eins og dagsetningar hér að framan bera með sér, og jafn- lengi i forystuliði Framsóknar- flokksins. Hann var og ráðherra i nitján og hálft ár, en ella i fararbroddi stjórnarandstæð- inga. Það má þvi vera meira en litið forvitnilegt að hyggja að ferli hans á landsmálasviðinu, þó ekki væri nema i allra gróf- ustu útlinum. Þegar Eysteinn réðst til starfs i stjórnarráðinu, varð hann jafnframteins konar einkaritari Jónasar Jónssonar. Má leiða likur aö þvi, að þar með hafi teningnum veriö kastað. Fjór- um árum siðar tók hann þátt i fyrstu útvarpsumræðum, sem fram fóru hér á landi. Mér er ógleymanlegur málflutningur Tryggva Þórhallssonar við þessar umræður — og svo frammistaöa nýliðans i hópi Framsóknarmanna. En sann- leikurinn var sá, að Eysteinn Jónsson varð landsfrægur af þessari ræðu. Atti hún áreiðan- lega mikinn þátt i aö hann var valinn til framboös i Suður- Múlasýslu 1933, þegar Sveinn Ólafsson lét af þingmennsku þar eftir sautján ára setu á Al- þingi. En framboð Eysteins var ákveðið með prófkosningu. Ekki verður sagt, að aðkoman hafi verið góð i Framsóknar- flokknum fyrir nýkjörna þing- menn 1933. Þá var mikill ágreiningur uppi i þingflokkn- um og hlauzt af klofningur litlu slðar. Það er söguleg staðreynd, að Eysteinn var þegar á fyrsta þingi i fremstu viglinu, og um afskipti hans afátökunum i þingflokknum segir Jónas Jóns- son i afmælisgrein: ,,í þessu máli tók yngsti þingmaður flokksins forystuna og bjargaði flokknum yfir hin hættulegu sker.” Hef ég engan heyrt bera brigður á þessi ummæli. Um þessar mundir voru veður öll válynd á Alþingi og reyndist stutt til næstu kosninga, sem fram fóru vorið 1934. Klofning- urinn i Framsóknarflokknum var þá nýlega um garð genginn oghorfur næsta tvisýnar. Jónas Jónsson var þá formaður flokksins. Stuðningsmenn hans voru kappsfullir, margir ungir menn i baráttuliði og stefnan ljós i megindráttum. Flokkurinn reyndist sigursæll og fékk, ásamt Alþýðuflokkn- um, meiri hluta á Alþingi. Ey- steinn verður nú ráðherra i fyrsta sinn og fer með fjármál. Þar var við stóran að deila, þvi heimskreppan var enn i al- gleymingi. En hinir ungu ráð- herrar, Hermann Jónasson, Ey- steinn og Haraldur Guðmunds- son, ásamt liðsveitum þeirra reyndust sigursælir i þeirri bar- áttu, eigi siður en i undangengn- um kosningum. Aðgerðir þess- arar stjórnar í afurðasölumál- um, a tvinnuuppbyggingu, félagsmálum margvislegum og opinberum framkvæmdum mörkuðu djúp spor i þjóðlifi Is- lendinga. Var hér i raun um aö ræða beint framhald af stefnu og störfum fyrstu vinstri stjórnarinnar, sem sat að völd- um á árunum 1927-1931. Sem einn af leiðtogum Fram- sóknarflokksins átti Eysteinn Jónsson hlut aö myndun þjóð- stjórnar 1939 og fór með við- skiptamál i þeirri stjórn, þegar striðið fór að. Hann vann að stofnun lýðveldisins 1944 ásamt með öðrum stjórnmálaforingj- um þeirra tima. Rikti samhugur meðal þjóðarinnar, þegar það gæfuspor var stigið. NU átti Framsóknarflokkur- inn ekki aðild að rikis- stjórn.Utanþingsstjórn sat að völdum frá 1942 fram yfirstofn- un lýöveldis, en siðan var mynduð samstjórn allra hinna þingflokkanna. Islendingum hafði græðzt mikið fé á ófriðar- árunum. Var nú hafizt handa um skipakaup og fleiri aðgerðir eftir nokkra kyrrstöðu i strið- inu. Stjórnarandstaðan gagn- rýndi meðferð striðsgróðans og aðgerðir i efnahagsmálum. Arið 1947 var mynduð sam- stjórn með þátttöku Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins undir forystu Alþýðu- flokks. Fór Eysteinn Jónsson með menntamál i þeirri rikis- stjórn. Minnihlutastjórn Sjálf- stæðisflokksins eftir kosningar 1949 sat aðeins fáa mánuði. Þá tók við samstjórn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks, og ný stjórn þessara flokka eftir kosningarnar 1953, fór Eysteinn þá aftur með fjármái. Ekki voru þetta nein uppgripaár, og þó sæmileg fyrir þjóðarbúið i heild. A þessu árabili var unnið að margvislegum þjóðfélagsum- bótum. Landgrunnslögin voru sett og landhelgin færð út i 4 milur. Hlutatryggingarsjóður var lögfestur og togarar keyptir til margra útgerðarstaða. Vél- væðing landbúnaðar með stór- virkum vinnuvélum hófst fyrir alvöru og bændasamtökin fengu á ný ihlutun um afurðasölumál. Lán til smáibúða voru tekin upp og lög sett um húsnæöismála- stjórn. Gerð var tiu ára raforku- áætlun, rafvæðing sveitanna hafin, Sogið virkjað öðru sinni og svo Laxá, og stórfram- kvæmdir i orkumálum grund- vallaðar austanlands og vestan. Aburðarverksmiðja var reist og sementsverksmiðja. I sam- gðngu- og menntamálum voru og mörg járn i eldi. Eftir kosningar 1956 var mynduð vinstri stjórn Fram- sóknarflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Þessi stjórn sat hálft þriðja ár og enn var Eysteinn fjármálaráðherra. Vinstri stjórnin færði út fisk- veiðilögsöguna i 12 milur ein- hliða. Þaö var djörf ákvörðun, forystuaðgerð af hálfu tslend- inga og skipti sköpum. Uppbygging atvinnulifsins og efling dreif býlis einkenndi mjög störf þessarar rikisstjórnar. Jafnframt margháttaðar í ræðustóli franian við Stjórnarráðshúsið á lýð- veldishátiðinni 18. júni 1944. Eysteinn og kona hans, Solveig Eyjólfsdóttir, I Hallormsstaðaskógi 1963. Viö opnun hringvegarins. — Tlmamynd: Gunnar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.