Tíminn - 13.11.1976, Qupperneq 13

Tíminn - 13.11.1976, Qupperneq 13
Laugardagur 13. nóvember 1976 TÍMINN 13 16.35 Handknattleikslýsing. Jón Asgeirsson lýsir fyrri leik Vals og Mai frá Moskvu. 17.00 Létt tónlist Edith Piaf syngur og Mantovani og hljómsveit hans leika. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Skeiðvöllur- inn” eftir Patriciu Wright- son Edith Ranum færði i leikbúning. Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Fjórði og siðasti þáttur: „Hérinn vinnur”. Persónur og leikendur: Andri ... Árni Benediktsson Mikki ... Ein- ar Benediktsson, Jói... Stefán Jónsson, Matti ... Þórður Þórðarson, Bent Hammond ... Erlingur Gislason, Ókunnur maður ... Arni Tryggvason, Tom ... Flosi Ólafsson, Harry ... Sigurður Skúlason, Aðrir leikendur: Sigmundur Orn Arngrimsson, Jón Gunnars- son, Guðrún Alfreðsdóttir, Valdemar Helgason og Benedikt Arnason. Sögu- maður: Margrét Guð- mundsdóttir. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 A isafirði milli striða Guðjón Friðriksson ræðir i sfðara sinn við Jón Jónsson skraddara. 20.00 óperettutónlist: Þættir úr „Betlistúdentinum” eftir Carl MillöckerHilde Guden, Rudolf Schock, Hilde Konetzni, Fritz Ollendorff, Lotte Schadle, Peter Minich og kór Þýsku óperunnar syngja með Sinfóniuhljóm- sveit Berlinar: Robert Stolz stjórnar. 20.35 „Oft er mönnum 1 heimi hætt” Þáttur um neyslu ávana-og fikniefna. Andrea Þórðardóttir og Gisli Helga- son taka saman. — Siðari hluti. 21.35 „Boðið upp i dans” eftir Carl Maria von Weber Art Schnabel leikur á pianó. 21.45 „1 kapp við klukkuna”, smásaga eftir Rut Guð- mundsdóttur Ingibjörg Johannsdóttir leikkona les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Laugardagur 13. nóvember 17.00 tþróttirUmsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.35 Haukur i horni Breskur myndaflokkur. 4. þáttur. Þýðandi Jón O. Edwald. 19.00 tþróttir Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Maður til taks Breskur gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Stefán Jökulsson. 21.00 Cr einu i annað Um- sjónarmenn Arni Gunnars- son og Ólöf Eldjárn. Hljóm- sveitarstjóri Magnús Ingi- marsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 22.00 Furstinn skrýtni (Fá- bjáninn) Sovésk biómynd, byggð á alkunnri sögu eftir Dostojevski. Einkennilegur maður, Misjkin fursti, kem- ur til Pétursborgar eftir langa útivist. Hann lendir af tilviljun i flókinni atburða- rás, sem snýst um ástir og þokka ungrar konu með vafasama fortið. Hin sér- stæða góðvild og skarp- skyggni furstans truflar ýmsar áætlanir, sem gerðar hafa verið af miður göfug- um hvötum. Þýðandi Arni Bergmann. 00.00 Dagskrárlok Hinrik konungur VIII og konur hans sex Eftir Paul Rival Ferdinands síns. Þá strauk hún hár Katrínar og truf laði hana í bænalestrinum, hún reyndi að koma henni til þroska. Hún lét hana æfa dansana, sem hún hafði lært, sjálf dvaldi hún við sínar eigin minningar. Á þessum stundum starði Katrín á móður sína, hún starði á hana undan Ijósum augnhárum, þá varð Isabella þögul. Katrin notaði sér þá þögn hennar, til að skoða myndina af litla prinsinum sínum, hann hafði laglegt andlit, sem líktist stúlkuandliti, nafn hans var Arthur, eins og ævintýra- konungs. Ferdinand vildi tryggja hásæti dóttur sinnar, þvi bað hann Hinrik VII, að lítláta hina tvo kröfuhafa til ensku krúnunnar, sem þá voru að veslast upp í Tower Kastal- anum, í London. Enska konunginum fannst ósk þessi * sanngjörn og lét hálshöggva þessa tvo fanga, tafarlaust, Ferdinand komst við af þessari hugulsemi, hann skipaði því dóttur sinni að búa sig til f erðar, sjálf ur lét hann hin- ar tvö hundruð þúsund krónur, niður í járnkistur, en það var heimanmundur Katrínar. Hinrik VII, fór þess á leit að nokkrar fríðar konur, á aldrinum f jörutíu og fimm ára, mættu fylgja brúði sonar hans, eftir þrjátíu ára reynslu höfðu enskar konur hætt að töf ra Hinrik VII. Isabella lét ofan í ferðakisturnar. Hún lagði dóttur sinni til skriftaföður stjórnmálaráðgjafa og erkibiskup, hirðmeyjar, eldasveina og matreiðslumenn ásamt öðru þjónaliði. Að öðru leyti var fylgdarlið Katrínar skipað hefðarmönnum og hinum fríðu frúm, sem tengdafaðir hennar hafði krafizt svo ákaft. Svo rann brottfarardag- urinn upp, með tárum, fyrirbænum og blessunarorðum. Katrín fór af stað til Gaficiu, rfðandi á múldýri. Ferdi- nand sneri sér aftur að ráðabruggi sínu og skemmtun- um. Ferð Katrínar til Englands hófst í júlímánuði, leið þeirra lá yf ir hina skrælþurru akra. Þau lögðu ævinlega af stað um sósetur og ferðuðust alla nóttina, reiðskjótum þeirra líkaði vel að skokka í gegn um döggvott grasið, hópurinn nam svo staðar þegar þurrt var orðið á, svo svaf allur flokkurinn á daginn í herbergjum með þétt lokuðum gluggahlerum. Þau undruðust hve kalt var í Galiciu, þau furðuðu sig á trjágróðrinum þar og skýjuð- um himninum og þokunni, sem huldi sjóndeildarhring- inn. Að lokum sá Katrín haf ið og þar biðu nokkur skip með felldum seglum en toppveifurnar blöktu við hún. Hún gekk um borð, eftir landgönguborði, sem var þakið már- ískri ábreiðu. Hún heyrði urgið í akkerunum, þegar þau voru dregin upp, hróp sjómannanna þegar seglin voru undin upp og breiddu úr sér, svo skynjaði hún hreyf ingar hafsins. Gleði Katrínar varð ekki langvinn, því stormur brast á, sem hrakti skipin í suður, í átt til Afríku og nýrra storma. I gegn um kýraugun sá hún langa flata strand- lengju, síðan eyjar, Kanaríeyjarnar og Madeira eða Azoreyjar, síðan endalaust hræðilegt hafið. Svona velt- ust þau um í tvo mánuði, að lokum komu þau auga á gráa kletta Cornwalls. Dag einn í október renndu þau sér inn á Plymouthsund. Þau gengu á land og glöddust við að haf a fast undir fötum. Erkibiskupinn og ráðgjafinn ásamt skriftaföðurnum athuguðu nú prinsessuna sína, þeir komust að þeirri niðurstöðu að fegurð hennar hef ði beðið mikinn hnekki við sjóferðina, hinar fríðu hirðmeyjar höfðu líka látið á sjá, því fyrirskipuðu þeir stutta hvíld. Hin tilvonandi brúður var tæpra fimmtán ára, svo það var engin þörf á að f lýta sér um of. Þau biðu nú í marga daga. Katrínu gafst nú tóm til að litast um, hún furðaði sig á því, sem hún sá i hinu nýja konungdæmi sínu. Miklir skýjabólstrar bárust fyrir vestanvindinum og hrönnuðust yfir klettunum. Hún fór til kirkju, fólkið hljóp meðfram veginum og hyllti hana. Þetta fólk var breiðleitt og rautt í kinnum, það var veð- urbarið af seltunni í loftinu. Það var sterkur vínþef ur af þessu fólki. Katrín sveipaði sig möttlinum, bæði til að verja sig fyrir kuldanum og til þess að enginn sæi andlit hennar. Að lokum ákváðu hinir þrír f élagar hennar að f ara f rá Plymouth. Þau fóru sér hægt. Landið, sem þau fóru um var vaxið beitilyngi, þau fóru yfir engi, þar sem grasið var svo hátt að það flæktist um fætur hestanna, þau f erðuðust í gegn um skóga, þar sem vatnið lak á þau, of- an úr trjágreinunum, laufskrúð trjánna var nú tekið að þynnast. Vegirnir voru þungfærir vegna eðju og dagarn- ir voru stuttir. Þegar kvölda tók drógu farangursvagn- arnir ferðafólkið uppi, með þeim komu rúmstæði þeirra, gullið og silf urborðbúnaðurinn, í f lutningsvögnunum var heimanmundurinn ásamt bláum og grænum veggtjöld- um, sem áttu að klæða svefnherbergisveggina. Svo breytti landslagið um svip. Það var ekki lengur eins hvasstog nú var orðið skýjaðra. Þau lentu í svarta þoku, sem dró úr hljómi kirkjuklukknanna. Hér var fólkið ekki dökkt yf irlitum, eins og í Plymouth, það var Ijóshært og Ijóst á hörund, það var vel vaxið og vöðvastælt, augu þess voru rólyndisleg og það slæptist ekki með f ram veg- inum. Ferðafólkið sá þessu fólki rétt bregða fyrir, um leiðog það fór hjá, þar, sem það sat við stóra viðarelda í þægilegum kof um sinum. Katrín saknaði hins heiða him- ins henni fannst hún vera lengra frá himnaríki og þessir Englendingar virtustekki hugsa mikið um eilífðina. Þeir virtust lausir við allar ástríður, bæði til kvenna og himnavistar, líf þeirra virtist ekki bjóða heim neinum stórsyndum. Þeir átu kjöt sem blóðið draup úr og drukku eplamjöð, lyktin úr matjurtagörðum þeirra virtist alltaf fylgja þeim. Katrín skalf af hitasótt, hlífðarföt hennar voru gegndrepa, og hana velgdi við rólyndi þessarar þjóðar. Katrín var haldin heimþrá, hún tregaði Spán og þurrviðrið þar, hana langaði í seigt bragðmikið spænskt kindajöt. Hún reis snemma úr rekkju og baðst fyrir á- samt prestum sínum, þar til dagaði. Katrin var búin að ferðast í tuttugu daga, þegar henni var sagt að nú færi hún að hitta tengdaf öður sinn og unn- usta. Hún læsti þá strax að sér. Enginn mátti sjá hana fyrir brúðkaupið. Erkibiskupinn og ráðgjafinn reyndu að hindra konunginn í að ganga á fund Katrínar. En Hinrik VII, ýtti þeim til hliðar og sagði. „Ég vil sjá hana, jaf nvel þó hún sé í rúminu," og hann gekk inn í herbergi hennar, ásamt litla Arthur. Katrín kraup frammi fyrir þeim. Katrín virti feðgana nákvæmlega fyrir sér, þeir líktust engan veginn hinum kraftalegu þegnum sínum, þeir voru f ölir og litlausir, það var eins og þeir væru gegnsósa af þoku. Faðirinn, f jörutíu og f imm ára, var hokinn eins og gamalmenni: það var undravert að þessi spíra hafði verið fær um að standa í hernaði, hafði klæðzt herklæð- um og sigrað konungsríki. Andlit hans var mjótt og beinabert og munnurinn eins og skurður. Hann drap titlinga, nef ið hékk hvapkennt og eins og hálf raunalega framan í honum. Sonurinn var enn mjóslegnaði, augu hans voru áhyggjufull, munnurinn festulaus og barna- legur, hárið stritt og hrokkið. Arthur leit feimnislega til Katrinar, hann muldraði nokkrar setningar, sem kenn- ari hans þýddi á latínu. Spánverjum gekk illa að skilja latínu með Oxford f ramburði, svo svör þeirra urðu hálf- gert stam. Hinrik þreif þá i handlegg ráðgjafans spænska, hann ávarpaði hann á frönsku, sem er ná- kmæmt mál og vel fallið til að ræða f jármál, kóngur fór nú að ræða um heimanmundinn. Þau lögðu nú öll af stað til London. Konungur hóstaði og það gerði Arthur líka, þetta hafði slæm áhrif á ráð- gjafann og erkibiskupinn, þeir hrukku við, við hvert

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.