Tíminn - 13.11.1976, Side 17
Laugardagur 13. nóvember 1976
TÍMINN
17
Frönsk félög
hafa áhuga á
íslenzkum knatt-
spyrnumönnum
FRANSKA blaöiö „Le Figaro”
sagöi frá þvi fyrir síuttu, aö
frönsk 1. deildarliö heföu áhuga
á að senda „njósnara” til Is-
lands, til aö kanna hvort þeir
komi auga á islenzka knatt-
spy rnumenn, sem þau gætu
haft not fyrir.
Blaðið segir, að það séu tvö
félog, sem hafa áhuga á islenzk-
um knattspyrnumönnum —
Metz og Troyés. ,,Le Figaro”
• • •
segir, að það sé vitað,- að margir
góðir knattspyrnumenn séu á
lslandi, sem hefðu áhuga á að
gerast atvinnumenn á megin-
landi Evrópu. Blaöið segir, að ef
af þessu verði, þá muni
„njósnarar” frá þessum félög-
um fara til tslands næsta sum-
'ar, eða þegar knattspyrnan á ls-
landi standi sem hæst- og i þvi
sambandi er talað um iandsieik
Islands og N-lrlands i Reykja-
vik 11. júni.
„Karl Ben. hefur
beint okkur inn
á rétta braut...
— og myndað lið," sagði Björgvin Björgvinsson,
eftir stórsigur Víkings yfir FH
Víkingsliðið, sem sýnt hefur misjafna leiki að undan- ólafur2 Svavar2, Ingimar2 Jón
förnu virðist skyndilega hafa losnað úr álögum - eftir ^gGúfJ4!'‘cuitoundur 2, Arn-
að Karl Benediktsson tok aftur við st|ornmm hja Viking- ar lt jón Arni 1 og Arni 1.
um. Undir stjórn Karls hafa Víkingar lagt Valsmenn og
FH-inga að velli með stuttu millibili. Víkingar voru í
miklum vígamóði, þegar þeir mættu FH-ingum á fimmtu
dagskvöldið í Laugardalshöllinni, þar sem þeir unnu
stórsigur (35:26) á FH-ingum.
.................
BJÖRGVIN BJÖRGVINS-
SON.... sést hér skora mark i
landsleik gegn A-Þjóöverj-
um. Björgvin hefur átt mjög
góða leiki með Vikingsliöinu
gegn Val og FH. — (Tima-
mynd Róbert)
V ----------------------------
verður jöfn og spennandi i vetur,
þar sem liðin eru mjög álika að
styrkleika, sagði Björgvin.
Leikur Vikings og FH var mjög
jafn framan af, og var staðan
15:13 fyrir Vikinga i hálfleik. Þeir
tóku siðan mikinn fjörkipp i byrj-
un siðari hálfleiks og fljótlega
náðu þeir 10 marka forskoti —
26:16 — og gerðu þar með út um
leikinn sem lauk méð sigri Vik-
ings (35:36) eins og fyrr segir.
Þorbergur Aðalsteinsson átti á-
gætan leik hjá Vikingsliðinu —
hann skoraði 10 mörk i leiknum.
Þá voru þeir Björgvin og Ólafur1"1
Einarsson einnig drjúgir ög Rós-
miyidur Jónssön varði oft af
stakri prýöi. Eins og áöur voru
þeir Geir Hallsteinsson og Viðar
Simonarson afkastamestir hjá
FH.
Mörkin i leiknum skoruðu: Vik-
ingur: — Þorbergur 10, Ólafur
Einarsson 8 (2), Björgvin 4, Viggó
4, Jón 2, Magnús 2, Ólafur J. 2,
Erlendur 2 og Einar 1. FH: —
Viðar 9 (3), Geir 8 (3) Guðmundur
Árni 3, Þórarinn 3 (1), Helgi 2 (2)
og Guðmundur M. 1.
Haukar lögðu Framara
Haukar skutust upp á toppinn
við hliðina á Valsmönnum þegar
þeirunnu góðan sigur (18:15) yfir
Fram-liöinu i bragðdaugum leik.
Mörkini leiknum skoruðu: Hauk-
ar: — Hörður 5 (2), Sigurgeir 3,
— Karl BeneSiktsson á heiður-
inn'af þeim breytingum sem hafa
orðið á Vikingsliðinu á skömmum
tima, hann hefur hrist leikmenn-
ina upp úr sleninu og náð að
mynda lið — og beina þvi á rétta
braut, sagði Björgvin Björgvins-
son, landsliðsmaðurinn snjalli úr
Vikingi.
— Karl hefur komið með nýjar
hugmyndir og pússað upp og end-
urbætt leikkerfi, sem Vikingsliðið
hefur notað undir hans stjórn
undanfarin ár. Þá er markvarzl-
an miklu betri eftir aö Rósmund-
ur Jónsson kom aftur i markið —
og þar með fylgist allt að, sagði
Björgvin.
Björgvin sagðist vera mjög
bjartsýnn á framhaldið hjá Vik-
ingum. — Það er ekki að efa, að
baráttan um meistaratitilinn
STAÐAN
Staöan er nú þessi I 1. deildar-
keppninni i handknattieik:
Valur...........5 4 0 1 113:86 8
Haukar..........5 4 0 1 103:92 8
1R..............5 3 1 1 106:106 7
Vikingur........5 3 0 2 124:115 6
FH..............5 2 0 3 118:117 4
Fram............5 1 1 3 100:109 3
Þróttur.........5 0 3 2 87:103 3
Grótta..........5 0 1 4 97:120 1
Markhæstu menn:
Höröur Sigmarss., Haukum.... 43
Geir Hallsteinss., FH........35
Þorbjörn Guömundss. Val......31
Jón Karlss., Val.............30
Konráö Jónss., Þrótti....1... 28
Viöar Símonars., FH .........28
Paddon aftur
til Norwich
Tottenham kaupir nýjan bakvörð
frá Carlisle
GRAHAM Paddon — hinn gam-
aikunni leikmaöur Norwich, sem
hefur leikiö meö Lundúnarliöinu
West Ham undanfarin ár, er nú
aftur kominn til Norwich. Norw-
ich borgaöi 110 þús. pund fyrir
Paddon, sem náöi ekki aö festa
rætur hjá Lundúnaliöinu. Hann
haföi sýnt mjög góöa leiki meö
Norwich-liöinu áöur en hann var
seldur til West Ham.
Tottenham hefur fest kaup á
John Gorman, sem hefur leikiö
sem bakvörðurhjá Carlisle. Tott-
enham borgaði Carlisle 60 þús.
pund fyrir Gorman, sem leikur
sinn fyrsta leik með nýja félaginu
gegn Bristol City i dag.
TOMMY BOOTH hefur neitað
að fara frá Manchester City til
Notthingham Forest, sem var til-
búið að borga 50 þús. pund fyrir
hann.
DAVID CROSS, sem Coventry
keypti frá Norwich á 150 þús pund
fyrir þremurárum -^eða um leið
og Norwich seldi Paddon til West
Ham.hefur neitaö aö fara tii West
Ham, sem var tilbúið að greiða
100 þús. pund fyrir Cross.
IAN ROSS, fyrrum fyrirliði
Aston Villa hefur verið lánaður
frá Villa til Northampton i mán-
uð.
GRAHAM PADDON... sést hér I
Norwich-peysunni, sem hann
mun klæðast á nýjan leik.
Erfiður róður
Valsmanna
— sem mæta hinu öfluga liði frd Moskvu
— 1. maí í Laugarda
RÓÐURINN veröur erfiður hjá
Valsmönnum, þegar þeir mæta
1. mai frá Rússlandi i Evrópu-
keppni bikarhafa i Laugardals-
höllinni i dag. Valur giimir þá
viö eitt allra sterkasta félagsliö
Evrópu, scm hefur „innan-
borös” mjög sterka og leik-
reynda leikmenn.
Það er ekki hægt aö búast við
sigri Valsmanna, en ef þeim
tekst vel upp, þá eiga þeir
örugglega eftir að velgja Rúss-
unum undir uggum — sérstak-
lega ef Ólafur Benediktsson
verður i essinu sinu. Handknatt-
leiksunnendur fá nú tækifæri til
að sjá eitt bezta félagslið heims
leika i Laugardalshöllinni, en
það er nú orðið nokkuð langt sið-
shöllinni kl. 3 í dag
an sterk félagslið hafa komiö
hingað til að leika.
Það er þvi ekki að efa, aö
handknattleiksunnendur fjöl-
menna i Laugardalshöllina til
að hvetja Valsmenn — og von-
andi láta þeir vel i sér heyra.
Valsmenn hafa staðið i
samningaviðræðum við Rúss-
ana um það, hvort þeir sjái sér
ekki fært að leika báða leikina i
Reykjavik. Rússarnir hafa tekiö
vel i það, en þeir eru samt ekki
tilbúnir að gefa ákveðið svar,
fyrr en eftir leikinn i dag. Ef
þeim tekst nú að vinna góðan
sigur á Valsmönnum, eru mikl-
ar likur á þvi, að þeir leiki einn-
ig siðari leikinn hér — á morg-
un.