Tíminn - 18.12.1976, Side 11

Tíminn - 18.12.1976, Side 11
Laugardagur 18. desember 1976 n . Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. RLstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gisiason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verö i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f.. Árangur fimm ára baráttu í útvarpsumræðunum, sem fóru fram siðastl. miðvikudagskvöld, vék Einar Ágústsson utanrikis- ráðherra m.a. að þeim árangri, sem náðst hefur i landhelgismálinu á þeim fimm árum, sem eru liðin siðan hafin var ný sókn af stjóm ólafs Jóhannes- sonar eftir 12 ára aðgerðarleysi þar á undan. Einar Ágústsson sagði m.a.: „Mig langar að rifja það hér upp með nokkrum orðum hvað áunnizt hefur i landhelgismálinu und- anfarin 5 ár. Þegar ég og hæstvirtur 2. þingmaður Austfirðinga, Lúðvik Jósepsson, þáverandi sjávar- útvegsráðherra fórum fyrst til London til þess að ræða um útfærsluna i 50 milur i júli 1971, þá voru þær tölur, sem lagðar voru til grundvallar, eitthvað nálægt þessu, ef ég man rétt: Bretar 207 þús. tonn, Þjóðverjar 130, Færeyingar eitthvað yfir 20, Belgar 12 og aðrir minna. Þetta telst mér vera um 370 þús. tonn, og mest af þessu þorskur, viðkvæmasta fiski- tegundin. Nú, eftir rúmlega 5 ár, stendur þannig, að þeir samningar, sem i gildi eru, eru þessir: Þjóðverjar 60 þús. tonn, Færeyingar 17, Belgar 6500 og Norðmenn algerir smámunir. Samtals eru þetta um 95 þús. tonn og þar af aðeins um 15 þús. tonn af þorski. Þegar þessir samningar eru svo skoðaðir enn betur kemur i jós, að þýzki samningurinn gildir til 28. nóv. 1977, eða i tæpt ár, en öllum hinum má segja upp með 6 mánaða fyrirvara og nú er land- helgin ekki lengur 12 milur eins og hún var, þegar við Lúðvik fórum fyrst til London, nú er hún 200 mil- ur. Nú er heldur enginn samningur, sem kveður svo á um, að við skulum sækja um útfærsluleyfi til vitr- inganna i Haag. Nú erum við einráðir, nú ráðum við sjálfir. Þessu höfum við náð með samstilltu átaki þjóðarinnar, hagstæðri þróun hafréttarmála og hæfum sérfræð- ingum i alþjóðarétti. Þó ég verði að gera hér þá bamalegu játningu, að ég hef haft mjög mikla ánægju af þvi að starfa að þessum málum með mörgum góðum og áhugasömum samstarfsmönn- um úr öllum stjórnmálaflokkum. Þess vegna sárnar mér það — og kannski of mikið — þegar manni eru borin óheilindi á brýn i þessu lifshags- munamáli íslendinga. En það mætti kannski leyfa sér að vona, að ég misskilji þessa menn, sem tillög- una flytja og tillöguflutninginn og það sé máske umhyggjan ein fyrir velferð lands og þjóðar, sem þarna liggi að baki. Ég vona, að svo sé. Og ef hún, umhyggjan ein, stjórnar gerðum þeirra, þá er vel, þvi að öll hljótum við að óska þess, að bezti kostur- inn fyrir ísland verði fyrir valinu, en flas hefur hingað til ekki verið talið til fagnaðar. Þess vegna skulum við flýta okkur hægt og athuga okkar gang. Við höfum tima til þess núna, við ráðum sjálf okkar málum i fyrsta skipti i mörg hundruð ár.” Flýtum okkur hægt Einar Ágústsson áréttaði það á öðrum stað i ræðu sinni, að ráðlegast væri að flýta sér hægt i' viðræðunum við Efnahagsbandalagið. Ástæður væru m.a. þær, að Efnahgsbandalagið hefði enn ekki mótað neina ákveðna stefnu i þessum málum og enn væru miklar deilur innbyrðis hjá þvi um þau efni. 1 samræmi við það myndi ekkert frekar aðhafzt fyrr en Alþingi kæmi aftur saman eftir jóla- leyfið og það gæti tekið ákvörðun um, hvað gert yrði. Forustugrein úr Christian Science Monitor: Tekst Carter að koma nýju skriði á þíðuna? VIÐ HLJÓTUM aö taka trúan- lega þá yfirlýsingu Leonids Brésnefs aö hann ætli sér ekki aö byrja aö reyna þolrifin i Carter strax og hann tekur viö stjórnartaumunum, enda mundi slikt vera heimskulegt. Ef RUssar bæru af ásettu ráöi eld aö púöurtunnunni til þess eins aö storka Carter, — settu t.d. á sviö eitthvaö I likingu viö KUbudeiluna — mundi þaÖ valda þeim viöbrögöum i Bandarikjunum sem þeir kærðu sig sizt um. Brésnef hefur ekki farið leynt meö það, aö hann óskar eftir áframhaldandi þiöu (det- ente). Þótt hann sé siður en svo ánægöur meö árangur Rússa af þiöunni, eins og hann hefur lýst yfir opinberlega, lætur hann jafnframt i það skina aö Sovétmenn vilji enn bætta sambUð . A.m.k. er þaö ljóst að Rússarkæra sig sizt af öllu um þaö að snUa viö blað- inu og hverfa á ný til daga kalda striðsins, meö óumflýj- anlegu og sligandi vigbúnaö- arkapphlaupi. Bandarikjamenn veröa aö gefa gaum öllum slikum merkjum frá Rússum, þvi hér er um lif og dauða aö tefla. Þaö er augljóst aö þiöunni fylgja ekki kostir einir. Mörg- um finnst Rússar hafa leikið á Bandarikjamenn, vélaö af þeim korná Utsöluverði, ögraö þeim i Angóla, og svikizt und- an þvi aö auka frelsi og mann- réttindi i Sovétrikjunum. Rússar hegöa sér oftlega þannig aö augljóst viröist aö þeir séu að reyna aö klekkja á Bandarikjamönnum, enda er ekki hægt aö komast hjá þeirri staðreynd að RUssa dreymir um aö veröa sterkari en Bandarikjamenn og bera heldur illan hug til þeirra. En jafnvel þótt oss Vestur- landabUum kunni að vera litiö um Sovétmenn gefið, getum vér ekki annað en viöurkennt tilveru þeirra og sætt oss viö hana. Þjóöfélagsþróun i Sovétrikjunum á langt i land með að komast á þaö stig sem hinn vestræni heimur getur sætt sig við, en þar til aö þvi kemur veröa Bandarikjamenn aö stefna að friðsamlegum sam skiptum, þótt ekki veröi a f vináttu, þvi þau eru æskilegri en spenna, sem gæti auðveld- lega leitt til kjarnorkustyrj- aldar. En friðsamleg sam- skipti leysa Bandarikjamenn siöur en svo undan þeirri skyldu aö vera stöðugt á veröi gegn útþenslustefnu Sovét- manna og yfirgangi. CARTER mun hljóta sina eld- skirn, þótt vonandi veröi hún ekki á heimsmælikvarða. öllu fremur verður hún fólgin i þvi aö koma nýjum skriöi á þiö- una, eftir aö rekið hefur á reiðanum i heilt ár. Hann verður að koma á hreyfingu á ýmsum sviðum sem fyrst, og þar sem hann er reynslulaus i skylmingum viö Rússa verður hann aö sýna þeim fram á þaö, aö hann muni ekki einungis skipta viö þá i bróöerni, heldur einnig af festu. Fyrsta verk Carters veröur aö taka upp aö nýju samn- ingaumleitanir um afvopnun (SALT-viðræðurnar) en Cyrus Vance, tilvonandi utanrikis- ráðherra hefur þegar lagt á- herzlu á mikilvægi þeirra. Brá öabirgðasamningarnir gilda aðeins til október 1977, og verði ekki samiö að nýju eöa gömlu samningarnir end- urnýjaðir, munu stórveldin tvö aftur hefja æðislegt kapp- Cyrus R. Vance hlaup um ennþá fullkomnari gereyöingarvopn (hvernig sem þaö má nú verða). Hér þarf aö jafna hin djúpstæöa skoðanaágreining sem rikir milli Pentagon (herstjórnar- innar) og utanrikisráðuneytis- ins um þaö, hvaö sé um aö semja. Það mun jafnvel reyn- ast erfitt aö ná samkomulagi innan stjórnarinnar sjálfrar um hernaöarmál, en án þess er enginn grundvöllur fyrir viöræöur um þiöu á öörum sviðum. Tökum dæmi af viöskipta- málunum. Þeir sem trúa þvi að það séu Rússar einir, sem græði á viöskiptum þjóöanna, veröa sjálfsagt uni’andi aö heyra um afstöðu 400 banda- riskra verzlunarfulltrúa sem staddir voru I Moskvu nýverið (en samanlögö velta fyrir- tækja þeirra jafngildir fjórð- ungi þjóðarframleiöslu Bandarikjanna). Kaupsýslu- mennirnir kröfðust þess aö Bandarikjastjórn létu af þeim lögfestu skilyröum sinum fyr- ir lánum og eölilegum tolla- viðskiptum viö Rússa, — og þeir breyti afstöðu sinni til út- flytjenda. Þar sem dregiö hef- ur talsvert úr flutningi Gyö- inga Ur landi eftir aö löggjöfin tók gildi, hefur Carter nægar ástæöur til aö fara fram á end- urskoðun á henni. Bandariskir viöskiptajöfrar telja sig greinilega hlunnfarna vegna aðgerða Bandaríkjastjórnar. HÉR ER ekki horft fram hjá hinum viökvæmu mannrétt- indamálum. Eins og Vance benti á i viðtali nýverið geta Sovétmenn sýnt samstarfs- viljasinn meöþvi að fullnægja skilmálum Helsinkisáttmál- ans enda ættu Vesturveldin aö veita þeim meira aöhald i þeim efnum. Þaö skal ósagt látiö hvort sU aðferð er vænleg til árangurs aö sauma svo að Rússum i málum sem þessum, að viöbrögð þeirra verði spurning um álit og þjóöar- stolt. En reynslan hefur sýnt aö hávaðalitlar viðræður milli opinberra sendimanna, ásamt stöðugum þrýstingi almenn- ingsálitsins, hafa gefiö bezta raun i þvi aö tryggja frjálsari flutning fólks og hugmynda yfir landamæri. Hvaö sem ööru liöur viröist afstaöa Vancé mjög raunsæ. Hann vill aö Rússar skilgreini nákvæmlega hvaö þeir meina með „detente” (þiðu) Hann sagöi Arnaud de Borch-grave hjá Newsweek aö hann hafi af þvi mestar áhyggjur aö Rússar kunni að lita á þiðuna sem aunaö vopn i kalda striðinu. Þiöan veröur aö vera viötæk, ef hún á aö bera árangur, en ná ekki einungis til Evrópu. Og þótt hUn tákni þaö ekki aö samkeppni stórveldanna i þvi aö ota sinum pólitiska tota sé Ur sögunni, ætti hún ekki aö gefa RUssum tækifæri til að kynda undir svokölluö frelsis- triö óhindraöir. I stuttu máli sagt mun þaö reynast Carter ærin þolraun aö koma skriöi á þiðuna á nýj- an leik eftir þá stöönun sem oröiö hefur. Bæöi hann og væntanL utanrikisráöherra hans eru reiðubUnir aö tak- asi á viö þessa þraut og þvi benda allar likur til þess aö stórveldin tvö geti innan tiöar snúið sér aö hinum óleystu verkefnum sinum, og er það vel. (H.Þ. þýddi) l Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.