Tíminn - 18.12.1976, Page 12
12
Laugardagur 18. desember 1976
Úr Nótnakveri Önnu
Magdalenu Bach
Senn er liöinn mánuöur siöan
hluti af efni Skálholtshátiöar-
innar 1976 var endurfluttur,
aukinn og endurbættur i Há-
teigskirkju i Reykjavik, sunnu-
daginn 21. nóvember. Þar fluttu
Ágústa Agústsdóttir, sópran-
söngkona á Akranesi, Auöur
Ingvadóttir (knéfiöla), Helga
Ingólfsdóttir (sembal), Haukur
Guölaugsson (orgel) og bama-
kór Tónlistarskólans á Akranesi
15 verk úr Nótnakveri Onnu
Magdalenu Bach. Tónleikar
þessir voru aö stofni til endur-
tekning á fyrstu tónleikum Skál-
holtshátiöarinnar i sumar, sem
undirritaöur sótti en dignaöi á
aö skrifa um vegna anna og
æfingarleysis. En nú mun bót á
ráöin.
skyldu sina á árunum 1720-25,
tveggja fyrir syni sína auk
kvers Onnu Magdalenu, og
skrifaöi inn fyrsta verkiö.
Nótnakver Onnu Magdalenu
hefur oröib fræöimönnum mikill
rannsóknabrunnur — þar kennir
margra rithanda: Jóhanns Se-
bastians, hennar sjálfrar, sona
Bachs og ýmissa annarra,
nefndra og nafnlausra, sem
bjóöa upp á vangaveltur um
höfund, timasetningu og aö-
stæður, og I Nótnakveri Onnu
Magdalenu getur meira aö
segja aö finna „instans” sem
litiö gefur eftir ormagötunum
frægu i Speculum historiale.
Guðmunda Eliasdóttir
á Akranesi
Nótnakver
önnu Magdalenu
Anna Magdalena Bach (1701-
1760) var síöari kona Jóhanns
Sebastians.Hún var af tónelskri
ætt eins og hann, og söng sér-
lega fagurlega. A þessum árum
voru glymskrattar óuppfundnir
enn, og þvi uröu menn aö fram-
kvæma sina músik sjálfir að
mestu. Þá var það tizka manna
aö koma sér upp nótnakveri,
sem ýmist þeir sjálfir eöa aðrir
færðu inn i þekkileg lög, frum-
samin eöa ööruvisi, likt og
menn núna yrkja i gestabækur.
Jóhann Sebastian stofnaöi til
þriggja slikra kvera fyrir fjöl-
Eins og menn vita hefur Guö-
munda Eliasdóttir, söng- og
heimskona, búiö um hriö uppi á
Akranesi.Gatei farið hjá þviað
þess sæi nokkurn staö er slikur
kraftur tók sér bólfestu I
byggðarlaginu. Guömunda hef-
ur nefnilega raddþjálfaö barna-
kórinn, sem þarna sönglystilega
undir stjórn Jóns Karls Einars-
sonar, og kennt Agústu Agústs-
dótturað syngja finan og undra-
léttan sópran. Sannast þaö enn
af þessum árangri Guömundu,
sem áður hefur verið getið hér,
aö járðvegurinn er frjór fyrir
listir viöa um land, en frækornið
vantar. Listamenn geta látiö
mikið gott af sér leiða meö þvi
Úrvalsvörurnar írá Marks & Spencer
FÁST HJÁ OKKUR
Fatnaöur á alla fjolskylduna
Vörurnar, sem'eru þekktar og rómaöar
urn viöa veröld.
Framleiddar undir strangasta gæöaeftirliti.
uuitius i>aui»avt*^i vi
GEFJUN Ausfurstræti
IVD I IUI UIIUS
Kaupfélögin
Agústa Agústsdóttir, Helga Ingólfsdóttir og Pétur Þorvalds-
son i Skálholti i sumar.
aö „fara út meöal fólksins og
starfa með þvi”, ólikt þvi sem
gerist hér i Reykjavik þar sem
allir troöa marvaöann geisp-
andi.
Um verkin og
höfunda þeirra
Þau 15 verk, sem valin voru
úr Nótnakveri önnu Magdalenu
Bach, skiptust i fernt: einleik á
orgel, einleik á sembal, sópran-
söng meö undirleik, og kórsöng.
Fyrst lék Haukur Guðlaugsson
kóralinn „Wer nun den lieben
Gott lasst walten” eftir Jóhann
Sebastian, en siðan söng barna-
^ kórinn „Ég fel þér Drottinn”
(þýö sr. Sigurjón Guöjónsson),
sálm eftir Slésvikurskáldið
Benjamin Schmoick (d. 1737),
en JSB er talinn liklegur
höfundur lagsins. Þá lék Helga
Ingólfsdóttir Allemande úr
partitu JSB nr. 1, en Agústa
Agústsdóttir söng „Gib dich zu-
frieden”, lag JSB en textinn eft-
ir Paul Gerhardt sálmaskáld,
sem HKL segir svo um i Inn-
gangi aö Passiusálmum:
„Margt hið soralegasta i Is-
lenzkum bókmenntum á rót sina
að rekja til áhrifa frá Páli og Jó-
hanni Gerhardt”. En margt hefi
ég séð óskiljanlegra i Skaparans
skipulagi en þaö aö senda Pál
þennan til jarðarinnar til þess
aö hann mætti innblása Jónann
Sebastian til aö semja lagið viö
Gib dich zufrieden, og islenzkan
prest til aö yrkja:
Sig og aöra margir myröa
magnast reiði Andskotans,
ekki par um hórdóm hirða,
hvergi verður á lygum stans,
okur og þjófnaö einskis viröa
innbyggjarar þessa lands.
(Nú sjá menn Djöfsa ekki leng-
ur. Ég heyröi barn segja viö
móöur sina i mjólkurbúö um
daginn: „Mamma, ég er hættur
við að verða lögga. Ég ætla að
veröa þjófur”)
Nú lék Haukur Guölaugsson
Sarabande eftir Jóhann Sebasti-
an, og Agústa Ágústsdóttir söng
„Dir, dir, Jehova will ich sing-
en”, sálm eftir Bartolom§us
Crasselius (d. 1724). Þetta ljóð
varö kveikjan að einu hinu feg-
ursta lagi Jóhanns Sebastians,
sem hannritaðimeö skrauthönd
I Nótnakver konu sinnar áriö
1734, og yfirskriftina „Choral”
með ráuðu bleki, enda þótti
önnu Magdalenu sérlega vænt
um lagiö. t kverinu er þaö i
tveimur útgáfum, fyrir fjórar
raddir, og fyrir sópranrödd, og
þvi vita menn með vissu aö Se-
bastian er höfundurinn, aö
Philipp Emanúel sonur hans tók
ferradda útgáfuna upp i safn sitt
af verkum fööur sins fyrir f jórar
raddir.
Nú flutti Helga Ingólfsdóttir
Rondeau (Les Bergeries), sem
Anna Magdalena færöi meö eig-
in hendi i Kver sitt i einfaldaðri
útsetningu úr „Seconde livre de
þieces de clavissin” eftir Fran-
cois Couperin. Barnakórinn
söng , ,Hve gott i Jesú ástarörm-
um” eftir Wolfgang Christoph
Dressler (d. 1722, I þýðingu
Helga Hálfdánarsonar. Anna
Magdalena færöi lagið inn eftir
1733 — höfundur þess er óþekkt-
ur, en fræðimenn hafa teldö eft-
ir þvi aö fyrri hlutinn minnir
ögn á „Gib dich zufrieden” eftir
Jóhann Sebastian.
Ágústa Agústsdóttir söng nú
„Bist du bei mir” viö undirleik
sembals og knéfiölu. Höfundur
var óþekktur (Anna Magdalena
skrifaði lagið inn sjálf) þar til
Max Schneider uppgötvaði áö-
ur-óþekkt handrit meö þvi á
safni i Berlin, og tókst þannig aö
sanna að lagiö væri eftir Gott-
fried Heinrich Stölzel (1690-
1749) .1 handritiþessu stóð arian
innan um veraldlega ástar-
söngva, enda má lita hana þeim
augum:
Bist du bei mir,
geh ich mit Freuden
zum Sterben und zu meiner
Ruh.
Ach, wie vergnugt
wár so mein Ende,
es drlickten deine schönen
Hánde
mir di getreuen Augen zu.
En þaö bar til tiðinda þegar
Anna Magdalena var aö færa
lagiö og textann inn i kver sitt,
aö hún fletti óvart tveimur siö-
um svo auö opna myndaöist
milli fyrri og siöari hluta, sem
löngu siðar var fyllt meö Gold-
berg-tilbrigöunum.
Marche, sem Helga Ingólfs-
dóttir lék, er eftir óþekktan höf-
und, en eftir stilnum að dæma
gæti hann veriö bernskuverk
Philipps Emanúels Bach. Enn
söng Ágústa Agústsdóttir viö
undirleik sembals og knéfiölu
Ariu di Giovannini (Willst du
dein Herz mir schenken), sem
miklum deilum og vangaveltum
tónlistarsagnfræöinga hefur
valdiö. Karl Zelter varpaöi
fram þeirri tilgátu aö nafniö
„Giovannini” væri „italianiser-
aö hjarömannsnafn” Jóhanns
Sebastians, og væri hann
höfundurinn. Aörir telja þetta
órar einar, og ævisöguritari
Bachs, Philipp Spitta, bendir á
ltalann Giovannini, sem birti „7
þýzka söngva” i Óðasafni Jó-
hanns Friedrichs Graefe árin
1741 og 43. Kvæöiö sjálft hefur
bókmenntafræöilegt gildi fyrir
Islendinga: Það hefur viöa
geymzt, I ljóöabókum og flugrit-
um frá þessum timum, og I einu
sliku riti er þaö prentaö ásamt
kvæöinu um tóbakspipuna:
Guörækilegar umþenkingar viö
tóbaksreykingar, sem Jón
Helgason þýddi i Tuttugu er-
lendum kvæöum og einu betur. I
formála segir Jón: „Kvæöi þaö,
sem hér fer á eftir er prentaö á
sérstakt blaö sem fylgir siöari
bókinni (sem Bach gaf önnu
Magdalenu), Klavierblichlein
fúr Anna Magdalena Bach, 1725,
en lag Bachs viö kvæöiö er I
tónlist
bókinni sjálfri. Auk þesser lagiö
til I eiginhandarriti Bachs, en
Anna Magdalena hefur skrifaö
textann viö. Höfundar kvæöisins
er ekki getiö, og hafa menn skil-
iö þaö svo, aö hann sé liklega
tónameistarinn sjálfur”. Sönnu
nærmun þaö hins vegar, aö ekki
einu sinni lagið sé eftir „tóna-
meistarann sjálfan”, heldur sé
þaö æskuverk elzta sonar þeirra
önnu Magdalenu, Jóhanns
Gottfrieds Heinrichs, sem var
dæmalaust efnilegt barn en náöi
ekki aö þroskast eölilega.
Tóbakspipan kemur fyrir i
tveimur útgáfum i Nótnakver-
inu, hvorum megin á opnu — i
fyrra sinnið með bamalegri
hönd, en á móti „transpónerað”
með hönd önnu Magdalenu i
þægilegri tóntegund, og meö
nýjum bassa eftir Jóhann Se-
bastian. En skv. ofanskráðu er
höfundur Kvæöisins um tóbaks-
pipuna óþekktur, og kvæöiö
„húsgangur” á flugriti. Helga
lék nú Goldberg-tilbrigðin, sem
talin eru nær örugglega verk Jó-
hanns Sebastians, þótt færö hafi
verið ýms léttvæg rök fyrir þvi
aö svo sé ekki. Goldberg-til-
brigðin komu nefnilega út fyrst
áriö 1741, og voru liklega færö
inn I Nótnakverið þá, e.t.v. sið-
ust allra verka, á auðu opnuna
milli fyrri og siöari hluta „Bist
du bei mir”.
Recitativ og aria „Ich habe
genug” — „Shlummert ein” er
tekiö úr sólókantötu sem Bach
samdi fyrir hreinsunardag
Mariu. Textinn er eftir óþekkt-
an höfund og tengist orðum
Simeons öldungs er hann sá
Jesúbarniö i musterinu (Lúkas
2, 25 og áfram)? „Nú lætur þú
þjón þinn i friöi fara, eins og þú
hefur heitiö mér”, en Simeon
haföi veriö birt þaö af heilögum
anda, aö hann skyldi ekki dauö-
ann sjá fyrr en hann heföi séö
drottins Smuröa.
14. verkiö á tónleikunum var
Polonaise, sem Haukur Guö-
laugsson lék á orgel, liklega eft-
ir Philipp Emanúel Bach, en aö
endingu söng barnakór Akra-
ness kóralinn „Ó, eilifö, máttugt
orð þaö er” (þýö. sr. Sigurjón
Guðjónsson), sálm eftir Jóhann
Rist. Anna Magdalena færöi lag
og texta inn i Nótnakver sitt ein-
radda meö bassa eftir 4ra radda
útsetningu manns sins, sem nú
er aðeins geymd I sálmasafni
Philipps Emanúels, en lagið
sjálft er sagt „frá Jóhanni
Schop og Jóhanni Crúger”.
Ágætir tónleikar
Þetta voru hinir ágætustu tón-
leikar, meö fjölbreytilegum
söng og hljóöfæraslætti, en
fylgdu þó meginþema — Ndtna-
kveri Onnu Magdalenu Bach.
Helga Ingólfsdóttir hefur unniö
merkilegt starf siðan hún kom
heim frá námi i Þýzkalandi og
Bandarikjunum, að kynna
landsmönnum tónlist sins
kurteisa hljóöfæris, sembalsins.
En semballinn hefur veriö
endurvakinn á siöustu árum,
eftir að honum haföi veriö
stungiö svefnþorn fyrir tveimur
öldum — þar átti þátt I sjálfur
Jóhann Sebastian Bach sem
hjálpaöi til aö fullkomna pianó-
iö. En þaö er til marks um þessa
endurvakningu, aö þessa dag-
ana standa 7 menn I skúr inni i
Laugarnesi, likt og jóla-
sveinarnir i smiöju sinni, og
smiöa hver sinn sembal.
Anna Magdalena dó áriö 1760,
59 ára aö aldri. Þá haföi hún
verið ekkja i 10 ár, hin siðustu
„á bænum” þvi hún vildi ekki
þiggja hjálp stjúpsona sinna.
Hún liföi þaö ekki aö sjá yngsta
son sinn, Jóhann Christian, risa
úr fátækt sem frægan og auöug-
an óperuhöfund.
16.12.
Sigurður Steinþórsson