Tíminn - 18.12.1976, Síða 17

Tíminn - 18.12.1976, Síða 17
Laugardagur 18. desember 1976 17 Mö—Reykjavlk. —Eins og frá hefur veriö skýrt i blaðinu voru fjölmennir bændafundir haldnir i HUnaþingi á mánudag og þriðjudag i þessari viku. 1 gær voru framsöguræður aðkomu- manna á þessum fundum raktar og ályktanir fundanna birtar. I dag verður gerð grein fyrir ræð- um nokkurra heimamanna. Fyrstur heimamanna á Blönduósfundinum talaði Kristófer Kristjánsson form. Búnaðarsambandsins. Hann ræddi i upphafi um verð- lagningarkerfi það, sem bændur búa við og hve viða er á þvi brotalöm. Sagði hann það vera hart fyrir bændur að ná ekki nema 25-30% af þeim launum, sem þeir ættu að hafa, eða með öðrum oröum að þeir ynnu þrjá mánuði á ári án kaups. Taldi hann verðmyndunar- kerfið vera orðið úrelt og við- semjendur bænda þ.e. sex- mannanefndina ekki raunhæfa, vegna þess að rlkisvaldið væri orðið svo stór ákvörðunaraðili, eins og t.d. varðandi niður- greiðslur, lánafyrirgreiöslur o.fl. Taldi Kristófer, að þessu yi;ði að breyta, en það yrði ekki gert nema bændur semdu beint við ríkisvaldið um kjör sin. Þá nefndi Kristófer nokkra liði i verðlagsgrundvellinum, sem væru algerlega fjarri raun- veruleikanum, og tók sem dæmi, að til viðhalds útihúsa væri ekki ætlað nema 38.900 kr. og væri litið hægt að gera fyrir þá upphæö. Þrefaldar vaxta- greiðslur Þá sagði hann, aö vaxta- kostnaðurinn væri mjög fjarri þvi sem i raun væri og nefndi þvi til sönnunar, að hann hefði látið gera könnun á vaxta- greiðslum bænda i tveimur hreppum i A.-Hún. hjá Kaup- félagi Húnvetninga og Stofn- lánadeild íandbúnaðarins. Hefði komið i ljós að meðalvextir, sem bændur greiddu hjá kaup- félaginu voru 84.600 kr. og hjá Stofnlánadeildinni voru þeir 120.589 kr. Til viðbótar við þetta vantaði þá vexti, sem þessir bændur þyrftu að greiða annars staðar, eins og t.d. i bönkum. Vaxtakostnaður er i grund- vellinum ekki nema 57.600 kr. og taldi Kristófer lágmark að þrefalda þá upphæð. Þá nefndi hann að rafmagns- kostnaður er ekki áætlaður nema 30.600 kr i grundvellinum, en samkvæmt könnun, sem hann hefði gert um rafmagns- kostnað bænda i sýslunni, væri algengt að þeir greiddu 160-200 þúsund kr. i rafmagn á ári. Að visu væri ekki fullljóst hve mik- ið af þessari upphæð væri greitt vegna búrekstursins og hve mikið væri greitt vegna hús- hitúnar ibúðarhúss, en þótt vel væri áætlað til húshitunarinnar væri ljóst, að þennan lið þyrfti a.m.k. að þrefalda. Þá vék Kristófer aö tekjulið- um verðlagsgrundvallarins og taldi þá viða vera of hátt áætl- aða, þannig að útkoman fyrir bóndann yrði mjög óhagstæö. Kristófer sagði, að það væri ljóst að margir bændur heföu ekkináð tekjum sinum hin siðari ár og vinda yrði bráðan bug að þvi að hjálpa þessum bændum áður en þeir yrðu að hætta búskap. Lausaskuldum þeirra yröi að breyta i föst lán, og það yrði að gera áður en þaö yrði um seinan. Viö ljáum þeim röddum ekki lið, sagöi Kristófer, sem vilja landbúnaðinn feigan. Við viljum ekki nein forréttindi handa Mikift fjölmenni sótti báöa fundina. Hluti fundarmanna i Vióihliö VERÐLAGSGRUNDVOLLUR LANDBÚNAÐARVARA FJARRI RAUNVERULEIKANUM Hækka þarf rekstrarlánin verulega Gunnar Sæm. Gunnar Sig. Sigurður Aöalbjörn bændum, en við viljum, að land- búnaðinum sé búinn sá stakkur að hann geti vaxið og dafnað til hagsbóta fyrir land og þjóð. Oft er þörf en nú er nauðsyn Arni S. Jóhannsson kaup- félagsstjóri talaði næstur og sagði i upphafi, að oft hefði ver- ið þörf, en nú væri nauðsyn að rétta kjör bænda I landinu. Taldi hann lánafyrirgreiðslu til land- búnaðarins vera mjög slæma nú og mun verri, en áður hefði ver- iö. Ræddi hann siðan ftarlega um afurðalánin, uppgjörslánin og rekstrarlánin og nefndi dæmi, sem hann sagöi að sýndi svart á hvitu, að þrátt fyrir fag- urt tal um betri lán nú, en áður, væru lánin minni að raungildi. Þá sagði Arni, að það sem koma þyrfti væru það góð lán, að unnt væri að greiða bændum 90% af afurðaverðinu strax við móttöku, og að fullu i mal á næsta ári. Þá ræddi Arni'um þann mikla kostnað, sem sláturleyfishafar hafa af geymslu á kjötinu frá sláturtið og þar til það er selt. Til að koma til móts við þenn- an kostn. greiðir rikissjóður kr. 10 á hvert kg. af kjöti á mánuöi þar til sala fer fram. Þessar greiðslur eru ekki inntar af hendi fyrr en sala hefur farið fram, en Arni taldi að þetta ætti að greiðast mánaðarlega miðað við þær birgðir, sem þá væru hjá viðkomandi sláturleyfis- hafa. Ef svo væri gert hefði Sölufélagið á Blönduósi fengið 8,5 millj. kr. i nóvember i stað þess að greiðslan kemur ekki fyrr en sala fer fram. Á hver húnvetnskur bóndi að gefa rikissjóði 25 þúsund kr. Þá ræddi Arni um útflutnings- bæturnar og þann drátt, sem orðið hefði á greiöslu þeirra. Skýlaus krafa væri, aðjiær væru greiddar viku eða i siðasta lagi mánuði eftir að saia tæri fram, enda hefði það verið gert áður fyrr. En sá dráttur, sem orðið hefði nú á þessum greiöslum þýddi 25 þúsund kr. fyrir hvern bónda i A.-Hún. i vaxtatapi og væru bændur þvi að gefa rikis- sjóði þessa peninga. Taldi Árni lágmarkskröfuna þá aö þetta vaxtatap yrði bændum greitt úr rikissjóði. Þá ræddi Arni um starfsemi Sölufélags A.-Hún., en undir lok ræðu sinnar sagði hann: — Við höfum sofiðof lengi og mál er aö vakna og taka til starfa af full- Framhald á bls. 23 ( Verzhin & Þgónusta ) 'jr/Æ/Æ/Æ/WÆ/r/jr/J’/M/Æ'Æ/ÆSÆ/Æ/S/Æ/ÆÆfM/Æ/Æ/Æ/jr/Æ/S/Æ/jr/Æ/AI LOFTPRESSUR OG SPRENGINGAR i Tökum að okkur alla loftpressuvinnu, ! borun og sprengingar. Fleygun, múr- 5 brot og röralagnir. 5 ^ r/Æ/Æ r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J í 2\ v .. » / u cæ uroi og roraiagmr. 'a 3 ? i -----'rf ■ | Þórður Sigurðsson — Sími 5-38-71 i ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J Ingibjartur Þorsteinsson pipulagningameistari Símar 4-40-94 & 2-67-48 Nýlagnir — Breytingar Viðgerðir J/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ í MMmmMmwmxwwl , wm wmwsww \ '/, Blómaskáli í i MICHELSEN é p Hveragerði - Sími 99-4225 ^/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/4 ^/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/4

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.