Tíminn - 06.01.1977, Qupperneq 1
• Schutz kominn aftur — Sjd bls. 3
Ákveðið hver verður skip-
stjóri bílaflutningaskipsins
línurnar skýrast eftir fundinn í dag, segir Þórir Jónsson
HV-Reykjavik. — Þetta
liggur nú ekki alveg ljóst
fyrir ennþá, en eftir fund,
sem haldinn verður i há-
deginu á morgun, er liklegt
að línurnar fari nokkuð að
skýrast. Ef af skipa-
kaupunum verður, verður
stofnað sérstakt félág um
rekstur þess, hingað til
höfum við aðeins safnað
hlutafé. Sem eðlilegt er hefur
ekki enn verið beinlinis
ráðinn mannskapur á skipið,
en hinu er ekki að neita að
ákveðinn skipstjóri reiknar
með þvi, á eðlilegum for-
sendum, að taka við stjóm á
þvi, sagði Þórir Jónsson, i
viðtali við Timann i gærr.
Undirbúningur að kaupum
á bilaskipi til landsins er nú
langt kominn. Svo langt að
nú liggur fyrir hver skip-
stjóri þess veröur og hefur
hann sagt upp störfum sinum
hjá Eimskipafélagi íslands.
Mun það vera einn af
reyndustu skipstjórum
Eimskipafélagsins, Valdi-
mar Björnsson, sem stýrir
Bakkafossi.
Um aðra áhafnameðlimi
erekki vitað enn. Timanum
bárust i gær fregnir af þvi að
þeir menn sem visað var frá
störfum við Eimskipafélagið
fyrir nokkru siðan vegna lit-
sjónvarpsmálsins svo-
nefnda, myndu taka við
störfum við skipið, en það
hefur ekki fengizt staðfestst.
Kröflusvæðið
Fleiri varúðarráð-
stöfunum bætt við
gébé Rvik — Það hefur verið
farið yfir allar áður gerðar
áætlanir og ákvarðanir varð-
andi varúðarráðstafanir, ef
skapast skyldi hættuástand á
Kröflusvæðinu, og hefur nú til
viðbótar veriö bætt þremur
nýjum við, sagöi Guðmundur
Einarsson verkfræðingur, en
hann er formaður 3ja manna
samstarfsnefndarinnar, sem
fjallar um öryggismál á
Kröflusvæðinu. Sagði hann, að
ákveðið hefði vcrið aðbæta við
vaktmanni á sjálfu virkjunar-
svæðinu, sem skyldi hafa vakt
frá kl. 11 á kvöldin til 7 á
morgnana. Var fyrsta vaktin i
gærkvöldi og nótt. — Vakt-
maðurinn hefur talstöð og get-
ur hann haft samband sam-
stundis við gosvaktina i
Reykjahliö ef eitthvað skeður,
einnig getur vaktin haft sam-
band við manninn ef skjálfta-
mælarnir sýna skyndilega
breytingu, sagði Guðmundur.
— Vaktmaðurinn hefur góða
möguleika til að sjá undir eins
hvar eða hvort gos hefur kom-
ið. Þetta er fyrst og fremst
gert til þess að stytta við-
bragðstfmft.. Nú, þá höfum við
samið við Miðfell hf. að hafa
alltaf jarðýtu og veghefil til-
búna til notkunar, þannig að
hægt sé að halda veginum til
Kröflu opnum, hvernig sem
viðrar. Sama gildir um aðra
vegi i nálægðinni, viö höfum
haft samband viö Vegagerð-
ina á Akureyri i sambandi við
það, sagði Guðmundur.
— Við teljum að þaö hafi
verið tekið tillit til allra nauö-
synlegra varúðarráðstafana,
sem hægt er til að fylgjast,
fyrst og fremst, með mæling-
um á landrisinu, svo og jarð-
skjálfamælunum.
Einar Agústsson, utanríkisróðherra
Málaleitan fráfarandi for-
manns EBE ástæðulaus
— ekkert getur gerzt fyrr en Alþingi
kemur saman
F.l. Reykjavik. — Ég get vel
skiliö að fráfarandi for-
maöur Efnahagsbanda-
lagsins vilji gjarnan hafa
gert eitthvnð i þessu máli og
tek þvi brcfi hans ekkert illa,
sagði Einar Agústsson, utan-
rikisráðherra i samtali við
blaðið I gærkvöidi, en honum
hefur borizt bréf frá
utanrikisráðherra Hollands
. og fráfarandi formanni
Efnahagsbandalagsins þess
efnis að islcndingar reyndu
að styrkja samskipti sin við
Efnahagsbandalagið nteð
því að brezkir sjómenn
fcngju að veiða dálitið hér
við land.
Annars finnst mér þessi
málaleitan algerlega
ástæðulaus þvi að viö
stöndum i vtöræðum við
Efnahagsbandaiagið og það
veröur að fara eftir okkar
hagsmunum eingöngu i hvað
verður ráðizt, sagði Einar
ennfremur.
Aðspurður kvaö utanrikis-
ráðherra engan asa verða
viðhafðan tii svars þessa
bréfs Hollendingsins. Ekkert
gæti gerzt fyrr en Alþingi
kæmi saman að nýju.
Þessi mynd er úr stjórn-
stöð tilkynningarskyldunnar
i húsi SVFl við Grandagarð.
Sigursveinn Þórðarson,
skipstjóri, var á vaktinni, er
okkur bar að, og hafði hann
augsýnilega ærinn starfa við
það eitt að svara fyrir-
spurnum manna alls staðar
að af landinu um ástvini úti á
sjó. önnur upplýsinga-
þjónusta er geysilega mikil
og hringja ýmsar stofnanir
daglega.
Tilkynningarskyldan fer
þannig fram að strand-
stöðvar senda SVFl telex-
skeyti um staðsetningar
skipanna. Lenda þessar upp-
lýsingar siðan inn á spjald-
skrá stjórnstöövarinnar og
eru þær algjört leyndarmál.
Sagði Sigursveinn að þessi
boðleið gengi vel, en þó væru
vissir hlutar landsins með
afar slaka fjarskipta-
þjónustu og benti hann sér-
staklega á norðaustur-hornið
og Breiðafjörð i þvi
sambandi.
Um þrjú leytið i gær áttu
aðeins tvö stór skip eftir að
tilkynna sig og kvaðst Sigur-
sveinn þvi áhyggjulaus. Mis-
brestur vildi frekar verða á
þvi, að minni bátar gleymdu
sér og væri þeim yfirleitt
send aðvörun i útvarpinu kl.
16:15,ef ekkert hefði bólaöá
skeytum frá þeim fyrir þann
tima.
Tilkynningarskyldan á að vera hjó SVFÍ— Sjá Bak
'ÆNGIRr
Aætlunarstaðir:
Bíldudalur-Blönduóc Búðardalur
' Flateyri-Gjögur-Hólmavík
Hvammstangi-Rif-Reykhólar
Sigluf jörður-Stykkishólmur
Súgandaf jörður
Sjúkra- og leiguflug aV, ^
um allt land \
Símar: 3
2-60-60 oq 2-60-66
3. tölublað —Fimmtudagur6. janúar 1977—61. árgangur
Verslunin & verkstæðið
FLUTT
á Smiðjuveg 66 Kóp.
(Beint andspænis Olis i ne6ra Breiðholti,-þú skilur?)
Síminn er 76600
, LAHDVÉIAR HF.