Tíminn - 06.01.1977, Síða 7

Tíminn - 06.01.1977, Síða 7
Fimmtudagur 6. janúar 1977. 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Rí.stjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gisiason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöai- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verö i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f., Afturgöngur Ef gluggað er i islenzk blöð frá siðari hluta sið- ustu aldar og fyrstu áratugum þessarar aldar, kemur fljótt i ljós, að persónulegar erjur hafa verið miklu harðari þá en á siðustu áratugum. Þá var ekki aðeins beitt þyngri orðum og harðari dómum heldur hálfsannleika og dylgjum til að ófrægja andstæðinginn. Þetta fer hins vegar að smábreytast þegar kemur fram á fimmta áratug þessarar aldar og má segja að siðan hafi sótt i þá átt, þangað til á siðasta ári. Stjómmáladeilurnar verða minna persónulegar en meira málefnaleg- ar. Að dómi ýmissa fylgdi það þessu, að stjórn- málaskrifin urðu bragðdaufari en áður, en i heild var þetta þó tvimælalaust æskileg þróun. Á siðasta ári hefur orðið veruleg brey ting i hina fyrri átt. Klofningur fésýslumanna þeirra, sem stóðu að útgáfu Visis, sem leiddi til útgáfu tveggja siðdegisblaða, sem kepptu um götusöl- una, hefur ekki aðeins leitt til æsifréttamennsku, sem áður var óþekkt hér á landi, heldur hefur magnað hinn persónulega árásarstil að nýju. Reynt hefur verið að réttlæta þessa breytingu með þvi, að verið væri að fara i slóð heims- þekktra blaða eins og New York Times og Washington Post, sem stunda svonefnda rann- sóknarblaðamennsku, en ekkert er fjær sanni, heldur er hér verið að vekja upp frá dauðum það, sem verst var áður i islenzkri blaðamennsku, hinar illvigu persónulegu árásir, þar sem fullyrð- ingar, hálfsannleikur og jafnvel hreinar lygar em uppistaðan. Hér er þvi ekki um neina nýja blaða- mennsku að ræða, heldur eru hér algerar aftur- göngur á ferð, en að hætti lærðra sölumanna er reynt að klæða þær nýjum búningi. Rými blað- anna er nú miklu meira og þvi hægt að beita stærri fyrirsögnum og gleiðletrunum en fyrr var mögulegt. Það má vel vera, að þessar afturgöngur reynist sæmileg söluvara um hrið, og vafalaust munu hinir dugmiklu sölumenn halda áfram að auglýsa hana af kappi eins og t.d. með þvi að gera mestu afturgönguna að manni ársins! En brátt munu menn uppgötva, að þeir em hér að kaupa köttinn i sekknum. Afturgöngur verða þá að hverfa til sinna fyrri heimkynna og sú þróun haldast áfram, að meira kapp verði lagt á málefnalegar umræður en persónulegt skitkast. Yfirlýsíng Geirs Gott dæmi um þá rannsóknarblaðamennsku, sem siðdegisblöðin láta ástunda, er sú frásögn þeirra, að Framsóknarflokkurinn hafi gert það að úrslitaskilyrði fyrir áframhaldandi stjórnar- samvinnu, að Kristinn Finnbogason yrði endur- kjörinn i bankaráð Landsbankans. Visir reið á vaðið og birti þessa frétt og siðan tók Dagblaðið hana upp. Bæði blöðin töldu hana byggða á rann- sóknarblaðamennsku. í tilefni af þessu, beindi Timinn þeirri fyrirspum til Geirs Hallgrimsson- ar forsætisráðherra, hvort nokkur slik hótun hefði komið fram. Svar forsætisráðherra birtist i blaðinu 29. f.m. Eftir að hafa rifjað upp þá hefð- bundnu venju, að hvor flokkur tilnefndi sjálfstætt og bæri ábyrgð á sinum frambjóðendum, fómst forsætisráðherra orð á þessa leið: „Stjórnarslit komu ekki til tals milli forsvars- manna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hvorki i þessu sambandi né öðru”. Hér hafa menn allgott sýnishorn af rann- sóknarblaðamennsku umræddra blaða. ERLENT YFIRLIT Chiang Ching hefur enn verulegt fylgi Flest bendir til, að Hua haldi velli Chiang Ching ATÖKUNUM i Kina, sem fylgdu i kjölfar fráfalls Maos formanns, virðist enn hvergi nærri lokið, þótt meiri likur bendi til, að Hua Kuo feng muni halda velli. Nokkur vis- bending um þetta þykir ræða sú, sem Hua hélt á fundi 5000 bænda i Peking fáum dögum fyrir jólin, en hún var birt skömmu siðar. t þessari ræðu boðaði Hua, að flokksþing yrðu haldin í öllum fylkjum i Kina á árinu 1977 og væri það markmið þeirra, að endurnýja forystu flokksins i þeim og vikjaúr flokknum öllum þeim, sem hefðu aðhyllzt Chiang Ching, ekkju Maos, og þá þremenninga úr æðstu stjórn flokksins, sem voru fangelsað- ir með henni á siðastliðnu hausti. Hua boðaði, að stefnt yrði markvisst að þvi að koma á röð og reglu i flokknum, en hann gaf ótvirætt i skyn, að verulega skorti á það nú. Af ræðu hans mátti ennfremur ráða.að s.vo hörðog truflandi hefðu átökin i flokknum orðið, að dregið hefði úr framleiðsl- unni og þvi ekki náðst sá árangur á árinu 1976, sem stefnt hefði verið að. 1 umræðum fjölmiðla um þessa ræðu Hua, hefur m.a. verið upplýst, að um þriðj- ungur þeirra 30 milljón meðlima, sem nú eru i Kommúnistaflokknum, hafi bætzt i hann eftir að menn- ingarbyltingunni lauk 1966. Gizkað er á, að meginþorri eða a.m.k. meirihluti þessara nýju meðlima, hafi verið á bandi Chiang Ching og félaga hennar. Af þeim ástæðum megigera ráð fyrir að hin boð- aða hreinsun Hua geti orðið mjög viðtæk. NÝJUSTU fregnir frá Kina benda yfirleitt til þess, að átökin i Kina á siðasta ári hafi orðið miklu harðari en kunnugt hefur verið um hingað tilog að hún hafi raun- ar byrjað nokkrum mánuðum áður en Mao féll frá, eða fljót- lega eftir fráfall Chou En-lai. Fyigismenn Chiang Ching hafi þá strax ætlað að hrifsa völdin og hafið skipulega baráttu i þvi skyni viðs vegar um land- ið. 1 þeirri lotu hafi þeim orðið það ágengt, að Teng, sem þótti liklegasti eftirmaður Chou, var sviptur öllum völdum. Þá náðist málamiðlun um, að Hua kæmi i stað hans og hefur það sennilega ráðið mestu, að hann hafði fram að þeim tima staðið utan átakanna i flokkn- um. Chiang Ching og félagar hennar, virðast þó ekki hafa treyst honum og þvi undirbúið að hrifsa völdin strax og Mao féll frá. Eftir fráfall hans virð- ist hafa orðið mjög hörð og tvi- sýn ,átök, sem lyktaði með sigri Hua og fangelsun þeirra fjórmenninganna. Þessi átök virðast engan veginn hafa verið bundin við aðalstöðvar flokksins og stjórnarinnar i Peking, heldur átt. sér stað viða um landið. Til verulegra óeirða virðist hafa komið viða um landið og herlið þurft að skerast i leikinn til að koma á röð og reglu að nýju. Jafnvel fram á þennan dag virðist enn koma til slikra átaka. Chiang Ching og félagar hennar virð- ast enn njóta verulegs fylgis og Hua getur þvi enn ekki tal- izt traustur i sessi. Það er að sjálfsögðu mikill styrkur fyrir hann, að hann hefur náð yfir- ráðum innan flokkskerfisins, enda þóttþað sé minni styrkur en venjulega, sökum ágrein- ingsins i flokknum. Mesti styrkur Hua virðist sá, að hann hefur herinn óklofinn að baki sér og hann er það afl, sem úrslitum ræður, ef i odda skerst. Þess vegna benda allar likur til þess, að Hua verði ekki hrakinn úr sessi og að- staða hans verði alltraust, ef honum tekst að koma fram hinum fyrirhuguðu hreinsun- um i flokknum. AF HÁLFU Hua og fylgis- manna hans er mjög slegið á þá strengi, að þeir fylgi fram kenningum Maos og ætli að framkvæma hreinsanirnar i anda hans. Þess vegna er nú keppzt við að birta ræður og greinar eftir Mao, þar sem hann leggur áherzlu á að reyna að ala þá upp, sem ger- ast fráhverfir flokknum, frek- ar en að beita þá hörðum refsingum. En jafnhliða þvi sem Maoerþannig teflt fram gegn ekkju hans og fylgis- mönnum hennar, er Chou og kenningum hans hampað enn meira. Af þvi draga þeir, sem bezt fylgjast með málum Kina, þá ályktun, að Hua og félagar hans muni i verki taka Chou meira til fyrirmyndar en Mao. Chou var ekki eins mikill talsmaður hinna stöðugu bylt- inga og Mao, heldur lagði meiri áherzlu á alhliða uppbyggingu eins og bætt lifs- kjör, en stöðugt byltingar- ástand samrýmist tæplega slikri stefnu. Margt virðist nú benda til, að Chou verði i vax- andi mæli sizt minna átrún- aðargoð Kinverja en Mao og stjórnarstefnan muni ráðast af þvi, haldi Hua velli eins og flest bendir nú til. Þ.Þ. Hermenn hylla Hua Kuo feng. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.