Tíminn - 14.01.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.01.1977, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. janúar 1977 3 Eftirlíking af sprengju — segir Rudolf Axelsson um „sprengjufundinn" á tröppum sovézka sendiráðsins Gsal-Reykjavík. — Þetta var haglega gerö eftirlík- ing af raunverulegri sprengju/ sagði Rudolf Axelsson lögregluvarð- stjóri og sprengjusér- fræðingur lögreglunnar í Reykjavík í samtali við Tímann í gær um sprengju/ sem tilkynnt var um við sovézka sendi- ráðið í Reykjavík. Það var klukkan 10.40 i gær- morgun, að hringt var til lög- reglunnar i Reykjavik og til- kynnt um, að sprengja væri viö sovézka sendiráðiö við Túngötu i Reykjavik, og væri hún þar á tröppum hússins. Tveir lög- reglumenn fóru þegar á staðinn og slitu sundur allar leiðslur við sprengjuna, og lokuðu næsta ná- grenni fyrir allri umferð manna. Var þvi næst beðið eftir sprengjusérfræðingi lögregl- unnar, Rudolf Axelssyni. Rudolf sagði i gær, að fljótt á litiö hefði þetta litið út sem raunveruleg sprengja. — A tröppunum var böggull, sagði Rudolf, sem var þannig útbúinn, að i honum voru nokkrar steng- ur að svipaðri lengd og breidd og dinamittúpur. 1 bögglinum var einnig pakki, sem siðar reyndist vera utan af venjulegri ljósaperu, og i honum voru steinar, og var hann fylltur með tvisti. Plast var utan um þetta — og leiðslur lágu siðan i raf- geymi. Stengurnar voru úr timbri, og er helzt talið, að hrifuskaft, eða skaft þvi líkt, hafi verið sagað niður. Eftir aö ljóst var, að sprengj- an var aöeins eftirliking, var hún flutt á lögreglustöðina. Mál- ið verður sfðan sent sakadómi Reykjavikur i dag til frekari rannsóknar, en slðast, er frétt- ist, hafði ekki tekizt að hafa upp á þeim, erstóð að þessu gabbi. Verðlag 11-12% hærra nú en við samnings- gerðina ásJ.ári -se&Sun Gsal-Reykjavík— Á fundi miðstjórnar Alþýðusam- bands Islands í gær var samþykkt einróma álykt- un, þar sem harðlega er mótmælt verðhækkunum þeim, sem orðið hafa á síðustu mánuðum, einkum og sér í lagi hækkunum á opinberri þjónustu. Segir i ályktun sambandsins, að verðlag sé nú 11-12% hærra en ráð hafi verið fyrir gert viö samn- ingsgerð á s.l. ári, og aö þessi stefna stjórnvalda ógni afkomu launafólks. Á fundinum i gær var jafnframt samþykkt að fela forseta ASI, framkvæmdastjóra, ásamt for- mönnum landssambanda, að sjá um undirbúning kjaramálaráð- stefnu á vegum Alþýðusam- bandsins, en ályktun þar að lút- andi var samþykkt á nýafstöðnu Alþýðusambandsþingi og rætt um að halda þessa ráðstefnu i febrúar. Samþykkt miðstjórnarfundar- ins i gær fer hér á eftir: „Alþýðusamband íslands mót- mælir harðlega þeim miklu verö- hækkunum, sem orðið hafa á siðustu mánuðum. Sérstaklega mótmælir það þeim ákvörðunum rikisstjórnarinnar að hækka opin- bera þjónustu eins óeölilega mikiö og raun er þegar á orðin. Opinber þjónusta hefur almennt hækkað langt umfram meðal- hækkun verðlags, og nægir I þvi sambandi að minna á nýlegar hækkanir pósts og sima (25%) og hitaveitu (10%). Benda má á, að útgjöld visitölufjölskyldunnar til pósts og sima hafa hækkað yfir 200% frá miðju ári 1974, en hækk- un kaups og byggingarvisitölu á sama timabili er innan við 100%. Þá hefur landbúnaðarvöruverð á siðastliönu ári hækkað tvöfalt meira en almennt verðlag, og það sama gildir um verðlag á neyslu- fiski innanlands. Afleiöing þessarar stefnu stjórnvalda er sú, aö verölag er nú 11-12% hærra en ráö var fyrir gert við samningsgerð á s.l. ári. Þessi stefna ógnar afkomu launafólks, þvi jafnvel þótt hluti verðhækkananna sé bættur, koma þær bætur löngu eftir á.” Formleg tenging byggðalínunnar: Aðeins 1 megawatt norður KS Akureyri — Byggðalinan norður til Akureyrar var form- lega tekin i notkun í gærdag. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráð- herra flutti stutt ávarp við upphaf athafnarinnar og tengdi siðan byggðalinuna við Laxárvirkjun- arsvæðið með þvl að styðja á þar til geröan rofa. Athöfnin fór fram að Rangárvöllum við Akureyri, en þar er spennivirki llnunnar. Heldur lltil rafmagnsaukning varð á Norðurlandi eftir tengingu linunnar, og sýndu mælar, að aukningin nam aðeins einu mega- watti, en á að geta orðið allt að 4 megawöttum, þegar bezt lætur. Ástæðan fyrir þvi hversu litið rafmagn fékkst við tenginguna, mun vera óvenju mikið álag á Hvalfjarðarlinunni (flöskuhálsin- um) og mikil rafmagnsnotkun á Snæfellsnesi og 1 Húnavatnssýsl- um, munu kuldarnir undanfarið eiga sinn þátt i þvi. Viö athöfnina, er byggðalinan var tengd, var viöstatt margt manna, þar á meðal alþingismenn kjördæmis- ins, bæjarstjóri og bæjarstjórn Akureyrar, ásamt forráðamönn- um bankastofnana og fleiri gest- um. Að athöfninni lokinni var gest- um boðið að skoða mannvirki á svæðinu og Rafmagnsveitur rikisins héldu hóf fyrir gesti að Hótel KEA seinna um daginn. Þar fluttu ávörp Helgi Bergs stjórnarformaður Rafmagns- veitna rikisins, Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri og Jakob Björnsson orkumálastjóri. Dreifibréf búvörudeildar SÍS til bænda í A.-Hún: Mdnaðarlega 85% af innkomnu söluverði greitt — afgangurinn, þegar sölu vörutegundarinnar er lokið MÓ-Reykjavik — Samband is- lenzkra samvinnufélaga gerir upp og greiðir sambandskaupfé- lögunum mánaðarlega sem næst 85% af brúttóinnkomnu söluverði afurðanna, en afgangurinn, að frádregnum umboðslaunum, sem geta numið 5-6% af verðinu, og kostnaöi, er greiddur strax að lokinni sölu hverrar vörutegund- ar, segir i dreifibréfi, sem Sam- band isl. samvinnufélaga hefur skrifaö og sent til bænda I Austur- Húnavatnssýslu. Bréfið er langt og itarlegt og skrifaö I tilefni ályktana, sem gerðar voru á al- mennum bændafundi á Blönduósi i des. sl. 1 bréfinu segir, að I byrjun sláturtiðar hafi verið um 1.200 lestir af dilkakjöti óseldar, auk nær árssölu af ærkjöti og mikils ' magns af nautgripakjöti og dilka- hausum. Við þetta bættist, að óvenjulegur dráttur varö á greiöslu útflutningsbóta, en 21 millj. kr. af útflutningsbótum vegna framieiðslunnar 1974 fékkstekkigreidd fyrren I byrjun nóvember 1976, og rúmar 400 milljónir af útflutningsbótum vegna framleiðslunnar 1975 voru ekkigreiddarfyrren20.des. 1976. Afuröalán eru veitt út á um 2/3 af ógreiddum útflutningsbótum. Þetta hefði haft i för með sér auk- inn drátt á greiöslu söluandvirðis varanna auk þess, sem kostnaðarsamt er að geyma afurðirnar allan þennan tima og standa undir vöxtum af þvi fjár- magni, sem í þeim liggur. 1 bréfinu er f jallaö itarlega um útfhitningsbæturnar og þar segir meöal annars aö vegna þess hve greiðsla þeirra hefði dregist lengi á síðasta ári væri rikissjóður I raun að velta aukinni vaxtabyrði yfir á herðar bænda, vegna þess að þá þyrftu afurðalánin að standa lengur. Segir i bréfinu aö áætlað sé að þessi aukna vaxtabyröi bænda hafi numiö 52 milljónum kr. vegna dráttar á greiðslu útflutn- ingsbóta á siöasta ári af fram- leiðslunni 1975. Þá er i bréfinu fjallað um um- boðslaunin, sem búvörudeildin tekur en þau eru 2% af haustverði hvers árs. Þá er veröið i algeru lágmarki og þýðir milljóna króna árlegan sparnað fyrir slátur- leyfishafa innan Sambandsins, segir i bréfinu. Siðan segir að samkvæmt skýrslu, sem fylgi bréfinu og sé um viðskipti Sölu- félags Austur Húnvetninga viö Búvörudeild SlS.komi fram aö á árunum 1972-1975 hafi Sölufélag Austur-Húnvetninga i reynd ekki greitt Búvörudeildinni nema 1,64- 1,83% af kjötverðinu I umboðs- laun. Þá kemur fram i bréfinu að þeirri reglu hafi verið fylgt að jafna sölukostnaðinum út á milli sláturleyfishafanna, jafnt á þá, sem flutt er út frá og hinna, sem eingöngu er selt frá innanlands. Margt er innifaliö I þessum kostnaði eins og geymslugjöld að hluta, ýmis konar akstur, afhend- ing, rýrnun, kostnaður við kjötaf- greiðslustöð, rannsóknarstofu, eftirlit, námskeiðshald o.fl. Sið- ustu árin hefur þessi kostnaður verið 5-6% af skrásettu innan- landsverði, þ.e. heildsöluverði búvörudeildarinnar. Aö sjálf- sögðu sé það matsatriði hvort menn telji þennan kostnað háan, en aö mati þeirra, sem gjörst þekkja, mun svo ekki vera. 1 bréfinu kemur fram að hvergi á Vesturlöndum muni vera minni munur á veröi þvi, sem neytendur hér á landi greiöa fyrir land- búnaöarvörur og þvi verði, sem framleiöendur fá ef frá er dreginn sá 20% söluskattur, sem rlkis- sjóöur innheimtir. ávíðavangi Gula pressan „Rannsóknarblaða- mennska” sú, sem dagblaðið Visir héfur tileinkað sér, kem- ur mörgum til að brosa. Til að mynda birti Visir i fyrradag hálfsmánaðargamla frétt úr Dagblaðinu um mann nokk- urn, sem sleppt hafði verið úr haldi á Litla Hrauni. Ekkert nýtt kom fram i málinu, en hins vegar vakti þaö athvgli, að fréttin var I gulum lit, og er , það óneitanlega við hæfi, að Visir skuli hafa tileinkað sér þann lit. Lygar d lygar ofan Annars hefur VIsi tekizt á örfáum mánuðum að skipa sér þann sess meðal Islenzkra dagblaða að vera það dagblað, sem ósannastar fréttir flytur. Frægt var, þegar Geir Hall- grimsson forsætisráðherra af- hjúpaði ósannindavaðal Vísis um bankaráðskosningarnar. En Visir lætur ekki þar við sitja. t gær birtist lygafrétt, sem beinist að höfundi þessa pistils. Er hann sagður 'hafa verið uppvis að þvi að nota Mánudagsblaðið til að ,svi- . virða Vilmund Gylfason og fjölskyldu hans. Sjálfur hélt Vilmundur þessu fram I grein, sem hann ritaði I Mbl. á siðasta ári. ósannindi Vil- mundar voru hrakin þá, m.a. mcö yfirlýsingu Agnars Boga- sonar, ritstjóra Mánudags- blaðsins. Nú þykír Visi viö hæfi að endurprenta lygar Vilmpndar, sjálfs'agt i trausti þess, að nógu langt sé um liöiö til aö yf- irlýsingin sé gleymd. Þetta eru gamalkunn vinnubrögð. Þessi rógsiðja Vísis er nú komin á það stig, að vart verð- ur hjá þvi komizt að höfða inál á hendur þeim Visis-mönnum. Er það til athugunar. Hörundsórir Cr þvl aö verið er að fjalia um Visi, þá vekur þaðóneitan- lega nokkra athygii, hversu ' viðkvæmir Visís-menn eru fyrir umræðu um bandarisku leyniþjónustuna. I þeim efn- um virðist Vlsir vera kaþólsk- ari cn sjálfur páfinn. Ekki hef- ur nokkur maður bendlað Visi við CIA svo vitaö sé, svo aö bægslagangur blaðsins virðist tilefnislaus. Annars er ástæöa til aö end- urtaka það, sem sagt hefur veriö, að bandarlska leyni- þjónustan hefur orðið uppvis aö þvi að styrkja blöð ogein- staka blaöamenn á vestur- löndum, sem stofnunin hefur siðan notað til að sverta aðila, sem ógna bandariskum hags- munum að mati hennar. Slikur fjárstuöningur hlýtur að koma sér vel fyrir blöð, sem prenta daglega fleiri siö- urogkoma út I stærra upplagi en tekjur hrökkva til að mæta. Þaö segir sig sjálft. Það eru Bandarlkjamenn sjálfir, sein hvaö gagnrýnastir eru á starfsaðferöir CIA. Og verðandi forseti Bandarlkj- anna, Jimmy Carter, hefur boðað, að starfsemi CIA verði rækilega endurskoðuð. —aþ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.