Tíminn - 14.01.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.01.1977, Blaðsíða 9
Föstudagur 14. janúar 1977 9 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Rí.stjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verö i lausasölu kr. 60.00. Áskriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f., Efnahags- og kjaramál I áramótagrein ólafs Jóhannessonar var vikið að þvi, að rikisstjórnin hefði haft það sem megin- sjónarmið i efnahagsmálum á árinu 1976 að tryggja næga atvinnu, hamla gegn verðbólgu og draga úr viðskiptahalla. Siðan sagði: ,,Um fyrsta atriðið er það að segja, að atvinnu- ástand hefur almennt verið gott á árinu. Tima- bundið atvinnuleysi á einstaka stað er alger undantekning. Verður seint komið i veg fyrir að slikt geti átt sér stað. Enþegar litið er til landsins alls, hefur atvinna verið góð, og stefnumið stjórn- arinnar um atvinnuöryggi hefur verið náð. Það er mest um vert, þvi að atvinnuleysi er þjóðarböl. I þessu efni erum við ólikt betur staddir en margar aðrar þjóðir, og það meira að segja sumar ná- grannaþjóðir okkar. öðru stefnumarkinu hefur ekki verið náð. Það hefur ekki tekizt að koma verðbólgunni niður á sama stig og hjá viðskiptaþjóðunum. En það hefur samt tekizt að hægja nokkuð á verðbólgu- hraðanum. Samkvæmt siðustu spá Þjóðhags- stofnunar verður verðbólg hér á árinu 25-30% á móti 35-37% árið áður. Hér hefur þvi þokazt i rétta átt. En i þessu efni þarf að gera betur á komandi ári. Þess er þó að gæta, að stökkbreyt- ingar á þessu sviði eru ekki æskilegar. Þeim fylg- ir mikil röskun. Nú talar enginn um stöðvun verð- bólgu, en það þarf jafnt og þétt og i áföngum að draga úr hraða hennar, svo að við séum á svip- aðri bylgjulengd á þessu sviði, eins og nálægar þjóðir og helztu viðskiptalönd. Niðurstaðan er þvi sú, að þvi er stefnumark tvö varðar, að um er að ræða umtalsverð batamerki, en um áframhald- andi bata er allt i óvissu. Framvindan á þessu sviði er háð mörgum óráðnum atvikum. Á árinu 1976 hefur tekizt að draga úr viðskipta- hallanum. Þjóðhagsstofnunin segir, að viðskipta- hallinn, sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, lækki úr 11,5% á árinu 1975 i 3,6% á árinu 1976. Mikil breyting til batnaðar hefur þvi átt sér stað. Samt þarf að gera betur. A næsta ári eru taldar horfur á áframhaldandi bata á þessu sviði, en þó hvergi nærri nægilegum að minu mati, miðað við að- stæður. Ég veit satt að segja ekki hvernig færi, ef snögglega skipti um til hins verra um viðskipta- kjör.” Þá vék ólafur Jóhannesson að kjaramálunum, sem yrðu eitt helzta verkefni i efnahagsmálum á árinu 1977. Kjarasamningarnir, sem hefðu verið gerðir á árinu 1976, hefðu á margan hátt verið hyggilegir, og óhætt væri að kalla þá varnar- samninga, þvi að samkvæmt skýrslum Þjóðhags- stofnunar hefði kaupmáttur launa verið meiri i árslok en nam meðaltali á árinu. Rétt væri þó, að erfitt væri mörgum að ná endum saman og næst- um óútreiknanlegt, hvernig menn lifa af um- sömdum lægstu launum og fastakaupi. Siðan sagði Ólafur Jóhannesson: „Allir virðast sammála um, að kaup hinna lægst launuðu þurfi að hækka. Um nauðsyn þess hafa þegar verið höfð nógu mörg orð. Nú gildir að láta verkin tala. En verður ekki að horfast i augu við þá staðreynd, að það verður naumast gert án þess, að þeir, sem hærri laun hafa, slaki nokkuð á sinum kröfum? Er þó launamunur hér liklega minni en viðast hvar annars staðar. Ekki er vafi á þvi, að mál þessi verði i brennipunkti á kom- andi ári og framvinda i efnahagsmálum ræðst mjög af þvi, hvernig til tekst um lausn þeirra.” Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Ráðstafanir Carters gegn atvinnuleysinu Þær auka ríkisútgjöldin um 30 milljarða dollara ÞAÐ VAR eitt helzta kosn- ingaloforð Carters, að strax skyldi hafizt handa um að vinna bug á atvinnuleysinu, ef hann næði kosningu sem for- seti. Það er merki þess, að Carter hyggst efna þetta lof- orð, að hann hélt siðastliðinn föstudag langan fund i Plains með tólf helztu þingleiötogum demókrata, þar sem rætt var um fyrirhugaðar tillögur hans um ráðstafanir til aö vinna bug á atvinnuleysinu. Ráðgert er, að þær verði lagöar fyrir þingið fljótlega eftir að Carter tekur við forsetaembættinu næstkomandi fimmtudag. Aður en Carter lagði þessar tillögur sinar fyrir þingleið- togana, höfðu þær verið vand- lega ræddar og undirbúnar af helztu fjármálaráðgjöfum hans með þá Michael Blumen- thal og Charles Schulze i far- arbroddi, en Blumenthal verð- ur fjármálaráðherra og Schulze helzti ráðunautur Carters í efnahagsmálum. Sagt er að margar hugmyndir hafi verið ræddar áöur en þeir náðu endanlegri niðurstöðu um þær tillögur, sem voru lagðar fyrir þingleiðtogana. Þá er gert ráð fyrir, að tals- verðar bréytingar geti orðið á þeim i meðferð þingsins, enda þótt þingleiðtogarnir sam- þykktu þær i höfuðdráttum á fundinum i Plains. Að fundin- um loknum voru höfð ummæli eftir Hubert H. Humphrey, sem gætu bent til vissra efa- semda, en hann sagði um til- lögurnar eitthvað á þessa leiö: þær eru góðar — svo langt sem þær ná. UPPHAFLEGA var stefnt að þvi, að þessar tillögur miðuð- ust við eitt ár eða fjárlagaárið, sem endar i septemberlok næstkomandi. Niðurstaðan varð sú, að betra væri að miða þær við tvö eða við næsta fjár- lagaár einnig. Meginefni þeirra er, að á fyrra árinu verði 12-16 milljörðum dollara varið til að auka atvinnu og örva atvinnulifið, en 13-16 milljörðum dollarar á siðara árinu. Útgjaldaaukningin get- ur þvi orðið milli 25 og 32 mill- jarðar dollara. 1 meginatriðum eru tillög- urnar þessar: 1. Hafizt verður handa um ýmsar framkvæmdir, aðal- íega byggingarframkvæmdir, Jimmy Carter sem hafa beina atvinnuaukn- ingu i för með sér, og er ætlazt til, að innan ársloka 1978 hafi skapazt atvinna fyrir um 800 þúsund manns á þennan hátt 2. Lækkaður verði tekju- skattur á skattgreiðendum, sem hafa innan við 17.500 doll- arai árstekjur. Þeir, sem hafa hærri tekjur, fá enga skatta- lækkun. Skattalækkun þessi á að verða varanleg og er tak- markið með henni að auka kaupgetu og örva eftirspurn og styrkja atvinnulifið á þann hátt. Reiknað er með, að þessi skattalækkun nemi samanlagt um 4 milljörðum dollara á fyrsta fjárlagaári. 3. Atvinnurekendum verður veitt skattalækkun á þann hátt að þeir fá frádregna sköttum upphæð, sem nemur um 5% af þvi framlagi, sem þeir greiða til eftirlaunasjóöa. Tilgangur- inn með þessari skattalækkun er sá, að atvinnurekendur fækki siður starfsfólki, heldur frekar fjölgi þvi. 4. Skattar, sem þegar hafa verið greiddir, verða endur- greiddir láglaunafólki að viss- um hluta. Endurgreiðslan má nema milli 30 og 40 þús. is- lenzkra króna. Lifeyrisþegar, sem ekki greiða skatt, fá til- svarandi greiðslu. YFIRLEITT hafa þessar til- lögur mælzt vel fyrir, þótt ein- staka raddir hafi heyrzt um, að þær gangi of skammt eða að þær auki hallann á fjárlög- unum. Flestir viðurkenna, aö eitthvað þurfi að gera. At- vinnuleysi hefur farið hrað- vaxandi siðustu mánuðiog eru atvinnuleysingjar nú skrdðir um 8 millj. eða um 8,1% af verkfæru fólki. Reiknað er með, að þær geti fækkað at- vinnulausu fólki niður i 6,5-7% innan ársloka 1978, en tak- mark Carters er að koma at- vinnuleysinu niöuri 5%. Þessu takmarki hyggst hann ná i á- föngum, þar sem mjög róttæk- ar og snöggar aðgeröir gætu valdið ýmsum óheppilegum truflunum á öðrum sviðum efnahagslífsins. Af hálfu iðnrekenda er það nokkuð gagnrýnt, aö þeir fá ekki aukna aðstoð til fjárfest- ingar, eins og þeir höfðu gert sér vonir um og ráðgert var um skeið. Astæða til þess, að falliö var frá þeirri fyrirætlun að sinni, mun m.a. sú, að fjár- festing þeirra hefði getað beinzt að hagræðingu, sem hefði fækkun starfsfólks I för með sér og yki þannig at- vinnuleysi. Aukin hagræöing á sinn þátt i atvinnuleysinu. Horfur i efnahagsmálum eru ekki taldar eins góðar nú í Bandarikjunum og um siðustu áramót. Þá var spáð um 6% hagvexti á árinu 1976. Þessar spár stóðust framan af árinu, en verulega dró úr hagvextin- um siðari hluta ársins. Þannig varð hann ekki nema 4,5% á þriðja ársfjórðungi og 3,9 á siðasta ársfjórðungnum. Nú er spáö, að hann veröi um 5% á þessu ári. Eftir Blumenthal hefur ver- iðhaft, aö reynist hinar fyrir- huguðu ráöstafanir Carters ekki nægar til að draga úr atvinnuleysinu muni hann ekki hika við aö gripa til rót- tækari aögeröa. Kunnugir telja, að hann geti treyst á stuðning þingsins i þeim efn- um. Þ.Þ. Blumenthal og Schulze

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.