Tíminn - 14.01.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.01.1977, Blaðsíða 1
Neyðarvakt hitaveitunnar misnotuð — Sjá bls. 2 fÆHG/nr Áætlunarstaðir: Bíldudalur-Blönduóe B.úðardalbr IFIateyri-Gjögur-Hólmavík Hvammstangi-Rif-Reykhólar Sigluf jörður-Stykkishólmur ; Súgandaf jörður Sjúkra- og leiguflug um allt land ' Simar: 2-60-60 oq 2-60-66 . Verslunin & verkstæðið FLUTT á Smiðjuveg 66 Kóp. (Beint andspœnis Olís í neöra Breiöholti,-þú skilur?) Síminn er 76600 lAHWÉlflRHf. j Hort samþykkti — einvígið hefst 27. febr. F.J. Reykjavik. — Ég segi fyrir mina parta, að ég er ánægðari með að fá einvigi Spasskýs — Horts heldur en Kortsnojs — Petrosjans vegna þess að þaö veröur áreiðanlega léttara i fram- kvæmd og minni hætta á árekstrum milli keppend- anna, sagði Einar S. Einars- son, forseti Skáksambands tslands i samtali við Timann i gærkvöldi, en þá hafði dr. Euwe, forseti alþjóða skák- sambandsins, skýrt Timan- um frá þvi, að hann væri bú- inn að fá skeyti frá Hort þar sein Hort samþykkti að tefla á tslandi. Einvigi þeirra Spasskýs og Horts hefst 27. febrúar en setningarathöfn verður dag- inn áður. Siðan verða tefldar 3 skákir á viku, en einvigis- skákirnar veröa 12 talsins eða þar til annar keppend- anna hefur hlotið 6 1/2 vinn- ing. Ef keppendur eru jafnir að 12 skákum loknum veröa tefldar tvær og tvær skákir I einu til viöbótar, þar til úrslit fást. Sovézka skáksambandið hefur boðið Spasský aðstoö i einviginu og mun hafa verið rætt um að Smyrslov, fyrr- verapdi heimsmeistari yröi þá aöstoðarmaður Spasskýs. Frábær árangur við borun á Sauðárkróki: Vatnsmagnið tvö- faldaðist í gær Borunarkostnaðurinn aðeins 13 milljónir kr. MÓ-Reykjavik. — Vatns- magn hitaveitu Sauðárkróks tvöfaldaðist i gærmorgun, þegar 70-80 litrar á sek. af um 70 gráðu heitu vatni komu upp úr borholunni, sem nú er verið að bora ná- lægt Sauðárkróki. Aöeins eru 10 dagar siðan borun hófst þarna, en vatnið fannst á 500 m dýpi. Kostnaður við borunina eralls aðeins um 13 millj. króna, og er þetta frá- bær árangur að sögn Gutt- orms óskarssonar fréttarit- ara Timans á Sauðárkróki, enda var búizt við að bora þyrfti a.m.k. á 1000 m dýpi. Eins og nýlega var sagt frá i Timanum, er ljóst, að mikl- ar framkvæmdir verða hjá hitaveitunni á næstuárum og i gærkvöld var fundur hjá bæjarstjórn Sauðárkróks til þess aðræða þennan frabæra árangur og taka ákvarðanir um framhald framkvæmda. Ihugar málshöfðun á Vísi FJ-Reykjavik. — 1 þættinum ,,A viðavangi”, scm birtist á bls. 3 i blaðinu i dag, segist Alfrcö Þor- steinsson vera aö Ihuga máls- höfðun á hendur Visi vegna grein- ar, sem birtist I Visi í gær, en þar er fullyrt, að Alfreð hafi orðið „uppvis að þvi að nota Mánu- dagsblaöiö til að svivirða Vil- mund (Gylfason) og fjölskyldu”, eins og komizt er aö orðii blaðinu. A sinum tima lét Vilmundur Gylfason að þvi liggja i grein i Mbl., að Alfreð væri höfundur greinar, sem birtist i Mánudags- blaöinu. Þvi mótmælti Alfreö, og ritstjóri Mánudagsblaösins, Agn- ar Bogason, bar fullyrðingu Vil- mundar til baka i yfirlýsingu, sem birtist i Mbl. „Þorsteinn Pálsson, ritstjóri VIsis, er ærukær maður”, sagöi Alfreð i viðtali i gær. ,,Ég þykist vita, að hann muni vcra sammála mér um þaö, að niér beri að lcita til dómstólanna, biðjist Visir ekki al'sökunar á ummælum sinum.” Stórir sölusamningar við Pólverja og Japani á mjöli og frystri loðnu gébé Reykjavík — Náðst hefur sam- komulag við Japani um sölu á um tvö þús- und tonnum af frystri loðnu, en það er það magn, sem við áætlum að framleiða á þessari vertíð, sagði Ólafur Jónsson í sjávar- afurðadeild Sambands ísl. samvinnufélaga i gær. Kvað hann erfitt að segja um hvert heildarverðmæti væri, þar sem um marga stærðarf lokka loðn- unnar væri að ræða, en sagði þó, að verðmætið gæti orðið á milli 250 og 300 milljónir króna.' Þá var undirritaöur stór sölusamningur við pólska fyrirtækið Rybex, um sölu a fiskmjöli að heildarverð- mæti 1,6 milljaröar isl. króna, en þetta mun verða með stærstu samningum, hvað verðmæti snertir, en ekki hvað snertir magn mjölsins. — t næstu viku hefjast samningaviðræður I Moskvu um sölu á freðfiski. Það voru fulltrúar frá sjávarafurðadeild SIS og Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, sem fóru til Japan i siðustu viku til viðræðna um sölu á frystri loðnu. Tókst þeim að ná samkomulagi um sölu á 2 þús. tonnum af frystri loðnu, svo sem fyrr segir. — Það eru einnig fulltrúar frá fyrrnefndum fyrirtækjum, sem halda til Moskvu n.k. sunnudag, til viðræðna um sölu á freðfiski við Sovétmenn. Samningurinn, sem undir- skrifaður var við pólska fyrirtækið Rybex, er um sölu á 12.300 tonnum af loðnu- mjöli, en verð á hverja próteineiningu skv. samn- ingi þessum er $ 6,95. Þá keyptu Pólverjarnir einnig 5.350 tonn af þorskmjöli og f.ékkst $ 7,05 fyrir próteinein- inguna. Heildarverðmætið er um 1,6 milljarður isl. króna eða um 8,4-8,5 milljónir doll- ara. Að samningi þessum af íslands hálfu standa cftir- talin fyrirtæki: Sjávarafurðadeild StS, Bernhard Petersen hf., Ólafur Gislason & Co, og Andri h.f. t þessi 12.300 tonn af loðnumjöli má búast við, lauslega reiknað, að fari um 72 þúsund tonn af loðnu. • Sjónvarpið með ísl. myndaflokk —Sjá bak

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.