Tíminn - 27.01.1977, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.01.1977, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 27. janúar 1977- 7 Listdanssýning aftur í Þjóðleikhúsinu: Nýr gestur Um mánaöamótin nóvember — desember s.l. var listdans- sýning i Þjóöleikhúsinu og var þaö fyrsta sýningin sem Natalja Konjus, nýi ballettmeistari Þjdðleikhússins, stóö fyrir. Aö- eins var hægt aö hafa tvær sýn- ingar vegna þess að gestur sýn- ingarinnar, sænski dansarinn Per Arthur Segerström, haföi ekki leyfi nema mjög takmark- aöan tima. Nú hefur Þjóöleik- húsinu tekizt aö fá sem gest annan aöaldansara Stokk- hólmsóperunnar, Nils-Áke Há'ggbom. Efnisskráin veröur óbreytt. Þarna verður sýndur ballettinn Les Sylphides I heild sinni, og dansa þar, ásamt gestinum, Helga Bernhard, AsdisMagnús- dóttir, Auöur Bjarnadóttir, ólafia Bjarnleifsdóttir og aörir meðlimir tslenzka dansflokks- ins, ásamt nokkrum nemendum úr Listdansskóla Þjóöleikhúss- ins. Auður Bjarnadóttir og Nils- Áke Hággbom dansa erfiöustu og kunnustu atriöi úr Svana- vatni Tsjaikovskis. Nanna ólafsdóttir og Asdis Magnús- dóttir dansa ásamt Harald G. Haralds og fl. atriöi úr Gos- brunninum 1 Bakhcisarai. Orn Guömundsson og Asdis Magnúsdóttir dansa nýjan dans saminn af Natalju Konjus viö tónlist eftir Spilverk þjóöanna, sem heitir Styttur bæjarins, og Einar Sveinn Þóröarson og Ólafia Bjarnleifsdóttir dansa tvidans úr Eldum Parisarborg- ar, svo aö nokkuö sé nefnt. Helztu dansarar, aörir en hér voru taldir, eru Guðmunda Jó- hannesdóttir, Kristin Björns- dóttir, Birgitte Heide og Sig- mundur örn Arngrimsson. Nils-Ake Hággbom er eins og áöur er sagt annar aðaldansari Stokkhólmsóperunnar og hefur dansaö aöalhlutverk úr Svana- vatninu, Þyrnirósu, Gisellu, Hnotubrjótnum, Rómeó og Júliu, Les Sylphides og Coppe- liu. Hann hefur dansað sem gestur i New York, Paris, Flor- ens, Havanna, Helsinki, Montreal og Aþenu. Sýningarnar veröa þriöjudag- inn 1. febrúar og miðvikudaginn 2. febrúar. Söfnuðu með hlutaveltu — til að geta glatt börn á Sólborg ÞJ-Húsavik, — Þessi myndar- legi hópur barna á Húsavik hélt fyrir skömmu hlutaveltu. Agóöann, sem reyndist vera sautján þúsund krónur, settu þau inn á bankabók Sólborgar, sem er dvalarheimili fyrir þroskaheft fólk á Akureyri. Fénu var variö til að gleöja á jólunum þau börn, sem á heimilinu dvelja og minnst mega sin og fáa eiga aö. Fjölskyldur, Átthagafélög, Félagasamtök, Starfshópar Hinn annálaði þorramatur frá okkur er nú, eins og undanfarin ár, til reiðu í matvœlageymslum okkar. Byrjum í dag að afgreiða þorramat í þorrablót. Þorramatarkassar afgreiddir alla daga vikunnar. Heitur veislumatur. Kaídur veislumatur. Matsveinar frá okkur flytja yður matinn og framreiða hann. MÚLAKAFFI, Hallarmúla, sími 37737-36737

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.