Tíminn - 28.01.1977, Síða 17

Tíminn - 28.01.1977, Síða 17
Föstudagur 28. janiiar 1977 17 Gáfumst upp á tímabili — í seinni hdlfleik, sagði Geir Hallsteinsson — Fyrri hálfleikur var mjög jafn og ágætur af okkar hálfu, sagði Geir Hallsteinsson I samtali við okkur eftir leikinn. — Það sem gerðiút um leikinn voru fimm eða sex dauðafæri og nokkrar slæmar sendingar, sem Tékkarnir kom- ust inn f. Geir sagði að bæði þessi óheppni og jafnframt þreyta hefði orsakað tapið. — Við hreinlega gáfumst upp á timabili i seinni hálfleik. Þessar sendingar, sem Tékkar komust inn I höfðu niður- drepandi áhrif og einnig dauða- færin sem ekki nýttust. — Vörnin og markvarzlan var góð og að fá á sig 17 mörk á móti Tékkum er ekki mjög mikið. Lið Tékkanna er tvimælalaust mjög sterkt, en samt var óþarfi að tapa fyrir þeim. Við stefnum að sjálf- sögðu að sigri i slðari leiknum, ekkert annað kemur til greina. Við þurfum að finna svar við þvl bragðiTékka að senda einn mann á móti sókninni til þess að hindra okkur, og við hljótum að geta dregið lærdóm af þvl. Alltof mörg dauðafærí ísúginn — sagði Jón Karlsson — Það var mjög slæm skotnýting hjá okkur i leiknum, og þaö fóru alltof mörg dauðafæri I súginn, sagði Jón Karlsson fyrirliði Is- lenzka landsliðsins, eftir leikinn gegn Tékkum. — Það var lika komin þreyta I vissa menn I siðari hálfleik, menn eins og Geir, sem mikið mæðir á, — og Geir bað sjálfur um, að vera tekinn út af um tima, til að hviia sig. — Annars reið óheppni okkar ekki við einteyming — t.d. átti Ágúst Svavarsson fjögur skot af linu og hitti alltaf I markvörðinn. Jón sagði, að það hafi einnig haft mjög slæm áhrif á leik- mennina að gefa Tékkum tæki- færi til að komast inn i sendingar, eins og tvivegis hafði gerzt I leiknum. Þá sagði Jón einnig, að Stór- leikur Ólafs Ólafur Benediktsson átti stór- góðan leik i islenzka markinu i gærkvöldi — en það dugði skammt. Ólafur varði 10 skot, þar af 6 langskot, 2 vitaköst, eitt skot af linu og eitt skot eftir hraðupp- hlaup. Björgvin Björgvinsson stóð einnig fyrir sinu, eins og vanalega. Það er ekki hægt að hrósa öðr- um leikmönnum, en árangur þeirra varð þessi — mörk (viti), skot og siðan mistök: Jón Karlsson...6(6)—7—0 Björgvin Björgvinss.. 3 —3 — 0 GeirHallsteinsson ... 2 —6—1 Þorbjörn Guðmundss. .1 —1—2 Ólafur Einarsson .... 1 —3—1 ViðarSimonarson ...1 —2—1 ÞórarinnRagnarsson 0 —1 — 1 AgústSvavarsson... .0 —2 — 2 Viggó Sigurðsson .... 0 — 1 — 0 Ólafur Benediktss ...0 —1—0 Mörkin voru skoruð þannig — 6 vítaköst, 4 af linu,2 langskot, eitt úr horni og eitt eftir gegnumbrot. Islenzka landsliðið skoraði að- eins 5 mörk I siðari hálfleiknum — þar af 4 viti úr 18 sóknarlögum, sem er mjög slakúr árangur. Arangurinn var betri I fyrri hálf- leik, þá var skorað 9 mörk úr 17 sóknarlotum. hin margmisnotuðu dauðafæri is- lenzka liðsins hafi haft niðurdrep- andi áhrif. — Tékkarnir eru mjög harðir og leika mjög hraðan handknatt- leik, sagði Jón. — Leikmaður þeirra nr. 13 er t.d. einn sá alskot- harðasti sem ég hef séð. Um varnarleik islenzka liösins agði Jón, að ekki væri hægt að vera annað en ánægður með hann. — Það er reyndar skarð fyrir skildi að Ólafur H. Jónsson var ekki með og skarð hans var alls ekki fyllt, enda fáir sem geta farið I skóna hans. Að lokum kvaðst Jón vera bjartsýnn á leikinn i kvöld og sagði, að þar yrði eflaust jöfn og spennandi keppni. Ekki minn dagur — sagði Ágúst Svavarsson Agúst Svavarsson var afar óheppinn i leiknum og sagði, þegar við töluðum við hann eftir leikinn, að þetta heföi svo sannar- lega ekki verið sinn dagur. Agúst lofaði betri leik i kvöld og sagði: — Það þýðir ekkert að gefast upp. — Vörnin var ágæt hjá okkur en í sókninni voru okkur mislagð- ar hendur og þvi fór sem fór. Geir Hallsteinsson skorar með gegnumbroti I leiknum gegn Tékkum i gærkvöldi. Timamynd: Róbert íslendingar féllu ofan í gömlu gryfjuna... Gamla gryf jan óhjákvæmilega — þar sem allt féll niður í meðalmennskuna, varð íslendingum að falli í Laugar- dalshöllinni í gærkvöldi, þegar þeir máttu þola tap fyrir liflegum Tékkum — 14:17. Islenzka liðið sem lék þolan- lega í fyrri hálf leik, var tröllum gefið í þeim síðari — þá féllu leikmenn niður í gömlu gryfjuna — þ.e.a.s. allur leikur liðsins varð tilviljunarkenndur og sóknarloturnar gengu ekki upp. Islendingar skoruðu aðeins 2 mörk fyrstu 22 minútur siðari hálfleiksins, þrátt fyrir mörg gullin tækifæri. Þetta nýttu Tékkar sér að fullu og tryggðu sér sigur. — og Tékkar nýttu sér það fullkomlega og tryggðu sér sigur (17:14) i gærkvöldi Ólafur í vígamóð Landsliðsmarkvörðurinn snjalli Ólafur Benediktsson var heldur betur i vigamóð á fjölum Laugardalshallarinnar i gær- kvöldi — þessi snöggi markvörð- ur varði hvað eftir annað á frá- bæran hátt i fyrri hálfleik og má segja, að hann hafi þá haldið is- lenzka liðinu á floti. Ólafur varði þá 5 langskot, eitt vitakast, eitt skot eftir hraðupphlaup og eitt skot af linu. Þetta varð til að stappa stáli i landsliðsmenn okk- ar — og þeir náðu oft ágætum leikköflum og höfðu yfir 9:8 i leik- hlé. I gömlu gryfjuna tslenzka liðið féll siðan i gömlu gryfjuna i siðari hálfleik — það gekk hvorki né rak hjá liðinu og áhorfendur fengu aðeins að sjá tvö mörk (úr 12 sóknarlotum) fyrstu 22 minúturnár I siöari hálf- leiknum. Það var ömurlegt að sjá til landsliðsmanna okkar á þess- um kafla — þeir féllu algjörlega niður á plan meðalmennskunnar og þeir gerðu sig seka um ljót byrjendaafglöp. Martröðin hófst þegar staðan var 11:10 — bæði mörkin skoruð úr vitaköstum, fyrir Island og 10 min. liönar af hálfleiknum. Tékkar tóku þá leik- inn i sinar hendur og skoruðu 6 mörk, án þess að íslendingar gætu.svarað fyrir sig — og staðan var orðin 16:11 fyrir Tékka. Is- lendingar náðu aðeins að rétta úr kútnum undir lokin og skoruðu þeir þrjú siðustu mörkin og lauk leiknum þar með, með sigri Tékka — 17:14. Of mikið byggt í kringum Geir? Það var greinilegt á leik is- lenzka liðsins i gærkvöldi, að leik- menn liðsins treystu algjörlega á Geir, en hann var potturinn og pannan i sóknarleiknum, þannig að sóknarflétturnar áttu að ganga upp i kringum hann. Það er hæpið að leggja allt traust á einn leik- mann — og það i landsliði. Enda kom það fram, að Geir var greini- lega orðinn þreyttur — þrir lands- leikir á fjórum dögum er of mikið fyrir leikmann, þótt hann sé eins snjall og Geir. Þaö er augljóst, að hugsunarhátturinn verður að breytast — það er ekki endalaust hægt að treysta algjörlega á einn leikmann. Tékkar liflegir « Tékkar voru mjög liflegir — þeir náðu oft að sýna stór- skemmtilegar leikfléttur, sem gengu snilldarlega upp. Sá leik- maður sem var okkar mönnum erfiðastur var tvimælalaust markvörðurinn — Marinar Hirm- ar, sem varði oft snilldarlega skot, eftir að islenzku leikmenn- irnir höfðu verið komnir i dauða- færi. Nýtt íþróttablað á ma nn Nýja iþróttablaöið, sem við sögðum frá fyrir stuttu, er nú komið út. Blaðið, sem heitir SPORT-blaðið, er mjög liflegt og I þvi má finna ýmsan fróðleik um Iþróttir - viðtöl við iþróttamenn, ogsagterfrá merkum innlendum og erlendum iþróttaatburðum. SPORT-blaðiö er prentað i lit, og er þaö 32 siður á stærö og mun koma út mánaðarlega. í stuttum inngangi segir m.a. — „Við mun- um kappkosta að hafa efni blaös- ins fjölbreytt, jafnt greinar um hinar ýmsu Iþróttir og málefni tengd iþróttum, svo og viðtöl viö iþróttamenn og forystumenn Iþróttamála hérlendis.” Slöan segir: — „Viö munum einbeita okkur að efni, sem inniheldur fróðleik og skemmtun fyrir les- endur, og með þvl hugarfari för- um við á staö”. Fyrsta hefti SPORT-blaðsins er mjög fjölbreytt, og þar má finna viðtöl við Rlkharð Jónsson, hinn kunna knattspyrnukappa frá Akranesi, Ingólf Óskarsson, handknattleikskappa, Hörð Sigmarsson, markakónginn úr Haukum, og Kjartan L. Pálsson, kylfing. Þá eru greinar um Tony Knapp, landsliðsþjálfara I knatt- spyrnu, langstökkvarann Bob Beamon, Hringekjuna, hið sögu- lega 3000 m hindrunarhlaup i Montreal, fyrsta heimsmeistar- ann i hnefaleikum, knattspyrnu- kappann Duncan Edwards, sem fórst I flugslysinu mikla i Miinchen 1958, þegar 8 leikmenn Manchester United létust. Auk þess er ýmislegt fleira efni i blað- inu og skemmtilegar myndir. Fyrstu blöðin voru seld i Laugardalshöllinni i gærkvöldi og vakti SPORT-blaðið þar mikla athygli. Blaðið veröur einnig til sölu i „Höllinni” i kvöld, og á morgun veröur byrjaö að dreifa þvi um landiö. SPORT-blaðiö kostar kr. 300.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.