Tíminn - 01.02.1977, Side 6
6
Þriðjtidagur 1. febrúar 1977
Guðbjartur Pálsson hefur
verið orðaöur við margt um
dagana, meðal annars viö bif-
reiðaakstur. Mér vitanlega hef-
ur enginn sakað hann um áhuga
á stjórnmálum, framförum eða
þjóöþrifum til þessa, en þeim
mun meiriathygli vekur sú yfir-
lýsing hans á dögunum að hann
fylgi Alþýðuflokknum að mál-
um. ,,Ætli ég verði ekki von
bráðar siðasti Kratinn á ís-
landi”, segir þessi vaski bar-
áttumaður jafnaðarstefnunnar i
harla hvatskeytlegu viðtali viö
ritstjóra Mánudagsblaðsins.
Menn geta náttúrlega velt þvi
fyrir sér hvað leitt hefur þennan
mikla viðskiptajöfur til fylgis
við Alþýðuflokkinn. Skyldi þaö
hafa verið einlæg trúálýðræðis-
legan sósialisma, umhyggja
fyrir verkalýðnum eöa áhugi á
tryggingamálum? Eða var það
skynsamleg ráðstöfun á „við-
reisnarárunum”, þegar áhuga-
mönnum um greið viðskipti
varð ljóst hvllikur fengur þeim
varoröinn i Alþýðuflokknum og
áhrifum hans? Það skyldi þó
ekki vera að þessi samfylgd
væri alveg við hæfi, að „skratt-
inn hafi hitt ömmu sina” þegar
Guöbjartur Pálsson gekk
endanlega til fylgis við flokk
Gylfa Þ. Gislasonar?
Sönghátíðir
á Alþingi
Nú er þaö ekki aö efa aö
margur jafnaðarmaöurinn kann
Guðbjarti þessum máklegar
þakkir fyrir að halda á lofti
merkjum Alþýðuflokksins i
ræðu og riti, um leiö og hann
praktiserar jafnaðarmennsku i
akstri og viðskiptum. En þótt
maðurinn sé vaskur og ekki
mjög orðvar þá ber þó enn þá
meira á tilburðum þingflokks
Alþýðuflokksins i hinu harða og
sára dauðastriöi sem flokkurinn
heyr um þessar mundir að al-
þjóð ásjáandi. Það er oröinn
vikulegur viöburður að minnsta
kosti, aö kratar efni. til söng-
háti"ða á Alþingi frammi fyrir
alþjóð og á kostnað skatt-
borgarans. Syngur þar Gylfi
sópran en Sighvatur leikur und-
ir, og er stundum nokkur
skemmtan aö þessu.
A árum áöur gengu jafnaöar-
menn fram i hugsjónaeldmóði
og höföu margt til málanna að
leggja. En þetta er liðin tlö. Nú
‘geta þeir, að þvi er virðist, ekki
einu sinni lagt fram vantrausts-
tillögur. Hiö eina sem virðist
leika þeim á tungu eru ástar-
játningar til ihaldsins ásamt til-
heyrandi væmni i afbrýðisköst-
unum. Þeir, sem þekkja til sögu
Alþýðuflokksins frá siðustu ár-
um, þurfa aö visu ekki að
harma þetta: Flokkurinn lifir
hvort eöa er af alinannafé. Þeir
gera margt verr en að syngja
utan dagskrár — þeir eru þó
ekki aö semja frumvörp og til-
lögur á meðan i þvi skyni að
eyða peningum almennings I
enn þá meiri óþarfa.
Dauðastrið Alþýðuflokksins á
ekki að fara fram hjá neinum.
Enginn á að komast hjá þvi að
sjá þennan útlifaða svallara
veslast upp. Um þetta viröast
allir kratar sammála, allt frá
Gylfa Þ. Gislasyni til Guðbjarts
Pálssonar. Oftast er þaö talið til
háttvisi og sómatilfinningar að
aðstandendur leyfi hinum sjúka
aö deyja i friöi innan um sina
nánustu. En jafnvel þessi tillits-
semi er krötum fyrirmunað. Aö
þessu leyti eru ummæli Guð-
bjarts Pálssonar i Mánudags-
blaðinu alveg eins óviöeigandi
og framkoma Gylfa Þ. Gfsla-
sonar er i sölum Alþingis.
Alþýðuflokkurinn
til sölu
Forystumenn Alþýðuflokks-
ins vita fullvel að hverju rekur.
þorrin og hugsjónirnar horfnar
þá skal barizt á sviði auglýsing-
anna. Alþýðuflokkurinn er
varningur, eins og tannkrem,
handsápa eöa reyfari. Hann er
auglýstur daginn út og daginn
inn I útvarpi og sjónvarpi, en
þjóðin horfir forviöa á ósköpin.
Málflutningur forystumann-
anna er gömul plata, sem leikin
er aftur og aftur undir við sýn-
inguna.
Enn er harla langt til kosn-
Gylfi Þ. Gislason.
Þeir eru hættir að vinna að mál-
efnum i stjórnmálum, hafa gef-
iztupp við umbætur og framfar-
if. Þeir vita sem er að flokkur-
inn er aö veslast upp af mál-
efnalegri tæringu, kraftar hans
eruþrotnir, sjúkdómsgreiningin
er rétt, enda framin af kunn-
áttumönnum um rekstur bif-
reiðarstöðva. Foringjar Al-
þýðuflokksins eru af þessum
sökum hættir að fást við stjórn-
mál, þeir stunda auglýsinga-
mennsku. Þegar málefnin eru
Guðbjartur Þ. Pálsson.
inga að þvi er ætla má, en aug-
lýsingahernaðurinn er þegar
hafinn. Hvernig verða þessi
ósköp þegar kemur að kosning-
um? spyrja menn felmtri slegn-
ir.Kratarnir eru meira að segja
búniraö ganga frá framboðum i
nokkrum kjördæmum landsins,
og má að minnsta kosti fullyrða
að þeim finnst betra að vera i
framboði heldur en i eftirspurn.
Og menn spyrja: Tekst þetta?
Tekst að auglýsa vöruna nógu
vel til að nógu margir kaupi
hana? Hvar er verðlagseftirlit-
ið? Er enginn i landinu fær um
að annast hagsmuni neytenda
þegar svo viðurhlutamikil sala
fer fram? I stuttu máli: Alþýðu-
flokkurinn er til sölu — hver vill
kaupa? Eða finnst fólki ef til vill
alveg nóg að þurfa að borga all-
an auglýsingareikninginn af
skattfé sinu?
Dauðastríðið
öllum þeim sem verður hugs-
að tilsögu Alþýðuflokksins og til
uppruna hans og hugsjónanna,
sem kyntu undir i byrjun, er
raun að þvi sem er að gerast.
Félagshyggjumenn og umbóta-
menn horfa með skelfingu á
baráttu jafnaðarmannaflokks-
ins vð dauðann. Hægriöflin
glotta og hafa gaman af. Fram-
sóknarmenn horfa á eftir flokki,
sem lengi átti góða samleið með
framfaraöflunum i landinu,
flokki sem stundum var I farar-
broddi þegar mikið lá við i hags-
munabaráttu alþýðunnar. En
það var þá, fyrir löngu. Og það
var löngu áður en Guðbjartur
Pálsson reiknaði það út, að Al-
þýðuflokkurinn væri flokkur að
sinu skapi. Þegar stjórnmála-
sagan leiddi þá saman kumpán-
ana Gylfa og Guöbjart — þá var
úti um Alþýðuflokkinn, dauða-
striðið var hafið og það vinnur
aldrei neinn sitt dauðastrið.
Saga Alþýðuflokksins hófst með
þá Ottó N. Þorláksson, Jón
Baldvinsson og Jónas Jónsson i
fararbroddi. Ef henni lýkur með
samsöng þeirra Gylfa Þ. Gisla-
sonar og Guðbjarts Pálssonar
þá má taka undir með skáldinu:
Sjá hérhve illan endi ...
I
Uítr^ |
MYSA
í litrar
K^3.40
MJÓLKURSAMSALANIKEYKJAVÍK
Ath: Súrsid ekki, og geymió ekki sýru i galvamserudum ilátum.
oiramatui:
g^ymist best í mysu,
þá næst hið rétta bragð.
Súrsum í skyrmysu og og slátur á aö sjóöa vel (ekki
geymum matinn á köldum staö, ”hálfsjóöa“) og kæla alveg áöur
en súrinn má ekki frjósa. Kjöt en þaö er sett í mysuna.
s
Teppa- og bandútsala
hjá Vefaranum í
Mosfellssveit
Stendur þessa viku daglega frá kl. 10 til kl.
20
Heilar og hálfar tepparúllur, margs kon-
ar smærri, faldaðar mottur og band i rya-
-teppi o. fl.
Allt alull — Góður afsiáttur
VEFARINN
Kljásteini — Mosfellssveit
Hringið -
og við
sendum
blaðið
um leið
Útboð
Tilboð óskast i eftirfarandi fyrir Hitaveitu Reykjavikur.
X. Efni fyrir borhoiudælur
Opnað þriðjudaginn 8. mars 1977, kl. 11.00 f.h.
2. Stálpipur af ýmisum stærðum og gerðum
Opnað miðvikudaginn 2. mars 1977 kl. 11.00 f.h.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3,
R.
Tilboðin verða opnuð á sama stað.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800