Tíminn - 01.02.1977, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Þriðjudagur 1. febrúar 1977
Miklar umræður um mjólkur-
sölu utan dagskrár í neðri deild
Mjölkursölumál á höfuöborgar-
svæöinu komu til umræöu i neöri
deiid Alþingis I gær, er Svava
Jakobsdóttir (Ab) kvaddi sér
hljóös utan dagskrár og spuröist
fyrir um meöferö landbúnaöar-
nefndar á frumvarpi sem hún, á-
samt þeim Eyjólfi Sigurössyni
(A) og Magnúsi Torfa Ólafssyni
(SFV) heföi flutt I neöri deild i
desember s.l. og landbúnaöar-
nefnd heföi fengið tii umfjöilunar.
t þvf frumvarpi fólst, aö Mjólkur-
samsalan yröi gert skylt aö starf-
rækja áfram 10 mjólkurbúöir i
Reykjavik næstu fimm ár, svo
fremi, aö nægilega margar starf-
andi afgreiöslustúlkur óskuöu aö
haida störfum sinum áfram.
Minnti Svava á, aö þessu frum-
varpi hefði verið vfsað til land-
búnaðarnefndar, en ekkert
nefndarálit hefði borizt enn þá.
Sagðist Svava óska eftir upplýs-
ingum frá formanni landbúnað-
arnefndar meö meöferð málsins
hjá nefndinni.
Stefán Vaigeirsson (F) formaö-
ur landbúnaöarnefndar, svaraði
Svövu Jakobsdóttur. Rakti hann
aö frumvarpinu heföi veriö útbýtt
6. desember s.l. Það hefði verið
rætt f neöri deild þann 9. desem-
ber og sent til landbúnaðarnefnd-
ar 10. desember. Nefndin hefði
slðan komið saman 15. desember,
og hefðu mætt á fundum nefndar-
innar fulltrúar frá félagi starfs-
stúlkna i brauða- og mjólkurbúð-
um og fulltrúar frá Kaupmanna-
Breytingar á
lögum um
Þroskaþjálfa-
skólann
1 gær mætli
Matthias
Bjarnason
heilbrigðis-
ráðherra fyrir
frumvarpi um
breytingar á
lögum um fá-
vitastofnanir.
1 frumvarpinu felst að Þroska-
þjálfaskóli íslands, sem starf-
ræktur hefur veriö s.l. fimm ár
við aöalfávitahæli rikisins, veröi
framvegis ekki bundinn við þá
stofnun eingöngu. Þá er gert ráð
fyrir þvl I frumvarpinu aö skóla-
stjóri Þroskaþjálfaskólans skuli
hafa lokiðháskólaprófi I uppeldis-
og sálarfræði eöa hafa lokiö sér-
kennaraprófi frá viðurkenndum
háskóla. Þær kröfur voru ekki
geröar áður um skólastjóra.
Stefán Svava
samtökunum. Þá hefði einnig
mætt frá Mjólkursamsölunni
Guðlaugur Björgvinsson fram-
kvæmdastjóri. Gerðu þessir aöil-
ar grein fyrir sjónarmiðum
slnum og veittu upplýsingar, sem
nefndin bað um.
Stefán Valgeirsson sagöi að I
upplýsingum frá Mjólkursamsöl-
unni kæmi fram aö I október 1976
hefðu 153 stúlkur veriö I starfi I
sölubúðum Mjólkursamsölunnar.
Þegar væruhættareöa ráönar til
annarra 96 af þessum stúlkum og
væru þvi 57 eftir. Fyrirliggjandi
atvinnumöguleikar væru fyrir 27
af þessum stúlkum, en ekki lægi
fyrir hversu margar af þeim ósk-
uðu eftir annars konar atvinnu en
þær voru fyrir I.
Stefán Valgeirsson sagöi, að I
hópi þeirra 57, sem um væri að
ræöa, væru 29 á aldrinum 60-70
ára, þar af 18 á aldrinum 65—70
ára. Stjórn Mjólkursamsölunnar
hefði ákveöiö að greiða þeim sem
væru 65 ára og eldri lífeyri, þar til
llfeyrissjóður tekur við þeim (70
ára). Greiöslum yrði þannig
háttaö:
a) ákveðin eru viðmiðunarlaun
(hin sömu fyrir allar) Gengiö
er út frá, að viömiöunarlaunin
séu laun búðarstúlku I dag með
fyllstu aldurshækkunum.
Launin eru slðarn tengd viö á-
kveðinn launaflokk V.R. og
taka þvi kaupgj. breytingum.
b) Hver aldursflokkur þessara 18
aöila fær ákveðinn hundraðs-
hluta af viðm. laununum, eins
og þau eru á hverjum tíma:
64 ára 30%
65 ára 30%
66 ára 30%
67 ára 40%
68 ára 50%
69 ára 60%
Með öðrum oröum þá fá þær
stúlkur sem verða 65 ára á þessu
ári 30% af viömiðunarlaununum
til 70 ára aldurs, eða þar til lifeyr-
issjóöur tekur við.
Þær sem verða 66 og 67 ára á
Lögréttu-
frumvarp
í efri deild
fram, eru þessi frumvörp
damin af svokallaðri réttar-
farsnefnd, sem skipuð var
1972. Sú nefnd samdi einnig
frumvarpið um rannsóknar-
lögreglu rikisins, sem nú er
oröið að lögum.
Framsöguræðu Ólafs Jó-
hannessonar dómsmálaráð-
herra er hann flutti um lög-
rettufrumvarpið verður nánar
getið slðar.
t gær mælti i
Olafur Jó-r
hannesson
fyrir frum-
varpi um lög-['
réttulög I efri
deild Alþingis.
Sömuleiðis ________________
mælti hann fyrir frumvörpum
um meðferð einkamála I hér-
aöi.
Eins og áöur hefur komið
þessu ári fá sama hundraðshlut-
fall. Þær sem verða 68 ára á árinu
fá 40% af viðmiðunarlunum til
sjötugs o.s.frv.
Ellilífeyrir frá Tryggingastofn-
un er nál. 20-25% af viðmiðunar-
launum. Þannig má reikna meö,
að llfeyrir frá M.S. og ellilffeyrir
frá Tryggingarstofnuninni, geri
samanlagt 50-85% af fullum laun-
um búöarstúlku.
Þá kom það fram I ræðu Stefáns
Valgeirssonar, að mjólkurbúð
Mjólkursamsölunnar að Lauga-
vegi 162 verður starfrækt áfram,
en þar hafa starfaö 2-3 heilsdags
stúlkur og 2-3 að auki um helgar.
verið á móti breytingum á mjólk-
ursölunni. En á þaö bæri að llta.
aö Mjólkursamsalan heföi ekki
fengiðlóðir I nýjum hverfum und-
ir starfsemi sfna og kaupmenn
hefðu þegar tekiö að sér stóran
hluta mjólkursölunnar. Ekki
hefðu heyrzt sterkar raddir, sem
mótmæltu breytingunum á lög-
unum, þegar um þau hefði verið
fjallað. Landbúnaðarnefnd heföi
þvl átt fárra kosta völ. Sam-
kvæmt slðbúnu frumvarpi Svövu
Jakobsdóttur, þar sem skylda átti
Mjólkursamsöluna til að hafa 10
verzlanir opnar, sagði Stefán að
það væri hæpið frá lagalegu sjón-
armiði.
Einnig tóku til máls Friöjón
Þórðarson (S) og Eðvarð Sig-
urðsson (Ab). Sagði hann aö öll
málsmeðferð Stefáns Valgeirs-
sonar og landbúnaðarnefndar
hefði verið eðlileg. Of seint heföi
verið brugöið viö. Hins vegar
gagnrýndi hann harðlega aö
Mjólkursamsalan og Kaup-
mannasamtökin skyldu gera með
sér samning um breytingu á sölu-
fyrirkomulagi mjólkur, án þess
að bera það undir starfsfólkið.
Slik framkoma væri ljótur blettur
á annars mjög góöu fyrirtæki sem
Mjólkursamsalan væri.
1: ’ . - * . ' ÆBm\ I
V'Æk A
1 * 1
K ’ «é.
■
p-"l ?||* ■p^rAv.jjjg * 1 Ki ii- yHm||g
Þá er reiknaö með, að tvær
búðarstúlkur reki áfram mjólk-
urbúð Ihúsnæði að Barónsstig 65,
en Mjólkursamsalan hefði á
leigu. Enn fremur kom fram, að
afgreiöslustúlka hefði keypt hús-
næði Mjólkursamsölunnar að Há-
teigsvegi 2 og myndi reka þar á-
fram mjólkurbúð ásamt starfs
systur sinni. Enn fremur verður
rekin áfram mjólkurbúð að Rétt-
arholtsvegi 3.
Þá gerði Stefán Valgeirsson
grein fyrir þvi hvernig mjólkur-
sölu yrði hagað eftir 1. febrúar og
gerði samanburð á fjölda mjólk-
urbúða fyrir og eftir breyting-
una. Samkvæmt þvl verða mjólk-
ursölustaðir 94 eftir breytinguna,
en voru áður 83. Þeim fjölgar þvl
um 11.
Stefán Valgeirsson sagði enn
fremur f ræöu sinni, að hann heföi
alþingi
• Frá og meö deginum f dag veröur
svo tii öll mjólkursaia á höfuö-
borgarsvæöinu f höndum kaup-
manna. Þessi mynd var tekin i
gær f einni af mjólkurbúöum MS
(Timamynd Gunnar)
Vill fella
niður toll
Albert Guð-
mundsson (S)
hefur lagt
fram frum-
varp til laga
um breyting-
ar á tollskrá.
Felst I tillögu
þingmannsins
að 70% tollur á „plastpallettum”
sem notaöar eru I fiskiðnaði verði
felldur niður. Minnir flutnings-
maður á, að 20. marz 1970 hafi
tekið gildi ný reglugerö um eftir-
lit og matá ferskum fiski. 1 þeirri
reglugerö sé óvarið tré bannaö til
notkunar, ef það kemst I snert-
ingu við fisk Þetta bann hafi þó
ekki náð til trépalla, sem hingað
til hafi verið notaðir I fiskiðnaðin-
um til uppröðunar og hreyfingar
á fiskafurðum, ef um beina snert-
ingu hefur ekki veriö að ræða.
Hins vegar hafi það verið stefna
Framleiðslueftirlits sjávarafurða
að losna viö tré úr fiskvinnslunni
og ýta á, að önnur efni verði not-
uð. I greinargerð með frumvarp-
inu segir síðan:
Til þessa hafa pallar úr plasti
ekki verið fáanlegir, en nú er það
breytt og „plastpallettur” fáan-
legar frá norskum og sænskum
og vestur-þýzkum framleiöend-
um. Hafa ýmis fyrirtæki I fisk-
iðnaðinum hug á þvi að hagnýta
þessa framför, en núverandi toll-
ur á þessari vöru 70% útilokar
það. Hér er þvi lagt til að þessari
vöru verði fundinn tollflokkur og
tollur felldur niður. Þessi tillaga
hefur engin áhrif á tolltekjur rlk-
issjóðs.