Tíminn - 01.02.1977, Qupperneq 17
Þribjudagur 1. febrúar 1977
17
Kristbjörg Jóhannsdóttir
Fædd 23. júii 1897
Dáin 13. desember 1976.
Kristbjörg Stefania Jóhanns-
dóttir andaöist á sjúkrahúsinu á
Húsavik 13. desember s.l. á 80.
aldursári, og var jarðsett frá
Raufarhafnarkirkju 18. s.m.
Kristbjörg var fædd að Núpi i
öxarfirði, dóttir hjónanna Mar-
grétar Vigfúsdóttur frá NUpi og
Jóhanns Baldvinssonar frá Þjófs-
stöðum i Núpasveit. Fyrstu
barnsárin bjuggu foreldrar henn-
ar á Núpi, en fluttu um aldamót
að Rifi á Sléttu, þar sem þau
bjuggu sæmdarbúi eftir það alla
sina búskapartið, og var Jóhann
þar vitavörður. Systkini Krist-
bjargar voru Björgvin, Utgeröar-
maður á Raufarhöfn, látinn fyrir
allmörgum árum, og Ingibjörg-
húsfreyja á Rifi, nú búsett á
Raufarhöfn. Ung aö árum kynnt-
ist Kristbjörg manni slnum,
AgUsti Magnússyni, Einarssonar,
Steinsstöðum við Smiöjustig i
Reykjavik, en þau voru þá bæði
við nám i kvöldskóla Asgrims
Magnússonar á Bergstaðastig i
Reykjavik. Þau giftust 1917 og
hófu þá búsetu á Raufarhöfn, þar
sem Agústrak verzlun i tvö ár, en
veitti siðan forstöðu um 9 ára
skeiö útibúi Kaupfélags Norður-
Þingeyinga á Raufarhöfn til 1927.
Um árabil var AgUst hafnsögu-
maður á Raufarhöfn og áhalda-
og „lagerstjóri” hjá Sildarverk-
smiðjum rikisins þar á staðnum.
En gerðist uppúr 1950 aftur
verzlunarmaður hjá útibúi
K.N.Þ. á Raufarhöfn og siðar
Kaupfélagi Raufarhafnar og var
þarsiðustu 15starfsár ævi sinnar.
Hann lézt haustið 1970. Þeim
hjónum var 8 barna auðið, i
aldursröð: Jóhann Magnús, Ivar,
Baldvin, Karl, Geir, Guðný,
Hilmar og Gunnar. Ivar lézt frá
þremur ungum börnum i blöma
lifsins, og tóku þá afi og amma
tvö þeirra í fóstur og uppeldi, Ivar
og Eyrúnu önnu, en 17 ára gamall
fórst Ivar yngri, bráðefnilegur
piltur, af raflosti. Þeir einir, sem
reynt hafa, vita hvað slikur ást-
vinamissir veldur þungum trega.
Niðjar þeirra eru nú 50 talsins.
Agúst og Kristbjörg byggðu litið
timburhús, Sæból á Raufarhöfn,
og þar komu þau upp öllum sinum
barnaskara. Nútimafólk skilur
ekki, hvernig var hægt að veita
svo mörgum lifsbjörg viö þeirra
tima aöstæður, en reynslan sýnir,
að það var fært, þegar allir stóðu
saman.
Ég kynntist fyrst persónulega
tengdaforeldrum minum, erég og
kona min, Guðný, dvöldum hjá
þeim sumarlangt 1950. Auk okkar
voruþá á heimili þeirra tvö börn
Ivars og þrir bræður Guðnýjar
útivinnandi heima auk tilfallandi
gesta. Frá þvi ári áttum við að
jafnaði þar einhverja sumardvöl,
um ára skeið, með vaxandi
dætrahóp. Aldrei varð ég þess
var, að húseigendum þætti að sér
þrengt, og ekki var þar gert upp á
Ágúst Magnússon og Kristbjörg Jóhannsdóttir.
milli manna. Mig undraði þá og
oft siöar, hvað samstaöa fjöl-
skyldunnar i Sæbóli var traust og
sfflin. Vinnutimi tengdamömmu
var þá sem jafnan áður og siðar,
langur. Venjulegur vinnudagur
entist varla til nauðsynlegra
starfa, og önnur störf, sem ekki
voru beint viðkomandi matseld
og húshaldi, stóðu oft frameftir
nóttu. Þótt hún væri önnum kafin,
var jafnan timi aflögu fyrir
ömmubörnin, og ekki amaðist
Ágúst afi við þeim heldur.
Kristbjörg var diki gefin fyrir
aö dveljast utan heimilis, enda
þar alltaf nóg að gera. Þó gaf hún
sér tima til að vera til staðar,
þegar tvær elztu dætur okkar
voru bornar i heiminn, önnur
austur á Héraði, hin vestur i
Skagafiröi. 1 báðum tilfellum
voru samgönguerfiðleikar aö
vetrarlagi. En það leit út fyrir, aö
það væri jafn sjálfsagt og að
skreppa i sild, bjarta sumarnótt.
Hún var listræn til handanna svo
af bar, enda oft fengin til aö leiö-
beina á þvi sviöi. Og ekki eru auö-
taldar þær flikur sem hún hefur
sniðið og saumaö fyrir sig og
aðra, eða leiöbeint með um dag-
ana. Fram undir fermingaraldur
fengu dætur minar, fjórar, jóla-
kjólana frá ömmu. Arlega af
nýrri gerð og úr breytilegum efn-
um. „Módel” kjólar, sem pössuðu
svo vel, aö engan gat grunaö ann-
að en þær hefðu staðið við hné
ömmu sinnar þar til siðasta pifa
eða tala var fest. Hvernig slikt
sjónminni starfar get ég ekki út-
skýrt, þvi aldrei varð ég var við,
að hún tæki mál af telpunum, þó
að hún sæi þær um tima aö sumri
til mörg árin. Ég gat þess áður,
að samstaða fjölskyldunnar á Sæ-
bóli var tengd sterkum böndum.
Strax og ég, eini tengdasonurinn,
var kominn i fjölskylduna fannst
tengdamömmu ekki hlýða, að ég
ætti samastað á Raufarhöfn, ann-
ars staöar en i hennar húsum og
hélzt svo fram til hinztu stundar.
Breytti þar engu, hvort ég var
einn á ferð eða meö fjölskyldu, og
að ég átti á Raufarhöfn nákomið
frændfólk i mörgum húsum og
systur búsettar á staðnum. Mörg
undanfarin ár átti Kristbjörg viö
slitsjúkdóma aö striða. Haustið
1975 varð hún fyrir sjúkdóms-
áfalli, sem skerti mjög minni
hennar á köflum. Við vorum
þeirrar ánægju aönjótandi að
hafa hana á okkar heimili siðast->
liðinn vetur.
Það var þægilegt að koma heim
aðdagsverki loknu og njóta þeirr-
ar kyrröar og góðu áhrifa, sem
stöfuðu af návist hennar. En hug-
ur hennar var þá jafnan bundinn
við norðurslóðir, Rif og Raufar-
höfn, og þar vildi hún eiga hinztu
stundir. Henni, sem hafði helgað
alltsittlif velferö fjölskyldunnar,
fannst óbærilegt aö vera upp á
sina komin, og þráði að komast i
sjálfsumsjón á Raufarhöfn. Og
haföi viö orð að gamalt fólk, sem
væri orðið það lélegt, að geta ekki
ferðazt upp á eigin spýtur, ætti aö
hafa vit á að halda sig heima.
Þótt minni hennar væri stopult á
stundum, þá brást þaö aldrei,
hvaö þaö varöaði, að prýði
heimilis skal vera til sóma.
Á siöasta sumri smádvinaði
lifsneistinn. Hún andaöist á sama
sjúkrahúsi og Agúst maður henn-
ar 6 árum áður, og var jarðsett i
fögru veðri á Raufarhöfn.
Tengdamanna haföi við orð, að
um sig látna væri ekkert aö segja,
nema að hún væri fædd aö Núpi,
ólst upp á Rifi og bjó á Raufar-
höfn. Þaö getur satt veriö, Núpur
er eitt fegursta bæjarstæði I einni
grösugustu sveit á Islandi, brim-
niður og kraftur úthafsöldunnar
viö Rifstanga er ógleymanlegt,
sólbjartar og kyrrar sumarnætur
á Raufarhöfn gefa stund til að
hugsa. Við slikar aöstæöur hljóta
menn að ná þroska.
Með þessum linum vil ég flytja,
þó i litlu sé, þakklæti mitt og fjöl-
skyldu fyrir það, sem okkur var
veitt. Og persónulega vil ég
þakka það, sem ég hef af tengda-
foreldrum minum lært.
Blessuð sé minning þeirra.
Arni G. Pétursson.
Sigurður Jónsson
Fæddur 29. mai 1903
Dáinn 16. janúar 1977
25. janúar s.l. var Sigurður
Jónsson, húsasmiðameistari,
Bergstaðarstræti 55 til moldar
borinn. En hann lézt 16. janúar
þessa mánaðar. Sigurður haföi
mjög lengi átt við mikla van-
heilsu að striða og má segja að
hann hafi verið alls óvinnufær
siðustu 10 ár ævi sinnar, þótt vilj-
inn væri fyrir hendi.
Sigurður fæddist á Bjarnastöð-
um, tsafiröi við Isafjarðardjúp
29. mai 1903. Foreldrar hans voru
Jón Sigurðsson bóndi á Bjarna-
stöðum og kona hans, Guðrún
Þorsteinsdóttir fædd i Bjarnar-
eyjum á Breiðafiröi. Þau eignuð-
ust alls sjö börn, en nú eru þau
Jóna Kristjana, kennslukona og
Gunnar, húsvörður i Verzlunar-
skóla Islands á lifi. Guörúnmóðir
Siguröar dó nokkrum dögum eftir
fæöingu Gunnars bróður Sigurð-
ar. Þá var Sigurður aöeins
tveggja ára gamall. Þar sem öll
börnin voru á unga aldri, þá hafði
Jón faðir þeirra enga möguleika á
að halda fjölsk. saman. Börn-
in dreiföust á þau sveitaheimili I
nærliggjandi héruöum, sem gátu
tekið við þeim. Reyni maður að
setja sig i spor fjölskyldna sem
svo stóð á fyrir, þá kemur strax
upp I hugann hvilikt áfall andlát
annars foreldris hefur oft verið
' fyrir fjölskyldur þeirra tima.
Hjónin Sigurbergur Magnússon
og Elin Þórunn Dósóteusardóttir
Sveinshúsum i Vatnsfirði, tóku
Sigurð i fóstur, en þau hjón voru
barnlaus. Þau reyndust Sigurði
Helga Hannesdóttir
fyrrverandi húsfreyja að Dvergsstöðum
i Eyjafirði
F. 20. ianúar 1892
D. 7. janúar 1976
Helga fæddist að Syðri-Ey i
Vindhælishreppi á Skaga. For-
eldrar hennar voru hjónin Hannes
Magnússon og Sigriöur Jónas-
dóttir. Þau hjón eignuðust aðra
dótturauk Helgu, Ragnheiði, sem
lengi starfaði i verzlun Gefjunar i
Reykjavik, en hún lézt árið 1973.
Frá Syðri-Ey fluttist fjölskylda
Helgu að Árbakka við Skaga-
strönd. Þetta voru hennar
bemskuslóðir, sem ávallt siðan
voru henni kærar i minningunni.
Helga bar gæfu til þess a ö nem a
við Kvennaskólann á Blönduósi
og bæta þannig ýmsu við þá
menntun, er hún þegar hafði ööl-
azt i heimahúsum.
Vorið 1913 verða þau þáttaskil i
lifi Helgu, aö hún réöst sem
kaupakona að Reykhúsum i
Eyjafirði til hjónanna Hallgrims
Kristinssonar og Mariu Jónsdótt-
ur. Auk þess að stunda búskap i
Reykhúsum, var Hallgrrimur á
þessum tima kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Eyfiröinga og raunar
einn aðalforystumaður sam-
vinnuhreyfingarinnar á tslandi,
sem leiddi til þess, að 1917 varð
hann fyrsti forstjóri Sambands
íslenzkra samvinnufélaga.
Arið 1906 hafði Hallgrimur ráö-
ið til sin sem ráösmann, Indriöa
Helgason, ættaðan úr Eyjafirði og
gegndi hann þvi starfi allt til
ársins 1917.
I Reykhúsum lágu þvi saman
leiðir þeirra Helgu og Indriða.
Felldu þau hugi saman og giftust
5. febrúar árið 1915. óhætt er að
segja, aö þeim, sem Indriöa
þekktu, ber saman um, að hann
var vikingur til verka og hinn
bezti drengur. Ætiö var mikil vin-
átta og gagnkvæmt traust milli
þeirra Reykhúsahjóna, Hall-
grims og Mariu, annars vegar og
og Helgu og Indriöa hins vegar.
Oll sin búskaparár bjuggu þau
Helga og Indriði i Eyjafirði.
Fyrstu tvö árin voru þau i Reyk-
húsum, en fluttu þaöan að Espi-
hóli og bjuggu þar i tvibýli viö
eigendur jarðarinnar, Guðnýju,
systur Indriða og mann hennar
Jósep Helgason, til ársins 1921.
Þáfestaþau kaupá jörðinni Botni
og búa þar til ársins 1931, er þau
fluttust að Dvergsstöðum, og þar
búa þau svo þar til Indriði lézt
árið 1939, sjötugur aö aldri.
Þeim Helgu og Indriða varð sex
barna auðið, sem öll eru á lifi.
Þau eru Maria, Þorbjörn, Jóhann
og Sigurlaug, sem búsett eru I
Reykjavik, Hallgrimur, sem
búsetturer I Kristnesi iEyjafiröi,
og Páll, sem búsettur er á Akra-
nesi. Aður en Helga giftist átti
hún soninn Ara Björnsson, sem
búsettur var á Akureyri, en hann
lézt áriö 1965.
I stuttu máli má um búskapar-
sögu Helgu og Indriða segja, aö
hún var spegilmynd af lifi flestra
annarra bændafjölskyldna i land-
inu á þessum árum, þegar skuggi
kreppunnar grúfði yfir, og ekki er
beinlinis hægt aö segja, aö
björgulegt hafi þá verið að hefja
búskap, en meö itrustu hagsýni,
vinnusemi og elju tókst þeim aö
sjá fjölskyldu sinni farborða, og
búnaðist þeim þvi sæmilega á
þeirrar tiðar mælikvarða.
Þótt oftast yrði að leggja svo aö
segja nótt við dag viö búskap og
heimilisstörf, fann Helga tima af-
lögu til félagsstarfa, og var hún
meðal stofnenda kvenfélagsins
Iöunnar i Hrafnagilshreppi og
fyrsti formaður þess félags.
Eftir lát Indriöa starfaði Helga
m.a. á Kristneshæli og Heklu á
Akureyri. Um tima bjó hún hjá-
Hallgrimi syni sinum og i
Reykjavik, en siöustu æviárin
dvaldist hún á Kristneshæli.
Ég átti þvi láni að fagna að búa
i næsta nágrenni við þessa ömmu
mina nokkur af hennar siðustu
æviárum. Samveru- og viðræðu-
stundir okkar urðu þvi miður of
fáar, en alltaf varö ég fróðleik og
skemmtan rikari eftir hverja
heimsókn til hennar. Þeir eigin-
leikar ömmu minnar, sem mér
eru hvað minnisstæöastir og
raunar tengdust þessum heim-
sóknum, voru frásagnarhæfileik-
ar hennar og frásagnargleði.
Henni lét einkar vel aö segja frá
liönum tima, fólki og fyrirbærum,
og fundvis var hún á hinar
gamansömu hliðar mannlifsins i
frásögnum sinum. Alls ekki var
þó hægt aö segja, aö hún liföi ein-
göngu Ifortiðinni.þvihún fylgdist
ætiö vel með þvi, sem var að ger-
ast á liöandi stundu. Einn eigin-
leiki hennar, sem ég minnist
einnig mjög vel, var, hversu auö-
veldlega hún gladdist af litlu og
gott var að gera henni til hæfis,
t.d. með þvi aö ljá henni lesefni,
en lestur var eitt hennar mesta
yndi, einkum ef um var að ræða
þjóölegan fróðleik, ævisögur og
dulræn fyrirbæri.
Ég minnist ömmu minnar j)ó ef
til vill bezt sem einnar af þessum
mörgu hetjum hversdagslifsins,
er eyddu sinum manndómsárum
við kröpp kjör, konu, sem ekki
mátti aumt sjá, konu hógværðar,
sem þó gat vel látið i ljós ákveðn-
ar skoöanir sinar tæpitungulaust,
konu einlægrar trúar og ekki sizt
konu, sem naut þess að gleðja vini
sina og vandamenn og liðsinna
þeim.
Indriði Hallgrimsson
eins og þau væru hans eigin for-
eldrar meðan þeirra naut við.
Fóstri Sigurðar, eins og hann
gjarnan nefndi hann, var lærður
trésmiður og bátasmiður. Sigurð-
ur byrjaði þess vegna ungur aö
hjálpa fóstra sinum og hóf i raun
og veru sitt trésmiöanám hjá
honum. Sigurður var siöan tvo
vetur i Núpsskóla, Dýrafirði, en
rúmlega tvitugur hélt hann siöan
til Reykjavikur og hélt þar á-
fram námi sinu I trésmiði hjá
Arna E. Rasmussyni, húsasmiða-
meistara. Hjá honum var hann
þegar hann lauk sinu sveinsprófi.
Eftir að Sigurður varð húsa-
smiðameistari, byggði hann
nokkur hús hér i Reykjavik á
kreppuárunum I félagi við kunn-
ingja sinn. Siðan vann hann viða
sem trésmiður meöan heilsan
leyfði. Einnig haföi hann alltaf
sitt eigið trésmiðaverkstæði, þar
sem hann vann mest seinni ár
ævi sinnar að undanskildum 3-4
árum, en þá rak hann verzlun á-
samt konu sinni.
Ég kynntist Sigurði tengdaföð-
ur minum fyrir um þaö bil þrett-
án árum siðan. Ég fann strax, að
hann var einstaklega góður faðir,
mjög barngóður og traustur. Sig-
urður var mjög hófsamur i allri
umgengni og ávallt vinsamlegur
i öllu viömóti, en var frekar litiö
fyrir margmenni. Hann var frek-
ar seintekinn, en mjög góður vin-
ur vina sinna. Sigurður haföi frá
mörgu að segja og sagði mér
meöal annars oft frá uppvaxtar-
árum sinum við tsafjarðardjúp.
Hann minntist m.a. oft á lognið i
Isafirðinum, innsta firöinum viö
Djúpið. Lognið er einmitt eitt af
þvi sem gerir marga Vestfirði svo
heillandi.
Sigurður kvæntist Jóninu Mar-
gréti Jónsdóttur frá Þóroddsstöð-
um I ölfusi þann 8. júni 1940. Þá
hófst nýtt tímabil i ævi þeirra
beggja, sem átti eftir að færa
þeim mikla gæfu.
Attu þau gott heimili og voru
góð heim að sækja. Þau eignuöust
tvær dætur auk þess sem Jónina
Margrét átti eina dóttur áður en
Framhald á bls. 23