Tíminn - 02.02.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.02.1977, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2. febrúar 1977. 5 Árásarliðið sem ræðst um borð i geimskip Geira, reyn.ist vera vélmenni!: Nú skulum við gera okkur grein fyrir því sem þarf að gera í þessum leik. Gróður jarðar önnur útgdfa þýðingar Helga Hjörvars Bókaklúbbur Almenna bókafé- lagsins hefur sent frá sér fyrstu bók ársins 1977. Er það Gróður jarðar — Markens gröde — eftir Knut Hamsun — önnur útgáfa — en fyrsta útgáfa bókarinnar, sem kom út hjá AB 1960 er löngu upp- seld. Þýöandi er Helgi Hjörvar. Gróður jarðar er sú bók, sem færði Knut Hamson Nóbels- verðlauniná sinum tima, og hefur frá þvi hún fyrst kom út i Noregi 1917 verið talin i hópi merkustu skáldsagna á Norðurlöndum. Brezki rithöfundurinn H.G. Wells kvað meira að segja s.vo fast að orði, að Markens gröde væri eitt eftirminnilegasta verk heimsbók- menntanna fyrr og siðar. Gróður jarðar segir frá land- nemunum Isak og Ingigerði, sem brjóta land i óbyggðum og vinna sigur, þó ekki fyrr en eftir mikla erfiðleika og átök við fólk og óbliða náttúru. Þýðandinn Helgi Hjörvar kemst svo að orði i grein, sem hann ritaði um þaö leyti sem fyrri útgáfa bókarinnar kom út: ,,Þó hefur það oröið einmæli siðan i fjóra áratugi, að Gróður jaröar beri algerlega af bókum Ham- suns að varanlegum boðskap og innfjálgu gildi. Hinn magnaði boðskapur meistarans um lif- taugina milli manneskjunnar og gróðurmoldarinnar hefur gagn- tekið allar þjóöir, sem bókina hafa fengið.” Gróður jarðar er 387 bls. að stærð, prentuð i Prentsmiöju Arna Valdimarssonar hf. og bundin i Bókbandsstofunni örk- nni hf. Sigöldu- virkjun ■ gang seinni hluta þessa mánaðar F.I. Reykjavik. — Aðalprófun vélarinnar fer fram um miðj- an mánuðinn, en þá veröur vatni hleypt á og hún tengd netinu, sagði Halldór Jóna- tansson, settur framkvæmda- stjóri Landsvirkjunar i sam- tali við Timann i gær, er við fræddumsthjá honum um fyr- irhugaða gangsetningu fyrri vélasamstæðunnar við Sig- öldu. Kvaðst Halldór búast við þvi, að vclin kæmist i gagnið seinni hluta þessa mánaðar, pról'un einstakra hluta færi fram við og við og hefði gengið ágætlega. Sjónvarpið: Mynd um nagladekk Einars Einarssonar í sjónvarpsþættinum um nyj- ustu tækni og visindi i kvöld verö- ur m.a. fjallað um islenzka hug- mynd. Hugvitsmaður i Reykjavik, Einar Einarsson hefur um allmörg ár unnið að hönnun vetrarhjólbarða með nöglum sem ýta má út eða draga inn eftir þörfum. Enn hefur ekki fengizt framleiðandi að þessum börðum enda hefur skortur á aö- stöðu hamlað uppfinningamann- inum að ganga frá þeim tilf jölda- framleiðslu, en i þessari mynd, sem örn Harðarson hefur tekiö og hlotiö fyrir viðurkenningu á alþjóðasýningu kvikmynda um tækni og visindi, sjáum við nýju hjólbarðana i notkun. o o o o o o o o o o ReykjalundarÖ O o o o o OOOOOOOOOOOOOOOOQOOOOOOOOOOOOQ. Nýr forstjóri ARNI Einarsson, sem verið hefur forstjóri Vinnuheimilisins að Reykjalundi, lætur nú af störfum hjá fyrirtækinu eftir hartnær 30 ára farsælt starf, en Arni varð 70 ára fyrir skömmu. Við starfi Ama tekur Björn Astmundsson, sem verið hefur skrifstofustjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri undanfarin ár. Björn er 31 árs að aldri og lögfræðingur að mennt. Kona hans er Guðmunda Arnórs- dóttir og eiga þau 3 börn. ÚRSMÍÐAFÉLAG ÍSLANDS vill vekja athygli á að vörugjald (18%) hefur verið felltí niður á úrum Kynnið yður verð og gæði y 0$ Ö V0' >°v ,e<° ;,A<' * <00" 8 o o o O O O O O O O O o o OOOOVerðlag á úrum er nú mjög hagstætt hér á landiOOOO*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.