Tíminn - 02.02.1977, Blaðsíða 13
Mi&vikudagur 2. febrúar 1977.
Wímhrn
n
klarinettu, tvær fiölur, viólu
og selló op. 146 eftir Max
Reger.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20Popphorn
17.30 tJtvarpssaga barnanna:
.„Borgin viö sundiö” eftir
Jón Sveinsson (Nonna).
Freysteinn Gunnarsson isl.
Hjalti Rögnvaldsson les siö-
ari hluta sögunnar (6)
17.50 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Hlutverk stæröfræöinn-
ar Dr. Halldór I. Eliasson
prófessor flytur sjöunda er-
indi flokksins um rannsókn-
ir i verkfræöi- og raun-
visindadeild háskólans.
20.00 Kvöldvaka a. Einsöng-
ur: Sigurveig Hjaltested
syngurlög eftir Sigfús Hall-
dórsson viö undirleik höf-
undar. b. „Logar eldur
ársólar yzt i veldi Ranar”
Séra Bolli Gústavsson i
Laufási les úr minningum
Erlings Friöjónssonar frá
Sandi og segir frá honum i
inngangsoröum. c. í vöku og
draumi Guörún Jónsdóttir
segir á ný frá dulrænni
reynslu sinni. d. Haldiö til
haga Grimur M. Helgason
cand. mag flytur þáttinn. e.
Kórsöngur: Söngfélagiö
Gigjan á Akureyri syngur
Söngstjóri: Jakob Tryggva-
son. Þorgeröur Eiriksdóttir
leikur á pianó.
21.30 Útvarpssagan: „Lausn-
in” eftir Arna Jónsson
Gunnar Stefánsson les (13).
22.00 Fréttir
22.15 Veöurfregnir Kvöld-
sagan: „Siöustu ár Thor-
vaidsens” Endurminningar
einkaþjóns hans, Carls
Frederiks Wilckens. Bjöm
Th. Bjömsson les þýöingu
si'na (2).
22.40 Djassþátturf umsjá Jóns
Múla Arnasonar.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Miðvikudagur
2. febrúar
18.00 Hviti höfrungurinn.
Franskur teiknimynda-
flokkur. Þýöandi og þulur
Ragna Ragnars.
18.15 Börn um vlöa veröld.
Ferö á fijótum Tailands.
Mynd um litinn dreng, sem
býr i vatnabáti ásamt
fjölskyldu sinni. Fjölskyld-
an slæst i för með bátalest,
sem flytur hrisgrjón til
Bangkok. Þýöandi og þulur
Stefán Jökulsson.
18.40 Rokkveita rikisins kynn-
ir hljómsveitina Celcius.
Stjórn upptöku Egill
Eövarösson.
Hlé.
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Nýjasta tækni og visindi.
Umsjónarmaöur Ornólfur
Thorlacius.
21.00 Maja á Stormey.
Finnskur framhaldsmynda-
flokkur I sex þáttum,
byggður á skáldsögum eftir
álensku skáldkonuna Anni
Blomqvist. 3. Þáttur.
Stríðstlmar. Efni annars
þáttar: Fyrstu átta árin,
sem Maja og Jóhann búa á
Stormey, eignast þau fjögur
börn. Maja fær aö reyna,
hve erfiðlega fólki i úteyjum
gengur að hlita ölium fyrir-
mælum kirkjunnar. Krim-
striöiö hefst áriö 1853, og ár-
iö eftir er Jóhanni skipaö aö
rifa niöur öll siglingamerki
á eynni. Þýöandi Vilborg
Siguröardóttir. (Nordvision
— Finnska sjónvarpið)
22.00 Gitartónlist. Paco Pena
og John Williams leika
spænska tónlist. Þýðandi
Jón Skaptason.
22.25 Dagskrárlok.
Hlnrik konunaur VIII
og konur hans sex
Eftir Paul Rival
mun heyra andardrátt hennar á meðan ég lifi, ég er
henni eldri og ekki eins hraustur og hún. Hún mun lúta
yfir mig á dauðastundinni, hún mun gefa mér hinn
síðasta heilsudrykk og vera viðstödd þegar ég gef upp
andann."
Ef Hinrik hefði ekki verið hræddur um að Tom litli
heyrði til hans, hef ði hann grátið, eins og barn.
Þrjózkur brúðgumi
Næsta dag var Hinrik tilkynnt að loks væri prinsessan
komin. Henni hafði verið fengið fagurt tjald til að at-
haf na sig í, tjaldið var reist á grasf lötinni. Þarna
var nú verið að skrýða hana kjól af gullklæði og Hinrik
var neyddur til að búast sínu fegursta skarti, áður en
hann gengi á fund henpar þar í tjaldinu. Hún brosti og
rétti honum hönd sína, honum fannst hún enn f urðulegri
en áður, þegar hann sá hana nú um hábjartan dag. Þau
stigu á bak hestunum, sem biðu þeirra og riðu af stað,
prúðir hirðmenn höfðu stillt sér í tvær
raðir og hópar áhorfenda voru allt um kring. Þar, sem
hann fór nú við hlið þessarar skrautklæddu ófreskju,
fann Hinrik hvernig skelfingin f læddi eftir röðum áhorf-
endanna.
Hinrik f lýtti sér allt hvað af tók að leiða hana til íbúðar
þeirrar er henni var ætluð, þar lokuðust dyrnar að baki
henni. Hinrik fór til herbergja sinna og gerði boð fyrir
Cromwell. „Jæja herra, þér haf ið séð hana, hvað finnst
yður um hana?" „Hún er há og tíguleg og ber sig eins og
drottning...." Hinrik greip fram í: „t£g neita að kvænast
henni, ég neita því afdráttarlaust. Þér verðið að finna
átyllutil að slíta þessu." Giftingardagurinn hafði verið
ákveðinn næsta dag, sem var sunnudagur. „Þá frestum
við giftingunni til þriðjudags, við fáum þá þrjá daga til
umhugsunar." Cromwell lét prestana og prinsessuna
vita og frestaði hátíðinni. „Það hlýtur að vera leið út
úr þessum ógöngum. Ég losaði mig við Katrínu, eftir
tuttugu ára sambúð, þá f lekklausu konu. Ég hlýt að geta
bjargað mér f rá þessum dreka, sem ég hef varla séð, og
sem mig mundi aldrei dreyma um að snerta svo lengi
sem ég lifi. Hún var einu sinni heitbundin prinsi af
Lorraine". „En yðar hátign verður að muna að þá var
hún aðeins tveggja eða þriggja ára." „Hverju skiptir
það, það var ekki hægt að ógilda trúlofunina. Látum
Lorraine kvænast henni. Ef ég geng að eiga hana, væri
ég orðinn f jölkvænismaður og eignaðist óskilgetin börn,
ég á tvö óskilgetin börn f yrir og það er meira en nóg f yrir
England." En fyrri trúlofun hennar var löglega ógilt."
„Það skiptir engu, þér verðið að segja þjónustumeyjum
hennar aðég sé miður mín af áhyggjum, að hún sé þegar
giftog ég geti því ekki kvongast henni, án þess að drýgja
synd." Fylgdarkonur önnu skildi ekki hvað Cromwell
meinti, þær þvöðruðu ráðlausar á lágþýzku sinni. Með
aðstoð túlks, gátu þær útskýrt að tilgreind trúlof un hefði
aldrei orðið að veruleika og því væri hin elskaða hús-
móðir þeirra frjáls. Cromwell vildi að giftingin færi
fram, hann f lutti Hinrik svarið og sagði honum að hann
ætti þann kost einan að samþykkja. Tvær nætur liðu enn,
það voru hörmunganætur hvað Hinrik snerti. Hann átti
að kvænast á þriðjudag. Á mánudag sendi hann Crom-
well til að spyrja prinsessuna, hvort hún væri alveg viss
um að henni væri heimilt að ganga í hjónaband og hvort
hún væri reiðubúin að staðfesta það skriflega. Hinrik
vonaði að honum tækist að hræða hana, ef hún undirrit-
aði slíka yfirlýsingu, gat hann síðar staðhæft að hún
hefði logið,látiðyfirheyra hana og tekið hana af lífi. Það
má vel vera að hún hafi skilið að hann var að leggja
snöru fyrir hana, en hún var þreytt á Cleves og hinu fá-
tæklega heimili sínu, ásamt einveru í þrjátíu og f jögur
ár. Hún var búin að sjá glæsibrag Englands, hún ætlaði
að komast í hásætið og njóta allra réttinda, jafnvel þó
hún yrði drepin síðar meir. Hún skrifaði yfirlýsinguna
og setti nafn sitt undir.
Hinrik var enn staðráðinn í að þrjóskast, en Cromwell
minnti hann á að hinir tveir f jandmenn hans, Karl og
Francis væru orðnir sáttir, að Karl væri nú í París, þeir
væru vafalaust að ræða fyrirhugaða skiptingu á Eng-
landi, ásamt biskupnum af Róm, Þá brast Hinrik kjark-
inn og hann sætti sig við örlög sín.
Fjórða hjónabandið
Það var ekki annars úrkosta en að tæma hinn beizka
bikar í botn. Hinn 6. janúar, á þrettándadag, neyddist
Hinrik til að klæðast hvítu brúðkaupsskarti.'Þegar Tom
litli Culpeper var búinn að binda um fótiegg Hinriks fór
hann og sótti önnu og leiddi hana til kapellunnar. Hún
var með slegið gula hárið.. Hinrik sá hana ekki, þar sem
hann gekk við hlið henni, en fingur hans fundu hrjúf-
leika, þessarar stóru handa. Orgeltónarnir titruðu og
kórinn söng! þau voru gef in saman. Hinn tæri þriraddaði
söngur hreif Hinrik, jaf nvel meir en vanalega og það svo
að hann var gráti nær.
Dagurinn reyndist þreytandi og meira en það, þetta
var kvöl, af og til sá Hinrik bregða fyrir kaldháðsku
brosi og fyrirlitningarsvip, og það á ásjónu hinna beztu
vina hans. Á dansleiknum um kvöldið var Anna hneyksl-
anlegri en nokkurn hafði órað f yrir, f rúrnar hvísluðust á
og sögðu hana skorta hinn frumstæðustu hegðunarmáta
og ekki mundi hægt að þola hana til lengdar. Þó reyndist
nóttin deginum verri. Hið örlagaríka augnablik kom,
þegar nánustu vinir áttu að leiða hin nýgiftu til brúðar-
sængurinnar, þar sem biskup átti að blessa hvílu þeirra.
Þar voru uppi háværar óskir um ástarsælu, sem bæri
margfaldan ávöxt. Anna tók þessum óskum með
ánægjulegum hlátri, hún skildi ekki orð í ensku.
Þeim var báðum hjálpað að afklæðast, dyrunum var
lokað og þau voru látin tvö saman. Hinrik hafði drukk-
ið fast, til að öðlast kjark, hann reyndi að hafa hemil á
sér, og telja sér trú um að ekki væru allar ástir í andliti
fólgnar, að Anna væri þroskuð og virtist vera feitlagin,
að hún byggi sjálfsagt yf ir leyndum kostum. Ást gat eins
vel verið áþreifanleg eins og augnayndi, ef hann slökkti
Ijósið og drægi gluggatjöldin vel fyrir, gæti hann enn
höndlað það, sem hann hafði dreymt um. Hinrik var bú-
inn að vera ekkjumaður í meir en tvö ár, hann gat vel
gert sér vonir um að finna eitthvað upprunalegt hjá
óhef laðri þýzkri mey, sem var að verða fulltíða. Rekkju-
voðirnar voru fínar og ilmandi, það lagði þægilega
hlýju frá líkama önnu. Hann nálgaðist hana, rétti út
hendina og snerti hina ókunnu konu.
Herrarnir, sem biðu á verði, heyrðu bölvað og því næst
æpt, svo varð þögn, þá töldu herrarnir að húsbóndi
þeirra væri að hvílast. Fyrir dögun, kom hann til þeirra
og krafðist þess að honum væri þvegið og hann klæddur
Það var greinilegt að hann hafði sof ið illa og hann bók-
staflega froðufelldi af vonzku. Cromwell var vakinn,
hann kom hlaupandi, Hinrik æpti: „Það er verra en ég
óttaðist, skrokkurinn er verri en andlitið, þar að auki er
hún ekki hrein mey, það er ég viss um, þó mér tækist ekki
að ganga úr skugga um það." Það mátti lesa undrun út
úr hvössum augum Cromwells. „Nei, herra, nei, ég er að
segja yður að ég gat það ekki, ég snerti barm hennar og
kvið, það meir en nægði mér, þó öll ríki veraldar hefðu