Tíminn - 02.02.1977, Síða 10

Tíminn - 02.02.1977, Síða 10
Mibvikudagur 2. febrúar 1977. MiOvikudagur 2, febrúar 1977. 11 10 Pyndingar á pólitískum föngum í Chile FYRRVERANDI FANGI SEGIR FRÁ Lus de Las Nieves Morene, var ein af þeim þrjú hundruö og fjórum föngum, sem chileönsk yfirvöld slepptu úr fangelsi vegna þrýstings frá alþjóöleg- um mannréttindahreyfingum. Hún býr nú ásamt ellefu öörum útlögum frá Chile i Vest- ur-Berlfn og þar ræddi blaöa- maður við hana fyrir skömmu. Saga hennar er ófögur, en ekk- ert einsdæmi — Luz er aöeins fulltrúi þeirra þúsunda, sem oröið hafa að þola likamlegar og andlegar pyndingar i fangelsum fasistastjórnarinnar i Chile. Sultur, svefnleysi, þriðja gráðu yfirheyrslur, auðmýking, nauðganir og piningar eru dag- legt brauð i fangelsunum. Þetta skilur eftir sig minningar, sem erfitt verður að gleyma, og á eftir að setja mark sitt á við- komandi meöan þeir lifa. Luz var handtekin ásamt föð- ur sinum og bróður, sem þá var fimmtán ára, eftir að Allende var steypt af stóli og Pinochet hafði tekið völdin. Þeir iiöfðu lengi haft auga með henni vegna þessaðhúnhaföiveriðviðnám i sjónvarps- og kvikmyndatækni á Kúbu i tvö ár, og töldu þeir hana vera njósnara fyrir Castro. Það var svo i janúar 1974, sem þeir létu til skarar skriða og handtóku hana. Næstu þrjátiu og fimm mánuöunum átti hún eftir að eyða i fangelsi. Luz neitar þeirri ásökun að hún hafi verið njósnari, en viður- kennir fúslega að hafa gengið I vinstrisinnuð samtök, sem berj- ast gegn stjórninni, strax eftir valdaránið ■— Þrjú af systkinum minum náöu að flýja land, og eru þau nú búsett i Mexikó — segir Luz. — Hins vegar býr móðir min enn i Chile, en hún var ekki handtek- in. Það veitti henni tækifæri til að hafa samband við alþjóðleg- ar stofnanir og tjá þeim örlög okkar. Jafnhliða tilkynnti hún yfirvöldunum, að ef þau hreyfðu hár á höfði hennar, vissi allur heimurinn þaö um leið. Og þar sem hún nú hefur Mannrétt- indastofnun S.Þ, Rauða kross- inn og Amnesty International að bakhjarli, þora þau ekki annað en láta hana óáreitta. — Algengustu pyndingar- aðferðirnar Mjög algengt er, að fjöl- skyldumeðlimir, sem engin af- skipti hafa haft af stjórnmálum séu handteknir, og pyndaöir til að fá meðlimi andstöðuhópanna frekar til að tala. Luz var pynd- uð og neydd til að horfa á föður sinn og bróður barin og plnd. Dæmi um þær pyndingar, sem hún var látin sæta, var t.d. að hún var bundin saman og stál- stöng þrýst inn undir hnén og hún síðan hengd upp i loftið, og barin með svipu úr stálþráöum. Rafmagnsstraumur var leiddur I gegnum kynfæri hennar og rottur settar við þau. Hún var látin hanga á höndum eða fótum niður úr loftinu marga tima i senn og hermenn og verðir nauðguðu henni. Fjöldi mis- munandi tilbrigða eru til af þessum pyndingaraðferöum. „Einu sinni hótuöu þeir mér viðyfirheyrslu, að skjóta Carlos og pabba ef ég leysti ekki frá skjóðunni. Og einn félaga minn skutu þeir f gegnum höfuöið fyr- ir framan mig — segir hún. En Luz talaöi ekki og hún skrifaði ekki heldur undir skjal, sem lagt var fyrir framan hana eftir að I ljós kom að hún var ó- frisk og komin þrjá mánuöi á leið. Þá haföi hún verið sex mánuði I fangelsinu og átti aö neyða hana til að skrifa undir að henni hefði ekki verið nauðgað. Nokkru siðar missti hún fóstrið. Luz segir, að yfirmaður pynd- ingadeildarinnar, Alberto Este- Það finnst mörgum furðu sæta, aö Luz geti enn brosað eftir þá lifsreynslu, sem hún hefur oröiö fyrir. börn. 1 blöðunum er sagt að þau hafi orðið fórnarlömb kyn- ferðisglæpamanna, en sú skýr- ing fellur um sjálfa sig, þvi þetta fólk er oft með handjárn er það finnst, og yfir höfuð er þetta fólk, sem er andstætt stjórninni. Hvernig lifir fólk þetta af? — Þetta er spurning um að „vera eða ekki vera”. Það krefst lika pólitiskrar sannfær- ingar og vilja til að lifa. Maður vill ekki láta bugast, og láta brjóta sig niður, hvorki likam- lega né andlega. Það er alltaf hægtað vissu marki að ræða við konurnar i fangelsinu um sam- eiginlega reynslu og fá uppörv- un, en sumt verður eftir sem sálræn vandamál, og maður getur ekki ráðið við sjálfur. Þeir, sem vinna á móti stjórn- inni vita að það er alltaf hætta á að þeir verði pindir. En við reynum að búa okkur undir það. Meira að segja höfum við verið spurð að þvi, hvort við þjálfum okkur sérstaklega i að þola pyndingar. En þvi er alls ekki þannig varið. Við höfum hreina samvizku og hugsjón til aö berj- ast fyrir. Það er bara að tóra. Við vorum tólf félagarnir I fang- elsinu og voru ellefu drepin. Þessi reynsla hefur styrkt mig mikið, ég hef þor og vilja til að halda baráttunni áfram, sér- staklega þegar ég hugsa um þá sem stöðugt hverfa og þá sem enn eru f fangelsi. Daginn sem ég var látin laus, sá ég hóp nýrra fanga meö fjötraðar hendur og bundið fyrir augun. Ég veit að ég lifi i stöðugri hættu á að verða drepin, en það gefur lifi minu æðri tilgang og getur ekki stöðvað starf mitt. Ég veiti þetta viðtal, sem kveðju til chileönsku þjóðarinn- ar, og geri það í von um að vekja samvizku alheimsins, þannig aö Alþjóðabankinn og rikisstjórnir, sem veita Chile lán, hætti að senda peninga til að byggja nýj- ar fangabúðir og til eflingar hersins á meðan fóikið deyr úr sulti um allt landið. Það er von allra þeirra Chilebúa, sem orðiö hafa að flýja land, að þeir fái snúið heim að lokum, og að þá verði nýr dagur runninn upp fyrir chile- önsku þjóðinni. (JB þýddi og endurs.) van hafi tilkynnt henni það, alit til þess dags, sem hún var látin laus, að hún kæmist aldrei lif- andi úr fangelsinu. Þeir myndu fá hana til að tala eins og aila hina, sem þarna væru, og aö þeirmyndu halda henni inni um tima og eilffð. Næstum daglega hverfur fólk, sem svo síðar finnst látið — í ám eða sjónum — stundum heilar fjölskyldur og þar með talin Stjórn Múrarafélags Reykjavikur: Frá vinstri: ólafur Sigurðsson, Helgi Steinar Karlsson, Kristján E. Haraldsson, Þórarinn Hrólfsson og Óli Kr. Jónsson. MURARAFELAG REYKJAVÍKUR 60 ÁRA gébé Reykjavik — Fyrsta verkalýðsfélag 20. aldarinnar á Islandi var Múr- og steinsmiða- félag Reykjavikur, sem var stofnað 23. febrúar 1901. For- ystumenn þess ætluðu þvi fyrst og fremst það hlutverk að knýja fram hærri og samræmdari greiðslúr fyrir vinnuna. Tima- kaup var þá 20 aurar á klst., og þótti þaö hátt, enda var mikið um niðurboð. Ekki mun þessi félagsstofnun hafa náð þessum megintilgangi sinum, og rikti frá upphafi mikil sundrung og upplausn i félaginu. Var þvi fé- laginu löglega slitið 1912. Rösk- um fimm árum siðar, hinn 2. febrúar 1917, stofnuöu múrarar i Reykjavik félag með sér að nýju og nefndu það Múrarafélag Reykjavikur. Það hefúr nú starfað i nærfellt 60 ár. Þegará fyrstu árum félagsins var samin ákvæðisvinnuverð- skrá eftir sambærilegum verð- skrám á Norðurlöndum og hinni gömlu verðskrá Múr- og stein- smiðafélagsins. Þegar i upphafi var þaö ætlun félagsmanna að vinna eingöngu eftir henni, þar sem þvi yrði viðkomið. Sú fram- kvæmd dróst þó á langinn i aldarfjórðung. A þeim tima var timavinnan allsráðandi og si- fellt baráttumál félagsins að halda henni uppi. Gekk þá á ýmsu hvað snerti atvinnuíeysi og varnarleysi launþeganna. En siðan árið 1942, hafa félagsmenn nær eingöngu unnið eftir ákv æöisvinnuverðskrá nni. 1 16 ár var Múrarafélagið sameiginlegt fyrir sveina og meistara. En með stofnun Múrarameistarafélagsins 1933 verður það sveinafélag. Arið 1943 gekk Múrarafélagið i Al- þýðusamband Islands. Atti þaö ætið siöan fulltrúa á þingum þess, þar til 1972 að seta fulltrúa þess var talin ólögleg af meiri- hluta þingfulltrúa, vegna skipu- lagsbreytinga, sem geröar höföu verið innan ASI. I júni 1973 stofnuðu múrarar með sér landssamband og sótti þá um aðild að ASÍ aö nýju, en umsókn þess fékk ekki endanlega af- greiöslu fyrr en á ASl-þingi I nóvember s.l. og var þá Múrarasambandinu synjaö um inngönguna. Arið 1951 gaf félagið út Múrarasögu Reykjavikur eftir dr. Björn Sigfússon, 1967 gaf það út Múraratal og nú i tilefni sex- tiu ára afmælisins, gefur þaö út framhald múrarasögu 1950-1975 i samantekt Brynjólfs Amunda- sonar. Múrarar minnast þessara merku timamóta með afmælis- hófi að Hótel Sögu, föstudaginn 4. febrúar n.k. A jörð Múrarafélagsins, öndverðarnesi I Grfmsnesi, hafa 150 félagsmenn fengið land undir sumarhús, ogá sl. ári var þar tekin f notkun sundlaug, sem sést á þessari mynd. Þér farisear! Blöðunum öllum ég bréf þetta sendi til birtingar, siöar ég fleirum heiti, cf ritsóðar endalaust hafa I hendi heildsalablöðin að mestu leyti. Þar lygin er endalaust endurtekin ofsóknir likt og hjá nazistum foröum. Iiún Gróa áfram af Gylfa er rekin og gerir mál hans að sinum oröum. Þau kaupa illgjarnar einfaldar sálir til óhæfu skrifa um menn, sem þau hræöast. Þó eru sumir þar hyggnir og hálir heiglar, sem kunna með veggjum að læðast. Hver er það helzt, sem gjammar og geltir, glefsar i menn á alfaraleiðum, slóðir aö jafnaði endalaust eltir, ánægju helur af snuðri og veiðum? Hvers vegna eru menn sólgnir I sorpiö? Sighvatur Björgvins það veöur I hné. í Dagblaðið Vilmundur enn getur orpið, þó eggið sé frjóvgað af Kristjáni P. Er nú við hæfi að salla út sögum, svfvirða þá, sem fremstir hér ganga, er þaö að fara eftir landsins lögum að leyna þvl sanna, hampa þvi ranga? Dýrlingur segist i höndunum hafa heilmikil gögn um annarra syndir. Eru menn ekki að verða i vafa um vizku hans, hæfni, sögur og myndir? Ilver hefur rétt til að sakfella og segja sekur er þessi, að Dýrlingsins mati? Fyrir þeim dómi sig bugta og beygja bæklaðar sálir og einstaka krati. A nú að dæma þá saklausu seka setja þá frá, er trausts hafa notið? Viljið þið burtu allt réttlæti reka, rógsiðjan hefur þá lýðræðið brotið. Lögreglumenn, sem i fjölmiðla fara með flest, sem þeir halda, en vita þó ekki I afbrotamálum, þá ætti að spara, erlendis myndu þeir settir I hlckki. Er liklegt, að þess háttar kjaftakindur kannist viö réttlæti, standi á verði? Fyrir róginum margur reynzt hefur blindur, rifjaðu upp söguna af Valgarði og Merði. Var það af áhuga á aumingja Batta, sem oili handtöku suður f vikum, átti ekki frekar á öðru að smjatta eftir gögnum og sterkustu iikum? Rannsókn á mannshvarfi sett var á sviðið. Sáuð þiö Dýrlinginn leysa það mál? Sjálfshól í dagblöðum lengi er liðið, leiöin til frægðar er vanbúnum hál. Væri ekki réttara kjölinn að kanna hvers vegna leirmyndin villti öilum sýn? Var hún nú afreksverk afburðamanna ellegar blekking, ég höfða til þin. Eftirmálann ég seinna sendi, mér sýnist nú mál að brýna korðann og munda hann ennþá hærra í hendi. Við hugsum nú þannig fyrir norðan. Stefán V algeirsson kollóttu sjá til, hvort þessar tömdu gæs- irokkar verpa, hvað við fáum af ungum og hverjir framhalds- möguleikarnir verða. Athuganir voru geröar á þvi, hvernig gæsirnir bitu tún, en mörgum bóndanum finnst sú iðja þeirra til mikils skaða. — Þarna fengum við tækifæri til þessaðvera með þennan skað- vald taminn, sagöi Stefán, og gátum fylgzt með, hversu mikið þær éta yfir sólarhringinn. Nið- urstaðna af þvi er að vænta inn- an skamms. Stéfánkvað að þarfyrirutan múni verða reynt aö kanna hversu mikið fóður gæsirnar þurfa og hverju þær geta skilað i afurðum með þvi að bita gras. Hvað geitunum viövikur, þá fékkStefán þæraðláni hjá Karli Friðriki Kristjánssyni i Oltima, en Kristján faðir Karls átti um tima einu kollóttu geitina sem til var á Islandi. Stendur nú til að athuga geitanna hvernig kollótt erfist i geitum. Kvað Stefán rannsóknina skemmtilega aö þvi leyti að litið af kollóttum geitum hefði verið i landinu, en i geitastofn- inum erlendis væru þær aftur á móti algengar. Hreinræktun kollóttra geita erlendis hafi leitt i ljós að mikið af kiðlingunum verði alger viðr- ini og hvorki nýtileg sem karl- né kvendýr. Væri ætlunin að komast að þvi, hvort hið sama væri uppi á teningnum hjá okk- ar geitastofni, en hann höfum við haft allt frá landnámstið. Aðspuröur kvað Stefán þess- ar rannsóknir ef til vill ekki hagkvæmar i beinum skilningi en þær væru nauðsynlegar með öðru. Tækifærið heföi gefizt og verið gripið fengins hendi. Hvort áframhald yrði á þessum rannsóknum, gat hann ekki sagt um. Fjármagn vantaði til- finnanlega. Rannsóknastofnun landbúnaðarins: Græðgi gæsanna og frjósemi F.I. , Reykjavik — Gæsir eru þægileg húsdýr, þurfa tiltölu- lega litið viðhaldsfóður, og geta framleitt mikið á grasi. Könn- unin er aðallega fólgin i þvi, hversu mikið sé hægt að nýta viiltar grágæsir, en tamdar gæsir þeim skyldar eru mikið notaðar eriendis, sagði Stefán Aðalsteinsson, Ph D búfjárfræð- ingur I Ranbsóknastofnun land- búnaðarins i Keldnaholti i sam- tali viö Timann, en Stefán er að gera forvitnilegar kannanir á villtum grágæsum uppi I Þor- móðsdal. Þar sem Stefán lætur sér ekkert fróðlegt óviðkom- andi, rannsakar hann einnig i Þormóösdal kollóttar geitur en það afbrigöi er mjög sjaldgæft hér á landi. Leyfi fékkst til þess aö taka gæsaregg og unga þeim út, sagði Stefán, og gekk það sam- kvæmt áætlun. Fengum við 11 gæsarunga, sem við höfum alið upp i sumar, og nú ætlum við að

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.