Tíminn - 02.02.1977, Side 15

Tíminn - 02.02.1977, Side 15
Miftvikudagur 2. febrúar 1977. 15 60 ára: Ingimundur Guðjónsson Þann 28. des. síðastliðinn varð Ingimundur Guðjónsson, verk- stjóri að Egilsbraut 18 i Þorláks- höfn, sextugur. 1 tilefni þessara timamóta langar mig að senda þessum samstarfsmanni, ná- granna og vini minum, innilegar heillaóskir um leið og ég læt i ör- stuttu máli getið kynna minna af Ingimundi og störfum hans sið- ustu tuttugu árin. Ekki skal rakin ætt né uppruni Ingimundar, enda mér litt kunn. Foreldrar hans voru hjónin Jóna Guðmundsdóttir og Guðjón Guð- mundsson, sem bjuggu að Voð- múlastaða-Austurhjálegu i Aust- ur-Landeyjum. Móðurætt Ingimundar er vest- firzk, frá Tálknafirði, og var hann heitinn eftir nöfnum móðurfor- eldra. Föðurætt Ingimundar er úr Rangárþingi og mun þagnað komin úr Skaftafellssýslum af Jóni eldpresti m .a. Alss urðu börn þeirra Jónu og Guðjóns tólf að tölu. Sá lækur er löngu bakkafullur, sem i hafa verið bornar lýsingar á högum bænda hér um slóðir á ár- unum kringum aldamótin. Mun ég þvi engu i hann bæta, en um æskuár Ingimundar er mér það eitt kunnugt, sem hann sjálfur hefir einhvern tima tjáð mér. Aðalatriði þeirrar stuttorðu frá- sagnar voru, að alltaf var nóg að býta og brenna og nægu að sinna. Skólagangan mun ekki hafa verið löng fremur en þá tiðk- aðist, en þvi meiri rækt lögð við fjölbreytta lifsbjargarviðleitni, sem á þeim árum var þess konar, að eigi hentaði aukvisum og batt oftast skjótan endi á basl þeirra, sem bresti höfðu til likama eða sálar. Á æskuheimili Ingimundar var oft glatt á hjalla og mikið sungið. Sytkinin og foreldrar voru óvenju elsk að söng og tónlist. Ingimund- ur hafði yndi af umgengni við skepnurnar, en mest hélt hann upp á hestana og hefir það við hann loðað lengstum. Hefir hann átt marga góða hesta og a.m.k. einn gæðing, en sliku láni fagna fáir, þótt stóð eigi. Margur ferðlú- inn klárinn fékk tugguna sina hjá unglingnum undir garði, meðan ferðamenn þáðu beina inn i bæ. Hann vandist snemma á ferðalög og kunni að ösla Affallið, með hvað eina á klakki, sem flytja þurfti. Ingimundur vann foreldr- um sínum, og búi þeirra öll sin unglings- og uppvaxtarár. Farið var i verið og seinna Bretavinn- una, en vist er að hiruna hafði hann ætið heim með sér i verks- lok. Á þessum árum reyndi Ingi- mundur það á sjálfum sér og sin- um, hvilikum stakkaskriftum mannlifið i sveitunum austan fjalls tók, við stofnun og starf- rækslu kaupfélaganna, mjólkur- búsins og sláturfélagsins. Hefir hann sagt mér frá ýmsu þvi við- komandi. Bændur losnuðu við erf- ið ferðalög i verzlunarerindum, komu afurðum sinum á markað og sáu margir sina fyrstu pen- inga, en það er önnur saga. Seinna kom á daginn, að lif Ingimundar og starf átti eftir að samtvinnast starfsemi sam- vinnufélaganna i rikum mæli, fyrst Kaupfélagi Árnesinga. Hjá þvi félagi vann hann við vöruaf- greiðslu frá 1946 til 1953, og siðan lá leið hans til starfa hjá Meitlin- um h.f. i Þorlákshöfn, en þar hefir Ingimundur starfað óslitið sem verkstjóri frá 4. ágúst 1955. Áður en Ingimundur hóf störf hjá K.Á. hafði hann um 1943 stofnað til hjú- skapar og búskapar að Bergþórs- hvoli, Bjó hann þar i þrjú ár og búnaðist vel. Hann giftist Guð- rúnu Kristjánsdóttur, en þau slitu samvistum eftir fárra ára sam- búð.Sonur þeirra er Jónas Ingi- mundarson, velþekktur pianó- leikari og söngstjóri, sem auk þess kennir nú við Barnamúsik- skólann i Reykjavik. Ég hefi nú stiklað á stóru um æsku og uppvaxtarár Ingimund- ar, um dvöl hans á Selfossi er mér fátt eitt kunnugt sökum fjarveru við nám, framan af dvöl hans þar, utan að þar eignaðist Ingimundur marga góða félaga og vini. Þar hóf hann af alvöru afskifti af söngstörfum og stjórn, átti þátt i að stofna karlakór og þjálfaði hann og allar götur siðan má segja, að hann hafi varið stórum hluta tómstunda sinna til þess að æfa og stjórna söng og miðla af þekkingu sinni og áhuga þeim, sem við vildu taka. Föður minum Agli kynntist Ingimundur við upphaf dvalar sinnar á Selfossi og veit ég að með þeim tókst góður kunningsskapur og siðar vinátta. Það var fyrir orð Egils, að Ingimundur fluttist til Þorlákshafnar og hóf störf hjá Meitlinum. Hafði hann þá um tveggja ára skeið unnið að verzlunarstörfum vestan heið- ar og haft nægu að sinna. A miðju ári 1955 skeður það svo, að Meitl- inum verður vant verkstjóra til þess að annast saltfisk og skreið- arverkun félagsins. Man ég sem i gær væri, gleðibrag föður mins, þegar hann á miðju þessu regn- vota sumri, kom sem oftar við i Höfninni og sagði mér að vinur sinn Ingimundur hefði látið til leiðast að taka starfanum. Þor- lákshöfn var Ingimundi kunn frá veru hans á Selfossi, og varla munu landkostir hafa fýst hann farar né hafnarskilyrði. Sandur- inn var nær einráður i landi og höfnin litil og ótrygg. Það þurfti vissulega þrek og bjartsýni til þess að trúa á þessar töfraborgir Egils á þeim timum, og hætta fjármunum sinum og vinnu i óvissuna. Á þessum árum var allur vertiðaraflinn saltaður og hertur. Oft var landburður af fiski, sér- staklega i marz og april, og ekki óalgengt að góður togarafarmur kæmi á land dag eftir dag, þ.e. 100 til 200 tonn af óslægðum fiski. Reyndi þá mjög á útsjónarsemi og dugnað verkstjórans og hans manna, að anna og koma frá þessu mikla magni svo vel færi og vera með hreint gólf þegar fyrsti bátur birtist næsta dag. Oll störf við fiskverkun voru unnin upp á gamla mátann þegar Ingimundur hófhérstörf. Allt varð að vinna á sjálfum sér með hjólbörum, skóflur og hnifa eina að vopni. Það er skemmst frá að segja, að fljótlega sýndi sig, að Ingimundur hafði þá hæfileika, sem bezt máttu duga við þessar aðstæður Sjálfstraust hans var mikið, kapp og þol óþrjótandi, en verkkviði fyrirfannst eigi. Við höfðum báðir mikinn áhuga á að nýta tæknina nánar við þessa vinnslu, ef ég man rétt, fengum við fyrstu flatningsvélina, sem reynd var hér á landi. Þetta var vél af Baader-gerð og fylgdi upp- finningarmaður vélarinnar henni eftir og gerði á henni ýmsar breytingar, sem nauðsynlegar voru. Tókst það eftir alllangt starf. Var hér um byltingu á þess- um störfum að ræða. Ingimundur hefir alla tið verið sérlega hepp- inn með þá aðgerðarmenn, sem að honum hændust. Var á þessum árum ánægjulegt að sjá yfir hóp allt að 16 þaulreyndra flatnings- manna, og verða var við kappið og vinnugleðina, sem rikti undir stjórn hans. Völdust honum sömu menn ár eftir ár og má nærri fara um, hver ávinningur félaginu var að þvi. Strax fyrsta haust Ingimundar hér i Höfninni, reisti hann sér myndarlegt tvilyft ibúðarhús, sem var fokhelt um áramótin 1955-56. Læt ég nú lokið að tiunda um störf Ingimundar við fisk- verkun, en sný að þvi, sem flestir nefna tómstundaiðkanir, þótt varla finnist mér það eiga við um söngstjórnar- og organistastörf Ingimundar, svo umfangsmikil og timafrek sem þær iðkanir og þau störf hans hafa verið. Að þvi leyti eru þau réttnefnd tóm- stundastörf, að þrátt fyrir eril og annir hefir hann mér vitanlega ekki þegið neina umbun sins erfiðis utan vitundar um þakkláta söfnuði og söngfólk. Sem kunnugt er liggur Þorláks- höfn undir Hjallasókn, og fljót- lega eftir komu Ingimundar til Þorlákshafnar kom Hermann Eyjólfsson þá oddviti og form. sóknarnefndarinnar á hans fund þierra erinda, að fá Ingimund til þess að gegna organistastörfum við Hjallakirkju. Sóknin var fremur fámenn þá, en Hermann hafði mikinn áhuga á viðhaldi og endurnýjun kirkjunnar og reynd- ar safnaðarstarfinu öllu. Vissi hann af kynnum sinum af Ingi- mundi, að þessum málum yrði bezt borgið i hans höndum. Hermann var greindur maður og velviljaður og honum brugðust ekki vonir þær, sem hann gerði sér um störf Ingimundar. Tók hann að sér organistastarfið, auk þess sem hann var kosinn i sóknarnefndina og varð formaður hennar eftir lát Hermanns. Þessum störfum hefir Ingimund- ur gegnt af stakri prýði nú um tuttugu ára skeið, og haft for- göngu um stækkun og endurbætur kirkjugarðsins þar og endurbætur á kirkjunni, en hvorttveggja er nú i góðri hirðu. Árið 1957 tók Ingimundur einnig að sér organistastörf við Stranda- kirkju i Selvogi, og hefir þvi rækt það starf um tuttugu ára skeið. Selvogurinn er sem kunnugt er nágrannabyggð Þorlákshafnar i um 17 km. fjarlægð til vesturs. Hefir frá fyrstu tið verið náin og góð samvinna milli þessara granna, þótt stærðarmunur sé nú allmikill orðinn á byggðunum. Selvogur var á þessum árum og er enn, fámenn sókn, og þvi viss- um erfiðleikum háð, að halda þar uppi messusöng og öðru safnaðarlifi. Um þetta leyti, þ.e. árið 1956, hafði Ingimundur safn- að um sig nokkru söngliði frá Þorlákshöfn og Selvogi, sem brátt fór að syngja við messur að Hjalla og Strönd. Veit ég ekki annað, en að sögnfólkið hafi haft ánægju af þessum heimsóknum til nágrannabyggðanna og heimamenn kunnað vel að meta þetta framlag þess til kirkju og safnaðarstarfs. Þetta söngfólk stofnaði siðan Söngfélag Þorláks- hafnar 1961, og hefir Ingimundur æft og stjórnað söng þessa bland- aða kórs óslitið siðan, og verið sverð félagsins og skjöldur frá upphafi. Áður en þessu efni er sleppt, er rétt og skylt að geta þess, að Ingimundur var, að öðr- um ógleymdum, aðalhvatamaður að byggingu veglegs kirkjugarðs hér i Þorlákshöfn, og jafnframt sá fyrsti, sem af kappi og alövru lagði til að hér yrði reist lcirkja. Kirkjubyggingarmálið er að visu á frumstigi, en mikið starf hefir þó verið unnið af ýmsum og all- miklir fjármunir þegar safnazt. Er það einlæg von ibúa staðarins, að þetta mál hafi ljúfan byr og komizt klakklaust i höfn sem fyrst. Á útmánuðum 1967 var Ingi- mundur kosinn formaður skóla- nefndarinnar hér, og hefir það starf með höndum enn þann dag i dag. Árið 1961 giftist Ingimundur þýskri konu, Margréti fæddri Marten. Eiga þau þrjú mannvænleg börn, Elisabetu, Róbert og Albert, og indælt og gestrisið heimili. Mér hefir oft verið hugsað til þessa heimilis i sambandi við störf heimilisföð- urins. F'iskvinna fram á rauðar nætur, viku eftir viku, söngæfing- ar á kvöldin eftir vinnu, þegar færi gafst, og messurnar blessað- ar um helgar. En ég veit, að á heimili Ingimundar eru æf- ingarnar og messurnar réttilega metnar, og undirritaður, sem átt hefir þvi láni að fagna, að njóta tilsagnar hans f söng frá upphafi, og taka þátt i þvi starfi og félags- lifi, sem i kringum það dafnar, segi kærar þakkir. Lifið varð ekki alveg tómur saltfiskur fyrir bragðið. Þótt undirritaður hafi ekki mikið vit á söng né tónlist, þorir hann að fullyrða, að með Ingimundi fara miklar meðfædd- ar gáfur á svið tónlistar, sem hann hefir borið gæfu til að þróa með sér af mikilli smekkvisi. Þrátt fyrir litla sem enga tilsögn og takmarkað næði tel ég hann leika mjög vel á orgel, af innlifun og smekkvisi, sem þó nýtur sin bezt á sviði söngstjórnar og túlk- unar tónlistarinnar, enda árang- ur oft mjög góður af söngstarfinu, þrátt fyrir ólært söngfólk og nauman tima. Ekki fer það fram hjá neinum, sem æfir söng undir stjórn Ingi- mundar, að hann er kröfuharður fyrir sina hönd og þeirra sem hann æfir. Um það hefir hann þó sjaldnastorð, en auðvelt er að sjá einkunnina sina á andliti kennar- ans fyrir þann, sem kunnugur er. Þótt þessi fáu fátæklegu orð fái litlu einu áorkað til skilnings á hlutverki slikra manna i músik sem Ingimundar, er mér nær að halda, að það sé býsna merkilegt. Rækt er lögð við holla og þjóðlega iþrótt og i söngnum finna menn, þegar bezt lætur, einsog nið löngu liðinna lada, sem streymir til okkar i nútimann og eykur okkur skilning á lifi þjóðarinnar og treystir ræturnar i hollum jarð- vegi þjóðlegrar hefðar. Slikir menn sem Ingimundur, hafa i starfi sinu sem söngstjórar holl og góð áhrif á unhverfi sitt með öfgalausri túlkun sinni á góðri tónlist. Sagt er. að sönn iist sé vandfundin hjá áhugafólki, en litt stoðar snilldin ef einlægnina skortir, og vera má, að i þessu sem mörgu öðru, sé hollastur heimafenginn baggi, og að hross- hár i strengjum og holað tré geti stundum náð að túlka hinn eina sanna tón i mannssálinni til móts við dýrar symphóniusveitir ef einlægur og góður vilji ræður rikjum. Að lokum endurtek ég árnaðar- óskir minar til þin og þinna, sömuleiðis fyrir hönd félags okk- ar. Ég veit, að undir það taka ibú- ar Þorlákshafnar heilshugar. Saga og þróun Þorlákshafnar og störf Ingimmundar eru nátengd og þáttur hans i þeirri sögu snar. Þakka þér komuna. A jólum 1976. Th. B. CAV ____OLIUVERK Varahlutaþjónusta - Viðgerðarþjónusta IILOSSSI8 r Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa ( Verzlun & Þjónusta ) '/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆJ^ * LOFTPRESSUR OG SPRENGINGAR i Tökum að okkur alla loftpressuvinnu, 5 S borun og sprengingar. Fleygun, múr- S 5 brot og röralagnir. 5 5 m’/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆS^ Z 2 —1 - * - * * Þórður Sigurðsson — Sími 5-38-71 f/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J^ \ \ Blómaskreytingar \ pípulagníngameistari f \ .. .... ... . t Símar 4 40 94 & 2-67-48 \ \ VIO Oll tæklfæri Nýlagnir — Breytingar \ \ mÍcHELSEN Viðgerðir 2 5 ™ILHE.LS*N * y Hverageröi - Simi 99-4225 ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já ^’/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.