Tíminn - 02.02.1977, Síða 16
16
MiBvikudagur 2. febrúar 1977.
Jens Jónsson
Jens Jónsson frá Fjalla-Skaga
er látinn. Hann lézt á heimili sinu
Garðsvik á Svalbarösströnd 16.
des. 1976. Hann var fæddur 6.
sept. 1890 á Fjalia-Skaga i Dýra-
firði, sonur hjónanna Jóns bónda
þar (f. 13. sept. 1856, d. 17. des.
1935) Gabrielssonar, bónda á
Efstabóli i önundarfirði, Jóns-
sonar bónda á Mosvöllum Guð-
laugssonar, og konu hans Jensinu
Jensdóttur bónda á Kroppsstöö-
um i önundarfirði, Jónssonar
Guðlaugssonar. Þau hjón voru
þvi bræðrabörn, en amma þeirra
hjóna var Margrét, dóttir Guð-
mundar eldri Hákonarsonar,
bónda á Brekku á Ingjaldssandi
ogkonu hans Borgnýjar Jónsdótt-
ur bónda á Hrauni á Ingjalds-
sandi. Guðmundur var fæddur
1768, en drukknaði i mannskaöan-
um mikla 6. mai 1812, 44 ára.
Margrét var fædd 23. ágúst 1797,
átti 13. okt. 1824 Jón bónda á Mos-
völlum, Guðlugsson.
Sú saga er höfð eftir Jensinu
Jensdóttur á Kroppsstöðum, að
Guðlaugur þessi haf i f lutzt austan
undan Eyjafjöllum á seinni hluta
átjándu aldar til önundarf jarðar
með einhverjum presti, sem þá
hafi verið að taka við prestakall-
inu. — Nú vill svo til, að árið 1783
flyzt að Holti og tekur við presta-
kallinu af séra Jóni Eggertssyni,
séra Jón Sigurðsson prófasts i
Holti undir Eyjafjöllum. Séra
Jóni þessum er veittur Staður i
Grunnavik árið 1773, þar var
hann prestur i 6 ár, tn þá fær
hann veitingu fyrir Arnarbæli i
ölfusi. Þaðan flutti hann svo að
Holti i önundarfirði 1783 eins og
fyrr segir. Hvar á þessum fyrr-
nefndu stöðum Guðlaugur kemur
til séra Jóns, er ekki hægt að
segja með vissu, en hugsanlegt
er, að hann hafi fylgt séra Jóni að
austan og staðnæmzt svo i ön-
undarfiröi, þvi oft voru hjú lengi i
sömu vistinni á þeim árum.
Jens ólst upp hjá foreldrum sin-
um á Fjalla-Skaga, en þaö var
talið eitt af bezt stæöu og
m yndarlegustu heimilum
sveitarinnar á þeim tima, enda
voru þau hjón vel gefin og stjórn-
söm.
Sérstaklega heyrði ég það sagt
um húsmóðurina, Jensinu, hvað
hún hefði verið stjórnsöm og þó
hjúum sinum notaleg I öllum
viðurgjörningi og atlæti. Hef ég
það eftir einum vinnumanni
þeirra, sem vann á þvi heimili i
mörg ár.
Húsbóndinn var sagður hæg-
geröur maður, mjög vel greindur
ogfróðurum margt. Stjórnsamur
var hann um það sem til hans
kom. Sjóróðrar voru mikið
stundaðir frá Fjalla-Skaga vor og
sumar, var þá oft mannmargt á
Skagamölum enda sjósókn frem-
ur hæg þaðan og fisksælt. Jón
bóndi sótti fast róðrana og var
mjög aflasæll, enda frábær
stjórnari hvort heldur var á rúm-
sjó eða viö brimlendingu. Svo
veöurglöggur var hann að af bar,
og munu fáir eða engir hafa tekið
honum fram á þvi sviði. Þvi
kynntist ég, sem þetta rita, á sið-
ustu sjósóknarárum hans frá
Fjalla-Skaga.
A þessu heimili ólst Jens upp og
eins og jafnan til sveita á Vest-
fjörðum, tók hann snemma þátt i
öllum störfum til lands og sjávar.
Þetta var mörgum unglingum
góöur undirbúningsskóli fyrir
SJÁIST
með
endurskini
framtiðina enda reyndist það svo
fyrir Jens.
Þegar séra Sigtryggur Guð-
laugsson stofnaði unglingaskóla
sinn á Núpi er Jens i fyrsta ár-
gangi skólans. Þaðan fer hann
svo i Flensborgarskóla og tekur
þaðan gagnfræðapróf 1910. For-
maður frá Suðureyri i Súganda-
firðier hann orðinn 1915. Þá voru
gerðir þaðan út litlir vélbátar, 4-8
lesta, á þessum fleytum var sótt
út áhaf þóum hávetur væri. — 21.
nóv. 1915 gekk hann að eiga Astu
Sóllilju (f. 5. jan. 1892, d. 28. jan.
1936) Kristjánsdóttur bónda i
Breiðadal neðri i önundarfirði,
Jónssonar og siðari konu hans
Sólbjartar Jónsdóttur. Börn
þeirra hjóna eru: Jón Óskarf. 3.
okt. 1916, bóndi á Lækjarósi i
Dýrafirði, siöar á Litla-Hóli i
Hrafnagilshreppi i Eyjafirði og
nú bóndi i Garðsvik á Svalbarðs-
strönd. Aslaug Sólbjört, f. 23. ág.
1918, húsfr. á Núpi i Dýrafirði.
Jensina, f. 24. ág. 1918, kennari og
rithöfundur Reykjavik. Sigriður
f. 8. nóv. 1922, húsfr. á Kalastöð-
um i Hvalfirði. Gabriel f. 17. apr.
1924, sjómaður i Reykjavik.
Kristján Svavar f. 3. febr. 1931,
bilstj. i Reykjav. Soffia Gróa, f.
29. júni 1935 hjúkrunarkona í
Reykjavik. Mörgum árum siðar,
eftir að Jens var kominn til sonar
sins, Jóns á Lækjarósi, átti hann
dreng, Gunnbjörn með Kristjönu
Sveinsdóttur ættaðri frá Þing-
eyri. Ólst Gunnbjörn upp hjá
þeim hjónum, Jóni hálfbróður
sinum og Rósu konu hans, og
reyndust þau honum eins og hann
væri eitt af þeirra börnum.
Barnakennari var Jens i Mýra-
hreppi i þrjú ár, 1919-1922, en það
ár fer hann að búa á Minna-Garði
i sömu sveit. Konu sina missir
hann 1936. Eru þá yngri börnin i
ómegð, það yngsta á fyrsta ári.
Þrátt fyrir þetta mikla áfall býr
hann enn i nokkur ár meö aðstoð
eldri barnanna, eða til ársins 1943
að hann hættir búskap og flytur til
elzta sonar sins.
Minni-Garður er litil jörö og
landþröng. Þar gat þvi ekki verið
um stórbú að ræða, en gottvar að
koma að Minna-Garði og eiga við-
ræður við Jens og móður hans,
Jensinu, og finna hlýju heimilis-
ins og glaðværð leika um sig. Það
er lika heillandi útsýn frá Minna-
Garði bæði til hafsins og inn til
fjarðarins. Bærinn stendur undir
kjarrivaxinni hlið á móti suðri og
sól. Það var þvi skjólsælt heima
við bæinn og björkin ofan við tún-
iö laufgaðist snemma á vorin og
sendi angann sina niður yfir
heimilið, þegarsólin vermdihana
eftirdöggvota nótt. Þessi friðsæld
umhverfisins setti svip sinn á
heimilið og innbúa þess. Þetta
fundu þeir, sem lögðu leið sina
heim að Minna-Garði. Það fer
ekki hjá þvi, að umhverfiö setur
svipmót á sin fósturbörn. Hlýjan
og fegurð litla bæjarins hefur að
nokkru mótazt i hugblæ barnanna
i Minna-Garði ásamt umhyggju
foreldra ogömmunnar góðu, sem
vafalaust hefur sagt þeim marg-
ar og fagrar sögur.
Þessi uppeldisáhrif hygg ég að
komi fram i barnasögunum henn-
ar Jennu Jens og raunar öllum
börnunum hans Jens.
Þegar Jens hætti búskap, fór
hann að vinna við múrverk og
náði þar umtalsverðri leikni,
enda laginn og vandvirkur að
hverju verki sem hann gekk. — A
þeim árum átti hann heimili hjá
Jóni Óskari, sem þá var bóndi á
Lækjarósi. Þaðan lá leiöin með
honum til Akureyrar og siðan til
Garðsvikur, þar sem hann var i
skjóli sonar sins og tengdadóttur
Rósu Hálfdánardóttur, sem
reyndist honum sem bezta dóttir.
Þaö fannst á Jens, að hann var
þakklátur þeim hjónum og börn-
um þeirra fyrir þá hlýju og þá
alúð, sem þau bjuggu honum á
gamals aldri, þegar starfsþrekið
var þorrið. — Gamlir sveitungar
minnast hans meö hlýhug og
þakklæti fyrir gott samstarf og
samveru. Börnum hans og barna-
börnum votta ég innilegustu sam-
úð mina.
Gisli V.Vagnsson
Mýrum
lesendur segja
Á að menga mesta
landbúnaðarhéraðið
með erlendri
álbræðslu?
Að undanförnu hefur það ver-
ið allmikið á dagskrá að býggja
álvier á ýmsum stöðum við
strendur landsins, og um leið að
bæta hafnaraðstöðu eða gera
hafnir á viðkomandi stööum.
Eyjafjörður var mikið á dag-
skrá um skeið i þvi sambandi,
en mótmælaalda reis gegn þvi
að þar yrði gertálver. Mörgum
er annt um sitt góða og fagra
landbúnaöarhérað, og þar hefur
verið starfræktur mikill iönað-
ur, sem margfaldar verðmæti
framleiðslunnar. Þyrftu önnur
byggðarlög aö fylgja fordæmi
Eyfirðinga og koma á fót slikum
iðnaði.
Nú er það m.a. Þykkvibær,
sem er i sviðsljósinu i sambandi
við álver.
A fyrstu árum mjólkurbúsins
á Selfossi var Þykkvibær ein
mesta mjólkurframleiðslusveit
hér um slóðir, þvi þar var störin
úrSafamýri lyftistöng meöaná-
burðarskortur var og ræktunin
skammt á veg komin.
Það hafði tekizt með miklu
haröfylgi á timum handverk-
færa og hestverkfæra að stifla
Djúpós, er byggðin var aö ein-
angrast vegna þess að árnar
geröu sér farveg norðan við
þorpið. Varð stundum að reka
kýrnar yfir sundvatn til að
koma þeim á haga. ,,Hann
Eyjólfur minn óð upp i klof, en
ég óð upp i ósköp” var haft eftir
einni konunni um hið erfiða
engjaferðalag þeirra hjóna. En
þorpsbúum og fleirum tókst
með miklum dugnaði að stifla
straumvatnið og veita þvi i
Hólsá til sjávar. Flestir höföu
tvöfaldan kraft eða meira við
framkvæmdirnar. Jafnvel van-
færar konur báru kekkina að á
þunga sinum og Torfi á Ægis-
siöu tók fallhamarinn einn og
setti á hestvagn, svo hægt væri
að flytja hánn á staðinn og reka
niður staurana i straumvatniö,
segir i annálum frá þeim tima.
Það tókst að bjarga byggðinni
og búskapuróx og dafnaði, fyrst
með auknum og almennum kúa-
búskap, þvi störin úr Safamýr-
inni var mikil og góð, og siðan
með geysilegri kartöflurækt,
hinni mestu á landinu.
Það hefur sennilega fáa órað
fyrir þvi þá, að það myndi vofa
yfirþessu sveitarfélagiaftur, að
landbúnaður legðist niöur og
Norðlendingar myndu fram-
leiða neyzlumjólk handa
Þykkvbæingum, en Sunnlend-
ingar sneru sér að álbræðslu og
eimyrju.
Það er furðulegur áhugi að
koma upp álbræðslum sem við-
ast, en þær geta verið dulbúnar
hergagnaverksmiðjur, og það
er og á að vera andstætt hugs-
unarhætti Islendinga að vinna
við slíka framleiðslu. Æskilegra
er að við Þykkvabæ risi áburð-
arverksmiðja til aö byggja upp
og efla landbúnaðinn, en ekki
álver sem mengar i kringum
sig, spillir ræktun og ræktunar-
möguleikum i mesta landbún-
aðarhéraði landsins og dregur
fólk frá hagnýtum störfum.
Höfnin sem gerð verður ætti
lika fremur að vera fyrir flutn-
inga og fiskiskip, enda mun auð-
veldara að gera höfn fyrir slík
skip en álflutningsdrekana.
Hernám og herseta hefur
kannski mengað hugi margra
landsmanna, og sumir vilja
meta meira hið útlenda. En
mikið verkefni er hér framund-
an i fullvinnslu landbúnaðar- og
sjávarafurða, og jarðefnaiðnað-
ur er einnig á dagskrá.
íslendingar hafa fagnað sigr-
um i sjálfstæðisbaráttu og land-
helgismáli, og ættu þvi að vera
mótfallnir þeirri öfugþróun aö
auka erlendan atvinnurekstur á
Islandi, en hafa fremur hug á að
efla fslenzka atvinnuvegi og is-
lenzk þjóðþrifafyrirtæki.
Stefán Runólfsson,
Berustöðum.
Sjónvarpsauglýsing Happ
drættis Hóskóla íslands
Sigurjón Valdimarsson skrif-
ar nokkurð orö i Timann þann 8.
þ.m. um tóbaksauglýsingar i
sjónvarpi. Tekur hann sem
dæmi auglýsingu Happdrættis
Háskóla Islands. Get ég vel tek-
ið undir aðfinnslu hans um þá
smekkleysu. Til viðbótar þvi
sem hann segir um þá auglýs-
ingu og það lögbrot, sem hann
telur auglýsinguna vera, langar
mig til að benda á hversu mikil
smekkleysa sú auglýsing er að
ööru leyti og algerlega ó-
samboðin þeirri stofnun, sem á
að teljast ein mesta menningar-
stofnun þjóðarinnar.
1 þessari auglýsingu eru tveir
bjálfar sýndir svo auðnuleysis-
legir að vart getur verra orðið.
—• Hér á ég ekki við að mennirn-
ir séu bjálfar í eðli sínu. — Þá er
athöfn 'þeirra ekki menningar-
legri. Þar er allt öfugt og bjána-
legt, og auk þess viðhöfð hrein
svik og prettir i þeirri athöfn.
Annar þátttakandinn er sá auli,
að hann ber ekki skyn á pretti
félaga síns, sem er lika auðsæi-
lega kjáni, en hefur þó nokkurt
hrekkjavit og beitir þvi. Ég tel
þessa menningarleysu auglýs-
ingarinnar enn meiri ljóð á ráði
þeirra sem að henni standa
heldur en nokkurn tima vindil-
stubbinn. Þeir, sem stjórna
Happdrætti Háskóla Islands
ættu að sjá sóma sinn og kippa
þessari auglýsingu út, þvi að
hún er þeirri stofnun, sem hún á
að þjóna, til skammar.
Guðmundur P. Valgeirsson.
Fyrirspurn til þeirra,
sem hlut eiga að móli
Það hefur vakið talsverða
athygli flugliða, að okkar ágæti
flugmálastjóri hefur ekki talið
ástæðu til þess aö svara fyrir-
spurn blaðanna viövikjandi
veizlu aldarinnar, sem hann af
litillæti sinu, hélt kollegum sin-
um, nokkrum skrifstofumönn-
um á liðnu sumri. Það hefur
aldrei verið efast um gestrisni
þessa manns, enda gert á reikn-
ing skattborgaranna, en okkur
leikur forvitni á að vita hve
miklu varsóaö i þessu tilfelli, og
þá siðast en ekki sizt, hver það
var, sem lagði til daglegar
morgungjafir og hvort það sé
misskilningur að almenningur
hafi greitt þær.
Þess má geta, að flugmála-
stjóri Þýzkalands hafði á orði,
aö sér væri mikill vandi á hönd-
um, þar sem næsta þing ætti að
halda bar og þar eð fjárhagur
þýzku þjóðarinnar væri ekki
sambærilegur hinum islenzka,
þá væri honum úthlutaö fé fyrir
einum málsverði á mann, og
það væri vissulega erfið staða
hans sem gestgjafa, eftir að
hafa sótt slika höfðingja heim.
I framhaldi af þessari fyrir-
spurn má gjarnan geta þess, að
heyrzthefur, að einhver gamall
Amerikani sé á launum hjá
Flugmálastjórn, sem tæknileg-
ur rágjafi, og er að veltast fyrir
mönnum hvort Islendingar eigi
ekki hæfa menn menntaða á
þeim sviðum, sem þessi tækni-
ráðunautur á að annast, hver
svo sem þau eru.
Nokkrir flugmenn.