Tíminn - 04.02.1977, Blaðsíða 9
Föstudagur 4. febrúar 1977
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steingrimur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu
viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöal-
stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga-
simi 19523.. Verö i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr.
1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f.,
Geirfinnsmálið
Fyrir réttu ári hvildi (Jeirfinnsmálið svonefnda
eins og hálfgerð mara á þjóðinni. Ungmenni þau,
sem nú hafa játað á sig morðið, höfðu þá látið upp,
að þau hefðu vitneskju um það, og jafnframt bent
á fleiri menn sem aðila að þvi. Getgátumenn gáfu
þeim sögum vængi, að hér væri risinn upp glæpa-
hringur, sem fengist við hvers konar ólögmæta
starfsemi, eins og smygl og fikniefnasölu, og kynni
það að hafa ráðið örlögum Geirfinns Einarssonar
að hann hefði dregizt inn i eitthvert slikra mála og
þvi þótt ráðlegast að ryðja honum úr vegi. Þeim
sögum var meira að segja komið á kreik, að einn
stjórnmálaflokkanna og ráðamenn hans væru
a.m.k. óbeint bendlaður við .málið. Allur þessi
söguburður stuðlaði að þvi að skapa óhug og van-
trú til dómsmálakerfisins, sem hafði reynzt van-
máttugt um að upplýsa málið.
Sem betur fer, hefur þetta allt snúizt á betri veg.
Starfsmenn sakadóms Reykjavikur, sem unnið
hafa að rannsókninni, hafa unnið frábært starf.
Þeim var það að þakka, að „komizt var á sporið,”
sem leiddi til þess, að málið upplýstist. Þó er ekki
vist, að gátan hefði ráðizt, ef Ólafur Jóhannesson
dómsmálaráðherra hefði ekki átt frumkvæðið að
þvi, að reyndur þýzkur rannsóknarlögreglumaður
var fenginn þeim til ráðuneytis og aðstoðar og
jafnframt tryggt nægilegt starfslið til að ví'nna að
rannsókninni. Þessi starfshópur hefur vissulega
unnið vel og á skilið miklar þakkir. Honum er það
að þakka, að þetta hörmulega mál, sem áður var
hulið alls konar grunsemdum og kviksögum, hefur
nú verið upplýst.
Areiðanlega er þetta mikill léttir fyrir þjóðina
Rannsókn Geirfinnsmálsins sýnir, að dómskerfinu
má treysta, þegar fullnægjandi er búið að þvi. Það
er ennfremur upplýst, að hér var ekki á ferð við-
tækur glæpahringur, sem gæti orðið upphaf eins
konar glæpaaldar i landinu, eins og margir voru
famir að óttast. Geirfinnsmálið er þó eigi að siður
sönnun þess, að nauðsynlegt er að vera á verði, þvi
að alltaf geta komið til sögu ólánsmenn i þessum
stil. Þó er það, að málið upplýstist, slikum mönn-
um til mikillar viðvörunar.
Menn geta áreiðanlega gert sér i hugarlund,
hvernig nú væri ástatt, ef málið hefði ekki verið
upplýst. Þá hefðu kviksögurnar fest rætur og sak-
lausir getað verið dæmdir af almenningsálitinu.
Trúin á réttarfarskerfið hefði orðið fyrir miklu
áfalli. í kjölfarið hefði getað fylgt upplausn og
agaleysi. Uppljóstrun Geirfinnsmálsins er sannar-
lega mikill sigur fyrir réttarfarið, álit þess og til-
trú.
En það er ekki nóg að fagna þessum sigri, heldur
verður að fylgja honum eftir. Þetta hefur dóms-
málaráðherra skilið manna bezt. Hann hefur ekki
aðeins lagt fram góðan skerf til þess að Geirfinns-
málið upplýstist, eins og áður er vikið að. Hann
hefur haft forgöngu um að rannsóknarstarfið verði
stórlega eflt með stofnun sérstakrar rannsóknar-
lögreglu rikisins. Nú er það fjárveitingavaldsins
að sjá um, að þessi nýja stofnun fái nægilegt
starfsfé til að geta valdið verkefni sinu. Þeirra
orða hins þýzka sérfræðings, sem svo miklu góðu
hefur komið hér til vegar, skyldu menn einnig
minnast, að hann hefði sjaldan kynnzt eins dugleg-
um lögreglumönnum og hér og aldrei eins lágt
launuðum. Til lengdar helzt ekki á góðum starfs-
mönnum, nema þeir séu launaðir að verðleikum.
Þ.Þ.
Hlilil
ERLENT YFIRLIT
Varð Haavik njósnari
vegna ástarævintýris?
Stórt njósnamál verður uppvíst í Noregi
SA ATBURÐUR gerðist á
afskekktri sporvagnsstöð I
Osló á fimmtudaginn var, aö
lögreglan handtók 65 ára
gamla konu, Gunvor Galtung
Haavik, rétt eftir aö hiin haföi
afhent rússneskum sendiráös-
manni einhver skrifleg gögn.
Lögreglan haföi haft grun um
þaö um nokkurt skeiö, aö hún
njósnaöi fyrir rússneska
sendiráöiö, og þvi látiö fylgj-
ast meö feröum hennar. Fyrst
á fimmtudaginn tókst aö
standa hana að verki. Eftir
stutta yfirheyrslu var hún úr-
skurðuö i 12 vikna gæzluvarö-
hald, en rússneska sendiráös-
manninum, sem hún ræddi við
á sporvagnsstöðinni, var visaö
úr landi, ásamt bilstjóranum,
sem ók honum.
Nordli forsætisráöherra
birti stutta greinargerö um
þetta slöastl. föstudag. Jafn-
framt var tilkynnt, að þremur
Rússum, sem unnu viö verzl-
unarskrifstofu rússneska
utanrlkisviöskiptaráöuneytis-
ins I Osló heföi veriö vlsaö út
landi, og einnig fréttamanni
Tass-fréttastofunnar. Þessir
fjórmenningar voru þó ekki
neitt tengdir Haavik-málinu,
heldur haföi oröiö uppvlst um,
aö þeir reyndu aö stunda svo-
nefndar iönaöarnjósnir, þ.e.
aö afla upplýsinga um norsk
fyrirtæki, nýjungar I rekstri
þeirra o.s.frv. Slikar njósnir
eru algengar og þykja minni
háttar, og yfirleitt er þeim,
sem veröa uppvisir aö sllku,
gefinn kostur á að fara úr
landi án þess aö til formlegs
brottrekstrar komi. Norsk
stjórnvöld munu hins vegar
hafa litið Haavik-máliö svo
alvarlegum augum, aö rétt
væri aö tengja þessi mál öll
saman og sýna Rússum, aö al-
vara fylgdi máli með þvl aö
vlsa sex þeirra úr landi sam-
timis.
ENN er ekki fullkomlega
ljóst,hvaö umfangsmikiö Haa
vik-máliö er, en ýmsir norskir
fjölmiölar fullyrða, aö þaö sé
stærsta njósnamál, sem
uppvlst hafi oröiö um I Noregi.
Gunvor Galtung Haavik hefur
starfaö hjá utanrikisráöu-
neytinu I rúm 30 ár, eöa slöan
1946, og grunur leikur á, aö
hún hafi verið njósnari fyrir
Rússa nær allan þann tlma.
Hún vann i norska sendiráöinu
I Moskvu á árunum 1947-1956,
en siöan hefur hún unniö I
verzlunardeild ráöuneytisins I
Osló. 1 starfi sinu hefur hún
aldrei haft aögang aö mikil-
vægum trúnaöarskjölum, sem
snertu varnarmál eöa
öryggismál Noregs, en hins
vegar hefur hún haft aðgang
aö leyniskýrslum um
viöskiptamál og viöskipta-
samninga, einkum hvaö snert-
ir viöskipti viö rlkin , sem eru
I Efnahagsbandalagi Evrópu
og Frlverzlunarbandalagi
Evrópu. Hún hefur þvi haft
aöstööu til aö láta Rússa fá
margvlslegar upplýsingar um
þessi mál, sem hafa getaö
komiö þeim aö gagni, bæöi I
viöskiptasamningum viö
Noreg og fleiri Evrópurlki.
Enn er þaö ekki upplýst, hvers
konar upplýsingar Haavik
hefur aðallega útvegaö þeim,
en llklegast þykir, aö þær hafi
fyrst og fremst verið tengdar
viðskiptamálum.
í NORSKUM blööum gætir
yfirleitt þeirrar kenningar, aö
Gunvor Galtung Haavik.
rlkisráöuneytinu og fékk þaö.
Ari slöar var hún send til
Moskvu og vann þar I norska
sendiráðinu næstu lOárin, eins
og áöur segir. Þar mun hún
hafa hitt elskhuga sinn aftur.
Taliö er, aö rússneska leyni-
lögreglan hafi fengið spurnir
af þvl og notaö sér þaö meö
einum eöa öörum hætti til aö
fá Haavik I þjónustu sina. Hins
vegar munu kynni hennar og
rússneska elskhugans ekki
hafa staðið lengi eftir aö hún
kom til Moskvu, en sögusagnir
um þaö eru þó ekki alveg sam-
hljóða. Vafalaust á þetta
ævintýri Haavik eftir aö veröa
mikiö cöguefni hjá fjölmiöl-
um. En þvl til viöbótar halda
ýmsir þvl fram, aö Haavik
hafi alltaf veriö hlynnt
kommúnistum en farið dult
meö þaö. Þá er taliö, aö Rúss-
ar hafi greitt henni nokkurt fé,
en þó ekki verulegt. Njósnirn-
ar hafi hún þvi stundab annaö
hvort af þvi, aö hún var neydd
til þess einhverra hluta vegna,
eöa af hugsjónalegum ástæö-
um. Haavik er sögö hlédræg,
en vel látin af þeim, sem
þekkja hana, og enginn mun
hafa grunaö hana um njósnir.
Slöan Noregur gekk I At-
lantshafsbandalagiö hefur
oröiö uppvlst um ein 40
njósnamál, sem Rússar eða
aðrar Austur-Evrópuþjóöir eru
taldar hafa átt þátt i. Málum
þessum hefur lyktaö þannig,
aö 28 Norömenn hafa veriö
dæmdir, en 27 Rússum hefur
veriö vlsaö úr landi, þar af
fimm með diplómatísk rétt-
indi. Aöeins einn þeirra, sem
var visað úr landi nú, eða
sendiráösmaöurinn, sem
ræddi við Haavik, haföi dipló-
matisk réttindi. Hinir voru á
venjulegum vegabréfum.
Þ.Þ.
þaö hafi verið misheppnuö
ástamál, sem leiddu Haavik
til samstarfs viö Rússa. Hún
er læknisdóttir og vildi faöir
hennar, aö hún yröi læknir.
Hún stundaði læknisnám I eitt
ár, en hætti þá og gerðist
hjúkrunarkona. Nokkru fyrir
siöari heimsstyrjöldina kynnt-
ist hún rússneskum útlaga og
tókst meö þeim svo náinn
kunningsskapur, aö hún læröi
bæöi aö tala og skrifa rúss-
nesku. Hún var þvi ráöin sem
rússneskur túlkur I strlöslokin
og féll þaö m.a. I verkahring
hennar aö vera túlkur
rússneskra fanga, sem Þjóö-
verjar höföu haft I haldi. 1
þeim hópi var ungur og mynd-
arlegur Rússi og felldu þau
Haavik hugi saman. Eftir aö
hann var farinn til Rússlands,
sótti hún um starf hjá utan-
Jiriz Kiritsjenko sendiherra
Sovétrikjanna I Osló, var áöur
sendiherra i Reykjavik.